Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 32
hafi náð háum aldri. „Einn bróðir minn varð 100 ára svo ég er að ná honum.“ Hún bendir líka á að frændfólk hafi farið yfir 100 árin og nýlega hafi Sigfríður Nieljohníus- dóttir, frænka hennar á Íslandi, orðið 100 ára. „Ég geng töluvert, fylgist með fréttum og eftir að ég fékk spjald- tölvu á dögunum fer ég á netið og er í samskiptum í gegnum Zoom.“ Ísland og Íslendingar eru ofarlega í huga Helgu. Jó- hann var forseti þjóðræknisfélagsins í Lundar í 10 ár og Helga í 15 ár og sem slík tóku þau á móti gestum, ekki síst Íslendingum, sem heimsóttu Lundar. „Það var und- arleg tilfinning að koma til Íslands og vera á sömu slóð- um og mamma og pabbi höfðu verið,“ rifjar hún upp. „Ég þakka Íslandi fyrir að hafa gefið mér foreldra mína og ég er hreykin af því að vera Íslendingur enda var mér kennt að heima væri á Íslandi.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslendingar settust að í Kanada undir lok 19. og í byrjun 20. aldar, meðal annars í Lundar við þjóðveg númer 6 austan við Manitoba-vatn, um 100 km fyrir norðan Winnipeg. Þar fæddist Guðrún Helga Júlía Sigurdson (helgasigurdson@icloud.com) og býr þar enn, 100 árum síðar. „Ég ætlaði mér aldrei að giftast Íslendingi og aldr- ei að setjast að í Lundar en samt fór það nú svo eftir að ég bjó í Vancouver og Winnipeg um stund,“ segir hún kímin. Foreldrar Helgu voru Sigurður Daníelsson Hólm frá Hólmlátri á Skógarströnd, sem flutti með foreldrum sín- um til Vesturheims, og Sigríður Guðný Jóhannesdóttir Borgfjörð frá Reykjavík, sem fór 16 ára vestur með syst- ur sinni 1901. Foreldrar þeirra komu síðar. Sigurður og Sigríður kynntust í Winnipeg og bjuggu sér heimili í Lundar, þar sem þau eignuðust sjö börn. Helga fæddist á sjöundu kvöldstundu sjöunda dags sjöunda mánaðar ársins, 7.7. 1920, hefur sjö sinnum farið „heim til Ís- lands“ eins og hún segir og verður 100 ára eftir sjö daga. Íslenska var málið „Íslenska var málið og ég ólst upp við að heyra sögur frá Íslandi,“ leggur Helga áherslu á. Hún talar enn ágæta íslensku og skrifar málið furðuvel. „Mamma var í Kvennaskólanum í Reykjavík og sagði mér frá mörgu, meðal annars fuglalífinu á Tjörninni. Pabbi þreyttist aldrei á því að segja mér frá sveitinni, þegar hann sat yf- ir kindunum og hvað fjöllin voru blá og yndisleg. Hann bað mig um að teikna þau og mála en ég náði aldrei rétta litnum, himinblámanum, fyrr en ég sá þau sjálf.“ Eiginmaður Helgu var Jóhann Straumfjörð Sigurd- son, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vestur- heimi 1979-1985. Þau ólu upp fjögur börn í Lundar, tóku þátt í íslenska samfélaginu og meðal annars er það fyrst og fremst Helgu að þakka að bókin um sögu Lundar, Wagons to Wings, kom út, en hún vann við hana í fimm ár, safnaði efni, prófarkalas og teiknaði myndina á bók- arkápu. „Mér var sýndur mikill heiður þegar ég var út- nefnd fjallkona Íslendingadagsnefndar Manitoba 1988,“ segir hún, en Linda, dóttir hennar, gegndi sama hlut- verki 2015. Helga er mikill listamaður og teiknar og málar enn, meðal annars á gler, en hún var keramikkennari í Lund- ar í um hálfa öld og hefur unnið til margra verðlauna fyr- ir verk sín. Kanadagæsin er einkenni Lundar og segja má að gæsin hafi verið vörumerki hennar. Verk hennar hafa verið vinsælir verðlaunagripir og gjafir. Þegar Kristján Eldjárn var forseti heimsótti hann Lundar 1975 og fékk gæsir eftir hana. Þær hafa síðan verið á Bessa- stöðum. „Góð heilsa og langlífi er í ættargenunum,“ segir Helga og vísar til þess að foreldrar hennar og systkini Var kennt í Kanada að Ísland væri heima  Guðrún Helga Júlía Sigurdson þakklát fyrir upprunann Mæðgur Linda F. Sigurdson Collette og Helga Sig- urdson í fyrra. Þær hafa báðar verið fjallkonur. ÍSLAND Fjörutíu ár voru á dögunum síðan Ísbjarnarblús Bubba Morthens kom út en hún er án efa ein áhrifamesta plata íslenskrar rokksögu með lög á borð við Stál og hnífur, Ísbjarnarblús og Hrognin eru að koma. Bubbi fékk fyrir helgi afhenta platínuplötu fyrir sölu Ísbjarn- arblúss gegnum árin en platínuplata er viðurkenning sem Félag hljómplötuframleiðenda veitir fyrir plötur sem seljast í yfir 10.000 eintökum. Hér hampa þeir plötunni, Bubbi og útgefendur hans hjá Öldu Music, Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds. Fjörutíu árum eftir útgáfu Ísbjarn- arblúss fékk Bubbi platínuplötu ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 182. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Óttar Magnús Karlsson skoraði þrennu í gærkvöld þegar Víkingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í fótbolt- anum og lögðu FH að velli á sannfærandi hátt. Breiðablik er á toppi deildarinnar eftir þriðja sigurinn í jafnmörgum leikjum, 3:1 gegn Fjölni, og Fylkir fékk sín fyrstu stig með því að sigra nýliðana í Gróttu, sem þar með sitja eftir án stiga og marka á botni deildarinnar. »27 Þrenna frá Óttari þegar Víkingar skelltu FH-ingum ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.