Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 21
Kær vinkona okkar, Svanhildur Ingvarsdóttir, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. mars sl. Við frá- fall Svönu, eins og hún var yf- irleitt kölluð, rifjast upp hlýjar og góðar minningar. Mikill vinskapur hefur verið á milli fjölskyldna okkar svo langt sem við systkinin mun- um. Við bjuggum öðrum megin á Klettahrauninu en hinum megin við götuna bjó Svana með Svenna sínum og Katrínu dóttur þeirra. Það var því mik- ill samgangur og ósjaldan sem farið var á milli húsa. Svana og Svenni áttu ein- staklega fallegt heimili með norrænu yfirbragði. Veggirnir voru þaktir listaverkum og í seinni tíð fangaði útskurðar- skápurinn hans Svenna athygli manns. Það var alltaf gott að koma til þeirra. Svana var létt í lund og þægilegt að vera í kringum hana. Hún hafði góða kímnigáfu og hafði húmor fyrir hinum ýmsu uppátækjum Svenna enda oft ekki vanþörf á þegar hann og pabbi fengu sín- ar snjöllu hugmyndir. Við ferðuðumst víða saman, bæði innanlands og utan. Oftar en ekki var ferðinni heitið í Svanhildur Ingvarsdóttir ✝ SvanhildurIngvarsdóttir fæddist 11. október 1937. Hún lést 4. mars 2020. Útför Svanhildar fór fram 25. júní 2020. veiði eða útilegur. Minningar af drekkhlöðnum bíl- um fullum af börn- um og kosti á leið í Gljúfurá eða Hlíð- arvatn. Stundum bara fjölskyldurn- ar tvær, stundum allur vinahópurinn með krakka- skarann í eftir- dragi. Þetta voru góðir og áhyggjulausir tímar. Eftir allan hamaganginn á aðfangadagskvöld komu Svana, Svenni og Katrín ásamt Her- dísi, móður Svenna, yfirleitt yfir götuna í kvöldkaffi. Þar voru líka ömmur okkar og afi og fleira fólk sem allt er nú farið í Sumarlandið. Þetta voru yndislegar stundir sem nota- legt er að rifja upp. Eftir að Ingibjörg flutti á Klettahraunið áttu börnin hennar skjól hjá Svönu og Svenna. Og enn búa fjölskyld- urnar hvor sínum megin við götuna góðu, nú Ingibjörg og Katrín. Þegar komið er að leiðarlok- um þökkum við fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verða samferða Svönu og fengið að njóta alls þess besta sem hún hafði að geyma. Við sendum Svenna, Katrínu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Svan- hildar Ingvarsdóttur. Lovísa Árnadóttir, Finnur Árnason og Ingibjörg Árnadóttir. Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Tilkynningar Endurskoðun Aðalskipulags Reykhólahrepps - Verkefnislýsing Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps 9. júní sl. var lögð fram og samþykkt til kynningar verkefnislýsing vegna endur- skoðunar Aðalskipulags Reykhólahrepps 2006-2018. Tilgangur lýsingar er að gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kost á að kynna sér þá vinnu sem er framundan og koma á framfæri ábendingum um nálgun við endurskoðunina, viðfangsefni hennar, helstu forsendur og aðferðir við umhverfismat. Lýsingin er auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er hún til sýnis í stjórnsýsluhúsi Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum og á vef sveitarfélagsins: reykholar.is. Samhliða auglýsingu er verkefnislýsingin send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra stofnana og aðila sem hlut eiga að máli, sem og aðliggjandi sveitarfélaga. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og senda ábendingar, hugmyndir og sjónarmið fyrir lok 10. ágúst nk. Ábendingar má senda til skrifstofu Reykhólahrepps, stjórnsýsluhúsi við Maríutröð, 380 Reykhólahreppur, eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins: skipulag@dalir.is merkt „Reykhólahreppur-Verkefnislýsing“. Reykhólum 29. júní 2020. Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi. Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Vegagerðarinnar er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi í handa- vinnustofu kl. 10-10.30. Leikfimi með Silju kl. 13-13.40. Í sölukaffinu kl. 14.30 fáum við í heimsókn til okkar Dúóið Ýr og Agga og þær ætla að vera með smá tónleika, þær spila á flautu og fiðlu. Mounia ætlar að vera með pönnukökur í sölukaffinu. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall kl. 8.50-11. Lista- smiðja opin kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kríur myndlistar- hópur kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum eftir samfélagssátt- málanum og þannig tryggjum við góðan áfram. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabær Jónshúsi, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónus- rúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Qi-gong Sjálandi kl. 9. Gerðuberg 3-5 111 Reykjavík. Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 10 leikfimi gönguhóps, kl. 10.30 ganga um hverfið, kl. 13 bíó. Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8. Billjard kl. 8. Dansleikfimi kl. 9. Qi- gong á Klambratúni kl. 11. Brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Púttæfing kl. 10.30. Gönguferð kl. 13.30. Korpúlfar Helgistund kl. 10.30 í dag, sundleikfimi kl. 13.30 í Grafar- vogssundlaug og verður í allt sumar. Botsía í Borgum kl. 14. Seltjarnarnes Kl. 7.15 vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness. Kl. 10.30 kaffispjall í króknum. Kl. 13.30 spilað saman í salnum á Skóla- braut. Hlökkum til að sjá ykkur. Eigið góðan dag. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Sögustund verður í kaffinu. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar 7.000 tonna framleiðsla á laxi í Stöðvarfirði, Fjarðabyggð Fiskeldi Austfjarða hf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um fyrirhugaða 7.000 t framleiðslu á laxi í Stöðvarfirði. Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 30. júní - 18. ágúst 2020 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofu Fjarðabyggða, Þjóðarbókhlöðunni og Skipulagsstofnun. Einnig á skrif- stofu Fiskeldis Austfjarða hf. Borgartúni 24, Reykjavík og starfsstöðvum félagsins að Brekku 4, Djúpavogi og Hafnargötu 29, Fáskrúðsfirði. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 18. ágúst 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt NETVERSLUN gina.is Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Verð kr. 12.500 Verð kr. 11.900 Verð kr. 13.500 Sími 588 8050. - vertu vinur Til leigu 2ja herb. íbúð til leigu Reyklaus 2 herb. íbúð með sér inngangi og þvottahúsi, á Njálsgötu 33, til leigu. Húsgögn fylgja, ef svo óskast. Kr. 180 þús. á mánuði. Uppl.í s. 551 2596 og 868 2726. með morgun- nu atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Leiðir okkar Úlfs lágu saman 1998 þegar Úlfur og Einar sonur hans stofnuðu hug- búnaðarfyrirtæki og réðu mig til starfa sem framkvæmda- stjóra. Einar var stjórnarfor- maður og búsettur í Bandaríkj- unum en Úlfur vann náið með mér sem traustur ráðgjafi. Við unnum þétt saman og fljótt myndaðist með okkur öllum traustur vinskapur. Ég lærði fljótt að hlusta á ráð og visku Úlfs. Mér er minnisstætt þegar við hófum okkar samvinnu að Úlfur spurði mig um fjölskyldu mína. Ég rakti ættir mínar og þegar kom að föðurætt minni, áttaði hann sig fljótt á að Jón Gunn- arsson var afi minn. Hann rak í rogastans og sagði mér að þeg- ar hann var nýútskrifaður hag- fræðingur hefði afi verið sá fyrsti sem hefði ráðið hann til starfa til Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Þar átti hann að leiða byggingu nýrrar verk- smiðju í Hollandi en vann að auki önnur störf í Bretlandi og Íslandi. Úlfur sagði mér stoltur að hann liti á Jón afa sem sinn velgjörðarmann. Ég get nú horft um öxl og sagt það sama um Úlf. Hann var sannur heið- ursmaður. Úlfur kallaði á virðingu með framkomu sinni. Hávaxinn, íhugull, ákveðinn og fluggáfað- ur. Úlfur lagði áherslu á að fylgjast vel með fjölmiðlum, Úlfur Sigurmundsson ✝ Úlfur Sig-urmundsson fæddist 4. apríl 1934. Hann lést 11. apríl 2020. Útför hans fór fram 23. júní 2020. tala við sem flesta og kynna sér öll mál með opnum hug. Hann kenndi mér margt með sinni fyrirhyggju, sparsemi, stýringu stjórnarfunda, rit- un fundargerða og margt fleira. Úlfur var ekki mikið fyrir að ber- ast á og var hóf- samur. Mér er hugsað til hans á gamla bílnum sem hann neitaði að uppfæra. Fyrir nokkrum ár- um sagði vinur minn mér sögu af því hvernig hann hefði unnið náið með virðulegum manni sem hefði verið svo sparsamur að hann nýtti alltaf prentpappír þannig að prentað væri báðum megin. Eftir aðeins nánari lýs- ingu þá spurði ég hvort þessi maður héti Úlfur Sigurmunds- son, og það stóð heima. Með lítillæti og sparsemi var Úlfur afar farsæll í sínum fjár- málum og byggði upp sitt eigið stórveldi í gegnum eigin rekst- ur og setu í stjórnum margra félaga. Úlfur kom víðar við, var veittur riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu, hitti 3 Banda- ríkjaforseta og sjálfan páfann í Róm. Þótt fáum sé það ljóst í dag, þá vann Úlfur mikilvægt brautryðjandastarf í kynningu á Íslandi í starfi sínu sem við- skiptafulltrúi Íslands í New York og þegar hann starfaði hjá útflutningsskrifstofu Félags ís- lenskra iðnrekenda. Fáir hafa lagt eins mikið á sig í kynningu lands og þjóðar. Ég er lánsamur að hafa kynnst fjölskyldu Úlfs og notið vinskapar hennar. Ég votta Sigríði eiginkonu hans og þeim öllum mína samúð. Gunnar Björn Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.