Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 ÚTSALAN ER HAFIN! 50-70%AFSLÁTTUR SMÁRALIND www.skornirthinir.is Útsöluverð 4.998 erð áður 9.995 Stærðir 36-42 30. júní 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.95 Sterlingspund 171.21 Kanadadalur 101.12 Dönsk króna 20.789 Norsk króna 14.273 Sænsk króna 14.816 Svissn. franki 145.63 Japanskt jen 1.2906 SDR 190.19 Evra 154.97 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.2511 Hrávöruverð Gull 1762.1 ($/únsa) Ál 1582.0 ($/tonn) LME Hráolía 41.44 ($/fatið) Brent ● Hvalur hf. hef- ur fest kaup á helmingi hluta- fjár í Íslenska gámafélaginu ehf. Í tilkynningu frá Hval hf. segir að eftir við- skiptin séu hlut- hafar í Íslenska gámafélaginu, Hvalur hf. og Gufunes ehf., með jafnan hlut. Jón Þórir Frantzson og Ólafur Thord- ersen starfa áfram sem forstjóri og að- stoðarforstjóri félagsins. Í tilkynningunni kemur fram að kaup- verð sé trúnaðarmál. Hjá Íslenska gámafélaginu og dóttur- félögum þess starfa um 300 manns, en aðalstarfsemi félagsins er almenn sorp- hirða og útleiga á gámum, bifreiðum og tækjum ásamt útflutningi á hráefni til endurvinnslu og orkunýtingar. Velta félagsins samkvæmt tilkynningunni er rúmir fimm milljarðar króna, en heildareignir námu um sex milljörðum króna í lok árs 2019. Viðskiptavinir eru um 4.500 talsins og samanstanda af um 2.800 fyrir- tækjum og stofnunum, 1.700 ein- staklingum og 23 sveitarfélögum. Hvalur kaupir helming í Íslenska gámafélaginu Sorp Frá athafna- svæði Íslenska gáma- félagsins í Gufunesi. STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Vonir fjárfesta um að staða Iceland- air Group myndi skýrast í þessari viku urðu að engu í gærmorgun þeg- ar fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að ekkert yrði af fyrirhug- uðu hlutafjárútboði fyrr en í ágúst- mánuði. Vonir stóðu til þess að út- boðsskilmálar yrðu gerðir opinberir fyrir mánaðamót. Hlutabréf félagsins féllu um 9,2% í Kauphöll Íslands í gær í kjölfar fréttanna. Umfang við- skiptanna var hins vegar mjög tak- markað eins og undanfarnar vikur eða rétt tæpar 3,3 milljónir króna. Hafa stórir hluthafar í félaginu, ekki síst lífeyrissjóðir, beðið í ofvæni eftir því að fá skýrari mynd af því hvað stjórnendur Icelandair Group hyggist fyrir í þeirri viðleitni að koma fyrirtækinu á beinu brautina að nýju. Starfsemi þess hefur í raun verið í lamasessi frá því að víðtækt ferða- bann stöðvaði nær alla flugstarfsemi í Evrópu fyrr á þessu ári. Færsluhirðir í viðræðunum Í fyrrnefndri tilkynningu var bent á að félaginu hefði ekki tekist að ganga frá samkomulagi við alla helstu „hagaðila“, sem væri forsenda þess að halda útboðinu til streitu. Fé- lagið hefur þó náð kjarasamningum við flugmenn, flugfreyjur og flug- virkja. Þá hefur félagið átt í viðræð- um við viðskiptabanka sinn, Íslands- banka, Landsbankann sem lánaði félaginu á annan tug milljarða í fyrra og íslenska ríkið um útfærslu á ríkis- ábyrgð á lánveitingu til Icelandair. Þeirri vinnu er hins vegar ekki lokið og er „háð samkomulagi við kröfu- hafa og að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár“. Heimildir Morgunblaðsins herma að þá sé einnig gott hljóð í CIT Bank sem m.a. lánaði Icelandair Group milljarða króna í fyrra í kjölfar þess að skuldabréf sem félagið hafði gefið út lentu í uppnámi vegna skilmála sem það gat ekki risið undir lengur vegna versnandi rekstrarstöðu. Leigusalar og færsluhirðar Þeir „lykilaðilar“ sem Icelandair tiltekur sérstaklega í tilkynningu sinni og segir að enn sé verið að semja við eru flugvélaleigusalar og færsluhirðir félagsins. Ljóst er að miklir hagsmunir eru undir þegar kemur að leigusamningum félagsins. Í kynningu sem félagið sendi frá sér þegar uppgjör síðasta fjórðungs árs- ins 2018 var kynnt kom fram að félag- ið hefði þá þegar lokið við sölu og end- urleigu á sjö 737 MAX-vélum og þá kom einnig fram að gengið hefði verið frá fjármögnun á fyrirframgreiðslum á 11 MAX-vélum. Allt í allt hafði Ice- landair Group samið um kaup á 16 slíkum vélum en líkt og greint var frá í ViðskiptaMogganum 10. júní síðast- liðinn hefur Icelandair róið að því öll- um árum að undanförnu að komast hjá því að taka við þeim 10 vélum sem Boeing átti enn eftir að afhenda flug- félaginu. Morgunblaðið leitaði upp- lýsinga hjá Icelandair um það í hverju mögulegar viðræður við færsluhirði félagsins fælust og eins hvaða erlenda fyrirtæki sinnti þeirri vinnu fyrir félagið. Eva Sóley Guð- björnsdóttir, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs, vildi ekki upplýsa hvaða færsluhirðir væri með samning við Icelandair og sagði að viðræðurnar væru á mjög viðkvæmu stigi. Þá vildi hún heldur ekki útskýra í hverju mögulegar viðræður við færsluhirð- inn fælust. Það er m.a. á grundvelli slíkra samninga sem flugfélög tryggja sér fyrirframheimtur á seld- um flugmiðum, áður en þjónustan er reidd af hendi. Slíkir samningar hafa mikil áhrif á fjármögnun flugfélaga og hagstæðir samningar geta reynst mjög mikilvægir til að tryggja lausa- fjárstöðu félaga, ekki síst þegar gefur á bátinn eins og nú. Meira en til þriggja mánaða Icelandair gaf út í gær að lausa- fjárstaða félagsins væri trygg og næmi 150 milljónum dollara, jafnvirði ríflega 21 milljarðs króna. Nemur fjárhæðin hærri upphæð en rekstr- argjöldum félagsins í núverandi ástandi til þriggja mánaða en flug- rekstrarleyfi eru bundin skilyrði um slíkt fjárhagslegt svigrúm í bókum félaga á borð við Icelandair. Ekki liggur fyrir enn sem komið er hvað félagið skuldar viðskiptavinum sínum vegna farmiða sem tengdust flugferðum sem fella þurfti niður. Hefur félagið gefið út að meirihluti viðskiptavina hafi þegið að breyta kröfum sínum í inneignir hjá félag- inu, sem þá færast áfram sem skuld félagsins við viðskiptamenn sína en hefur ekki áhrif á lausafjárstöðu fé- lagsins. Staðan þrengist þegar við- ræður dragast á langinn Morgunblaðið/Eggert Icelandair Félagið stefnir að því að afla allt að 30 milljarða í hlutafjárútboði.  Handbært fé Icelandair 21 ma.  Viðræður standa enn við ónefndan færsluhirði Tap Haga eftir skatta á fyrsta árs- fjórðungi (mars til maí 2020) nam 96 milljónum króna. Er þetta í fyrsta sinn í meira en áratug sem fyrir- tækið bókfærir tap af starfsemi sinni. Hagnaður af starfsemi Haga yfir sama tímabil í fyrra nam 665 milljónum króna. Vörusala tímabilsins nam 28,2 milljörðum króna og dróst saman um 1,2% frá sama tímabili í fyrra. Sölu- minnkun var mjög mikil hjá Olís eða 26%. Söluaukning varð hins vegar í verslana- og vöruhúsahluta sam- stæðunnar og nam hún 11%. Fram- legð nam 5,8 milljörðum, samanborið við 6,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Lækkaði framlegðin því úr 22,5% í 20,6%. Gengisfall og verðhækkanir Segir í tilkynningu frá félaginu að gengisfall íslensku krónunnar og mikil lækkun á heimsmarkaðsverði með olíu á tímabilinu, auk verðhækk- ana frá birgjum, hafi haft neikvæð áhrif á framlegðina. EBITDA á fjórðungnum nam 1.297 milljónum króna samanborið við 2.034 milljónir yfir sama tíma í fyrra. EBITDA-hlutfall var 4,6%, samanborið við 7,1% í fyrra. Líkt og fram hefur komið hefur Finnur Árnason látið af störfum sem forstjóri Haga og þann 7. maí var til- kynnt um ráðningu nýs forstjóra. Tekur Finnur Oddsson, fráfarandi forstjóri Origo, við keflinu. Fjár- hagsleg áhrif starfsfloka Finns Árnasonar nema 86,4 milljónum króna og koma þau fram í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs. Morgunblaðið/Heiddi Hagar Vörusala í dagvöruversl- unum jókst í faraldrinum. Hagar skila tapi á fyrsta fjórðungi  Ekki skilað tapi á einum fjórðungi í meira en áratug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.