Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 13
Ljósmynd/Stian Haraldsen Öngþveiti Haraldsen fréttastjóri upplifði hreint áfall á Hróarskeldu árið 2000. „Ég fór fyrst á Hróarskelduhátíð- ina sumarið 1999 og varð hugfang- inn um leið,“ segir Stian Haraldsen, fréttastjóri hjá norska ríkisútvarp- inu NRK, í samtali við Morgun- blaðið þegar hann rifjar upp skelfi- legan atburð á hátíðinni 30. júní árið 2000, þegar níu hátíðargestir krömdust til bana við aðalsvið há- tíðarinnar á tónleikum bandarísku þungarokksveitarinnar Pearl Jam fyrir 20 árum upp á dag. „Hátíðin 2000 byrjaði alveg eins og 1999. Þetta risastóra hátíðar- svæði, tónleikar heimsþekktra listamanna frá hádegi til miðnættis og stemmningin maður, ímyndaðu þér,“ rifjar Haraldsen upp. „Ég man svo vel eftir hátíðinni 2000,“ segir fréttastjórinn dreyminn, „við keyptum okkur fánastangir svo við gætum flaggað á tjaldstæðinu okk- ar og ég man hve við hlökkuðum til fimmtudagsins og fyrstu tónleik- anna.“ Viðtalið við Haraldsen má lesa í heild sinni á mbl.is. 20 ár frá Hróarskeldu- slysinu árið 2000  „Þetta var djöfulleg upplifun“ FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað í gær upp þann dóm að lög Louisiana-ríkis um fóstureyðingar stönguðust á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í löggjöf ríkisins, sem nú er fallin í ónáð Hæsta- réttar, var kveðið á um að læknum, sem vísuðu sjúklingum sínum til fóst- ureyðingar, væri gert að hafa svokallað innlagnarsamkomulag eða innlagnar- leyfi, „admitting privileges“ á ensku, við ákveðin sjúkrahús svo unnt væri að vísa þunguðum sjúklingum þangað til fóstureyðingar. Gengur í berhögg Þetta fyrirkomulag töldu fimm af níu dómurum Hæstaréttar íþyngja barnshafandi konum verulega, en niðurstaða meirihlutans gengur í ber- högg við skoðanir og málflutning sam- taka sem berjast gegn fóstureyðingum vestanhafs og er um leið fyrsti dómur bandaríska Hæstaréttarins, sem hefur með umdeildari málefni á sviði fóstur- eyðinga að gera, síðan stjórn sitjandi Bandaríkjaforseta settist að völdum. Lögin umdeildu, sem sett voru árið 2014, mæltu svo fyrir, að læknar gætu ekki vísað barnshafandi sjúklingum sínum til fóstureyðingar á sjúkrahúsi sem væri fjær stofu hvers læknis en 30 amerískar mílur, eða 48 kílómetrar, og hnigu rök Louisiana-ríkis að því að með þeirri lagasetningu væru óþarf- lega löng ferðalög ekki lögð á barni auknar konur. Sitt sýnist hverjum Andmælendur laganna umdeildu bentu þá þegar á, að með því að binda slík fyrirmæli lögum væru valkostir barnshafandi kvenna um fóstureyð- ingu verulega rýrðir og bryti lagasetn- ingin þar með í bága við almenn rétt- indi manneskjunnar til að taka ákvarðanir er tækju til lífs hennar og frelsis. Forleik niðurstöðu réttarins í gær má rekja til dómsmáls June-heilsu- gæslunnar gegn Russo í hverju Hæstarétti var fólgið að ákvarða hvort lög Louisiana stæðust stjórn- arskrá Bandaríkja Norður-Ameríku. Handgengin trúarsöfnuðum Málflutningsmenn ríkisins héldu því sjónarmiði sínu á lofti við réttar- höldin, að fyrir Louisiana vekti ekki annað en að gæta réttar kvenna og heilsu þeirra. Því til andmæla héldu lögmenn, vilhallir frjálsu vali um fóst- ureyðingar og rétthæfi kvenna yfir eigin líkama, því fram, að líkamlegir kvillar fylgdu sjaldnast í kjölfar fóst- ureyðingar auk þess sem sum sjúkra- hús ríkisins væru handgengin trúar- söfnuðum og leyfðu hreinlega ekki eyðingu fósturs af þeim ástæðum. Dómstóll á millidómstigi hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að fóstur- eyðingarlög Louisiana gengju ekki í berhögg við stjórnarskrá landsins, harla ólíklegt mætti telja að nokkurri læknastofu væri gert að loka dyrum sínum að óbreyttri löggjöf og lögin því ekki talin andstæð stjórnskipunarlög- um. Stephen Breyer hæstaréttardóm- ari féllst ekki á niðurstöðu millidóms- ins og snerust Ruth Bader Ginsburg, Sonia Sotomayor og Elena Kagan á sveif með honum, auk dómsforsetans John Roberts sem þekktur hefur ver- ið að því að strjúka íhaldssömum Bandaríkjamönnum andhæris. AFP Óður til lífsins Andstæðingur fóstureyðinga sveiflar skilti sínu við Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington í gær. Lög um fóstureyðingar talin andstæð stjórnarskrá  Innlagnarsamkomulag ólöglegt  Fimm af níu dómurum Hæstaréttar einhuga Andstæð stjórnarskrá » Umdeild lög um fóstureyð- ingar í Louisiana talin andstæð stjórnarskrá » Fimm af níu dómurum Hæstaréttar Bandaríkjanna á einu máli » Segja sjúkrahús handgengin sértrúarsöfnuðum » Dómurinn þvert á skoðanir andstæðinga fóstureyðinga Norska flugfélagið Norwegian er hætt við að kaupa 97 nýjar far- þegaþotur af Boeing-flugvélaverk- smiðjunum auk þess sem það greinir frá málaferlum á hendur Boeing fyrir að hafa kostað félagið gríðarlegar fjárhæðir vegna Max- flugvélanna umdeildu sem talið er að kostað hafi á fjórða hundrað mannslíf síðustu ár vegna MCAS- hugbúnaðar vélanna. Farþegaþoturnar sem Norwegi- an hættir nú við að kaupa eru fimm 787 Dreamliner-þotur og 92 þotur af gerðinni 737 Max. Auk þess hyggst norska lággjaldaflug- félagið leita réttar síns fyrir dóm- stólum og freista þess þar að end- urheimta fyrirframgreiðslur vegna vörupantananna sem nú hafa verið afturkallaðar. Slíta hreyflum örar Ber Norwegian enn fremur við þrálátum vandamálum er tengjast Draumafleyinu svonefnda, 787- vélinni, og hefur ásamt fleiri flug- félögum haldið því fram að hreyfl- ar Dreamliner-vélanna, sem Rolls- Royce framleiðir, slitni mun hrað- ar en sambærilegir hreyflar eldri véla, vandamál sem norska ríkis- útvarpið NRK hefur reglulega fjallað um frá því árið 2013 auk þess sem Norwegian kvartar und- an varahlutaþjónustu Boeing sem flugfélagið telur verulega ábóta- vant. AFP Prufa Boeing 737 prófuð í gær. Afpanta 97 þotur frá Boeing  Draumafley reyndist martröð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.