Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölg- aði um rúmlega 4.800 milli ára 2019 og 2020. Hefur þeim fjölgað um rúm- lega 21.300 frá árinu 2015. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um íbúafjölda sveitar- félaga. Íbúaþróunin á höfuðborgar- svæðinu og í nágrenni þess er sýnd á töflunni hér til hliðar. Tölurnar eru frá 1. janúar og má því álykta að Hafnfirðingar séu orðnir 30 þúsund talsins í fyrsta sinn. Þá búa nú nærri 17 þúsund í Garðabæ og um 38 þúsund í Kópa- vogi. Samanlagt búa nú 85 þúsund manns í sveitarfélögunum þremur. Nálgast 12 þúsund íbúa Jafnframt nálgast Mosfellsbær að hafa 12 þúsund íbúa, en þar hefur verið rúmlega 30% íbúafjölgun frá 2015. Það er mesta hlutfallslega íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Reykvíkingum fjölgaði um tæp- lega 2.400 milli ára 2019 og 2020. Hefur þeim fjölgað um tæplega 8.900 frá 2015, en það er mesta fjölg- un í einu sveitarfélagi á landinu. Jafnframt hefur íbúum á jaðri höfuðborgarsvæðisins fjölgað um rúmlega 450 frá ársbyrjun 2015. Þeim fækkaði hins vegar lítillega milli ára 2019 og 2020. Íbúum á Akranesi og nágrenni hefur einnig fjölgað, en þeir voru í ársbyrjun um 780 fleiri en í byrjun árs 2015. Þá fjölgaði þeim um rúm- lega 130 milli ára 2019 og 2020. Með þessari fjölgun nálgast íbúa- kjarninn á Akranesi og nágrenni um átta þúsund íbúa. Íbúum hefur einnig fjölgað í öllum sveitarfélögum á Reykjanesi frá árs- byrjun 2015, eða um alls tæplega sex þúsund. Íbúafjölgunin er langmest í Keflavík og Njarðvík, en þar hefur íbúum fjölgað um nærri 4.500. Reykjanesið í örum vexti Með þessari fjölgun búa nú nærri 28 þúsund manns á Reykjanesi. Á mikill vöxtur á Keflavíkurflug- velli þátt í íbúafjölguninni og miklum aðflutningi erlendra ríkisborgara. Til upprifjunar varð Reykjanes- bær til við sameiningu sveitarfélag- anna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994. Sé litið austur yfir heiðina kemur í ljós að íbúum á Selfossi hefur fjölgað um tæplega 1.900, eða um rúm 27%, frá árinu 2015. Þá hefur íbúum Hveragerðis fjölgað um 315 frá árinu 2015, sem er yfir 13% íbúafjölgun. Þá eru íbúar Þorlákshafnar orðnir rúmlega 1.700 og eru þar með orðnir um 19% fleiri en árið 2015. Þegar þróun íbúafjöldans á stór- höfuðborgarsvæðinu er borin saman við íbúaþróun í landinu kemur í ljós að nær öll íbúafjölgun landsins síð- ustu fimm ár hefur átt sér stað á stórhöfuðborgarsvæðinu. Vægi þess í íbúafjöldanum nálgast 80%. Stórhöfuðborgarsvæðið í sókn  Samanlagt búa nú rúmlega 280 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum  Nær öll íbúafjölgun á landinu síðustu fimm ár hefur orðið innan þessara sveitarfélaga og jaðra þeirra Íbúafjöldi á stórhöfuðborgarsvæðinu Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum 2015-2020 Höfuðborgarsvæðið Fjölgun 2015 2019 2020 2015-20 2019-20 Hafnarfjörður 27.873 29.798 29.971 2.098 173 7,5% Garðabær 14.378 16.238 16.858 2.480 620 17,2% Kópavogur 33.178 36.958 37.938 4.760 980 14,3% Reykjavík 120.905 127.411 129.770 8.865 2.359 7,3% Seltjarnarnes 4.411 4.664 4.726 315 62 7,1% Mosfellsbær 8.951 11.119 11.734 2.783 615 31,1% Alls 209.696 226.188 230.997 21.301 4.809 10,2% Jaðar höfuðborgarsvæðisins Fjölgun 2015 2019 2020 2015-20 2019-20 Mosfellsdalur 227 221 229 2 8 0,9% Grundarhverfi, Kjalarnesi 525 546 535 10 -11 1,9% Strjálbýli 834 1.276 1.273 439 -3 52,6% Alls 1.586 2.043 2.037 451 -6 28,4% Akranes og nágr. 6.808 7.457 7.590 782 133 11,5% Reykjanes Fjölgun 2015 2019 2020 2015-20 2019-20 Grindavík 2.991 3.423 3.508 517 85 17,3% Hafnir 100 108 108 8 0 8,0% Sandgerði 1.539 1.798 1.852 313 54 20,3% Garður 1.426 1.645 1.701 275 56 19,3% Keflavík og Njarðvík 14.821 18.810 19.311 4.490 501 30,3% Vogar 1.030 1.201 1.225 195 24 18,9% Alls 21.907 26.985 27.705 5.798 720 26,5% Strjálbýli 119 128 124 5 -4 4,2% Suðurland Fjölgun 2015 2019 2020 2015-20 2019-20 Selfoss 6.771 8.058 8.624 1.853 566 27,4% Hveragerði 2.382 2.626 2.697 315 71 13,2% Þorlákshöfn 1.460 1.654 1.730 270 76 18,5% Alls 10.613 12.338 13.051 2.438 713 23,0% Íbúafjöldi landsins Fjölgun á Stórhöfuðborgarsv. Utan þess Íbúafjöldi á landinu öllu 329.100 356.991 364.134 Stórhöfuðborgarsvæðið 250.729 275.139 281.504 Hlutfall stórhöfuðborgarsvæðis af heildaríbúafjölda landsins 76,2% 77,1% 77,3% Hlutfall stórhöfuðborgarsvæðis af íbúafjölgun á tímabilinu 2015 til 2020 2019 til 2020 88% 89% 2015 2019 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.