Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölg-
aði um rúmlega 4.800 milli ára 2019
og 2020. Hefur þeim fjölgað um rúm-
lega 21.300 frá árinu 2015.
Þetta kemur fram í nýjum tölum
Hagstofunnar um íbúafjölda sveitar-
félaga. Íbúaþróunin á höfuðborgar-
svæðinu og í nágrenni þess er sýnd á
töflunni hér til hliðar.
Tölurnar eru frá 1. janúar og má
því álykta að Hafnfirðingar séu
orðnir 30 þúsund talsins í fyrsta sinn.
Þá búa nú nærri 17 þúsund í
Garðabæ og um 38 þúsund í Kópa-
vogi. Samanlagt búa nú 85 þúsund
manns í sveitarfélögunum þremur.
Nálgast 12 þúsund íbúa
Jafnframt nálgast Mosfellsbær að
hafa 12 þúsund íbúa, en þar hefur
verið rúmlega 30% íbúafjölgun frá
2015. Það er mesta hlutfallslega
íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu á
tímabilinu.
Reykvíkingum fjölgaði um tæp-
lega 2.400 milli ára 2019 og 2020.
Hefur þeim fjölgað um tæplega
8.900 frá 2015, en það er mesta fjölg-
un í einu sveitarfélagi á landinu.
Jafnframt hefur íbúum á jaðri
höfuðborgarsvæðisins fjölgað um
rúmlega 450 frá ársbyrjun 2015.
Þeim fækkaði hins vegar lítillega
milli ára 2019 og 2020.
Íbúum á Akranesi og nágrenni
hefur einnig fjölgað, en þeir voru í
ársbyrjun um 780 fleiri en í byrjun
árs 2015. Þá fjölgaði þeim um rúm-
lega 130 milli ára 2019 og 2020.
Með þessari fjölgun nálgast íbúa-
kjarninn á Akranesi og nágrenni um
átta þúsund íbúa.
Íbúum hefur einnig fjölgað í öllum
sveitarfélögum á Reykjanesi frá árs-
byrjun 2015, eða um alls tæplega sex
þúsund. Íbúafjölgunin er langmest í
Keflavík og Njarðvík, en þar hefur
íbúum fjölgað um nærri 4.500.
Reykjanesið í örum vexti
Með þessari fjölgun búa nú nærri
28 þúsund manns á Reykjanesi.
Á mikill vöxtur á Keflavíkurflug-
velli þátt í íbúafjölguninni og miklum
aðflutningi erlendra ríkisborgara.
Til upprifjunar varð Reykjanes-
bær til við sameiningu sveitarfélag-
anna Keflavíkur, Njarðvíkur og
Hafna 11. júní 1994.
Sé litið austur yfir heiðina kemur í
ljós að íbúum á Selfossi hefur fjölgað
um tæplega 1.900, eða um rúm 27%,
frá árinu 2015. Þá hefur íbúum
Hveragerðis fjölgað um 315 frá árinu
2015, sem er yfir 13% íbúafjölgun.
Þá eru íbúar Þorlákshafnar orðnir
rúmlega 1.700 og eru þar með orðnir
um 19% fleiri en árið 2015.
Þegar þróun íbúafjöldans á stór-
höfuðborgarsvæðinu er borin saman
við íbúaþróun í landinu kemur í ljós
að nær öll íbúafjölgun landsins síð-
ustu fimm ár hefur átt sér stað á
stórhöfuðborgarsvæðinu. Vægi þess
í íbúafjöldanum nálgast 80%.
Stórhöfuðborgarsvæðið í sókn
Samanlagt búa nú rúmlega 280 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum
Nær öll íbúafjölgun á landinu síðustu fimm ár hefur orðið innan þessara sveitarfélaga og jaðra þeirra
Íbúafjöldi á stórhöfuðborgarsvæðinu
Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum 2015-2020
Höfuðborgarsvæðið Fjölgun
2015 2019 2020 2015-20 2019-20
Hafnarfjörður 27.873 29.798 29.971 2.098 173 7,5%
Garðabær 14.378 16.238 16.858 2.480 620 17,2%
Kópavogur 33.178 36.958 37.938 4.760 980 14,3%
Reykjavík 120.905 127.411 129.770 8.865 2.359 7,3%
Seltjarnarnes 4.411 4.664 4.726 315 62 7,1%
Mosfellsbær 8.951 11.119 11.734 2.783 615 31,1%
Alls 209.696 226.188 230.997 21.301 4.809 10,2%
Jaðar höfuðborgarsvæðisins Fjölgun
2015 2019 2020 2015-20 2019-20
Mosfellsdalur 227 221 229 2 8 0,9%
Grundarhverfi,
Kjalarnesi
525 546 535 10 -11 1,9%
Strjálbýli 834 1.276 1.273 439 -3 52,6%
Alls 1.586 2.043 2.037 451 -6 28,4%
Akranes og nágr. 6.808 7.457 7.590 782 133 11,5%
Reykjanes Fjölgun
2015 2019 2020 2015-20 2019-20
Grindavík 2.991 3.423 3.508 517 85 17,3%
Hafnir 100 108 108 8 0 8,0%
Sandgerði 1.539 1.798 1.852 313 54 20,3%
Garður 1.426 1.645 1.701 275 56 19,3%
Keflavík og
Njarðvík
14.821 18.810 19.311 4.490 501 30,3%
Vogar 1.030 1.201 1.225 195 24 18,9%
Alls 21.907 26.985 27.705 5.798 720 26,5%
Strjálbýli 119 128 124 5 -4 4,2%
Suðurland Fjölgun
2015 2019 2020 2015-20 2019-20
Selfoss 6.771 8.058 8.624 1.853 566 27,4%
Hveragerði 2.382 2.626 2.697 315 71 13,2%
Þorlákshöfn 1.460 1.654 1.730 270 76 18,5%
Alls 10.613 12.338 13.051 2.438 713 23,0%
Íbúafjöldi landsins
Fjölgun á Stórhöfuðborgarsv. Utan þess
Íbúafjöldi á landinu öllu
329.100 356.991 364.134
Stórhöfuðborgarsvæðið
250.729 275.139 281.504
Hlutfall stórhöfuðborgarsvæðis
af heildaríbúafjölda landsins
76,2% 77,1% 77,3%
Hlutfall stórhöfuðborgarsvæðis
af íbúafjölgun á tímabilinu
2015 til 2020 2019 til 2020
88% 89%
2015 2019 2020