Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
Ertu að gera upp gamalt hús
?
Ð BYGGJUM Á LANGRI HEFÐ
tu við – sjón er sögu ríkari
Stofnað 1919
Laugavegi 29 • sími 552 4320
www.brynja.is • verslun@brynja.is
Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16
Eigum úrval af alls kyns járnvöru.
Hurðahúnar, glugga- og hurðalamir,
stormjárn, læsingar, útiljós, bátasaumur
og spíkerar allar stærðir o.fl.
VI
Erum með þúsundir vörunúmera
inn á vefverslun okkar brynja.is
Það er erfitt að átta
sig á hvað vakir fyrir
fólki sem vill stífla
þjóðvegina fyrir einka-
bílum, þrátt fyrir þann
efnahagslega skaða
sem það veldur at-
vinnulífinu sem og
menningarlegri aft-
urför. Engin skyn-
semisrök benda í
þessa átt. Til þess að
skilja þetta þarf að leita á svið
trúarbragðafræða.
Trúin
Til er sú trú, antibílismi, að
einkabíllinn sé af því vonda. Ekki
svo slæm trú sé hún iðkuð í hófi,
hún á sinn þátt í því að einkabílar í
dag vega ekki nema þriðja part, og
eyða ekki nema fjórða parti, af því
sem var fyrir um 50 árum ef fólk
kaupir sparneytinn bíl.
En eins og í öðrum trúarbrögðum
hafa þróast sértrúarhópar í þessum
söfnuði sem eru sannfærðir um að
einkabíll sé synd. Synd gegn um-
hverfinu, loftslaginu og náttúrunni.
Þá skiptir engu máli að útblástur og
mengun einkabíla er afar lítil miðað
við aðra þætti. Að útrýma þeim
lagar loftið ekki neitt.
Syndin
Íslenskir sértrúarflokkar eins og
Hjálpræðisherinn og aðventistar
komu frá Noregi. Þeir hafa reynst
ágæt viðbót við trúarlíf Íslendinga
en sama verður ekki sagt um anti-
bílistana, þeir eru nú í
óðaönn að herma eftir
Noregi og það í miklu
stærri stíl en þeir, og
ætla greinilega að gera
mun betur. Þeim finnst
ekki nóg að flestir Ís-
lendingar eru forhertir
syndarar sem eiga bíl,
heldur er syndin svo
lævís og lipur að marg-
ir af hinum trúuðu láta
freistast og fá sér bíl
eða fá lánaðan bíl til að
fara á fundi og þess
háttar. Sem sagt, ekki gott.
Gegn þessu er ekki nema ein leið,
að gera miklu betur en þeir í Nor-
egi. Gefa fólki fullkomið frelsi til að
velja sannleikann, og aðeins hann.
Valið skal standa á milli þess að
hjóla, ganga eða að ferðast með
Borgarlínu. Að velja syndina er
ekki til umræðu. Sannleikurinn mun
gera yður frjálsa (Jóh. 8.31–32).
Línan
Á meðfylgjandi mynd má sjá
Vaulevejen í Stavanger sem er
fyrirmyndin að Borgarlínunni.
Embættismenn og ráðgjafar fengu
fyrirmæli um að teikna svona veg.
(www.youtube.com/
watch?v=uaC71NpSIbg)
Þetta er vegur 44 í Stavanger.
Hann er gerður samkvæmt eldri til-
lögum, nema 60 % vegarins í miðj-
unni eru tekin undir strætó og þar
mega aðrir ekki vera. Þetta stíflar
fjölfarna vegi gersamlega á álags-
tímum fyrir allri umferð nema
strætó.
Vegurinn er lokaður inni með
girðingu, en gönguop eru á stöku
stað. Meiningin er að fólk komi þar
í gegn, gangi að næstu stoppistöð
og fari þar yfir akbrautina inn á
reinarnar sitthvorumegin við
strætóbrautina. Menn geta ímyndað
sér hvernig það gengur við íslensk-
ar aðstæður að skjótast yfir ak-
brautina inni á milli bíla sem
snemma á morgnana og á kvöldin
geta verið á 60-80 km hraða. Í ís-
lensku myrkri og misjöfnum veðr-
um er þetta hrein dauðagildra fyrir
börn og eldri borgara. Til að mæta
þessari hættu voru sporvagnarnir
lagðir niður á sínum tíma. Að setja
strætó á sama stað og gömlu spor-
vagnana er bilun.
Er þetta þá svona í Stavanger?
Nei, þetta er ekki svona í Stav-
anger. Við hliðina á vegi 44 er annar
vegur, Motorveien E39. Stærsti og
dýrasti bílvegur í Noregi og Evrópu
allri. Bílvegur sem þverar alla
norsku firðina frá Bergen til Þránd-
heims og þar eru verkfræðilegar
lausnir sem vekja aðdáun um allan
heim. Ef herma á eftir Stavanger,
af hverju er E39 ekki valinn? Það
væri fínt að fá einn svoleiðis þó ekki
væri nema frá Reykjavík til Kefla-
víkur. En að hugsa þannig er víst
synd. Nánar tiltekið hugrenninga-
synd en þær geta verið hinar verstu
syndir samkvæmt gömlum textum.
Og Reykjavík stendur gegn allri
synd með öllu sínu skipulagsvaldi.
Svo Stavanger skal það vera.
Þrátt fyrir að kostnaðurinn sé
Reykjavík, sem er að verða gjald-
þrota, gersamlega ofviða. En Stav-
anger kunni ráð við því og notaði
það áður en þeir lögðu sína línu.
Þeir fundu olíu. Þeir fundu Ekofisk-
svæðið sem er búið að vera auðs-
uppspretta Stavanger í 50 ár.
Hvernig væri nú að beina öllu sínu
trúarlega afli í að finna olíu?
Borgarlínan má bíða á meðan og í
50 ár í viðbót. Það mun enginn
sakna hennar.
Trúin, syndin og línan:
Hugmyndafræði Borgarlínunnar
Eftir Jónas
Elíasson
»Borgarlínan er fund-
in upp af pólitískum
ástæðum, eftiröpun anti-
bílista á norskum vegi.
Útfærslan er stór-
hættuleg ef tekið er mið
af íslenskum aðstæðum.
Jónas Elíasson
Höfundur er prófessor.
jonaseliassonhi@gmail.com
Skjáskot/YouTubeBussveien, Statens Veivæsen, Noregi.