Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 32
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Nýbirt gögn um flutnings-jöfnuð benda til þess aðspurn eftir húsnæði getifarið minnkandi á næst-
unni. Samkvæmt tölum Þjóðskrár
Íslands hækkaði íbúðaverð á höf-
uðborgarsvæðinu lítið milli mánaða í
júnímánuði, eða um 0,2%. Verðþró-
un íbúða í sérbýli leiðir hækkanir á
höfuðborgarsvæðinu, en verð í um-
ræddum flokki hækkaði um 2,5%.
Er þar um að ræða mestu hækkun á
sérbýli milli mánaða frá því í mars
árið 2017. Á sama tíma lækkaði verð
á fjölbýli um 0,5% og eru sveiflur
milli flokka því talsverðar.
Kaupsamningum fækkar
Erfitt er þó að draga ályktanir
út frá framangreindum tölum sök-
um þess að talsvert flökt getur verið
á verðlagi milli mánaða. Horfa verð-
ur til fjölda kaupsamninga, en þeir
voru sérstaklega fáir í mánuðinum. Í
júní var 355 kaupsamningum vegna
íbúðarhúsnæðis þinglýst á höf-
uðborgarsvæðinu, en það er umtals-
verð fækkun frá sama tíma í fyrra.
Voru samningarnir þá 481 talsins og
því er um 26% samdrátt að ræða. Að
Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi
undanskildu mældist samdráttur í
öllum sveitarfélögum. Maímánuður
hafði sömuleiðis verið mjög líflegur
þar sem þinglýsingar voru fjölmarg-
ar og íbúðaverð hækkaði mikið.
Júnímánuður var í kjölfarið mjög ró-
legur, en þó eru viðskipti fleiri en
þegar samkomubann stóð sem hæst.
Ef skoðuð er þróun íbúðaverðs í
öðrum ársfjórðungi í heild sinni
hækkaði íbúðaverð um 3,6% milli
ára. Það er rétt um 0,2% meiri
hækkun en mældist milli ára á
fyrsta fjórðungi þessa árs. Þannig
hefur íbúðaverð haldist fremur stöð-
ugt, en mest hefur það hækkað um
nær 1% milli mánaða það sem af er
ári.
Veiran hefur áhrif
Ljóst er að faraldur kór-
ónuveiru hefur haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir fjölda fyrirtækja.
Byggingargeirinn er þar engin und-
antekning, en gera má ráð fyrir að
talsverður samdráttur verði þar
næstu mánuði. Bráðabirgðatölur
Hagstofu Íslands benda þó til þess
að samdrátturinn í íbúðafjárfestingu
sé ekki mikill enn sem komið er.
Hins vegar hefur útgefnum bygg-
ingarleyfum fækkað allverulega
milli ára. Nemur samdrátturinn
37,5% á fyrsta fjórðungi samanborið
við sama tímabil árið 2019.
Nægt framboð húsnæðis
Að því er fram kemur í Hagsjá
Landsbankans eru þó litlar líkur
taldar á íbúðaskorti í náinni framtíð.
Nokkrar skýringar eru á því,
þar á meðal hægari mann-
fjöldaaukning. Veldur það því að
þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði verð-
ur minni en hægt var að gera ráð
Þverrandi líkur á að
íbúðir muni skorta
Þróun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu
2011 til 2020
Janúar 2011 = 100
220
200
180
160
140
120
100
80
Fjölbýli Sérbýli
Heimild: Þjóðskrá Íslands,
Hagfræðideild Landsbankans
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
fyrir. Mikið hefur verið fjárfest í
nýju íbúðarhúsnæði og nam fjárfest-
ingin nær 170 milljörðum króna í
fyrra. Alls eru það um 3.300 íbúðir
sem jafnframt þýðir að mikið er af
nýju húsnæði á markaðnum. Þá mun
nýtt húsnæði halda áfram að koma
inn á markaðinn þótt hægja kunni á
þróuninni. Hagfræðideild Lands-
bankans spáir því að fjárfest verði
fyrir 150 milljarða króna í nýju hús-
næði á árinu, sem er næstmesta
íbúðafjárfesting á einu ári frá árinu
2007. Hægari mannfjöldaaukning í
bland við aðra þætti mun því valda
því að nægt framboð verður af hús-
næði næstu misseri.
Að því er fram kemur í gögnum Hagstofu
Íslands búa nú tæplega 6% landsmanna í
strjálbýli. Er þar átt við sveit eða byggða-
kjarna með færri en 200 íbúa. Fleiri karlar
en konur bjuggu í strjálbýli í byrjun árs
2020. Alls er þar um að ræða rétt um tólf
þúsund karla og nær tíu þúsund konur.
63 þéttbýlisstaðir voru á Íslandi 1. janúar
sl., en með því er átt við svæði þar sem
200 manns eða fleiri búa.
Langstærsti þéttbýlisstaðurinn var Stór-Reykjavík með 228.418 íbúa
en þar er samfelld byggð frá Hafnarfirði norður í Mosfellsbæ. Næst
stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík, þar sem 19.311 íbúar bjuggu.
6% búa í strjálbýli
LANGFLESTIR Í REYKJAVÍK
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Maraþon-fundirESB um
vandræðamál eru
skrítin leikrit. Eft-
ir því sem vantrúin
er meiri í einstökum löndum
eru leikþættir þess fleiri. Og
því tilþrifameiri sem forleik-
urinn er því loftlausari loka-
þátturinn. Nú eru Bretar á bak
og burt þótt ekki sé enn frá öll-
um endum gengið. Litlu löndin
eru ætíð í svipuðu hlutverki á
leiðtogafundum og kerti á af-
mælistertum. Það er hrópað
húrra fyrir þeim og svo blásið á
þau öll og mest klappað slökkni
þau öll í einu. Eftir það koma
þau ekki við sögu.
Eigendur sambandsins,
Þjóðverjar og Frakkar, vilja
ekki vera í opinberri for-
eldrarullu og segja nei í hvert
sinn. Það var til þæginda þegar
að alvöruland eins og Bretar
tók að sér að vera „rödd skyn-
seminnar“ á slíkum fundum,
þótt stundum vantaði trúverð-
ugleikann.
Ítalía og Spánn voru nú, eins
og oft áður, í hlutverki helstu
kveinara og þurftu ekki að
leika, frekar en Grikkir forðum.
Nú var Holland, helsti samherji
Þýskalands, lengi næsti ná-
granni ofureflisins, gerður út
sem leiðtogi uppreisnarlanda,
þjóða sem sagðar eru vilja fara
vel með. Þýskaland er handhafi
þess hlutverks til
eilífðar, en telur
snjallt að koma
fram sem sátta-
semjari við ríkja-
hóp sem annars
vegar er með ósýnilegan þýsk-
an fána við hún og þjóða sem
verst standa eftir kórónuveiru-
fár, sem margfölduðust í óefn-
um, þar sem ESB veitti minni
en enga forystu og flæktist fyr-
ir vikum saman allt þar til bú-
rókratarnir földu sig endanlega
á bak við lokaðar dyr kumbald-
anna í Brussel.
Þjóðverjar og Frakkar
stundu af uppgjöf á sjónvarps-
skjám til að auðvelda leiðtogum
löskuðu landanna heimkomu
sína. Þeir fóru þó ekki sigur-
göngu í Róm eða Madrid.
Matteo Salvini, pólitískur
spútnik Ítalíu, velgdi Conte for-
sætisráðherra undir uggum.
Silvio Berlusconi lagði Salvini
lið ásamt formanni Ítölsku
bræðranna, flokks sem fjöl-
miðlar segja lengst til hægri.
Það gefur flokki Ítölsku bræðr-
anna þó nýja ásýnd að leiðtogi
þeirra er þokkadísinn Giovina
Meloni! Kannski væri Kvenna-
listinn okkar enn afl í stjórn-
málum hefði þar verið nægj-
anleg framsýni til að gera Jón
Pál að flokksformanni. Það
hefði ekki verið neitt mál fyrir
Jón Pál og örugglega sterkasti
leikurinn í stöðunni.
Nú byrjar ballið
loks og mun
engan enda taka}
Allt leikritið forleikur
Í Hagsjá hag-fræðideildar
Landsbankans var í
gær fjallað um ný-
birta vísitölu launa
og þar var bent á að
síðustu tólf mánuði
hefði launavísitalan hækkað um
6,7%. Á sama tímabili hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um
2,6% þannig að kaupmátt-
araukningin blasir við. Í Hag-
sjánni kemur einnig fram að
kaupmáttur hafi aldrei í sögunni
verið meiri en á síðustu þremur
mánuðum, þó að hann hafi
minnkað lítillega frá því í apríl,
þegar hann var mestur.
Þó að þetta sé út af fyrir sig
ánægjulegt er þetta vitaskuld
líka mjög umhugsunarvert í því
efnahagsumhverfi sem nú er. Í
Hagsjánni er bent á að mati á
því hvernig tekist hafi að ná
markmiðum kjarasamninga eigi
að ljúka í september. Augljóst
sé að markmið um kaupmátt og
lækkun vaxta hafi náðst og að
launahækkanir vegna hagvaxtar
komi ekki til. Þá heyrist úr her-
búðum verkalýðshreyfing-
arinnar „raddir um að eitthvað
vanti upp á að yfirlýsingar
stjórnvalda, t.d. hvað varðar
húsnæðismál, hafi verið efnd-
ar“.
Þessum röddum hafa jafnvel
fylgt hótanir um
uppsögn samninga,
sem geta ekki talist
mjög trúverðugar í
ljósi þess árangurs
sem launamenn
hafa fundið fyrir.
Og í Hagsjánni segir að það sé
nýtt í stöðunni, „að samtök at-
vinnurekenda gætu séð sér hag í
að segja samningnum upp. Ljóst
er að margar lykilforsendur sem
upphaflegir samningar byggð-
ust á hafa brugðist eftir að áföll
vegna faraldursins tóku að
dynja á hagkerfinu. Töluverð
óánægja heyrðist úr herbúðum
atvinnurekenda vegna áfanga-
hækkana launa í apríl, sem ein-
hverjir vildu fresta eða minnka.
Næstu áfangahækkanir eru 1.
janúar 2021 og má vænta þess
að umræða komi upp hversu
mikil innistæða verði fyrir þeim
hækkunum“.
Umræðan síðustu daga um
kjaramál gefur ekki miklar von-
ir um að umræðan í haust og um
næstu áramót verði gagnleg.
Þrátt fyrir það verður að halda í
vonina um að aðilar vinnumark-
aðarins setjist fljótlega niður og
semji um endurskoðun samn-
inga sem tryggi sem flestum
störf og að kjarabætur síðustu
ára verði varðar eftir því sem
unnt er.
Nýjar tölur sýna að
kaupmáttur þróast
úr takti við ástand
efnahagslífsins}
Kaupmáttur sögulega mikill
N
ýlega skilaði félags- og barna-
málaráðherra svari við fyr-
irspurn undirritaðs um sölu á
fullnustueignum Íbúðalánasjóðs
árin 2008-2019. Í svarinu kom
fram að rúmlega 4.200 eignir voru seldar fyrir
71,3 milljarða króna á tímabilinu. Svarinu
fylgdi listi yfir kaupendur ásamt söluverði
hverrar eignar eftir ítrekaða tafaleiki ráð-
herrans. Eignirnar 4.200 höfðu áður verið tekn-
ar af viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs oft á hrak-
virði. Má leiða líkum að því að minnst tíu
þúsund manns hafi misst heimili sín í hendur
Íbúðalánasjóðs á tímabilinu. Íbúðirnar hafa síð-
an gengið kaupum og sölum og kanna þarf þá
sögu sérstaklega. Hluti eignanna, alls 1.300
íbúðir, rataði nýlega í norska eigu þegar leigu-
félagið Heimavellir var selt eignarhaldsfélag-
inu Fredensborg-ICE. Allt þykir undirrituðum þetta
fréttnæmt og áhugavert. Allnokkrir þeirra sem misstu
heimili sín á þessum tíma hafa sett sig í samband við und-
irritaðan og sagt sögur sínar af viðskiptum við Íbúðalána-
sjóð. Þær frásagnir eru margar þyngri en tárum taki og
þarf að segja opinberlega. Hvet ég hér með fleiri til að
stíga fram og hafa samband. Nú er undirritaður ekki
blaðamaður og hefur því hugsanlega takmarkaðan skiln-
ing á eðli þess starfs en er fyrirmunað að skilja almennt
áhugaleysi fjölmiðla á þessu máli. Á því eru heiðarlegar
undantekningar, einkum dagskrárgerðarmenn Bylgj-
unnar og síðan Fréttablaðið. RÚV okkar allra hefur engan
áhuga sýnt þessu máli og ekki heldur helstu
hneykslunarmiðlar. Því er spurt: Hvers vegna
þetta áhugaleysi? Hafa miðlarnir ekki áhuga á
afleiðingum þess að meira en tíu þúsund
manns missi heimili sín? Finnst miðlum ekki
áhugavert að rannsaka hvers vegna eitt fast-
eignafélag keypti nokkur hundruð íbúðir í ein-
um pakka? Finnst rannsóknarblaðamönnum
ekki áhugavert að fylgja sölusögu íbúðanna
eftir? Hverjir eru kaupendur númer tvö, þrjú
og áfram? Getur hugsanlega verið að miðlarnir
hafi ekki áhuga vegna þess hvar í flokki sá er
sem vakið hefur athygli á málinu? Hvað finnst
rannsóknarblaðamönnum fréttnæmt? Það er
risavaxið mál þegar rúmlega fjögur þúsund
íbúðir eru seldar ofan af fólki. Það er risavaxið
mál þegar tíu þúsund manns hrekjast af heim-
ilum sínum og standa eftir með tvær hendur
tómar. Það er risavaxið mál að komast að því hvernig
þessum hópi hefur reitt af. Það er risavaxið mál að komast
að því hverjir mökuðu krókinn á því að kaupa ríkiseignir á
slikk og selja síðan hver öðrum með söluhagnaði hvert
sinn. Það er risavaxið mál að fjölmiðlar skuli upp til hópa
sýna slíkum atburðum áhuga- og skeytingarleysi, ekki síst
í ljósi þess að þeir hafa sótt á ríkissjóð að sögn til þess að
vera í betri færum til að sinna almannahlutverki sínu. Því
er spurt: Hvar er Kveikur? Hvar eru aðrir rannsókn-
arblaðamenn? thorsteinns@althingi.is
Þorsteinn
Sæmundsson
Pistill
Tíu þúsund manns og er öllum sama!?
Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavík suður.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen