Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ „VÉLMENNIÐ SEM KOM Í STAÐINN FYRIR ÞIG HEFUR FENGIÐ STÖÐUHÆKKUN.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að finnast veröldin brosa á móti þér. GRETTIR, ÉG ER KOMINN ÚR BÚÐINNI! ÉG KEYPTI ÁRSBIRGÐIR AF KATTANAMMI! OKKUR VANTAR MEIRA KATTANAMMI BRÆÐUR, EF ÞIÐ TRÚIÐ MUN YKKUR VERÐA UMBUNAÐ MEÐ HIMNESKU EFTIR-PARTÍI! BRÓÐIR ÓLAFUR, VIÐ TRÚUM ! HANN ÞEKKIR SKO SÖFNUÐINN SINN! „HÆTTU ÞESSUM HRÚTSKÝRINGUM. ÞAÐ VILL ENGINN LÁTA TALA NIÐUR TIL SÍN.” 13.10. 1994, Sveinn, f. 10.5. 1998, Haraldur, f. 15.11. 2003. Núv. maki Þórarins er Pia Michelsson Sveins- son; 2) Óli Grétar Blöndal, f. 17.2. 1972, doktor í vatnafræðilegri verk- fræði, framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Landsvirkjunar, búsettur í Reykjavík. Maki: Anne Andrée Bois. Börn: Lilja Kristín, f. 2.7. 2009, Lúk- as André, f. 2.11. 2011; 3) Sveinn Snorri, f. 28.10. 1973, rithöfundur, búsettur á Egilsstöðum. Maki: Lorna Surita Macaranas; 4) Rósa Björk, f. 7.5. 1980, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Maki: Jóhannes Haukur Jóhannesson. Börn: Ólöf Halla, f. 21.11. 2008, Stefán Haukur, f. 18.8. 2011, Margrét Frida, f. 17.4. 2016. Systkini Sveins: Sigurjón, f. 1941, d. 2017; Sigríður, f. 1945, d. 1947, Al- freð Dan, f. 1947, Sigríður, f. 1948, Guðrún, f. 1950, Anna, f. 1951, Ólöf, f. 1952, Björg, f. 1954, Hallgrímur, f. 1956 og Magnús Þorbergur, f. 1957. Foreldrar Sveins voru hjónin Þór- arinn Sveinsson, f. 22.4. 1907, d. 31.10. 1972, íþrótta- og stærðfræði- kennari við Alþýðuskólann á Eiðum, og Stefanía Ósk Júlíusdóttir, f. 3.1. 1917, d. 6.10. 2012, húsmóðir og sím- stöðvarstjóri. Sveinn Þórarinsson Björg Þorkelsdóttir húsfreyja í Bæ í Árneshreppi Guðmundur Guðmundsson bóndi í Bæ í Árneshreppi, Strand. Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Hóli og Meirahrauni Júlíus Jón Hjaltason sjómaður á Hóli í Bolungarvík og bóndi á Meirahrauni í Skálavík Stefanía Ósk Júlíusdóttir húsfreyja og símstöðvarstjóri á Eiðum Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Brekku og Nauteyri Hjalti Sveinbjörnsson bóndi á Brekku í Langadal og Nauteyri á Langadalsströnd Vilhjálmur Einarsson þrístökkvari og skólameist- ari á Egilsstöðum Stefán Þórarinsson bóndi á Mýrum í Skriðdal Guðmundur Kristjánsson hafnarstjóri á Ísafirði Örn Elías Guðmundsson (Mugison) tónlistarmaður í Súðavík Einar Stefánsson byggingafulltrúi á Egilsstöðum Jóhannes Stefánsson, frkvstj. og sveitarstjórnarm. í Neskaupstað Stefán Guðmundsson íshússtjóri í Neskaupstað Kristján Karl Júlíusson kennari í Bolungarvík Soffía Friðriksdóttir húsfreyja á Randversstöðum Þórarinn Sveinsson bóndi á Randversstöðum í Breiðdal Sigríður Þórarinsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli í Norðfirði Sveinn Guðmundsson bóndi á Kirkjubóli Sigurbjörg Sigfúsdóttir húsfreyja í Fannardal í Norðfirði Guðmundur Magnússon bóndi í Fannardal Úr frændgarði Sveins Þórarinssonar Þórarinn Sveinsson íþróttafrömuður og kennari á Eiðum ÍVísnahorni í gær birtist hið ágætaljóðabréf Davíðs Hjálmars Har- aldssonar, sem hann orti á ferð sinni um Snæfellsnes og Suðurland. En vegna rúmleysis varð að sleppa nið- urlaginu svo að ég tek það upp hér: „Í Mýrdal vex planta sem ber vís- indaheitið Lychnis flos-cuculi. Við dáðumst mjög að henni í grennd við Vík. Hún ber rauðleit blóm og svo mikið er af henni að rauðbleikum bjarma slær á engin þar sem hún býr. Fyrrum var hún í miklu uppá- haldi hjá nunnum í nágrenninu. Hún er allra blóma best, á bleika litnum greinist. Fái nunna næturgest nauðsynleg hún reynist. Í Mýrdalnum enn munkahetta leynist.“ Ferðasaga Davíðs Hjálmars varð Ólafi Stefánssyni að yrkisefni. „Þetta var fróð- og skemmtilegt hjá DHH,“ sagði hann og kvað: Ferðaglaður fór á stjá fann þar margt að segja frá: blárri skitu brögnum hjá og búkhljóð kviðar móti á. Munkahettu í Mýrdalssveit, þó meyjar Krists þar engar leit, en blómaskrúð, hvar brækti geit, svo bjóst’ ann heim, - að best ég veit. Ég vissi ekki betur en svo, að ég fletti upp í orðabók og þar stendur: „brækta (um geitur) jarma, kumra“. Pétur Stefánsson segir á Boðn- armiði: „Loks sér til sólar. Í svona veðri kemst maður í ferðastuð,“ og yrkir: Gráminn hopar, glaðna fer, glampar sól í haga. Heiðríkt veður hugnast mér helst til ferðalaga. Gylfi Þorkelsson yrkir við fallega sólskinsmynd: Fiskur í algeru frelsi ferðast um djúpin blá, veit ei að fyrr en varir vindarnir honum ná og leysa hann upp í ljósi logandi geislum frá. Tryggvi Jónsson yrkir í sumarfríi á Norðurlandi: Á rokinu aldrei reynist neitt hlé það rignir úr næsta skýi. Blautur í fætur brölti ég í bölvuðu sumarfríi. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir við útigrillið: Nú rýkur úr kolli á kalli. Kraumar þar logi í gjalli. Eitt sólfagurt kveld kveikti þann eld konan á næsta palli. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Geitur brækta og sér til sólar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.