Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Landsnet hefur óskað eftir tilboðum í byggingu strengja- og útivistarbrúar yfir Glerá á Akureyri. Bærinn veitti Landsneti nýlega leyfi til að hefja framkvæmdir. Gleráin hefur verið brú- uð á fjölmörgum stöðum í gegnum árin fyrir gangandi og akandi, bæði í byggð og í Glerárdal. Eru þær vel á annan tuginn. Svokölluð Bandagerðisbrú var fyrsta akfæra brúin yfir Glerá, byggð árið 1922, og um hana lá þjóðvegurinn út frá Akureyri. Landsnet áformar að byggja 220 kV raflínu, Hólasandslínu 3, milli Akur- eyrar og Hólasands, sem er milli Mý- vatns og Laxárdals. Línuleiðin er rúm- ir 70 kílómetrar og verður línan að hluta til lögð í jörðu. Línunni er ætlað að auka raforkuöryggi á svæðinu. Til að bera upp strengi Hólasands- línu 3 verður byggð 45 metra löng stálbogabrú yfir Glerá við Rangárvelli. Brúin er samstarfsverkefni Lands- nets, RARIK og Akureyrarbæjar. Í brúargólfinu verða ídráttarrör fyrir háspennustrengi RARIK og strengir Landsnets verða í upphengdum ryðfrí stálrörum undir brúargólfi. Akur- eyrarbær nýtir brúna sem göngu-, hjóla- og reiðbrú. Jarðstrengur til suðurs Í almennri lýsingu með fram- kvæmdaleyfinu segir: Frá tengivirki á Rangárvöllum efst í byggðum Akureyrar mun jarð- strengur liggja til suðurs samhliða nú- verandi loftlínum, Kröflulínu 1 og Lax- árlínu 1 og þverar Glerárgil á nýrri strengjabrú en bygging hennar er hluti af framkvæmdinni. Þá liggur leið- in ofan við hesthúsahverfið í Breiðholti og gegnum Naustaborgir rétt vestan við hverfisverndarsvæði í Naustaflóa. Sunnan Naustaborga beygir streng- leiðin úr línugötu núverandi raflína til austurs og liggur með Grafargili norð- an við Kjarnaskóg og orlofsbyggðina. Frá Kjarnaskógi liggur leiðin suður fyrir flugvöll og þverar vestustu kvísl Eyjafjarðarár við flugbrautarendann, grafinn í árbotninn. Austari kvíslar ár- innar eru þveraðar með greftri við gömlu brýrnar, til að halda raski á verndarsvæði óshólma Eyjafjarðarár í lágmarki. Í miðkvísl Eyjafjarðarár liggur svo leið jarðstrengsins út úr umdæmi Akureyrarbæjar og yfir í Eyjafjarðarsveit. Strengleiðin í Eyja- firði var valin í samstarfi við viðkom- andi landeigendur, sveitarfélög og Isavia vegna nálægðarinnar við Akur- eyrarflugvöll. Framkvæmdir eru áformaðar á árunum 2020 og 2021. Glerá á upptök sín í jöklum á Tröllaskaga og einnig úr ferskvatns- lindum í Glerárdal, segir í frjálsa al- fræðiritinu. Hún rennur gegnum Akureyri út í sjó í Eyjafirði. Eyrin Oddeyri er mynduð af framburði ár- innar. Glerá var mikilvæg í iðnsögu Akureyrar, en á Gleráreyrum var Sambandið með umfangsmikinn verk- smiðjurekstur. Þar er nú verslunar- miðstöðin Glerártorg. Áin var stífluð til raforkuframleiðslu við Glerárfossinn 1921 og Glerár- virkjun tók til starfa 1922. Hún var af- lögð 1963 en Norðurorka endurbyggði hana á árunum 2004-05. Áætluð orku- framleiðsla er nú um 1,8 Gwst/ári. Glerá setur mikinn svip á Akureyri og skiptir bæjarbúa miklu máli eins og gefur að skilja. Enn ein brúin byggð yfir Glerá  Landsnet byggir brú fyrir strengi  Nýtist göngufólki og hestamönnum Nýja brúin Tölvumynd sem Landsnet lét útbúa og sýnir mögulegt útlit brúarinnar. Hún verður 45 metra löng. Ný göngubrú yfi r Glerá á Akureyri Grunnkort/Loftmyndir ehf. Þingva llastræ ti Miðhúsabraut Sú luv eg ur Gl er á Glerá Hlíða rfjal lsveg ur Fyrirhuguð göngubrú yfi r Glerá og stígar G le rá Gle rá A K U R E Y R I Morgunblaðið/Kristján Glerárvirkjun Hefur fært Akureyr- ingum birtu og yl í marga áratugi. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 Tvö tilboð bárust í framkvæmdir við samgöngubætur í Grafarvogi norður ásamt verkefnum umferðaröryggis- áætlunar á sama svæði. Verktækni ehf. bauðst til að vinna verkið fyrir tæpar 70 milljónir króna, 87% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 80 milljónir. Tinnu- berg ehf. bauð 75,5 milljónir. Um er að ræða verkefni til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Gangbrautir verða hækkaðar upp, bætt við þrengingum og/eða hraða- hindrunum, lýsing verður bætt og sömuleiðis verða skilti lagfærð. Gönguþveranir, sem verða merkt- ar sem gangbrautir, eru á Strand- vegi, Breiðuvík, Hamravík, Víkur- vegi, Mosavegi, Vættaborgum og Móavegi. Þegar framkvæmdin var sam- þykkt í borgarráði bókuðu borgar- ráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að það væri fagnaðarefni að fara ætti í samgöngubætur í norðanverðum Grafarvogi enda hafi verið kallað eftir þeim svo árum skiptir. „Það eru þó vonbrigði að ekki hafi verið komið til móts við óskir foreldra um það að koma undirgöngum eða göngubrú yfir Strandveg enda gríðarlega hættuleg leið fyrir börn og ekki í takt við það sem lofað var þegar ákveðið var að sameina og loka skóla í norðanverðum Grafarvogi.“ sisi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafarvogur Ráðist verður í samgöngubætur í nyrsta hluta hverfisins. Samgöngubætur í Grafarvogi norður Mögulega muna einhverjir eftir því þegar upp kom metingur um það hvort fleiri brýr væru yfir Elliða- árnar í Reykjavík eða Glerá á Akur- eyri. „Þetta byrjaði með því að ég gerði frétt um að Elliðaárnar væru mest brúaða áin á Íslandi. Ég man nú ekki lengur hvert tilefnið var,“ segir Eggert Skúlason, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, nú veiði- fréttamaður mbl.is, þegar hann rifjar þetta upp. Ekki man Eggert árið en þetta hafi verið á tíunda áratug síðustu aldar. „Eftir að fréttin birtist kom upp metnaður í norðanmönnum og Óskar Þór Halldórsson, sem var fréttamaður fyrir Stöð 2 á Akur- eyri á þeim tíma, fór og taldi brýrnar yfir Glerá mjög nákvæm- lega og sagði þær vera fleiri. Gerði hann um þetta frétt sem svar við minni frétt.“ Eggert taldi þetta ekki rétt hjá Óskari og gerði sömuleiðis ná- kvæma talningu á brúnum yfir báðar kvíslar Elliðaánna. „Ég var allt að því smásmugulegur því ég taldi meira að segja brúna sem laxateljarinn hangir á. Þannig fékk ég fleiri brýr og kvaddi Óskar í nýrri frétt með þessum orðum: „Toppaðu það!“ Ekki heyrðist meira í þeim norðanmönnum.“ Eggert minnir að tölurnar hafi verið 15:13, Elliðaánum í vil, en tekur fram að þetta sé sagt án ábyrgðar. Síðan eru liðin mörg ár og brúm yfir Glerá hefur verið bætt við. Nú er það spurning hvort nýja brúin, sem Landsnet ætlar að smíða, skjóti Glerá í efsta sætið! sisi@mbl.is Metingur í fréttum Stöðvar 2 HVER ER MEST BRÚAÐA ÁIN Á ÍSLANDI? Eggert Skúlason Óskar Þór Halldórsson Veiðivefur í samstarfi við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.