Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 37
LJÓSI PUNKTURINN Dóra Júlía Agnarsdóttir dorajulia@k100.is Það er fátt sem mér þykir skemmti- legra en að valhoppa um. Valhoppinu fylgir mikil frelsistilfinning og mér finnst eiginlega betra að valhoppa út í búð en ganga, þótt það sé stundum ósjálfráð hegðun og ég gleymi því að fólk sé kannski að fylgjast með. Ekki að það skipti neinu máli, því það eru mikil forréttindi að geta valhoppað og ég er virkilega þakklát fyrir það. Ég rakst á ótrúlega fallega frétt um átta ára gamlan dreng að nafni Ryan sem langaði mikið að geta val- hoppað. Ryan, sem er búsettur í Banda- ríkjunum, er með Downs-heilkenni og hefur í gegnum lífið þurft að glíma við alls kyns heilsufarsleg vandamál sem hafa gert það að verk- um að hann á til að mynda erfitt með að valhoppa. Nú á dögunum náði móðir hans myndbandi af honum ásamt pabba sínum að valhoppa nið- ur götuna þar sem þau eru búsett. Þetta var mikilvægt og stórt skref fyrir Ryan og veitti honum greini- lega mikla gleði. Í myndbandinu segir Ryan við pabba sinn að hann sé ótrúlega stolt- ur af honum, þó svo að hann gagn- rýni pabba sinn örlítið fyrir að taka aðeins of stór skref. Ryan segir betra að taka minni skref í valhopp- inu eins og strákarnir í Dude Per- fect, sem er hópur af frægum youtube-íþróttastjörnum. Það er svo gaman að sjá hvað getur veitt gleði og þetta er ótrúlega vel gert hjá þessum unga og flotta dreng. Hægt er að sjá myndbandið af Ryan að valhoppa ásamt föður sín- um á K100.is. Náði loks að valhoppa DJ Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á K100.is. Gleði Það var mikið afrek fyrir Ryan að geta loks valhoppað. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Liðsmenn Kolsýru, Bergsveinn Arilíusson, Sturlaugur Jón Björnsson og Óli Rúnar Jóns- son, mættu í viðtal í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í gær og ræddu þar um tónlist- ina, lífið, nýja lagið Ísafold og komandi tíma. „Hljómsveitir eru bara eitthvað sem gerist. Það er ekki eitthvað sem þú sest niður og teikn- ar á blað. Hljómsveit er að minni reynslu eitt- hvað svona: Maður hittir mann undir ein- hverjum kringumstæðum og út úr því kemur eitthvað. Við bætist annar maður. Þetta er oft algjör hending,“ sagði Bergsveinn um stofnun hljómsveitarinnar. „Ég held að Kolsýra sé algjört skólabókar- dæmi um það. Maður hittir mann á förnum vegi, rekur tána í, bölvar og út um gluggann kemur þá annar maður. Það er þessi „faktor“. Svona verða hljómsveitir til að mínu viti, í svona hend- ingum,“ sagði hann. Óvart helpoppað lag Óli Rúnar bætti við að í raun væri það svipað í sambandi við tónlistarstefnu hljómsveita sem hann sagði oft erfitt að stjórna. Tók hann sem dæmi Ísafold, nýjasta lag hljómsveitarinnar. „Maður fer að ræða eitthvað hvernig þetta á að vera. Eins og maður hafi einhverja stjórn á því. Við ætlum mögulega að gera eitthvert lag sem er einhvers konar and-popp-gjörningur. En við missum auðvitað stjórn á þessu öllu og þetta verður mjög helpoppað lag. Þetta er mjög lýs- andi dæmi um það hvað maður hefur litla stjórn á því hvað hljómsveitin manns gerir,“ sagði Óli Rúnar. Bergsveinn tók undir þetta og bætti við að hans reynsla af lagasmíðum væri sú að um ein- hvers konar flæði væri að ræða, sem byrjaði oft og tíðum á spjalli en endaði svo „einhvers staðar sem enginn veit“. „Akkúrat eins og hann er að segja. Maður sest niður og maður leggur af stað með eitt- hvert plan en svo endar þú með eitthvað allt annað,“ sagði Bergsveinn. „Ég held að Kolsýra sé svona. Þarna kemur fyrsti „singúll“ með bandinu. Næsta lag gæti þess vegna verið rapp- lag.“ Bergsveinn sagði hljómsveitarmenn alla vera úr afar ólíkum kreðsum tónlistar og kvað það vera svolítið athyglisvert að setja svo ólíka aðila saman í pott og hræra í. „Það eru yfirgnæfandi líkur á að listrænn ágreiningur verði það sem sprengir upp þetta band,“ sagði Óli Rúnar kíminn. Þegar Sturlaugur, þriðji liðsmaður hljóm- sveitarinnar, sem er með þykkt og mikið skegg, var spurður út í það hvort hljómsveitin sæki áhrif frá öðrum hljómsveitum eins og ZZ Top, sem þekkt er meðal annars fyrir skeggjaða liðs- menn, sagði hann að áhrifin kæmu í raun alls staðar að. „En ZZ Top eru náttúrulega alveg klassamenn,“ sagði hann kíminn. Sagði Sturlaugur aðspurður að það mætti vel vera að samræður skeggjaðra manna væru öðruvísi en á milli óskeggjaðra og skeggjaðra manna. „Það er nú samt mjög mikið þannig að menn sem hafa áhuga á því að vera með sítt skegg en eru ekki með það eru þeir sem tala mikið,“ sagði hann og uppskar hlátur í stúdíó- inu. Fjallar um glímu lífsins Lagið Ísafold er samkvæmt Óla Rúnari sett fram sem ættjarðaróður en er undir niðri texti um glímu lífsins við sjálft sig og sjálfsóttann. „Svo að lokum um heimkomuna sem er svona stef sem við höfum sérstakan áhuga á. Hvers- dagsleg glíman við satan sem hvert og eitt okk- ar þarf að glíma við,“ sagði Óli Rúnar. Liðsmenn sveitarinnar staðfesta að þeir séu með mun fleiri lög í vinnslu og búast við mikilli útgáfu í vetur. „Það er gerjun, það er að myndast kolsýra í þessu,“ sagði Óli Rúnar. Viðtalið má í heild sinni heyra á K100.is en lagið Ísafold með Kolsýru er að finna á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Lítið hægt að stjórna tónlistinni Hljómsveitin Kolsýra er ung að árum en með mikið fyrir stafni á næstunni. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu smáskífu á dögunum, lagið Ísafold. Kolsýra Lagið Ísafold er fyrsta smáskífa hljómsveitarinnar Kolsýru sem samanstendur af Óla Rúnari, Bergsveini og Sturlaugi en lagið fjallar meðal annars um glímu lífsins og sjálfsóttann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.