Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
— HVAÐA KRÖFUR GERUM VIÐ?
Við leitum að stjórnendum sem búa yfir:
• Færni í því að skapa liðsheild á vinnustað og leiða fólk til árangurs
• Samskiptafærni, jákvæðu og lausnamiðuðu viðhorfi, þjónustulund og metnaði
• Meistaraprófi á háskólastigi sem nýtist í starfi
• Árangursríkri reynslu af stefnumótun áætlanagerð
• Reynslu af því að stýra fjölbreyttum hópi sérfræðinga
• Reynslu af verkefnastjórnun og teymisvinnu
• Góðri færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur
Um er að ræða embætti sem fela í sér tækifæri til að koma að og hafa áhrif á
umgjörð og þróun atvinnulífs og stuðla að fæðu- og matvælaöryggi. Um starfs-
kjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna
Stjórnarráðsins. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar í embættin til
fimm ára frá 1. október 2020.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsókn skal skilað með tölvu-
pósti á netfangið postur@anr.is. Skýrt skal vera í umsókn um hvaða starf
er sótt. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og stutt kynningarbréf á
íslensku um ástæðu umsóknar auk upplýsinga um árangur sem viðkomandi
hefur náð í starfi og telur að nýtist í embættinu.
Hæfnisnefnd skipuð af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra metur hæfni
umsækjenda samkvæmt reglum nr. 393/2012 og skilar greinargerð til ráðherra.
— SKRIFSTOFUSTJÓRI
SKRIFSTOFU
LANDBÚNAÐARMÁLA
Skrifstofan fer m.a. með málefni er varða bú-
vörusamninga, landbúnaðarlands, starfsskil-
yrði landbúnaðar, greiningar og þátttöku í gerð
viðskiptasamninga.
— SKRIFSTOFUSTJÓRI
SKRIFSTOFU MATVÆLA-
ÖRYGGIS OG FISKELDIS
Skrifstofan fer m.a. með málefni er varða heil-
brigði afurða landbúnaðar og sjávarútvegs,
dýravelferð og fiskeldis í hafi og á landi.
— SKRIFSTOFUSTJÓRI
SKRIFSTOFU
SJÁVARÚTVEGSMÁLA
Skrifstofan fer m.a. með málefni er varða stjórn
fiskveiða, fiskveiðisamninga við erlend ríki, veiði
í fersku vatni, starfsskilyrði sjávarútvegs, markaði
og greiningar
Umsóknarfrestur er til 12. ágúst næstkomandi. Nánari
upplýsingar um embættin veitir Kristján Skarphéðinsson
ráðuneytisstjóri í gegnum netfangið postur@anr.is
— HVER ERUM VIÐ?
Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu starfa tveir ráðherrar sem fara
með málaflokka ráðuneytisins; sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra og
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hjá ráðuneytinu starfar sam-
hentur hópur um 70 starfsmanna sem koma úr ýmsum áttum og búa yfir
mikilli sérfræðiþekkingu. Málaflokkarnir eru mikilvægir og verkefnin ærin,
andinn er léttur og föstudagskaffið klikkar sjaldnast.
Sameiginlegur þráður í viðhorfi starfsmanna til verkefna er vilji til að nýta
sem best það fjármagn sem ráðuneytið fer með og þjónusta atvinnulíf og
hinn almenna borgara. Við viljum vera í fararbroddi í nýsköpun, nýtingu á
tækni og þekkingu og höfum verið leiðandi í einföldun regluverks.
— HVERJA VILJUM VIÐ FÁ Í LIÐIÐ?
Skrifstofustjórar leiða starf skrifstofa undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra. Við
leitum að leiðtogum sem geta stutt við starfsfólk okkar í þeim verkefnum
sem eru framundan gagnvart breyttum áherslum og auknu umfangi mála-
flokka. Við viljum ráða til starfa einstaklinga sem þrífast á krefjandi verk-
efnum, skynja taktinn í samfélaginu, geta haldið utan um mannauðinn okkar
og hafa reynslu af því að skapa liðsheild. Innsýn, þekking eða reynsla af
málefnasviðinu er nauðsynleg.
— HVAÐ FELST Í STARFINU?
Skrifstofustjórar stýra starfsemi sinnar skrifstofu og annast almennan
rekstur. Þeir bera ábyrgð á því að skrifstofan sinni stjórnsýslulegum skyldum
sínum, sýni frumkvæði í stefnumótun og fylgja eftir stefnumarkandi ákvörð-
unum ráðherra. Skrifstofustjórar draga fram það besta í starfsfólki sínu, setja
markmið og mæla árangur. Skrifstofustjórar hafa umsjón með að stofnanir
ráðuneytisins sinni lögbundnu hlutverki, þær starfi í samræmi við samþykk-
tar áætlanir og viðhafi vandaða stjórnsýslu og rannsóknir. Skrifstofustjórar
leiða samstarf við aðrar skrifstofur, önnur ráðuneyti, Alþingi, hagaðila og aðra
innlenda og erlenda aðila sem koma að málefnum viðkomandi skrifstofu.
— HVERT LANGAR OKKUR AÐ FARA?
Við ætlum að efla fagskrifstofur okkar og skerpa á skiptingu málaflokka til
þess að vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Frá 1. október n.k.
verða þrjár nýjar fagskrifstofur settar á fót í stað tveggja. Um er að ræða
skrifstofu landbúnaðarmála, skrifstofu matvælaöryggis og fiskeldis og skrif-
stofu sjávarútvegsmála. Á hverri skrifstofu um sig munu starfa 8-10 manns.
Í starfsemi þeirra munum við leggja áherslu á verkefnamiðað skipulag í teymis-
vinnu. Við viljum bæta upplýsingagjöf til almennings, stofnana og starfsfólks.
Við viljum halda áfram að vera lausnamiðuð, bæta skipulag og auka skilvirkni
enn frekar.
Við leitum að
forystufé
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
auglýsir laus embætti þriggja
skrifstofustjóra.