Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Það urðu fagnaðarfundir á dögunum
þegar þeir hittust eftir langt hlé,
Ólafur Örn Haraldsson, fv. þjóð-
garðsvörður og þingmaður, og Björn
Sverrisson, fv. eldvarnaeftirlits-
maður og bílasmiður á Sauðárkróki.
Björn endursmíðaði fyrir Ólaf Örn og
fjölskyldu Studebaker Erskine-
fornbíl, árgerð 1930, sem upphaflega
var fluttur til landsins skömmu fyrir
Alþingishátíðina í lok júní 1930, fyrir
réttum 90 árum.
Um 20 ár eru liðin síðan Björn lauk
við endurgerð bílsins, en verkið tók
nokkur ár þar sem Björn þurfti að
endursmíða gripinn nánast frá
grunni. Fékk hann bílinn í hendurnar
í mjög slæmu ásigkomulagi.
„Ég er búinn að gera upp marga
bíla um ævina en ætli þessi hafi ekki
tekið lengstan tíma,“ segir Björn, en
hann gerði sér ferð á Laugarvatn þar
sem bíllinn er geymdur á æskuheim-
ili Ólafs og systra hans, Þrúðar og
Jóhönnu.
Móðurafi þeirra, Ólafur Magn-
ússon, sem kenndur var við heild-
verslunina Fálkann, keypti bílinn
nýjan af Agli Vilhjálmssyni, þá um-
boðsmanni Studebaker á Íslandi, fyr-
ir Alþingishátíðina á Þingvöllum.
Ólafur í Fálkanum átti gripinn í ein
20 ár en eftir það skipti bíllinn um
hendur nokkrum sinnum. Fer fáum
sögum af honum þar til árið 1994 að
gamall skólafélagi Ólafs Arnar kom
að máli við hann og sagði frá því að
bíll afa hans væri í niðurníðslu að
húsabaki suður með sjó.
Ákvað Ólaf Örn þá, í samráði við
móður sína, Kristínu Ólafsdóttur, að
kaupa flakið og láta gera bílinn upp.
Komust þau í samband við Björn
Sverrisson, sem hóf endursmíðina á
verkstæði sínu á Sauðárkróki. Við
tóku þúsundir vinnustunda næstu ár-
in þar sem huga þurfti að hverju ein-
asta smáatriði.
Listilega vel gert hjá Birni
Ólafur Örn segist hafa eftir
fremsta megni aðstoðað við öflun
varahluta í bílinn en mestu skipti út-
sjónarsemi, vandvirkni og verk-
kunnátta Björns, sem og þrautseigja.
„Handverk Björns er magnað,
þetta var listilega vel gert hjá hon-
um. Hann sýndi mikla útsjónarsemi
en um leið mikla þolinmæði. Við get-
um seint fullþakkað honum hversu
vel tókst til með bílinn,“ segir Ólafur
Örn.
Hið eina sem Björn smíðaði ekki í
bílinn voru trépílárar í hjólin en þá
smíðaði Þröstur heitinn Helgason,
smíðakennari við Iðnskólann í
Reykjavík. Þá gerði Pétur Jónsson í
Kópavogi upp vélina að mestu.
Þegar Björn bar að garði á Laug-
arvatni voru þau mætt í sumarverkin
í garðinum; Ólafur Örn, Sigrún
Richter, kona hans, og systur Ólafs,
Jóhanna Vilborg og Þrúður. Tóku
þau Birni fagnandi og að sjálfsögðu
var forngripnum ekið út úr bíl-
skúrnum og hann síðan skolaður áð-
ur en myndatökur gátu hafist. Björn
og sonur hans, Sverrir Björn, voru
líka komnir í ákveðnum tilgangi; að
setja nýtt merki á bílinn, hið upp-
runalega Erskine-merki.
Nokkur ár voru liðin síðan Björn
hafði hitt Ólaf og fjölskyldu hans,
sem og bílinn góða. Hann gat fylgst
stoltur á svip með því þegar bílnum
var bakkað út úr bílskúrnum. Virti
hann smíðina fyrir sér um stund,
varð litið á fótstigið farþegamegin og
sagði: „Hérna sé ég reyndar einn
hlut sem er ekki alveg uppruna-
legur.“ Ólafur Örn hváði og sagði
með bros á vör: „Hvað segirðu, Björn
minn? Ertu að ljóstra upp einhverju
leyndarmáli núna?“
Ekki reyndist nú um stóran glæp
að ræða en Björn sagðist hafa orðið
að nota gúmmímottu á fótstigið úr
Ford þar sem upprunaleg motta
hefði hvergi fundist. Þetta sér enginn
nema bílasmiðurinn sjálfur.
Hefur endursmíðað fjölda bíla
Studebakerinn er ekki eina verk-
efnið sem Björn hefur innt af hendi
fyrir fjölskylduna, í sama bílskúr á
Laugarvatni er gamall Willysjeppi
sem Haraldur Matthíasson og Krist-
ín Ólafsdóttir áttu, og Björn gerði
sem nýjan. Jeppinn var þó ekki viðr-
aður að þessu sinni, en Björn kíkti
samt á hann og klappaði á húddið.
Björn hefur gert upp vel á annan
tug ökutækja. Auk Studebaker má
nefna fimm Willysjeppa, Fordbíl,
sem Björn á sjálfur, Lincolnbíl, her-
trukk og nokkra traktora.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Laugarvatn Björn og Ólafur Örn ásamt Sigrúnu Richter, konu
Ólafs, og systrum hans, Þrúði og Jóhönnu, lengst til vinstri.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Flak Svona leit Studebaker Erskine-bíllinn út þegar komið var
að honum árið 1994. Björns Sverrissonar beið stórt verkefni.
Alþingishátíð Hér er bíllinn á Þingvöllum 1930. Franz Mixa tónlistarmaður
(t.v.) og Haraldur Ólafsson, móðurbróðir Ólafs Arnar, með breskan tækni-
mann á milli sín. Fóru þeir á bílnum til að taka upp tónlistarflutning á Al-
þingishátíðinni, var bíllinn þá nýkominn til landsins frá Bandaríkjunum.
Fagnaðarfundur við níræðan fornbíl
Björn Sverrisson endursmíðaði Studebaker Erskine, árgerð 1930, fyrir Ólaf Örn Haraldsson og
fjölskyldu Vitjaði bílsins og eigendanna Bíllinn var notaður glænýr á Alþingishátíðinni 1930
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Endurfundir Ólafur Örn Haraldsson og Björn Sverrisson við forngripinn góða, sem er einn af fimm bílum þessarar
tegundar í heiminum í dag. Alls voru framleiddir um 12 þúsund bílar af þessu tagi á fjórða áratug liðinnar aldar.
Ljósmynd/ÞÖK
Endursmíði Björn á fyrstu stigum með bílinn á verkstæði sínu á
Sauðárkróki, þar sem margir bílar hafa öðlast nýtt líf.