Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is ©2019 Disney/Pixar SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson Sýndmeð íslensku tali Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI FRÁBÆR NÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. 90% ★★★★Variety Amma Hófí er þriðja myndGunnars B. Guðmunds-sonar, leikstjóra og hand-ritshöfundar, en hann hefur áður sent frá sér Astrópíu (2007) og Gauragang (2010). Amma Hófí segir frá þeim Hólm- fríði og Pétri, sem búa á dvalar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Myndin gerist um jól og verður að viðurkennast að það er harla sér- kennilegt að frumsýna hana um sumar en gott og vel. Í upphafi myndarinnar sitja þau á jóla- skreyttu kaffihúsi og Hófí fer yfir lista með öllu því sem henni mis- líkar í fari Péturs. Áhorfendur fá á tilfinninguna að hér séu hjón sem ætli að skilja en fljótlega kemur í ljós að þau eru ekki par, þau eru bara herbergisfélagar. Vegna niðurskurðar og pláss- leysis neyðast heimilismenn á Sól- vangi til að deila herbergjum með ókunnugum eða jafnvel gista frammi á gangi. Pétri finnst ágætt að deila herbergi með öðrum en Hófí finnst þessi ráðahagur alveg ómögulegur. Hún ákveður því að hún ætli að kaupa sér litla íbúð fyr- ir spariféð sitt. Þau Pétur fara saman í bankann. Á meðan Hófí ræðir við þjónustu- fulltrúa lendir Pétur á spjalli við ör- yggisvörð sem upplýsir hann um að það sé alltaf mest að gera fyrir jól og þá séu geymslur bankans fyllst- ar. Það kemur á daginn að Hófí á ekkert sparifé og ekki nóg með það; hún skuldar bankanum margar milljónir út af einhverju svínarís- lánaplotti. Hófí stormar grautfúl út úr bankanum og segir Pétri að hún ætli að ræna bankann, eða öllu heldur sækja peninginn sem bank- inn rændi af henni. Pétur býðst til þess að vera með henni í þessu ráðabruggi og þau taka til óspilltra málanna við að skipuleggja ránið. Inn í söguna fléttast svo margar skrautlegar persónur eins og smá- glæpamaðurinn Boggi, Unnsteinn faðir hans sem er forstöðumaður dvalarheimilisins og lögreglumenn- irnir Ólafur og Arnaldur. Hugmyndin er sniðug og hand- ritið heldur manni alveg við efnið þótt það sé ekki hnökralaust. Takt- urinn í frásögninni er nokkuð ójafn, myndin er hæg í gang en kemst á skrið um miðbikið, þegar maður er búinn að kynnast persónunum að- eins. Þetta er auðvitað léttúðug gamanmynd og í slíkum myndum er krafan um raunsæi ekkert mjög sterk, áhorfendur geta alveg sam- þykkt að tveir heldri borgarar leið- ist út í glæpi þótt það sé ótrúleg til- hugsun. Það breytir því ekki að stundum er teygt ansi duglega á trúverðugleikanum og atburðarásin er býsna tilviljanakennd á köflum. Ýmsu er ábótavant á tæknihlið- inni, það er ljóst að hér er ekki not- aður besti tæknibúnaður sem völ er á og það sést. Einnig er of algengt að senur séu fljótfærnislega unnar, myndavélahreyfingar eru stundum klunnalegar, innrömmun undarleg og lýsingin óeðlileg. Þá er hljóð- vinnslan nokkuð misjöfn. Amma Hófí er auðvitað engin milljarða- mynd, þetta er líklega fremur hóf- stillt framleiðsla, en það breytir því ekki að það hefði mátt vanda meira til verka og huga betur að smá- atriðum svo myndin kæmi betur út. Til dæmis er frekar óheppilegt að margar aukapersónur eru í sama búningi alla myndina þrátt fyrir að hún gerist yfir margra daga tíma- bil, persónur Steinda, Sveppa og Þorsteins Guðmundssonar virðast í það minnsta eiga bara eitt átfitt á haus. Edda Björgvinsdóttir og Laddi eru skemmtileg, líkt og við er að búast. Þetta tvíeyki veldur sjaldan vonbrigðum og þau hafa auðvitað ótal sinnum átt skemmtilegan sam- leik gegnum tíðina, engan jafn skemmtilegan og sem Stella og Sal- ómon Gustavsson þó, þar sem þau unnu mikinn grínsigur. Þorsteinn Guðmundsson er einhver besti grín- ari þjóðarinnar og er alveg rétti maðurinn í hlutverk Unnsteins, for- stöðumanns dvalarheimilisins, sem hagar sér meira eins og skólastjóri og kemur fram við gamla fólkið eins og smákrakka. Steindi er alltaf fyndinn í hlutverki fávitans og hann á mjög skemmtilega frammistöðu hér þótt hann eigi það til að festast svolítið í sama tóni, leikstjórinn hefði mátt kippa honum aðeins úr hjólförunum. Víkingur Kristjánsson er líka fyndinn og brjóstumkennan- legur í hlutverki Ólafs, hins dæma- laust seinheppna lögregluþjóns. Amma Hófí er fín skemmtun en hún er vissulega full af litlum mis- fellum sem er synd að ekki hafi ver- ið sléttað úr. Krakkar eiga ugglaust eftir að hafa gaman af henni og hún gæti alveg fest sig í sessi sem kósí jólaáhorf fyrir fjölskylduna. Algjörir jólasveinar Samstillt Edda Björgvinsdóttir og Laddi leggja á ráðin í Ömmu Hófí. Þau eru skemmtileg, segir gagnrýnandi, en kvikmyndin full af litlum misfellum. Smárabíó og Laugarásbíó Amma Hófí bbmnn Leikstjórn og handrit: Gunnar Björn Guðmundsson. Kvikmyndataka: Tómas Örn Tómasson. Klipping: Sigvaldi J. Kárason. Aðalhlutverk: Edda Björgvins- dóttir, Þórhallur Sigurðsson, Víkingur Kristjánsson, Gísli Örn Garðarsson, Gríma Krístjánsdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson, Þorsteinn Guðmundsson, Pétur Jóhann Sigfússon, Anna Svava Knútsdóttir. 95 mín. Ísland, 2020. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.