Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Strandveiðar eru mjög þægi-legt sumarstarf þegar mað-ur er í námi. Ef vel fiskaster hægt að hafa góðar
tekjur og mér finnst frábært að geta
sleppt því að taka námslán. Tekj-
urnar duga mér líka vel inn í vetur-
inn,“ segir Axel Örn Guðmundsson,
25 ára sálfræðinemi, sem stundar
strandveiðar í sumar eins og undan-
farin sumur. Axel var nýlagstur að
bryggju á Tálknafirði þegar blaða-
maður náði tali af honum seint að
kveldi í upphafi vikunnar.
„Veturinn sem ég var í tíunda
bekk tók ég skipstjórnarréttindi fyr-
ir báta sem eru undir tólf metra
langir og ég keypti bátinn minn
sumarið eftir að ég kláraði grunn-
skólann. Ég hef stundað strandveið-
ar á mínum báti öll sumur síðan. Ég
keypti bátinn notaðan af kunningja
mínum, Hartmanni Jónssyni, og ég
lét bátinn heita nafninu hans. Hart-
mann var orðinn fullorðinn þegar ég
keypti bátinn og hættur að vera til
sjós og hann var mjög sáttur þegar
hann sá að báturinn bar nafn hans.
Hartmann lést nokkrum árum eftir
að ég tók við bátnum,“ segir Axel og
bætir við að hann hafi keypt bátinn á
þrjár milljónir.
„Ég gerði samning við Hart-
mann um að borga helminginn, eina
og hálfa milljón, í upphafi sumars en
hinn helminginn í lok sumars þegar
ég væri búinn að veiða. Ég átti því
bátinn skuldlausan í lok þessa fyrsta
sumars míns á honum.“
En hvernig gat strákur átt eina
og hálfa milljón til að borga út í báti
þegar hann hafði nýlokið grunn-
skóla?
„Ég var búinn að leggja fyrir og
safna mér pening, ég hafði verið að
vinna með pabba til sjós þegar ég
var strákur, ég var öll sumur að
veiða með honum og fékk minn hlut.
Ég setti líka fermingarpeningana
mína í bátasjóðinn minn.“
Talar stundum við mávana
Axel er fæddur á Ísafirði, þaðan
sem allt hans móðurfólk er, en hann
hefur búið í Kópavogi frá því hann
var strákur.
„Ég má veiða hér á vestur-
svæðinu af því að ég er með lögheim-
ili hjá ömmu minni á Ísafirði. Ég
lærði á þessi svæði hér fyrir vestan
af róðrum með pabba. Ég færi mig á
milli fjarða eftir því hvernig mér
líður, því þetta veiðisvæði nær yfir
alla Vestfirðina. Þó að mér finnist
best að vera fyrir vestan hef ég líka
veitt í kringum Snæfellsnesið og víð-
ar. Ég hef líka veitt fyrir sunnan en
þá helst grásleppu,“ segir Axel, sem
rær alltaf einn eldsnemma að
morgni og segist stundum tala við
mávana og syngja fyrir himininn, í
einverunni tímunum saman úti á
ballarhafi.
„Netsambandið úti á hafi er
gott, svo ég get hringt, hlustað á
hlaðvarpsþætti og tónlist. Mér
finnst ekkert mál að vera einn á báti.
Auðvitað reyni ég að forðast að
lenda í háska, en vissulega hefur ein-
staka sinnum eitthvað verið að veðri,
en aldrei mikil hætta,“ segir Axel,
sem er heppinn með það að hann er
aldrei sjóveikur.
Sjómenn eiga að velja sjálfir
Hann segir lengd vinnudagsins
fara eftir því hvernig veiðarnar
gangi hverju sinni.
„Í strandveiðinni er ég aldrei
meira en 14 tíma á veiðum í einu, en
ég hef líka verið að veiða í öðrum
kerfum, til dæmis í leigukvótanum,
en þá hef ég verið samfellt í einn og
hálfan sólarhring í beit úti á sjó að
veiða.“
Fyrirkomulagið í strandveiðum
segir hann vera þannig að hann megi
veiða 770 kíló á dag, sem honum
finnst hamlandi.
„Aðrar hömlur eru þær að ég
má ekki veiða föstudaga, laugardaga
og sunnudaga, og ég má aðeins veiða
tólf daga í mánuði, þessa fjóra mán-
uði sem strandveiðar standa yfir, í
maí, júní, júlí og ágúst.
Að mínu mati ættu sjómenn að
velja sína veiðidaga eftir veðri og
engu öðru. Þessi óþarfa pressa er á
menn að róa í stað þess að hafa 48
daga yfir allt sumarið og geta valið
eftir sínu höfði. Svo mætti svæðis-
skiptingin fara líka mín vegna og
sjávarpláss sem eru vel staðsett við
fiskimið ættu að fá að njóta þess,“
segir Axel, sem dregur mestmegnis
þorsk úr söltum sjó á strandveiðum
sínum, en líka aðeins ufsa og ein-
staka aðrar tegundir fljóta með.
Axel vinnur yfir vetrartímann
með háskólanáminu á leikskólanum
Núpi í Kópavogi.
„Ég held við séum ekki margir
sjómenn sem störfum á leikskólum
landsins,“ segir Axel stoltur og bæt-
ir við að hann hafi aðeins ætlað að
vinna tímabundið á leikskólanum.
„Ég festist þar af því að mér
finnst þetta æðislegt starf. Ég vona
að sálfræðinámið nýtist mér á leik-
skólastiginu í framtíðinni,“ segir Ax-
el, sem einnig er langt kominn með
nám í viðskiptafræði.
Keypti sér bát eftir tíunda bekk
„Ég held við séum ekki
margir sjómenn sem
störfum á leikskólum
landsins,“ segir Axel Örn
Guðmundsson, sem
stundar strandveiðar á
sumrin en nemur sál-
fræði við Háskóla Íslands
yfir vetrartímann.
Ekkert blávatn Axel við veiðar úti á sjó með svaðalega stóran fisk. Sjóari Axel er aldrei sjóveikur.
Hartmann Bátur Axels ber nafn fyrri eiganda og hefur reynst honum vel.
Á sumrin er ótalmargt skemmtilegt
sem krakkar geta tekið sér fyrir
hendur, því þá er nú aldeilis veðrið
til að njóta útiveru. Útivera felst
ekki alltaf í líkamlegum áskorunum
eða íþróttaiðkun, hún getur líka
falist í því að nota heilann, skapa
og búa til eitthvað skemmtilegt.
Nú ættu krakkar á aldrinum 8 til
12 ára að kætast, því í dag,
fimmtudag 23. júlí, efnir Íslenska
myndasögusamfélagið til mynda-
söguratleiks í Laugardalnum. Við-
burðurinn er á vegum Barnamenn-
ingarhátíðar og hefst ratleikurinn
fyrir utan Ásmundarsafn klukkan
11, og fer fram á nokkrum mið-
stöðvum í kringum Laugardal.
Krökkunum verður kennt að búa til
myndasögu skref fyrir skref og
þegar leiknum lýkur fá krakkarnir
verðlaun (á meðan birgðir endast)
fyrir að klára leikinn.
Í tilkynningu kemur fram að Ís-
lenska myndasögusamfélagið (ÍMS)
beiti sér fyrir því að halda og
kynna menningarlega myndasögu-
viðburði svo myndasögur geti náð
sterkri fótfestu á Íslandi. Félagar
eru bæði áhuga- og fagfólk í
myndasögugeiranum.
Myndasöguratleikurinn er liður í
því.
Félagið var stofnað haustið 2019
af Ötlu Hrafneyju, Védísi Huldu-
dóttur og Einari Vali Mássyni, sem
öll vinna sem fagaðilar í mynda-
sögugeiranum.
Myndasöguratleikur í Laugardalnum
Krakkar stíga sín fyrstu skref
sem myndasöguhöfundar
Gefandi sköpun Öllum börnum er hollt að taka þátt í að skapa eitthvað.
Vefverslun selena.is
Frí heimsending um allt land
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is
Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Aðhaldsbolir
Mjög góðir aðhaldsbolir
sem móta línur og
veita gott aðhald yfir
magasvæði og undir
höndum
Ný sending
Stærðir: S-2XL
10.500 kr.