Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 38
Ástkær frændi okkar, BOGI SIGURÐSSON frá Vatni í Haukadal, Dalbraut 27, lést á Landspítalanum sunnudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 28. júlí klukkan 13. Systkinabörn og aðrir aðstandendur 38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 ✝ Þórður ÁrniBjörgúlfsson, fv. rennismiður og verslunarmaður á Akureyri, fæddist á Eskifirði 2. maí 1918. Hann lést á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. júlí 2020. Hann var sonur Mörtu Maríu Árna- dóttur, f. 21.11. 1896 í Ólafsvík, d. 14.7. 1921, og Björgúlfs Halldórssonar, f. í Hólagerði, Fáskrúðs- fjarðarhreppi 7.11. 1893, d. 3.7. 1971. Stjúpmóðir Þórðar var Marta Jónsdóttir, f. 24.3. 1897, d. 22.12. 1965. Þórður kvæntist Unni Frið- riksdóttur 30.10. 1943, hún lést 31.12. 2006. Börn Unnar og Þórðar eru: 1) Björg, f. 1945, börn hennar eru fjögur, barna- börnin átta og eitt lang- ömmubarn. 2) Friðrik Viðar, f. 1946, kvæntur Kristínu Jónínu Halldórsdóttur, börn þeirra eru fjögur og barnabörnin níu. 3) rennismiður í Vélsmiðjunni Odda á Akureyri. Hann stofnaði ásamt félögum sínum Vélsmiðj- una Val ehf., sem starfaði skamman tíma og sameinaðist síðan Slippstöðinni. Þá tók við starf sem rennismiður hjá Slipp- stöðinni á Akureyri, þar sem hann vann um árabil. Að loknu starfi þar tók við starf í raf- lagnadeild KEA þar til hann stofnaði, ásamt fjölskyldu sinni, fyrirtækið Þ. Björgúlfsson ehf., en þar starfaði hann fram á árið 2001, þá tæplega 83 ára að aldri. Á unglingsárum starfaði Þórður í skátafélaginu, hann var félagi í Íþróttafélaginu Þór á Akureyri, æfði þar frjálsar íþróttir. Þórður tók þátt í starf- semi Skíðastaðafélagsins og ferðum Ferðafélagsins. Hann tók einnig þátt í félagsstarfi eldri borgara í Víðilundi til margra ára og lagði stund á tréútskurð og eftir hann liggja margir fallegir munir í eigu fjöl- skyldunnar. Árið 1960 gekk Þórður í Frí- múrararegluna þar sem hann starfaði ötullega í áratugi, enda átti starfið þar hug hans. Útför Þórðar Árna Björgúlfs- sonar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 23. júlí 2020, og hefst athöfnin klukkan 13:30. Björgúlfur, f. 1949, sambýliskona hans er Helga Guðrún Erlingsdóttir, börn hennar eru þrjú og barnabörnin sex. Þórður flutti til Akureyrar 17. júní 1930, þá 12 ára, með föður sínum, fósturmóður og ömmu, hann nam við nýja barnaskól- ann á Brekkunni og síðan við Gagnfræðaskólann við Lundar- götu á Akureyri. Þórður hóf störf hjá Vélsmiðjunni Odda 16 ára að aldri, þar hóf hann nám í vélsmíði þegar hann var 23 ára. Þá nam hann við Iðnskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi í vélvirkjun árið 1943. Hann stundaði nám við Vélskólann í Reykjavík í tvo vetur og lauk þaðan prófi. Þórður kom að uppsetningu á vélum og tækjum í gömlu Laxárvirkjun. Þá var hann um tíma vélstjóri á Pól- stjörnunni EA á síldveiðum. Um langt árabil vann hann sem Allt það sem augað sér, æskunnar hörpu knýr, syngur og segir mér sögur og ævintýr. Mild ertu móðir jörð. Margt hefur guð þér veitt. Aldrei ég Eyjafjörð elskaði nógu heitt. (Davíð Stefánsson) Pabbi ólst upp á Eskifirði til 12 ára aldurs, hann flutti ásamt föður sínum, stjúpmóður og ömmu til Akureyrar árið 1930. Þau sigldu með skipinu Novu inn Eyjafjörð 17. júní og gleymdi hann aldrei þeirri ægifögru sjón er blasti við honum, sjórinn spegilsléttur, lita- dýrð fjallanna, sólin gaf birtu og yl, áfangastaðurinn Akureyri tók vel á móti þeim, þrátt fyrir það var hann alltaf strákurinn frá Eski- firði. Pabbi átti því láni að fagna að eignast góða og trausta vini á sínum unglingsárum, nú hafa þau öll kvatt þessa jarðvist og geta glaðst í Sumarlandinu. Þó finnst mér ást mín öll, unaður minn og þrá tengd við hin fögru fjöll, fjörðinn og sundin blá. (Davíð Stefánsson) Leiðir foreldra minna lágu saman árið 1936. Áhugi þeirra á útivist leiddi þau saman, þau stunduðu fjallgöngur og skíða- íþróttina af kappi, þau voru fé- lagar í Skíðastaðafélaginu gamla, samheldni, gleði og sterk vinátta réði þar ríkjum. Foreldrar mínir áttu farsælt líf og bjuggu okkur systkinunum gott og kærleiksríkt heimili, þar hef ég átt höfði mínu að halla alla tíð. Eftir andlát móð- ur minnar árið 2006 hef ég átt því láni að fagna að eiga yndislegan tíma með pabba mínum, bæði á æskuheimilinu og heimili mínu fyrir sunnan. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þennan hugljúfa, trausta, trygglynda, félagslynda föður sem hefur alla tíð haft kær- leikann að leiðarljósi. Allar okkar ferðir innanlands og utanlands eru dýrmætar minningar. Snæ- fellsnesið og Ólafsvík voru pabba kær, þar er fæðingastaður móður hans sem féll frá aðeins 23 ára gömul. Eftir að sonur minn og tengdadóttir settust að í Ólafsvík var hann þakklátur og glaður að geta komið og heimsótt þau og njóta kærleika þeirra og um- hyggju. Pabbi tók tæknina í sínar hend- ur 90 ára gamall og fékk sér góða tölvu og prentara. Síðan snjall- síma og spjaldtölvu, þessa tækni nýtti hann sér í samskiptum við fjölskylduna, til að fylgjast með fréttum, skipaferðum, flugferðum og hlusta á tónlist á Youtube. Pabbi tók þátt í starfi eldri borg- ara í Víðilundi til margra ára og lagði stund á tréútskurð og eftir hann liggja margir fallegir munir í eigu fjölskyldunnar. Pabbi dvaldi á Grenihlíð, dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri, í tæp tvö ár og þar leið honum vel. Ég er þakklát öllu því yndislega starfs- fólki sem annaðist hann og þeirri hjartahlýju sem það sýndi honum og okkur aðstandendum. Að leið- arlokum hrannast upp ótal minn- ingar og ég fyllist þakklæti fyrir að hafa átt þennan einstaka föður. Þakklæti fyrir allar gleðistundirn- ar með mér, börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum og langömmubarni, söknuður okkar verður mikill. Megi algóður Guð blessa minningu föður míns. Þín dóttir, Björg Þórðardóttir. Í gegnum lífsins æðar allar fer ástargeisli, Drottinn, þinn, í myrkrin út þín elska kallar, og allur leiftrar geimurinn, og máttug breytast myrkraból í morgunstjörnur, tungl og sól. (Matthías Jochumsson) Það er með miklum söknuði sem við kveðjum afa Þórð, hann var mikið góðmenni og einstak- lega traustur maður. Við öll fjögur systkinin eigum yndislegar minn- ingar um svo ótrúlega langt árabil með þessum fróðleiksfúsa vin- gjarnlega manni, honum afa okk- ar. Eyró, Eyrarvegur 19, var heimili afa og ömmu þar sem fjöl- skyldan safnaðist ósjaldan saman í matar- eða kaffiboð og átti ljúfar fjölskyldustundir. Afi og amma voru víðsýnt fólk sem elskaði að eyða tíma með fjölskyldu sinni, skarkalinn og gleðin sem fylgdi barnabörnum veitti þeim alltaf gleði. Dagsferðir í berjamó í Ólafsfjarðarmúla með nesti, heimagerðar skonsur og hafra- kex. Gönguferðir í Kjarnaskógi og veiðiferðir í Stóra-Viðarsvatn í Þistilfirði eru allt skemmtilegar minningar sem ylja okkur um hjartað og gleðja sálina. Afi var og er fyrirmynd okkar, hann hætti að vinna 83 ára og til- einkaði sér tölvutæknina þegar hann var 90 ára. Honum fannst mjög áhugavert að ferðast um á netinu og fylgdist meðal annars með ferðum skipa og flugvéla um heiminn og skoðaði teikningar af skipum og flugvélum. Hann spjallaði við okkur á Skype og Messenger og hlustaði á tónlist á youtube og bara átti ekki til orð yfir þessari frábæru tækni sem hann hafði gaman af að tileinka sér. Afa fannst gaman að ferðast og átti yndislegar stundir á ferð- um sínum um Snæfellsnesið og í Ólafsvík þar sem hann dvaldi oft á tíðum en mamma hans, afi og amma hvíla í kirkjugarðinum á Ingjaldshóli. Afi lagði mikla áherslu á að vera snyrtilegur og hafði skoðun og áhuga á fötum fram á síðustu stund, við höfum öll farið í búðaferðir fyrir hann bæði í Herrafataverslun Guðsteins eða Dressmann og sú síðasta var núna í maílok en þá vantaði hann nýjar íþróttabuxur. Þessi lífsglaði, vingjarnlegi ein- staklingur snerti okkur öll svo djúpt, alltaf fullur af áhuga á því umhverfi sem hann var í hverju sinni, líðan fjölskyldu sinnar, gleði yfir lífinu og að njóta þess sem það hafði upp á að bjóða. Elsku afi okkar, það var aldrei langt í húmorinn hjá þér og alveg fram á síðustu stund gastu grínast við okkur og gantast með aðstæð- ur. Þú varst að skipuleggja kaffi- boð fyrir fjölskylduna þína undir lokin, varst bara ekki alveg búinn að ákveða staðinn. Við ætlum öll að vera eins og þú þegar við verð- um stór. Gleðigjafar, jákvæð, þakklát, húmoristar og auðmjúk. Elsku afi, takk fyrir að vera fyrir- mynd og takk fyrir allan dýrmæta tímann sem við fengum með þér. Hvíldu í friði í sumarlandinu með ömmu Unni. Marta María, Þórður Tryggvi, Unnur Rannveig, Hulda Þorbjörg og fjölskyldur. Árið er 1968. Við erum þrír vin- ir og bekkjarbræður úr Sam- vinnuskólanum í fríi á Akureyri og leitum að sjálfsögðu uppi bekkjar- bróður okkar og vin, Friðrik Þórðarson. Okkur er tekið með kostum og kynjum á Eyrar- veginum þar sem húsbóndinn, Þórður, fer fyrir og ræðir við komumenn. Vinir sonar hans eru sjálfkrafa einnig vinir hans – sú er a.m.k. tilfinning okkar félaganna. Þannig voru mín fyrstu kynni af heiðursmanninum Þórði Árna Björgúlfssyni, sem kvaddur er í dag. Árin sem í hönd fóru fólu í sér ótal margar Akureyrarferðir á vinafund og ómissandi þáttur þeirra ferða var að hitta þau hjón- in á Eyrarveginum Þórð og Unni þar sem manni var ævinlega tekið eins og fjölskyldumeðlim þótt engin slík tengsl væru til staðar. Þegar aðstæður mínar breyttust og til sögunnar komu kona og þrjár dætur breytti það engu – all- ur hópurinn hlaut sama áhuga, alúð og umhyggju. Atvikin höguðu því svo, að vegna starfs míns sem endur- skoðandi tók ég að mér að sjá um ýmsa reikningslega aðstoð fyrir fyrirtæki Þórðar og fjölskyldu, Þ. Björgúlfsson hf., og hélst sá hátt- ur í meira en tvo áratugi. Það var einstaklega áhugavert að sjá þar iðnaðarmanninn og rennismiðinn Þórður Árni Björgúlfsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður og afa, BENEDIKTS BJÖRGVINSSONAR prentara. Erna Gísladóttir börn, tengdabörn og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON bifreiðastjóri, frá Sleitustöðum í Skagafirði, sem lést á heimili sínu mánudaginn 13. júlí, verður jarðsunginn frá Hóladómkirkju föstudaginn 24. júlí klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sælureit ættarinnar, Fagralund, sem honum var einkar hugleikinn. Reynir Þór Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir Íris Hulda Jónsdóttir Björn Gunnar Karlsson Gísli Rúnar Jónsson Lilja Magnea Jónsdóttir Skúli Hermann Bragason barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, ÞÓRÐUR GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON, sem varð bráðkvaddur fimmtudaginn 11. júní, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 28. júlí klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, Drífa Sigurbjarnardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI ÞÓR MAGNÚSSON húsgagnasmiður, lést á Hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð Eskifirði 16. júlí. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju miðvikudaginn 29. júlí klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Hulduhlíðar. Ragnheiður Þórólfsdóttir Guðrún Þóra Guðnadóttir Sigurjón Kristjánsson Magnús Guðnason Jóna Mekkín Jónsdóttir Jónína Guðnadóttir Jósep Snæbjörnsson Kristín Guðnadóttir Heimir Tryggvason Guðný Ragnheiður Guðnad. Ómar Geirsson Aðalbjörg Guðnadóttir Sigtryggur Brynjarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGÞÓR SIGURÐSSON netagerðarmeistari, Sóleyjarima 3, lést mánudaginn 20. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útför auglýst síðar. Ingigerður Anna Guðmundsdóttir Ragnheiður Guðrún Sigþórsdóttir Bjarki Sigþórsson Björk Valdimarsdóttir Sigríður Sigþórsdóttir Hilmar K. Lyngmo barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR HALLDÓR GARÐARSSON, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 13. Óli Haukur Mýrdal Ína Hrund Ísdal Sunna Dís Ólafsdóttir Daníel Árnason Hanna Þurý Ólafsdóttir Garðar Ólafsson Thelma Guðlaug Arnardóttir og afabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.