Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
Karlalandslið Íslands verður í þriðja
styrkleikaflokki þegar dregið verður í
riðla fyrir HM 2021 í Egyptalandi hinn 5.
september en mótið fer fram í janúar.
Flokkarnir eru þannig:
1: Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur,
Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð.
2: Egyptaland, Argentína, Austurríki,
Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar og
Hvíta-Rússland.
3: Ísland, Brasilía, Úrúgvæ, Tékkland,
Frakkland, Suður-Kórea, Japan, Barain.
4: Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marokkó,
lið frá Suður Ameriku, Kongó, Pólland,
lið frá Norður-Ameríku og Rússland.
Ísland í þriðja
flokki fyrir HM
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
HM 2021 Guðmundur Þórður
Guðmundsson þjálfar liðið.
Handknattleikslið FH hefur fengið
liðstyrk fyrir veturinn en sænski
leikstjórnandinn Zandra Jarvin
hefur gert tveggja ára samning við
félagið. Zandra er tvítug en hún
hefur undanfarin ár leikið með
Spårvägen í sænsku C-deildinni.
Sömuleiðis á hún fjölda leikja að
baki með yngri landsliðum Svía.
FH leikur í úrvalsdeildinni á
komandi vetri en liðið var í 2. sæti
1. deildar, á eftir ungmennaliði
Fram, þegar keppni var hætt í
marsmánuði, og fékk þar með
keppnisrétt í efstu deild.
FH fær sænsk-
an leikmann
Ljósmynd/Christoffer Borg Mattissen
Sænsk Zandra Jarvin leikur með
FH-ingum næstu tvö árin.
eftir að hafa gert tvö jafntefli við Val.
Það var því drjúgt og mikilvægt að
leggja loks Valsara að velli, sem ekki
höfðu tapað deildarleik í tæp tvö ár.
Blikastelpurnar koma mjög hungr-
aðar til leiks eftir svekkelsið í fyrra;
taplausar en vinna samt ekki mótið.
Það hefur gefið liðinu aukakraft og
vilja til að vinna mótið. „Við getum
náð langt, við erum að vinna leiki og
halda hreinu, með þetta góðan mark-
mann og vörn fyrir framan hann.“
Umgjörðin til fyrirmyndar
Sveindís er strax aðeins einu marki
frá því að jafna markaskorun sína
með Keflavík í fyrra en hún segist þó
ekki hafa nein sérstök markmið í
huga varðandi mörk og stoðsend-
ingar. Í fyrstu hafi hún hreinlega
bara viljað vinna sér byrjunarliðssæti
í sterku toppbaráttuliði Breiðabliks.
„Mitt persónulega markmið var
bara að komast í byrjunarliðið, það er
ekki gefið hjá Breiðabliki. Það er svo
bara frábært ef ég næ að skora og
leggja upp á liðsfélaga mína,“ sagði
hún og bætti við hversu ánægð hún
væri með að hafa valið Kópavogsliðið,
enda umgjörðin og allar aðstæður til
mikillar fyrirmyndar.
„Ég valdi Breiðablik af því að um-
gjörðin er glæsileg, stelpurnar frá-
bærar og ég þurfti að taka þetta
skref. Eftir að hafa prófað efstu deild
gat ég ekki farið aftur niður í fyrstu.
Við erum margar ungar í Breiðabliki
og svo eru reynsluboltar inn á milli
sem hjálpa okkur ótrúlega mikið og
gera okkur að betri leikmönnum. Ég
er mjög ánægð með þetta val og von-
andi held ég áfram að gera vel,“ sagði
Sveindís Jane við Morgunblaðið.
Vildi í fyrstu bara
komast í byrjunarliðið
Framherjinn
ungi afgreiddi
Íslandsmeistara
Vals með þrennu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hetja Sveindís Jane
Jónsdóttir skoraði
þrennu í toppslag Breiða-
bliks og Vals og var frá-
bær á Kópavogsvellinum.
7. UMFERÐ
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Sveindís Jane Jónsdóttir er ein efni-
legasta knattspyrnukona Íslands í
dag og hefur framganga hennar á
vellinum vakið verðskuldaða athygli
undanfarið. Hún þreytti frumraun
sína í efstu deild á síðasta ári og var
frábær með nýliðum Keflavíkur sem
urðu þó að sætta sig við fall úr deild-
inni. Sveindís skipti þá yfir í stórlið
Breiðabliks þar sem hún hefur haldið
áfram að vaxa og dafna en hennar síð-
asta útspil var að skora þrennu gegn
Íslandsmeisturum Vals á Kópavogs-
vellinum í 7. umferðinni í fyrradag en
leiknum lauk með 4:0-sigri Breiða-
bliks.
Sveindís, sem er nú búin að skora
sex mörk í fimm deildarleikjum, fékk
2 M fyrir frammistöðu sína og er leik-
maður 7. umferðarinnar hjá Morg-
unblaðinu sem sló á þráðinn til henn-
ar við tlefnið. Sveindís var að vonum
ánægð með sigurinn og eigin frammi-
stöðu en þó ekki á þeim buxunum að
fara fram úr sér, enda mikið eftir af
mótinu. „Þetta var hörkuleikur en við
mætum miklu sterkari eftir hálfleik
og gerðum eiginlega út um leikinn á
tveimur mínútum,“ sagði Sveindís
sem skoraði fyrstu tvö mörkin sín á
46. og 47. mínútu. Hún innsiglaði
þrennuna á 77. mínútu áður en liðs-
félagi hennar Berglind Björg Þor-
valdsdóttir innsiglaði stórsigurinn tíu
mínútum síðar.
Blikar eru hungraðir
„Það er sterkt að vinna Val í fyrri
umferðinni en við eigum þær eftir á
útivelli og þetta klárar ekkert mótið.
Þetta gefur okkur kraft fyrir næstu
leiki en við erum bara ennþá á eftir
Val, ennþá að elta,“ bætti hún við og
vísar þar til þess að Blikar eru áfram í
öðru sæti deildarinnar, með fullt hús
stiga eftir fimm leiki en Valsarar hafa
leikið tveimur leikjum meira og eru
með 16 stig. Ástæðan er sú að Blikar
þurftu að fara í tveggja vikna sóttkví
eftir að upp komst um kórónuveiru-
smit innan hópsins.
„Við fórum bara aftur í samkomu-
bannsæfingarnar, þetta er ekki það
skemmtilegasta en það virkar. Við
vorum að æfa eins og allir aðrir, bara
ekki saman,“ sagði Sveindís um þann
kafla og ljóst að hún hefur hugarfar
sigurvegara, eins og aðrir Blikar.
Breiðablik fór taplaust í gegnum
Íslandsmótið í fyrra en varð samt að
láta annað sætið duga, meðal annars
Sveindís Jane Jónsdóttir varð annar leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna
til að vera valin þrisvar í lið umferðarinnar hjá Morgunblaðinu í ár en hún
er í liði 7. umferðar sem sjá má hér fyrir ofan. Áður hafði Alexandra Jó-
hannsdóttir samherji hennar í Breiðabliki verið valin þrisvar í liðið.
Elín Metta Jensen úr Val er áfram efst í M-gjöfinni með 8 M samtals.
Næstar á eftir henni með 6 M eru Sveindís og Agla María Albertsdóttir úr
Breiðabliki, Hlín Eiríksdóttir úr Val og Laura Hughes úr Þrótti. Með 5 M
eru Alexandra Jóhannsdóttir úr Breiðabliki, Ásgerður S. Baldursdóttir úr
Val, Clara Sigurðardóttir úr Selfossi, Betsy Hassett úr Stjörnunni, Þórdís
Elva Ágústsdóttir úr Fylki og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir úr Þrótti.
7. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2020
3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
Sonný Lára Þráinsdóttir
Breiðabliki
Jana Sól
Valdimarsdóttir
Stjörnunni
Sveindís Jane Jónsdóttir
Breiðabliki
Eva Rut
Ásþórsdóttir
Fylki
Angela Beard
KR
Álfhildur Rósa
Kjartansdóttir
Þrótti
Olga Sevcova
ÍBV
Barbára Sól
Gísladóttir
Selfossi
Grace Hancock
ÍBV
Agla María Albertsdóttir
Breiðabliki
Anna Björk
Kristjánsdóttir
Selfossi
3
2
2
2
Tvær verið valdar þrisvar
Í gær birtist grein eftir mig á
íþróttasíðum Morgunblaðsins
með fyrirsögninni „Bikarinn á
leið í Kópavog“ en greinina skrif-
aði ég eftir 4:0-stórsigur Breiða-
bliks gegn Val í úrvalsdeild
kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-
deildinni, á Kópavogsvelli. Ég
fékk nokkur skilaboð í framhaldi
greinarinnar sem hljómuðu öll í
þá áttina að það væri nú heldur
óábyrgt að krýna Íslandsmeist-
arana 2020 þegar meistaraefnin
væru búin að spila fimm leiki.
Í ágúst 2019 skrifaði ég Bak-
vörð um þau áhrif sem Helena
Sverrisdóttir hafði á körfuknatt-
leikslið Vals þegar hún gekk til
liðs við félagið í nóvember 2018.
Valskonur höfðu þá spilað átta
leiki í Dominos-deildinni, unnið
þrjá þeirra og tapað fimm. Hel-
ena var ekki lengi að stimpla sig
inn á Hlíðarenda og liðið vann
sinn fyrsta bikar í kvennakörf-
unni í febrúar þegar liðið varð
bikarmeistari. Valskonur fylgdu
því svo eftir með því að verða
deildar- og Íslandsmeistarar.
Í sama Bakverði kallaði ég eftir
ábendingu um íþróttafólk sem
hefur haft jafn víðtæk áhrif á lið
sín og Helena Sverrisdóttir hafði
á Valsliðið. Knattspyrnukonan
Margrét Lára Viðarsdóttir til-
kynnti það eftir síðasta tímabil,
þegar Valskonur höfðu tryggt sér
Íslandsmeistaratitilinn, að
skórnir væru komnir upp í hillu.
Margrét Lára var klárlega ekki
miðpunktur athyglinnar þegar
liðið varð meistari síðasta sumar
enda margir leikmenn í liðinu að
eiga sitt besta tímabil í efstu
deild frá upphafi.
Valsliðið sem tapaði 4:0 á
Kópavogsvelli í vikunni minnti
um margt á Valsliðið sem endaði
í fjórða sæti deildarinnar 2018
með 10 sigra, þrjú jafntefli og
fimm töp en Margrét Lára var
einmitt í barneignarleyfi það
sumar.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Rússland
CSKA Moskva – Tambov ........................ 2:0
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór
Sigurðsson voru ekki í hópi CSKA vegna
mögulegs kórónuveirusmits.
Krasnodar – Akhmat Grozní ................. 4:0
Jón Guðni Fjóluson var varamaður hjá
Krasnoder og kom ekki við sögu.
Lokastaða efstu liða: Zenit Pétursborg
72, Lokomotiv Moskva 57, Krasnodar 52,
CSKA Moskva 50, Rostov 45.
Danmörk
Bröndby – Midtjylland ............................ 1:1
Hjörtur Hermannsson var varamaður
hjá Brøndby og kom ekki við sögu.
Mikael Anderson kom inn á hjá meist-
urum Midtjylland á 63. mínútu.
Nordsjælland – AGF ............................... 1:1
Jón Dagur Þorsteinsson tók út leikbann
og var ekki með AGF.
Svíþjóð
Norrköping – Varberg ........................... 2:0
Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn
með Norrköping.
Häcken – AIK........................................... 4:0
Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik-
mannahópi Häcken.
Kolbeinn Sigþórsson lék ekki með AIK
vegna meiðsla.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – Stjarnan ............... 18
Origo-völlur: Valur – Fylkir ................ 19.15
Vivaldi-völlur: Grótta – Víkingur R .... 19.15
Kórinn: HK – Breiðablik ..................... 20.15
3. deild karla:
Vopnafjörður: Einherji – Álftanes........... 19
KR-völlur: KV – Ægir............................... 20
2. deild kvenna:
Grýluvöllur: Hamar – Fram................ 19.15
Í KVÖLD!