Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerru-
smíða
2012
2019
ÍKyrralífsmyndum birtast ljóðsem tala svo beint inn í sam-tímann að lesandinn finnurfyrir þeim innra með sér og
allt um kring. Snögg viðbrögð höf-
undar við sögulegum atburðum á
tímum heimsfaraldurs eru brýn og
birta mynd af manneskjunni í hring-
iðu veirunnar.
kveiki á kerti klukkan tvö
og spenni greipar um sprittklútinn
meðan æðstuprestarnir
leiða okkur gegnum farsóttarritúalið
Í ljóðunum er að finna húmor
jafnt sem þunga ádeilu og ósk um
betri heim handan ganganna.
eftir hlé
væri réttlátt
að við fengjum
að rísa upp
saman
í jafnrétti og
frelsi
Ljóðmæland-
inn birtir bæði
dökka og ljósa
mynd af tilver-
unni, sú dökka felur í sér ljóð um
heilbrigðisstarfsmenn sem neyðast
til að velja hver fær að deyja og hver
að lifa, en sú ljósa inniheldur ábend-
ingar um bjartar hliðar heimsfarald-
urs: betri stöðu í loftslagsmálum og
endurmat á því sem máli skiptir í
tilverunni.
Kyrralífsmyndir er mikilvæg
skáldskaparheimild um líðan mann-
eskjunnar á þessum margumræddu
„fordæmalausu tímum“. Ljóð bók-
arinnar eiga eflaust eftir að lifa tím-
ana tvenna og kalla fram minningar
um veröld sem var þegar fram líða
stundir. Þær stundir eru ekki komn-
ar til okkar enn og ófyrirsjáanlegt
hvað framtíðin ber í skauti sér. Í
þessu augnabliki er lestur Kyrralífs-
mynda leið til að skilja betur þann
óskiljanlega veruleika sem við lifum
í, leið fyrir lesandann til að átta sig á
eigin tilveru og annarra.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Ljóðskáldið Ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur er sögð mikilvæg
skáldskaparheimild um líðan manneskjunnar á „fordæmalausum tímum“.
Aðkallandi ljóð-
list í faraldri
Ljóð
Kyrralífsmyndir
bbbbm
Eftir Lindu Vilhjálmsdóttur.
Mál og menning, 2020. Kilja, 64 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Fyrir jafngamlan skarf ogþann er hér um lyklar ervarla seinna vænna aðviðurkenna það: Enn ein
kynslóðaskiptin, af nærri þrenn-
um, hafa nú gengið yfir síðan hans
árgangur (1946) tók fyrst að hæn-
ast að listmúsík á kostnað ung-
lingapopps æskuáranna seint á 7.
áratug. Persónulega einkum að
klassískum meisturum, og má vel
vera að hefði
manni gefizt
hagstæðara
tímaforskot hefði
athyglin beinzt
meir og fyrr að
módernískum
verkum, eins og títt er um tónkera
er kynnast list listanna þegar frá
blautasta barnsbeini.
En því verður ekki breytt úr
þessu. Hlýtur þessi nýi diskur,
Atonement [,Friðþæging‘] eftir Pál
Ragnar Pálsson (f. 1977), fyrir vik-
ið að sæta aðstæðum rýnanda –
jafnvel þótt vitaskuld hefði verið
æskilegra ef jafnný og framsækin
verk fengju sértæka meðhöndlun
yngri eða allavega módernískt
meðvitaðri umfjallanda, sem því
miður er ekki í boði að sinni.
Með þeim fyrirvara skal þó tekið
fram, að ,hljóðlistin‘ á þessum
diski – ef svo mætti kalla verk sem
snúast auðheyrilega meira um
„sánd“ og áferð en ,gamaldags‘
lagræna úrvinnslu – var engan
veginn áhrifalaus í mínum eyrum.
Blöstu víða við sterkar huglægar
myndir við oft eitilsnarpar and-
stæður, sem voru að vísu jafn fjöl-
túlkanlegar í hugskoti hlustandans
og úr mun hefðbundnari músík, ef
ekki meira. Þar eð þær minntu iðu-
lega á ýmist ljóðræn eða dramatísk
augnablik listrænna kvikmynda
var oft næsta freistandi að kenna
hljóðhrifin við ,kvikmyndatónlist
án kvikmyndar‘.
Sérfróðari menn en undirr.
verða að skera úr um nánari flokk-
un verka Páls meðal ,isma‘ nútíma-
hljóðsmíða, þó svo að bæði bak-
grunnur höfundar í hérlendu rokki
innan hljómsveitarinnar Maus og
síðan námsárin í Eistlandi og
kynni hans af arfleifð Arvos Pärts
hljóti að segja sína sögu.
Eftir standa engu að síður á
köflum mögnuð „móment“ (svo
maður sletti) metnaðarfulls höf-
undar í einbeittri túlkun Caput-
sveitarinnar undir stjórn Guðna
Franzsonar – með nístandi tæru
sópranframlagi eistneskrar eig-
inkonu Páls, Tui Hirv, við ljóð Ás-
dísar Sifjar Gunnarsdóttur í þrem-
ur af fimm verkum disksins.
Morgunblaðið/Eggert
Augnablik Rýnir segir að eftir standi á köflum mögnuð „móment“ metnaðarfulls höfundar í einbeittri túlkun Caput
með nístandi tæru sópranframlagi eistneskrar eiginkonu Páls, Tui Hirv. Hér sjást þau hjón Páll og Tui.
Framsækin friðþæging
Geisladiskur
Atonement bbbmn
Verk eftir Pál Ragnar Pálsson. (2014,
9:22)*, Lucidity (2017, 9:02), Stalker’s
Monologue (2013, 9:53)*, Midsummer’s
Night (2018, 5:54) og Wheel Crosses
Under Moss (2011, 9:55)*. Tui Hirv S*,
Caput Ensemble. Stjórnandi: Guðni
Franzson. Upptökur í Kaldalónssal
Hörpu 9.-12.3. 2019. Útg.: DSL-92241,
Sono Luminus 2020. Lengd: 44:11.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Enn er óvíst hvenær nýjasta kvik-
mynd hins virta og vinsæla leik-
stjóra Christopher Nolan, Tenet,
verður frumsýnd en upphaflega
átti að frumsýna hana 17. júlí.
Vegna kórónuveirufaraldursins var
frumsýningu frestað til 31. júlí og
svo aftur til 12. ágúst. Ástandið í
Bandaríkjunum veldur þessum
endurteknu frestunum, fyrst og
fremst, og greinir kvikmyndavef-
urinn Deadline frá því að fyrir-
tækið Warner Bros., sem framleiðir
myndina og dreifir, hafi nú tekið
hana af dagatali sínu yfir frumsýn-
ingar. Yfirmaður fyrirtækisins,
Toby Emmerich, segir frumsýn-
ingardag þó munu liggja fyrir inn-
an tíðar. Eru þetta sannarlega
slæmar fréttir fyrir bíóþyrsta því
um stórmynd er að ræða hvað
kostnað varðar og viðbúinn sumar-
smell. Við bætist að afar fáar nýjar
kvikmyndir hafa verið frumsýndar
í sumar.
Bið Úr Tenet sem margir bíða með óþreyju.
Hvenær verður Tenet frumsýnd?
Reykjavík Safarí er yfirskrift við-
burðar sem fram fer í kvöld kl. 20
til 22. Boðið verður upp á átta
menningargöngur á jafnmörgum
tungumálum, þ.e. ensku, pólsku,
spænsku, filippseysku, arabísku,
farsi, frönsku og litháísku. Þátttak-
endur verða leiddir um helstu
menningarstaði miðborgarinnar,
segir í tilkynningu, og fræddir um
listasöfn, bókasöfn, leikhús og fleiri
skemmtilega staði í borginni.
Gangan hefst fyrir utan Borgar-
bókasafnið í Grófinni, Tryggvagötu
15, og endar þar einnig með sam-
komu og boðið verður upp á hress-
ingu og lifandi tónlist með Jelenu
Ciric og Margréti Arnardóttur.
Gangan er á vegum Borgar-
bókasafnsins, Borgarsögusafns
Reykjavíkur og Listasafns Reykja-
víkur og munu starfsmenn safn-
anna taka á móti hópunum.
Leiðsögumenn Átta tungumál verða töluð í
menningargöngum kvöldsins.
Leiðsagnir á átta tungumálum