Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 Annir Sumarið er tíminn, orti skáldið. Það á ekki síst við um malbikun og fræsun á götum höfuðborgarinnar. Sömuleiðis geta húseigendur notað tækifærið og málað ytri byrði híbýla sinna. Arnþór Sjúkraliðar munu eiga aðild að nýjum fagráðum sem sett verða upp á öllum heil- brigðisstofnunum í krafti nýrra laga sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Nýju fagráðin eiga að vera forstjórum heilbrigðis- stofnana til ráðgjafar um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðis- þjónustu og skipulag stofnunar. Við skipun í nýju fagráðin verður ekki gengið fram hjá 2.200 vel menntuð- um sjúkraliðum sem starfa í heil- brigðisgeiranum. Rödd sjúkraliða mun því loksins heyrast við borðið þar sem línur eru lagðar um innra starf og stjórnun heilbrigðisstofn- ana. Þetta er mikilvægur áfangi í baráttu sjúkraliða fyrir að verða metnir á jafnræðisgrundvelli við aðrar hjúkrunarstéttir. Hjúkrunarráð lagt niður Samhliða nýjum fag- ráðum verður hjúkr- unarráð Landspítalans lagt niður. Í reynd var ráðið orðið að úreltri tímaskekkju. Hlutverk þess var meðal annars að veita stjórnendum spítalans faglega ráð- gjöf um hjúkrun. Á sama tíma var þó næstfjölmennustu hjúkrunarstétt spítalans, um 700 sjúkraliðum, meinuð aðild að hjúkr- unarráði. Mitt fyrsta verk sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands var að senda ítarlega rökstudda beiðni um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans. Beiðninni var hafn- að. Margir, þar á meðal ég, upplifðu þetta sem niðurlægingu gagnvart stéttinni. Með nýju lögunum er þessi tímaskekkja lagfærð og sjúkraliðar koma glaðbeittir til samstarfs á nýjum vettvangi. Í nútímanum byggist heilbrigðis- kerfið á nýrri nálgun sem felst í teymisvinnu þar sem allir hlekkir eru jafnmikilvægir. Rödd allra þeirra þarf að heyrast til að tryggja betur öryggi og auka gæði heil- brigðisþjónustunnar. Nýju fagráðin falla því inn í áherslur nútímans á teymisstjórnun og samstarfi fag- stétta. Mikilvægi sjúkraliða Innan heilbrigðisgeirans hafa sjúkraliðar þróast í að verða burð- arstétt í hjúkrun. Hinn ágæti for- stjóri Landspítalans, Páll Matthías- son, endurspeglaði vel nýtt mikil- vægi stéttarinnar í erindi fyrir örfáum árum þar sem hann lýsti sjúkraliðum sem „framvörðum þjónustunnar“. Í dag annast sjúkra- liðar nærhjúkrun, menntun þeirra og sérhæfing vex og þeir eru nú uppistaðan í starfsemi heimahjúkr- unar og rekstri hjúkrunarheimila. Án sjúkraliða væri einfaldlega ekki hægt að reka heilbrigðiskerfið á okkar tímum. Sjúkraliðar gegna þar að auki mjög sérstöku hlutverki gagnvart mjög veiku fólki sem Páll Matthías- son lýsti í sama erindi með þessum orðum: „Það eru fáar stéttir sem ganga með sama hætti inn í per- sónulegt rými sjúklinga á þeirra viðkvæmustu stundum.“ Af sjálfu leiðir að stétt sem í senn heldur uppi mikilvægum þáttum heilbrigð- isþjónustunnar og sér um umönnun og hjúkrun þegar um líf og dauða er að tefla, jafnvel við andlát, býr yfir reynslu og færni sem þarf að hlusta á þegar stofnanir móta sitt innra starf og stefnu um hjúkrun. Í því ljósi eru nýju fagráðin mikið framfaraskref. Þau munu gefa fag- stéttum, þar á meðal burðarstétt eins og sjúkraliðum, færi á að leggja reynslu sína og menntun með jákvæðum hætti inn í mótun hjúkrunar til framtíðar. Nýju fagráðin Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á hrós skilið fyrir að hafa lagt breytinguna til við Alþingi og hafa hlustað með skiln- ingi á forystu sjúkraliða. Nýju fag- ráðin eru mikilvægur áfangi í bar- áttu okkar fyrir því að skerpa faglegan grunn, ásýnd og vægi sjúkraliðastéttarinnar. Næsta verk- efni Sjúkraliðafélagsins verður að fylgjast vel með framkvæmd nýju laganna og sjá til þess að fagráðin verði sett á stofn bæði hratt og vel, og aðkoma sjúkraliða að þeim verði tryggð. Eftir Söndru B. Franks »Nýju fagráðin eru mikilvægur áfangi í baráttu okkar fyrir því að skerpa faglegan grunn, ásýnd og vægi sjúkraliðastéttarinnar. Sandra B. Franks Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. sandra@slfi.is Loks heyrist rödd sjúkraliða Stafræn kaup- hegðun er á kross- götum á neyt- endamarkaði. Mun hún hafa mikil áhrif á þróun markaðarins á næstu misserum. Í Bandaríkjunum er bandaríska versl- unarkeðjan Walmart með 25% markaðs- hlutdeild á mat- vörumarkaði, 5.000 verslanir og 1,5 milljónir starfsmanna. Heildarsala jókst um 9% frá sama tíma í fyrra og nam 135 milljörðum dollara. Netsala jókst á sama tíma um 74% og afkoman um 4%. Árangur Walm- art má að mestu þakka auknu að- gengi viðskiptavina að stafrænum möguleikum. Walmart hefur fjár- fest fyrir 15 milljarða dollara í net- sölu sem skilaði tapi upp 1,6 millj- arða dollara á síðasta ári en býst við auknum hagnaði á næstu árum vegna aukinnar eftirspurnar og sölu á dýrari vörum. Á næstu árum mun umbreyting á neytendavörumarkaði verða mikil með breyttri kauphegðun neytenda. Nú eru stór fjárfestingafyrirtæki og lífeyrissjóðir farin að koma með beinum hætti að umbreytingu á neytendavörumark- aði. Netsölufyrirtækið Amazon hefur fjárfest fyrir háar fjárhæðir í stefnumarkandi land- svæðum með tilliti til flutninga og verið í forystu í netverslun á heimsvísu. Amazon jók sölu sína á heimsvísu um 26% á fyrstu mán- uðum ársins 2020 og réð 175 þúsund nýja starfsmenn í mars og apríl. Amazon er í forystu í stafrænni kauphegðun á heimsvísu en mörg verslunarfyrirtæki um all- an heim breyta nú viðskiptamódeli sínu til að mæta þörfum neytenda. Í Svíþjóð hefur Mathem verið umbreytingaraðili á neytenda- vörumarkaði og verið í fararbroddi í stafrænum lausnum á markaði mat- arinnkaupa. Sænski lífeyrissjóð- urinn AMF hefur verið stór í fjár- festingu í þessu hraðvaxandi fyrirtæki. Sjóðurinn er töluvert stærri í heildareignum en allt ís- lenska lífeyriskerfið, með 650 m.a. sænskra króna heildareign fyrir um fjórar milljónir viðskiptavina. Með fjárfestingu að fjárhæð 280 millj- ónir sænskra króna er AMF orðinn þriðji stærsti hluthafi Mathem með 10% eignarhlut. AMF hefur einnig fjárfest t.a.m. í fyrirtækjum sem mæta markmiðum um sjálfbærni og umhverfismál sem viðmið og má nefna fyrirtæki í timbur- og papp- írsframleiðslu, skógareigendur og sólarsellufyrirtæki. Lífeyrissjóðir á Norðurlöndum leggja nú meiri áherslu á fjárfest- ingar í fyrirtækjum sem hafa sjálf- bærni og umhverfismál sem viðmið í fjárfestingum. Fjárfestingafyr- irtæki í Svíþjóð sem eru í forystu í stafrænum fjárfestingum á mörgum sviðum lífsstíls, m.a. í heilsu, fjar- skiptum, netverslun og fjártækni, hafa fjárfest umtalsvert í Mathem. Í Bandaríkjunum hafa fyrirtæki eins og snyrtivöruframleiðandinn Ulta Beauty og lífsstílsfyrirtækið LuLulemon í fataiðnaði náð fram- úrskarandi árangri í netsölu og far- ið fram úr mörgum keppinautum með stafrænu viðskiptamódeli í bland við hefðbundið versl- unarmódel. Íþróttavöruframleiðendur eins og Nike og Adidas hafa tekið stefnu- markandi ákvarðanir um að 30-40% af sölu fyrirtækjanna fari fram með stafrænum hætti. Nike brást t.a.m. þannig við COVID-19 að auka staf- ræna möguleika með því að tengja saman íþróttamenn og við- skiptamenn og styrkja þannig staf- rænt viðskiptamódel Nike og marg- falda netsölu í kjölfarið. Breska netsölufasteignasalan Rightmove var skráð í bresku kauphöllina 2006 og á stærsta markaðstorg fasteigna í Bretlandi. Hún leiðir með einföldum hætti saman kaupendur og seljendur fast- eigna með stafrænum lausnum með arðsömum hætti til ávinnings fyrir alla hagaðila. Hafa áhrif á framtíðarsýn á neytendamarkaði Fremstu verslunarfyrirtæki heims á matvörumarkaði miða vöruúrval sitt meira við heilsu- samlegar vörur og hafa stefnu- mörkun um að stefna á að 50% af þeim vörum sem eru í boði séu heilsusamleg. Þessi fyrirtæki vilja hafa áhrif á viðskiptavini til betri vegar með meira framboði á vörum sem mæta heilsumarkmiðum og minnka möguleika á margs konar sjúkdómum. Einnig vilja fyrirtækin auka gagnsæi um uppruna vara með tilliti til sjálfbærni og umhverf- ismála. Auk þess vilja þau minnka sóun matvæla og hafa mörg sett sér markmið um að minnka sóun um 50% til ársins 2030 með samstarfi við helstu samstarfsaðila. Plast hefur einnig mikil áhrif á afurðir sem koma úr hafi og vatni og nú hafa mörg fyrirtæki tekið upp markmið um 0% notkun á plasti fyrir árið 2025 og nota ein- göngu endurnýtanlegt í stað þess. Uppruni vara, sjálfbærni í fram- leiðslu varanna og áhrif þeirra á umhverfið munu verða leiðarljós þeirra fyrirtækja sem vilja ná ár- angri í samkeppni á matvörumark- aði á næstu árum. Þróunin er hröð og margir munu verða undir í sam- keppninni sem aðlagast ekki nýjum markaðsaðstæðum og nýjum við- miðunum. Eftir Albert Þór Jónsson »Nú eru stór fjárfest- ingafyrirtæki og líf- eyrissjóðir farin að koma með beinum hætti að umbreytingu á neyt- endavörumarkaði. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur, MCF í fjármálum fyrirtækja og með 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Stafræn viðskiptamódel breyta kauphegðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.