Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 www.danco.is Heildsöludreifing Ný sending af Decoris matarstellum Fyrirtæki og verslanir Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Skyndilegt og stóraukið smit af völd- um kórónuveirunnar á Bretaníuskag- anum veldur frönskum yfirvöldum áhyggjum. Þótt veiran hafi færst í aukana þar og víðar eru stjórnvöld þó ekki sannfærð um að önnur smit- bylgja sé að ganga á land. Engu að síður hefur verið gripið til ráðstafana til að sporna við frekari útbreiðslu veirunnar. Franski heilbrigðisráðherrann Oli- vier Véran freistaði þess á mánudag að slá á kvíða almennings og fyrir- tækja sem stendur beygur af vaxandi smitstyrk kórónuveirunnar. „Það eru ógnvekjandi merki fyrir hendi um nýjan slagkraft og uppsveiflu veiru- faraldursins á nokkrum svæðum. En sem stendur þá erum við langt í frá nýrri smitbylgju. Markmiðið er ekki að auka á kvíða fólks, miklu fremur að það sé á varðbergi,“ sagði Véran við ríkisútvarpsstöðina France Info. Frá og með síðastliðnum mánudegi er það skylda í Frakklandi að bera andlitsgrímur á almannafæri undir þaki, svo sem í verslunarmiðstöðvum, flughöfnum, mörkuðum, bönkum og lestarstöðvum, svo dæmi séu nefnd. Þeir sem hundsa fyrirmælin verða sektaðir um 135 evrur, jafnvirði rúm- lega 21.000 króna. Til marks um aukna dreifingu kór- ónuveirunnar var í vikubyrjun vitað um 207 virkar smituppsprettur, svo- nefnda veiruklasa. Beinast rannsókn- ir heilbrigðiskerfisins að þeim; hverja smitberar hafi hugsanlega sýkt og hvort grípa þurfi til einangrunar fólks í hættu. Hefur í þessari viku verið gripið að nýju til þess ráðs að taka fyrir heimsóknir á spítala og elli- heimili á svæðum sem kórónuveiran grasserar nú á. Alls hafa komið í ljós 547 klasar frá 9. maí en 339 þeirra hafa verið kveðnir í kútinn. Margir klasanna tengjast slátur- húsum og eða öðrum rekstri, svo sem elliheimilum og sjúkrahúsum. Einnig hafa nokkrir klasanna verið afleiðing endurfunda fjölskyldna í upphafi sumarfría. Klasanna á vesturlandinu varð fyrst vart fyrir 2-3 vikum í Normandí og í síðastliðinni viku í grannhéruðunum á Bretaníuskagan- um. Þar hefur veiran verið skæðust í sýslunum Morbihan og Finistere en þangað hafa ferðamenn streymt síð- ustu tvær vikurnar. Smitstuðull hár Meðalgildi svonefnds R-stuðuls, sem er mælikvarði á tíðni smits, fyrir landið allt er 1,2 sem þýðir að hverjir 10 smitberar munu smita 12 manns til viðbótar, að sögn heibrigðisyfir- valda. Á nokkrum stöðum í landinu er hlutfallið miklu hærra. Á Miðjarðar- hafssvæðinu, þar sem er m.a. að finna borgirnar Marseille og Nice, er stuð- ullinn 1,55 og á Bretaníuskaga á vest- urlandinu er hann 2,6. Þar fór hann yfir 3 um tíma. Véran gaf til kynna að heilbrigðiskerfið gæti sinnt 700.000 skimunum fyrir veirunni á viku. Á Charles de Gaulle flugvelli væri hægt að skima 2.000 farþega á dag og úti- lokað að prófa alla komufarþega en meðal þeirra hafa verið um 20.000 ferðalangar á dag frá löndum á vá- lista. Vegna fyrri skorts á andlitsgrím- um og aukinnar áherslu á að skrýð- ast þeim var heilbrigðisráðherrann Véran spurður hvort nægar grímur væru til í landinu nú. Kvað hann unn- ið að því að koma upp birgðum á ferðamannasvæðum og á Parísar- svæðinu. Takmarkið væri að eiga 60 milljónir gríma í varabirgðum í októ- ber en þegar faraldurinn blossaði upp í mars voru birgðirnar aðeins 3,5 milljónir. Ferðamálaráðherra Spánar, Reyes Maroto, kveðst binda vonir við að böndum verði komið á kórónuveir- una í Katalóníu svo ekki þurfi að koma til þess að frönsku landamær- unum verði lokað. Veiran blossaði upp að nýju í norðurhéruðum Spánar í liðinni viku og hafa Frakkar fylgst náið með framvindunni með tilliti til hugsanlegrar lokunar landamær- anna. Spánverjum til lítillar gleði sagðist Jean Castex forsætisráð- herra ekki útiloka lokun til að verja franska hagsmuni. Reyes Maroto sagði að svo virtist sem ráðstafanir til að stöðva út- breiðslu væru að takast. Ferðaþjón- ustan stendur undir 12% þjóðartekna Spánar. „Á grundvelli síðustu gagna frá Aragoníu og Katalóníu erum við bjartsýnni en áður. Dregið hefur úr fjölda sýkinga í Katalóníu þriðja dag- inn í röð. Á grundvelli þessa kemur vonandi ekki til landamæralokunar en óhindraðar samgöngur til evr- ópskra samstarfsaðila okkar eru mik- ilvægar,“ sagði hún við fréttastofuna Europa Press. Í Barcelona, höfuðstað Katalóníu, hefur verið brugðist við auknu smiti með takmörkun aðgengis að bað- ströndum. Til þess kom þar sem Spánverjar flykktust niður á strand- irnar sl. sunnudag þvert á tilmæli um að halda sig heima vegna vaxandi Co- vid-19-smits. Þungamiðja hinnar nýju uppsveiflu hefur verið í Katalón- íu og frá því innilokun landsmanna við fyrstu bylgjunni var aflétt fyrir um mánuði hafa þar komið upp 7.000 ný tilfelli síðustu tvær vikurnar. Er það helmingur alls nýsmits á Spáni síðasta hálfa mánuðinn, að sögn heil- brigðisyfirvalda. AFP Eftirlit Borgarlögreglan í Nice skoðar ástandið á nýopnaðri ríverunni í gær en hún var lengi lokuð. Mótmæli Starfsmenn veitingahúsa og fyrirtækja í matvælaiðnaði í Suður- Afríku mótmæltu í gær nýjum lokunum vegna uppsveiflu kórónuveirunnar. Frakkar loki ekki á Spánverja  Stóraukið kórónuveirusmit á Bretaníuskaga í Frakklandi og í Katalóníu á Spáni veldur stjórnvöldum í þessum löndum áhyggjum  Hugsanlegt að Frakkar loki landamærum sínum að Spáni tímabundið Kreppan í samskiptum Kína og Bandaríkjanna dýpkaði í gær er Kín- verjum var gert að loka ræðismanns- skrifstofu sinni í Houston í Texas fyr- ir föstudag. Af hálfu Bandaríkjamanna var ástæðan að „vernda bandarískt hug- vit“. Því mótmælti Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Peking, harðlega og sagði ákvörðun Bandaríkjanna pólitíska ögrun og bæði rangláta og svívirðilega. Málið komst í hámæli eftir að óþekktir aðilar voru staðnir að því að brenna skjöl í öskutunnum ræðis- mannsskrifstofunnar. Vaxandi spenna hefur verið í samskiptum risaveldanna tveggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt Kínverja vegna viðskipta og kórónuveirufaraldursins, svo og vegna Hong Kong. Í fyrradag sakaði bandaríska dómsmálaráðuneytið Kínverja um að hafa fjármagnað tvo kínverska tölvu- þrjóta sem reynt hefðu m.a. að brjót- ast inn í tilraunastofur sem vinna að þróun bóluefna gegn kórónuveirunni. Ræðismannsskrifstofan í Houston er ein af fimm slíkum í Bandaríkj- unum til viðbótar sendiráðinu í Wash- ington. AFP Eldur Slökkvilið var kvatt að ræðismannsskrifstofunni í vikunni. Reknir frá Houston  Sýður upp úr í samskiptum Bandaríkjamanna og Kínverja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.