Morgunblaðið - 23.07.2020, Side 33

Morgunblaðið - 23.07.2020, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 Annir Sumarið er tíminn, orti skáldið. Það á ekki síst við um malbikun og fræsun á götum höfuðborgarinnar. Sömuleiðis geta húseigendur notað tækifærið og málað ytri byrði híbýla sinna. Arnþór Sjúkraliðar munu eiga aðild að nýjum fagráðum sem sett verða upp á öllum heil- brigðisstofnunum í krafti nýrra laga sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Nýju fagráðin eiga að vera forstjórum heilbrigðis- stofnana til ráðgjafar um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðis- þjónustu og skipulag stofnunar. Við skipun í nýju fagráðin verður ekki gengið fram hjá 2.200 vel menntuð- um sjúkraliðum sem starfa í heil- brigðisgeiranum. Rödd sjúkraliða mun því loksins heyrast við borðið þar sem línur eru lagðar um innra starf og stjórnun heilbrigðisstofn- ana. Þetta er mikilvægur áfangi í baráttu sjúkraliða fyrir að verða metnir á jafnræðisgrundvelli við aðrar hjúkrunarstéttir. Hjúkrunarráð lagt niður Samhliða nýjum fag- ráðum verður hjúkr- unarráð Landspítalans lagt niður. Í reynd var ráðið orðið að úreltri tímaskekkju. Hlutverk þess var meðal annars að veita stjórnendum spítalans faglega ráð- gjöf um hjúkrun. Á sama tíma var þó næstfjölmennustu hjúkrunarstétt spítalans, um 700 sjúkraliðum, meinuð aðild að hjúkr- unarráði. Mitt fyrsta verk sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands var að senda ítarlega rökstudda beiðni um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans. Beiðninni var hafn- að. Margir, þar á meðal ég, upplifðu þetta sem niðurlægingu gagnvart stéttinni. Með nýju lögunum er þessi tímaskekkja lagfærð og sjúkraliðar koma glaðbeittir til samstarfs á nýjum vettvangi. Í nútímanum byggist heilbrigðis- kerfið á nýrri nálgun sem felst í teymisvinnu þar sem allir hlekkir eru jafnmikilvægir. Rödd allra þeirra þarf að heyrast til að tryggja betur öryggi og auka gæði heil- brigðisþjónustunnar. Nýju fagráðin falla því inn í áherslur nútímans á teymisstjórnun og samstarfi fag- stétta. Mikilvægi sjúkraliða Innan heilbrigðisgeirans hafa sjúkraliðar þróast í að verða burð- arstétt í hjúkrun. Hinn ágæti for- stjóri Landspítalans, Páll Matthías- son, endurspeglaði vel nýtt mikil- vægi stéttarinnar í erindi fyrir örfáum árum þar sem hann lýsti sjúkraliðum sem „framvörðum þjónustunnar“. Í dag annast sjúkra- liðar nærhjúkrun, menntun þeirra og sérhæfing vex og þeir eru nú uppistaðan í starfsemi heimahjúkr- unar og rekstri hjúkrunarheimila. Án sjúkraliða væri einfaldlega ekki hægt að reka heilbrigðiskerfið á okkar tímum. Sjúkraliðar gegna þar að auki mjög sérstöku hlutverki gagnvart mjög veiku fólki sem Páll Matthías- son lýsti í sama erindi með þessum orðum: „Það eru fáar stéttir sem ganga með sama hætti inn í per- sónulegt rými sjúklinga á þeirra viðkvæmustu stundum.“ Af sjálfu leiðir að stétt sem í senn heldur uppi mikilvægum þáttum heilbrigð- isþjónustunnar og sér um umönnun og hjúkrun þegar um líf og dauða er að tefla, jafnvel við andlát, býr yfir reynslu og færni sem þarf að hlusta á þegar stofnanir móta sitt innra starf og stefnu um hjúkrun. Í því ljósi eru nýju fagráðin mikið framfaraskref. Þau munu gefa fag- stéttum, þar á meðal burðarstétt eins og sjúkraliðum, færi á að leggja reynslu sína og menntun með jákvæðum hætti inn í mótun hjúkrunar til framtíðar. Nýju fagráðin Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á hrós skilið fyrir að hafa lagt breytinguna til við Alþingi og hafa hlustað með skiln- ingi á forystu sjúkraliða. Nýju fag- ráðin eru mikilvægur áfangi í bar- áttu okkar fyrir því að skerpa faglegan grunn, ásýnd og vægi sjúkraliðastéttarinnar. Næsta verk- efni Sjúkraliðafélagsins verður að fylgjast vel með framkvæmd nýju laganna og sjá til þess að fagráðin verði sett á stofn bæði hratt og vel, og aðkoma sjúkraliða að þeim verði tryggð. Eftir Söndru B. Franks »Nýju fagráðin eru mikilvægur áfangi í baráttu okkar fyrir því að skerpa faglegan grunn, ásýnd og vægi sjúkraliðastéttarinnar. Sandra B. Franks Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. sandra@slfi.is Loks heyrist rödd sjúkraliða Stafræn kaup- hegðun er á kross- götum á neyt- endamarkaði. Mun hún hafa mikil áhrif á þróun markaðarins á næstu misserum. Í Bandaríkjunum er bandaríska versl- unarkeðjan Walmart með 25% markaðs- hlutdeild á mat- vörumarkaði, 5.000 verslanir og 1,5 milljónir starfsmanna. Heildarsala jókst um 9% frá sama tíma í fyrra og nam 135 milljörðum dollara. Netsala jókst á sama tíma um 74% og afkoman um 4%. Árangur Walm- art má að mestu þakka auknu að- gengi viðskiptavina að stafrænum möguleikum. Walmart hefur fjár- fest fyrir 15 milljarða dollara í net- sölu sem skilaði tapi upp 1,6 millj- arða dollara á síðasta ári en býst við auknum hagnaði á næstu árum vegna aukinnar eftirspurnar og sölu á dýrari vörum. Á næstu árum mun umbreyting á neytendavörumarkaði verða mikil með breyttri kauphegðun neytenda. Nú eru stór fjárfestingafyrirtæki og lífeyrissjóðir farin að koma með beinum hætti að umbreytingu á neytendavörumark- aði. Netsölufyrirtækið Amazon hefur fjárfest fyrir háar fjárhæðir í stefnumarkandi land- svæðum með tilliti til flutninga og verið í forystu í netverslun á heimsvísu. Amazon jók sölu sína á heimsvísu um 26% á fyrstu mán- uðum ársins 2020 og réð 175 þúsund nýja starfsmenn í mars og apríl. Amazon er í forystu í stafrænni kauphegðun á heimsvísu en mörg verslunarfyrirtæki um all- an heim breyta nú viðskiptamódeli sínu til að mæta þörfum neytenda. Í Svíþjóð hefur Mathem verið umbreytingaraðili á neytenda- vörumarkaði og verið í fararbroddi í stafrænum lausnum á markaði mat- arinnkaupa. Sænski lífeyrissjóð- urinn AMF hefur verið stór í fjár- festingu í þessu hraðvaxandi fyrirtæki. Sjóðurinn er töluvert stærri í heildareignum en allt ís- lenska lífeyriskerfið, með 650 m.a. sænskra króna heildareign fyrir um fjórar milljónir viðskiptavina. Með fjárfestingu að fjárhæð 280 millj- ónir sænskra króna er AMF orðinn þriðji stærsti hluthafi Mathem með 10% eignarhlut. AMF hefur einnig fjárfest t.a.m. í fyrirtækjum sem mæta markmiðum um sjálfbærni og umhverfismál sem viðmið og má nefna fyrirtæki í timbur- og papp- írsframleiðslu, skógareigendur og sólarsellufyrirtæki. Lífeyrissjóðir á Norðurlöndum leggja nú meiri áherslu á fjárfest- ingar í fyrirtækjum sem hafa sjálf- bærni og umhverfismál sem viðmið í fjárfestingum. Fjárfestingafyr- irtæki í Svíþjóð sem eru í forystu í stafrænum fjárfestingum á mörgum sviðum lífsstíls, m.a. í heilsu, fjar- skiptum, netverslun og fjártækni, hafa fjárfest umtalsvert í Mathem. Í Bandaríkjunum hafa fyrirtæki eins og snyrtivöruframleiðandinn Ulta Beauty og lífsstílsfyrirtækið LuLulemon í fataiðnaði náð fram- úrskarandi árangri í netsölu og far- ið fram úr mörgum keppinautum með stafrænu viðskiptamódeli í bland við hefðbundið versl- unarmódel. Íþróttavöruframleiðendur eins og Nike og Adidas hafa tekið stefnu- markandi ákvarðanir um að 30-40% af sölu fyrirtækjanna fari fram með stafrænum hætti. Nike brást t.a.m. þannig við COVID-19 að auka staf- ræna möguleika með því að tengja saman íþróttamenn og við- skiptamenn og styrkja þannig staf- rænt viðskiptamódel Nike og marg- falda netsölu í kjölfarið. Breska netsölufasteignasalan Rightmove var skráð í bresku kauphöllina 2006 og á stærsta markaðstorg fasteigna í Bretlandi. Hún leiðir með einföldum hætti saman kaupendur og seljendur fast- eigna með stafrænum lausnum með arðsömum hætti til ávinnings fyrir alla hagaðila. Hafa áhrif á framtíðarsýn á neytendamarkaði Fremstu verslunarfyrirtæki heims á matvörumarkaði miða vöruúrval sitt meira við heilsu- samlegar vörur og hafa stefnu- mörkun um að stefna á að 50% af þeim vörum sem eru í boði séu heilsusamleg. Þessi fyrirtæki vilja hafa áhrif á viðskiptavini til betri vegar með meira framboði á vörum sem mæta heilsumarkmiðum og minnka möguleika á margs konar sjúkdómum. Einnig vilja fyrirtækin auka gagnsæi um uppruna vara með tilliti til sjálfbærni og umhverf- ismála. Auk þess vilja þau minnka sóun matvæla og hafa mörg sett sér markmið um að minnka sóun um 50% til ársins 2030 með samstarfi við helstu samstarfsaðila. Plast hefur einnig mikil áhrif á afurðir sem koma úr hafi og vatni og nú hafa mörg fyrirtæki tekið upp markmið um 0% notkun á plasti fyrir árið 2025 og nota ein- göngu endurnýtanlegt í stað þess. Uppruni vara, sjálfbærni í fram- leiðslu varanna og áhrif þeirra á umhverfið munu verða leiðarljós þeirra fyrirtækja sem vilja ná ár- angri í samkeppni á matvörumark- aði á næstu árum. Þróunin er hröð og margir munu verða undir í sam- keppninni sem aðlagast ekki nýjum markaðsaðstæðum og nýjum við- miðunum. Eftir Albert Þór Jónsson »Nú eru stór fjárfest- ingafyrirtæki og líf- eyrissjóðir farin að koma með beinum hætti að umbreytingu á neyt- endavörumarkaði. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur, MCF í fjármálum fyrirtækja og með 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Stafræn viðskiptamódel breyta kauphegðun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.