Morgunblaðið - 23.07.2020, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 23.07.2020, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is ©2019 Disney/Pixar SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson Sýndmeð íslensku tali Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI FRÁBÆR NÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. 90% ★★★★Variety Amma Hófí er þriðja myndGunnars B. Guðmunds-sonar, leikstjóra og hand-ritshöfundar, en hann hefur áður sent frá sér Astrópíu (2007) og Gauragang (2010). Amma Hófí segir frá þeim Hólm- fríði og Pétri, sem búa á dvalar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Myndin gerist um jól og verður að viðurkennast að það er harla sér- kennilegt að frumsýna hana um sumar en gott og vel. Í upphafi myndarinnar sitja þau á jóla- skreyttu kaffihúsi og Hófí fer yfir lista með öllu því sem henni mis- líkar í fari Péturs. Áhorfendur fá á tilfinninguna að hér séu hjón sem ætli að skilja en fljótlega kemur í ljós að þau eru ekki par, þau eru bara herbergisfélagar. Vegna niðurskurðar og pláss- leysis neyðast heimilismenn á Sól- vangi til að deila herbergjum með ókunnugum eða jafnvel gista frammi á gangi. Pétri finnst ágætt að deila herbergi með öðrum en Hófí finnst þessi ráðahagur alveg ómögulegur. Hún ákveður því að hún ætli að kaupa sér litla íbúð fyr- ir spariféð sitt. Þau Pétur fara saman í bankann. Á meðan Hófí ræðir við þjónustu- fulltrúa lendir Pétur á spjalli við ör- yggisvörð sem upplýsir hann um að það sé alltaf mest að gera fyrir jól og þá séu geymslur bankans fyllst- ar. Það kemur á daginn að Hófí á ekkert sparifé og ekki nóg með það; hún skuldar bankanum margar milljónir út af einhverju svínarís- lánaplotti. Hófí stormar grautfúl út úr bankanum og segir Pétri að hún ætli að ræna bankann, eða öllu heldur sækja peninginn sem bank- inn rændi af henni. Pétur býðst til þess að vera með henni í þessu ráðabruggi og þau taka til óspilltra málanna við að skipuleggja ránið. Inn í söguna fléttast svo margar skrautlegar persónur eins og smá- glæpamaðurinn Boggi, Unnsteinn faðir hans sem er forstöðumaður dvalarheimilisins og lögreglumenn- irnir Ólafur og Arnaldur. Hugmyndin er sniðug og hand- ritið heldur manni alveg við efnið þótt það sé ekki hnökralaust. Takt- urinn í frásögninni er nokkuð ójafn, myndin er hæg í gang en kemst á skrið um miðbikið, þegar maður er búinn að kynnast persónunum að- eins. Þetta er auðvitað léttúðug gamanmynd og í slíkum myndum er krafan um raunsæi ekkert mjög sterk, áhorfendur geta alveg sam- þykkt að tveir heldri borgarar leið- ist út í glæpi þótt það sé ótrúleg til- hugsun. Það breytir því ekki að stundum er teygt ansi duglega á trúverðugleikanum og atburðarásin er býsna tilviljanakennd á köflum. Ýmsu er ábótavant á tæknihlið- inni, það er ljóst að hér er ekki not- aður besti tæknibúnaður sem völ er á og það sést. Einnig er of algengt að senur séu fljótfærnislega unnar, myndavélahreyfingar eru stundum klunnalegar, innrömmun undarleg og lýsingin óeðlileg. Þá er hljóð- vinnslan nokkuð misjöfn. Amma Hófí er auðvitað engin milljarða- mynd, þetta er líklega fremur hóf- stillt framleiðsla, en það breytir því ekki að það hefði mátt vanda meira til verka og huga betur að smá- atriðum svo myndin kæmi betur út. Til dæmis er frekar óheppilegt að margar aukapersónur eru í sama búningi alla myndina þrátt fyrir að hún gerist yfir margra daga tíma- bil, persónur Steinda, Sveppa og Þorsteins Guðmundssonar virðast í það minnsta eiga bara eitt átfitt á haus. Edda Björgvinsdóttir og Laddi eru skemmtileg, líkt og við er að búast. Þetta tvíeyki veldur sjaldan vonbrigðum og þau hafa auðvitað ótal sinnum átt skemmtilegan sam- leik gegnum tíðina, engan jafn skemmtilegan og sem Stella og Sal- ómon Gustavsson þó, þar sem þau unnu mikinn grínsigur. Þorsteinn Guðmundsson er einhver besti grín- ari þjóðarinnar og er alveg rétti maðurinn í hlutverk Unnsteins, for- stöðumanns dvalarheimilisins, sem hagar sér meira eins og skólastjóri og kemur fram við gamla fólkið eins og smákrakka. Steindi er alltaf fyndinn í hlutverki fávitans og hann á mjög skemmtilega frammistöðu hér þótt hann eigi það til að festast svolítið í sama tóni, leikstjórinn hefði mátt kippa honum aðeins úr hjólförunum. Víkingur Kristjánsson er líka fyndinn og brjóstumkennan- legur í hlutverki Ólafs, hins dæma- laust seinheppna lögregluþjóns. Amma Hófí er fín skemmtun en hún er vissulega full af litlum mis- fellum sem er synd að ekki hafi ver- ið sléttað úr. Krakkar eiga ugglaust eftir að hafa gaman af henni og hún gæti alveg fest sig í sessi sem kósí jólaáhorf fyrir fjölskylduna. Algjörir jólasveinar Samstillt Edda Björgvinsdóttir og Laddi leggja á ráðin í Ömmu Hófí. Þau eru skemmtileg, segir gagnrýnandi, en kvikmyndin full af litlum misfellum. Smárabíó og Laugarásbíó Amma Hófí bbmnn Leikstjórn og handrit: Gunnar Björn Guðmundsson. Kvikmyndataka: Tómas Örn Tómasson. Klipping: Sigvaldi J. Kárason. Aðalhlutverk: Edda Björgvins- dóttir, Þórhallur Sigurðsson, Víkingur Kristjánsson, Gísli Örn Garðarsson, Gríma Krístjánsdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson, Þorsteinn Guðmundsson, Pétur Jóhann Sigfússon, Anna Svava Knútsdóttir. 95 mín. Ísland, 2020. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.