Morgunblaðið - 28.07.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.07.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 ✝ Þórður Guð-mundur Sæ- mundsson fæddist 25. mars 1940. Hann lést 11. júní 2020. Hann var sonur hjónanna Sæmund- ar Þórðarsonar, f. 19.10. 1903, d. 26.1. 1998, og Guðlaugar Karlsdóttur, f. 23.6. 1919, d. 29.7. 2017. Þórður var elstur systkina sinna sem eru þau Anna, f. 21.9. 1942, d. 29.4. 2003, Þorsteinn Ív- ar, f. 21.4. 1945, d. 6.6. 2016, Guðrún, f. 25.3. 1953, og Svein- laug Sjöfn, f. 9.9. 1954. Þórður ólst upp í Reykjavík til 14 ára aldurs og flutti þá í Hafnarfjörð. Þar kynntist hann konu sinni, Drífu Sigurbjarn- ardóttur, f. 15.6. 1942, úr Njarð- vík, dóttur hjónanna Sig- urbjarnar Ketilssonar og Hlífar Tryggvadóttur. Þau gengu í hjónaband 30.12. 1961. Börn móðir hans er Guðrún Sig- urjónsdóttir. b) Nikita Yasmin, f. 10.12. 2006. c) Sóley Dís, f. 8.3. 2008. d) Tiara Annarós, f. 16.4. 2011. Þórður og Drífa hófu búskap á Merkurgötunni meðan þau voru bæði í námi. Árið 1963 fluttu þau í Ytri-Njarðvík þar sem Þórður vann sem renni- smiður í tvö ár. Í janúar 1965 fór hann til Tulsa, Oklahoma að læra flugvirkjun. Þaðan lá leiðin til Lúxemborgar 1966 þar sem Þórður vann sem flugvirki hjá Loftleiðum næstu fjögur árin. 1970 fluttu þau búferlum til Suður-Afríku, þar sem þau dvöldu til 1977. Fluttu þau þá aftur til Lúxemborgar þar sem Þórður vann hjá Cargolux þang- að til hann varð meðstofnandi í fyrirtæki sem verslaði með flug- vélar og varahluti árið 1983. Suður-Afríka var alltaf ofar- lega í huga þeirra hjóna og byggðu þau sér hús í Pletten- berg Bay árið 2005 þar sem þau eyddu evrópsku vetrarmán- uðunum í sumri og sól. Það var þar sem hann varð bráðkvaddur hinn 11. júní síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 28. júlí 2020, og hefst athöfnin klukkan 15. Þórðar og Drífu eru: 1) Guðlaug Dís, f. 28.7. 1961, gift David Bond, f. 15.10. 1951. Börn: a) James Ragnar William, f. 24.4. 1986, giftur Mello- ney Bird, sonur þeirra Brandr Blayne, f. 22.3. 2018. b) William Þór, f. 10.5. 1989, sambýliskona hans Jennifer Ca- raccio, sonur þeirra Max Óskar, f. 15.4. 2020. c) Sam Ívar, f. 4.5. 1993, sambýliskona hans Vic- toria Gleeson. d) Kimberley Drífa, f. 2.8. 1998. 2) Kristín, f. 19.7. 1964, gift Anthony Blewitt, f. 7.4. 1954. Börn a) Þórður Daði Gissurarson, f. 1.2. 1984, sonur Gissurar Pálssonar. b) Richard Týr, f. 28.3. 1990. c) Björn Bald- ur, f. 14.7. 2001. 3) Sæmundur, f. 5.9. 1966, giftur Trianne Imelda, f. 1.10. 1980. Börn a) Daniel Bjarni, f. 15.8. 1992, Elsku Tóti stóri bróðir okkar er farinn í sumarlandið sem er ótrúlega erfitt að sætta sig við. Núna eru öll systkini okkar far- in, Anna, Steini og nú Tóti. Það var svo gott að eiga hann að, aldrei neitt vesen, alltaf já- kvæður og hjálpsamur. Við þurftum ekki að hafa áhyggjur af að garðurinn á Merkó væri ekki sleginn þegar hann var á landinu. Tóti átti skemmtilegt líf, hann lét sér ekki nægja að láta sig dreyma um ævintýri, hann lét þau rætast. Hann hafði áhuga á því sem við og börnin okkar tókum okkur fyrir hend- ur og var mjög kærleiksríkur við alla. Við sáum hann aldrei í fýlu eða vondu skapi. Þegar hann birtist lifnaði yfir öllu, gamlir menn urðu ungir, konur fengu blik í augu og börnin brostu allan hringinn, nema þau sem höfðu lausa tönn því hann gerði ekkert skemmti- legra en að rífa úr lausar tenn- ur. Elsku Tóti, við eigum eftir að sakna þess að heyra í þér í hverri viku og fá þig hressan og kátan í heimsókn á Merkó. Elsku Drífa og börn, við pöss- um saman upp á að halda minn- ingunni um þennan góða dreng á lofti. Við sjáum hann í anda með rautt í glasi að segja skemmtilegar sögur þarna uppi og allir brosandi í kring. Góða ferð, við sjáumst síðar. Þínar systur, Guðrún og Sjöfn. Í dag kveðjum við elsku besta Tóta frænda. Það var mikil sorg í fjölskyldunni þegar við fengum fréttirnar að hann væri farinn, því þótt hann væri orðinn áttræður fannst okkur öllum hann svo ungur, bæði í anda og vel á sig kominn lík- amlega. Við hefðum svo gjarn- an viljað fá að hafa hann aðeins lengur hjá okkur. Tóti var ein- staklega skemmtilegur frændi sem sýndi frændsystkinum sín- um mikinn áhuga og kærleika og okkur þótti öllum einstak- lega vænt um hann. Þótt þau Drífa byggju allt okkar líf í Lúxemborg voru þau mikið á Íslandi og mættu á öll helstu fjölskyldumót og við- burði í okkar lífi, sem var okk- ur dýrmætt. Það voru því ófáar veiðiferðirnar sem við fórum saman og ekki má gleyma for- leiknum, sem var að tína risa- maðkana á Merkó sem við fengum auðvitað að hjálpa hon- um með. Hann var nefnilega mjög góður í að fá krakkana með sér í verkin og laumaði svo alltaf smá pening til okkar að launum, sem var nú alveg óþarfi því fyrir okkur voru nóg laun að fá að vera í kringum hann. Síðasta sumar voru þau Drífa lengi á Íslandi eins og oft áður og var gott að hafa þau á Merkó. Oft hitti maður þau hjón í sundi og eitt sinn var svo skemmtilegt að við hittum þau í sundi á Akureyri. Ein litla frænkan var nú ekki lengi að draga Tóta frænda með sér í svakalega rennibraut í sund- lauginni og hann lét ekki segja sér það tvisvar heldur fór með, þá 78 ára að aldri, en alltaf hress og eins og unglingur í anda. Þetta var Tóti í hnotskurn; lét aldurinn ekki aftra sér í að lifa lífinu enda ferðuðust þau Drífa mikið og nú síðastliðið haust til Rússlands í mikla skemmtiferð. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Tóta að öll þessi ár, þakklát fyrir hvað hann var góður við mömmu, Gunnu og ömmu, og þakklát fyrir Drífu og öll börnin sem hann skilur eftir sig. Elsku besti frændi, við munum alltaf minnast þín með bros á vör. Íris Huld og fjölskylda. Það var árið 1981 sem pabbi kom að máli við mig vegna vin- ar síns Tóta Sæm. sem var að byggja hús í Lúx og vantaði pípara. Þetta fannst mér spennandi verkefni og fór í febrúar og vann í tvær vikur með Tóta að þessu og tókst með okkur vinskapur fyrir lífs- tíð. Tóku þau hjónin af mér lof- orð um að heimsækja þau þeg- ar húsið yrði tilbúið. Það varð úr og nutum við Dísa gestrisni þeirra til margra ára. Til að endurgjalda heimsókn- irnar buðum við þeim í veiði í Langá, þar hafði Tóti verið í sveit hjá Einari á Jarðlang- sstöðum og heimsóttum við hann í einni ferðinni og Einar bóndi sagði: „Nei Rindill, ert þú kominn?“ Heildsalasonurinn frá Reykjavík hafði áunnið sér traust bóndans og þótti þeim hjónum vænt um heimsóknina eftir öll þessi ár. Síðar lágu leiðir í Grímsá og Laxá í Dölum og alltaf var Tóti hrókur alls fagnaðar. Veiðin gekk upp og ofan og eitt sinn í Grímsá gekk illa og veiðihatturinn frá föður hans fékk að fjúka, hann var fylltur af grjóti og hent í Strengina með viðhöfn og veiðileysið von- andi horfið. Hann kynnti okkur skútu- siglingar og áttum við ógleym- anlega ferð með þeim hjónum frá Aþenu til grísku eyjanna þegar Dísa varð fimmtug. Árið 2018 heimsóttum við þau loks til Suður-Afríku þar sem þau eiga fallegt hús í Plettenberg Bay með frábæru útsýni. Þar voru þau óþreyt- andi að sýna okkur umhverfið, dýralífið, fjöllin og golfvellina. Það gustaði um Tóta þar sem hann fór um með glettni sinni og skoðunum á mannskepn- unni. Við söknum góðs vinar og vottum Drífu og fjölskyldu samúð. Jóhann og Herdís. Við undirritaðir æskuvinir Þórðar frá þeim tíma er við bjuggum allir á Hraunteig fyrir meira en sex áratugum höfðum allir hlakkað til að eiga fund með honum í meira en heilt ár. Við höfum varla sést í marga áratugi en samt var minningin um kæran vin ljóslifandi. Því varð söknuðurinn við fréttir um skyndilegt andlát hans enn þá sárari. Þórður og Valdimar mæltu sér mót á kaffihúsi í fyrravor síðasta daginn sem hann var þá á landinu á leið til heimilis síns í Lúxemborg. Þrátt fyrir tveggja klukkustunda samtal náðst aðeins að tæpa á örfáum atriðum í æviferli beggja og glaðra endurminninga um æskuvinina góðu. Því var fast- mælum bundið að við myndum allir hittast í vor og eiga langan fund þegar Þórður kæmi til Ís- lands eftir vetrardvöl í S-Afr- íku en þar dvaldi hann á vetr- um þegar myrkrið og kuldinn grúfði sig yfir norðurhvelið og naut umbunar eftir farsælt og skemmtilegt ævistarf. Við minnumst allir Þórðar fyrir mikla mannkosti hans, glatt viðmót, skemmtilega glettni og höfðinglega lund, sem kom fram m.a. í því að þegar hann fyrstur drengja þar um slóðir eignaðist skellinöðru – draumatæki allra ungra drengja – fengu aðrir að njóta þess með honum þó að margir hafi þá kannski ekki fullnægt ströngustu reglugerðum um aldurstakmark. Við vissum vel að faðir Þórðar, sem var strangur maður, hafði bannað slíkt en Sæmundur var bara ekki alltaf til staðar en löng- unin til að fá að þeysa um á skellinöðrunni var alltaf jafn fersk hjá okkur vinunum. Þórður rifjaði upp annan skemmtilegan mótþróa gegn vilja föður síns í fyrravor. Hann var sendur gegn vilja sínum í inntökupróf hjá Verzl- unarskólanum. Hann fékk núll á prófinu. Þegar faðirinn leit- aði skýringa á svo bágri ein- kunn kom í ljós að Þórður hafði aðeins skrifað nafnið sitt á prófblaðið. Í refsingarskyni fyrir mótþróann var Þórður sendur til að vinna á kúabúi í skosku hálöndunum. Hann átti að læra í eitt skipti fyrir öll hvað það kostaði að láta ekki leiðbeina sér um góða vegferð í lífinu. Þetta varð hins vegar engin refsing heldur undi Þórður sér afar vel við að moka skít í há- löndum Skotlands í eitt ár og eignaðist ást á Skotlandi og góða vini. Hann fór síðan sínar eigin leiðir í lífinu og var full- fær um að rata um rétta stigu eins og lífshlaup hans vitnar svo glæsilega um. Við vinir Þórðar úr bernsku söknum þess að hafa ekki átt meiri samleið með honum en látum þá ósk í ljós að fá meira að heyra seinna um skemmtileg ævintýri lífs hans, – helst af munni hans sjálfs. Arthur Farestveit, Kjartan Borg og Valdimar H. Jóhannesson. Þórður Guðmund- ur Sæmundsson Okkar ástkæra sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR Stella, Hjarðarhaga 38, Reykjavík, lést mánudaginn 20. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 29. júlí klukkan 13. Magnús Þ. Jónsson Guðmundur Guðbjörnsson Friðbjörg Blöndahl barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, sonur og bróðir, INGI BJÖRN BOGASON, Hraunbæ 182, lést á líknardeildinni í Kópavogi þriðjudaginn 14. júlí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 29. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið og Kraft. Magdalena V. Michelsen Steinunn Jónsdóttir Bogi Baldursson María Erla Bogadóttir Hjalti Kolbeinsson Jón Baldur Bogason Haukur Heiðar Steingrímsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTBJÖRG HARALDSDÓTTIR, Dodda frá Sandhólum, sem lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 22. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 30. júlí klukkan 13. Gréta, Unnur, Birna og Jenný Sigfúsdætur og fjölskyldur Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður og ömmu, KRISTÍNAR ANDREU SCHMIDT Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, sem lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugardaginn 18. júlí. Að ósk hinnar látnu hefur útförin farið fram í kyrrþey. Ólafur Rósinkrans Guðnason Birgir Ólafsson Gunnar Ólafsson Anna Kristín B. Jacobsen Katrín Birgisdóttir Ólafur Egill Birgisson Elskuleg dóttir okkar og systir, ALEXANDRA ÍSEY GRÉTARSDÓTTIR, Hrafnhólum 4, Selfossi, lést á Raufarhöfn 13. júlí. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 30. júlí klukkan 13. Grétar Þór Pálsson Sóley Björk Sturludóttir Kristófer Sævar Grétarsson Viktoría Eldey Grétarsdóttir Ísabella Máney Grétarsdóttir Axel Sturla Grétarsson Aþena G. Þórey Grétarsd. Elísa E. Glóey Grétarsdóttir Hjörtur Snorri Grétarsson Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, VALBORG RAKEL GUNNARSDÓTTIR, áður til heimilis að Lerkilundi 12, lést 21. júlí í Lögmannshlíð. Útför hennar mun fara fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 31. júlí klukkan 13.30. Gunnar Helgi Kristjánsson Ingibjörg Tómasdóttir Anna Guðrún Ásgeirsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUNNHILDUR ERLA ÞÓRMUNDSDÓTTIR, Ljósheimum, Selfossi, lést föstudaginn 24. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Jakob Skúlason Jóhanna Hallgrímsdóttir Þórmundur Skúlason Vilberg Skúlason Guðlaug Skúladóttir og fjölskyldur Okkar ástkæri HRÓLFUR RAGNARSSON lést á Landspítalanum fimmtudaginn 23. júlí. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 31. júlí klukkan 13. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Íslenska ættleiðingu, reikningsnúmer 0526-14-401578, kt. 531187-2539. Sigríður J. Gísladóttir Hildur Hrólfsdóttir Ragnar Þór Emilsson Smári Hrólfsson Elísabet Hrund Salvarsdóttir afabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.