Morgunblaðið - 28.07.2020, Side 24

Morgunblaðið - 28.07.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 2020 Lág kolvetna PURUSNAKK 60 ára Guðrún Helga fæddist á Þórshöfn og ólst þar upp. Hún er lyfjatæknir að mennt og býr og starfar á Húsavík. Börn: Sigurður Brynjar Júlíusson, f. 1979, maki Þórdís Huld Vignisdóttir, f. 1984. Börn: Sædís Saga og Lilja Rós. Fyrir átti Sig- urður Atla Val. Ríkey Júlíusdóttir jarð- fræðingur, f. 1984, dóttir: Júlía Rósa Björnsdóttir. Ásgeir Jarl Júlíusson, f. 1993, maki Sara Bestouh, f. 1991. Börn: Kolbrún Mía og Úlfrún Lea. Foreldrar: Sigurður Tryggvason, f. 11.2. 1928, d. 18.6. 1988, sparisjóðsstjóri á Þórshöfn, og Bryndís Guðjónsdóttir, f. 14.10. 1934, d. 17.11. 2017. Guðrún Helga Sigurðardóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er engu líkara en allir vilji eiga stund með þér. Ef jákvætt viðhorf leiðir til jákvæðrar útkomu hefur þú ekkert að ótt- ast. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert allra vinur þessa stundina og ættir að láta þér vel líka í flestum tilvikum. Gakktu sjálfur úr skugga um sannleiks- gildið. Treystu á sjálfan þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vísbendingarnar segja að ekki eigi að hlusta á gagnrýnisraddir. Taktu þér tíma til að hlusta á fjölskyldumeðlimi og veittu þeim stuðning. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú færð leiðbeiningar frá ein- hverjum sem veit hvað er að gerast. Færðu þig nú frá og leyfðu fólki að berjast í gegnum aðstæður. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er hætt við að þú sýnir sam- starfsfólki þínu of mikla kröfuhörku í dag. Haltu þessu aðskildu því allt hefur sinn stað og stund. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Enn þarf að hnýta nokkra lausa enda varðandi fasteignir og önnur verð- mæti sem þú deilir með öðrum. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nýr kunningi kemur þér skemmtilega á óvart. Með réttu viðhorfi gæti þér fund- ist sem þú hefðir engin vandamál og kannski er það rétt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er í góðu lagi að lyfta sér upp að loknu vel unnu dagsverki. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nauðsynlegt að eyða tíma með börnum eða að finna barnið í sjálfum sér. Hvað svo sem þú kemur af stað í dag mun gagnast þér til lengri tíma. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinnan gengur vel þegar þú veist hvenær þú átt að taka þátt í verkefni og hvenær að hætta því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Góðverk eru aldrei til einskis. Láttu það líka eftir þér að bregða svolítið á leik. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt leysa gátu sem þú hefur glímt við vikum saman. Njóttu velgengni þinnar. Hafðu það hugfast að ekkert kem- ur í stað góðrar vináttu. menn. Hver einasti dagur færir nýj- ar áskoranir og spennandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Iðn- aðurinn er svo fjölbreyttur, hags- munir íslensks iðnaðar eru samofnir hagsmunum samfélagsins um aukna verðmætasköpun og þar af leiðandi bætt lífskjör. Þannig vinnum við að bættum hag samfélagsins á hverjum einasta degi“. Í tengslum við störf fyrir Samtök iðnaðarins á Sigurður sæti í ýmsum stjórnum, ekki síst þegar kemur að nýsköpun. Má þar nefna að hann er stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og í stjórn Auðnu, tæknitorgs. Þá er hann annar formanna Grænvangs, samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og græn- ar lausnir. „Alls staðar hef ég verið hluti af öflugu teymi og þar af leiðandi ákaf- lega heppinn með samstarfsfólk sem vinnur frábært starf. Ég lít um öxl fullur þakklætis til samferðamanna minna í leik og starfi; fjölskyldu, góðra vina og samstarfsmanna sem hafa kennt mér margt og veitt mikla gleði á lífsleiðinni. Á sama tíma horfi ég með tilhlökkun fram á veginn. Stærstu verkefnin eru fram undan en lítið kraftaverk mun líta dagsins ljós í næsta mánuði þar sem við hjón- landsins, nú í eigu Kviku banka. Árin 2013-2017 var Sigurður fram- kvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka. Á síðasta aðalfundi Kviku var hann kjörinn í stjórn bankans og er nú formaður stjórnar. Iðnaðurinn er fjölbreyttur Frá árinu 2017 hefur Sigurður ver- ið framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins. „Það er ákaflega gefandi starf, ekki síst samskiptin við félags- S igurður Hannesson fædd- ist 28. júlí 1980 í Reykja- vík og ólst upp í Vestur- bænum á Brávallagötu og Bárugötu til sjö ára ald- urs en þá flutti fjölskyldan á Hvann- eyri í Borgarfirði þar sem móðir hans, presturinn, fékk brauð. Árið 1994 flutti fjölskyldan svo til Bolung- arvíkur. „Þannig kynntist ég bæði lífi í sveit og í sjávarplássi á uppvaxtar- árunum sem hafði mjög mótandi áhrif á mig. Á litlum stöðum munar svo um hvern og einn einstakling og frumkvæði getur haft úrslitaáhrif. Þannig magnaðist upp áhugi á því að vinna samfélaginu gagn.“ Á unglingsárunum starfaði Sig- urður við ýmis störf til sjávar og sveita. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist sem stúdent árið 2000. Að því loknu lá leiðin í Há- skóla Íslands þar sem hann nam stærðfræði. Að loknu BS-námi stóð hugurinn til þess að fara utan í fram- haldsnám og hóf Sigurður doktors- nám í stærðfræði við Oxford-háskóla haustið 2003 og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu árið 2007. Hann sérhæfði sig í útsetningarfræði umraðanagrúpa sem er svið innan al- gebru og telst vera fræðileg stærð- fræði. Meðan á námi stóð hlaut Sig- urður ýmsa styrki, bæði frá breskum sem og íslenskum styrktarsjóðum. „Í huga margra er stærðfræði reikn- ingur – að leggja saman og marg- falda tölur – en stærðfræði snýst frekar um að greina viðfangsefni og draga ályktanir. Sú ákvörðun að leggja fyrir mig stærðfræði hefur nýst mér ákaflega vel í þeim verk- efnum sem ég hef fengist við að námi loknu þrátt fyrir að viðfangsefnin hafi ekki tengst náminu með beinum hætti, enda snúast verkefnin um að sjá stóru myndina, greina viðfangs- efnin, draga ályktanir og taka ákvarðanir um skapandi lausnir eftir því.“ Að námi loknu hóf Sigurður störf hjá Straumi fjárfestingarbanka og starfaði í fjármálageiranum í áratug. Eftir nokkur ár hjá Straumi tóku Sigurður og tveir félagar hans við litlu fyrirtæki á sviði eignastýringar sem þeir nefndu Júpíter sem í dag er eitt öflugasta eignastýringarfélag in eigum von á okkar fyrsta barni.“ Sigurður hefur tekið þátt í félags- störfum og má nefna að hann tók ný- lega sæti í stjórn Krabbameinsfélags Íslands og hefur um nokkurra ára skeið verið varamaður í sóknarnefnd Dómkirkjunnar. „Ég brenn fyrir samfélagsumbótum og hef helgað þeim stóran hluta míns tíma, nú síð- ast í starfi mínu fyrir íslenskan iðnað. Þá tók ég virkan þátt í endurreisn ís- lensks efnahagslífs. Þar á meðal er þátttaka í losun fjármagnshafta en niðurstaðan þar gerir það að verkum að við getum tekist á við afleiðingar kórónuveirunnar með myndarlegum hætti. Þá má nefna Leiðréttinguna þar sem komið var til móts við heimili landsins en ég var formaður sér- fræðihóps á vegum stjórnvalda sem gerði tillögur að útfærslu sem stjórn- völd hrintu í framkvæmd. Ég brenn af metnaði fyrir þeim verkefnum sem mér er treyst fyrir, legg mikið upp úr því að ná árangri í átt til framfara og hugsa þar af leiðandi í lausnum.“ Sigurður tók þátt í stofnun InDe- fence-hópsins sem barðist gegn sam- þykkt Icesave-samningsins 2010. Í nýlegri bók Sigurðar Más Jónssonar, Afnám hafta, samningar aldarinnar? er Sigurður sagður maður stórra lausna. Sigurður segir að færa megi rök fyrir því með hliðsjón af viðfangs- efnum og árangri. Sigurður var sæmdur fálkaorðunni í byrjun þessa árs. Áhugamálin eru af ýmsum toga og má þar nefna útivist, tónlist og lest- ur. „Fyrst og fremst nýt ég samvista við fjölskyldu og vini. Það er ákaflega gaman að upplifa landið og náttúruna og ver ég talsverðum frítíma í það, gjarnan með veiðistöng í hendi. Þótt ég lesi talsvert minna en ég vildi gera þá gefur það mér ákaflega mikið og veitir oftar en ekki innblástur. Mér finnst einnig gaman að spila á píanó og hlusta á tónlist. Það er óljóst hvort aðrir hafa jafn gaman af hljóðfæra- leiknum og ég en það dregur ekki úr mér.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, f. 30.6. 1978, verkefnisstjóri á Íslandsstofu. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins – 40 ára Afmælisbarnið „Ég brenn fyrir samfélagsumbótum og hef helgað þeim stóran hluta míns tíma,“ segir Sigurður. Stærsta verkefnið er fram undan Á Rauðasandi Sigurður og Gunn- hildur eiga von á sínu fyrsta barni í næsta mánuði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 50 ára Golli er Akur- eyringur, ólst þar upp hjá móðurforeldrum sínum en býr í Reykja- vík. Hann er ljósmynd- ari að mennt og er út- gefandi hjá MD Reykjavík, sem gefur m.a. út Iceland Review, og Á ferð um Ís- land. Hann situr í ritnefnd Veiðimanns- ins. Maki: Júlía Þorvaldsdóttir, f. 1975, sviðs- stjóri hjá Þjóðskrá. Börn: Kári Steinn, f. 2003, og Hjördís Freyja, f. 2005. Foreldrar: Þórhalla Gísladóttir, f. 1949, frumugreinir, búsett í Reykjavík, og Þor- björn Jónsson, f. 1949, húsasmiður, bú- settur í Kópavogi. Kjartan Þorbjörnsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.