Morgunblaðið - 11.08.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Fyrsta lyfið sem gæti snúið við
hrörnun af völdum Alzheimers-
sjúkdómsins er í þróun í Bandaríkj-
unum. Lyfið hefur fengið flýtimeð-
ferð hjá bandarískum eftirlitsaðil-
um og gæti verið komið í almenna
notkun eftir sex mánuði.
Lyfið gengur undir nafninu Aduc-
anumab og hefur verið í þróun um
nokkurt skeið. Prófanir á Alzheim-
ers-sjúklingum hafa sýnt að þeir
taka framförum í málnotkun og
getu til að átta sig á stað og stund,
auk þess sem hægist á minnistapi.
Lengi beðið eftir byltingu
Árni Sverrisson, formaður Alz-
heimersamtakanna, segir að bjart-
sýni ríki vegna frétta af lyfinu. „Í
langan tíma hefur verið beðið eftir
einhverri byltingu í þessum efnum,
en það er fyrst núna sem við erum
aðeins farin að leyfa okkur að vona
að þetta sé á réttri leið.“
Gagnist best á fyrstu stigum
Árni segir þó að það borgi sig
ekki að fyllast of mikilli bjartsýni
enda sé Alzheimer erfiður sjúkdóm-
ur sem snerti fjölskyldur þungt.
Árni segir að þau lyf sem nú séu í
notkun hafi flest verið á markaðn-
um í um fimmtán ár og nánast ekk-
ert nýtt hafi komið fram undanfarin
ár. Áhrif þeirra lyfja sem eru í notk-
un séu einstaklingsbundin; þau
hægi á ferli sjúkdómsins hjá sum-
um, en snúi honum þó alls ekki til
baka. Rannsóknir benda samt sem
áður til þess að
nýja meðferðin,
sem leysir úr
svokölluðum elli-
skellum (e. senile
plaques) heila,
verði sú fyrsta til
að snúa fram-
vindu sjúkdóms-
ins. Sérfræðing-
ar segja að lyfið
gæti einkum
nýst sjúklingum sem sýna einkenni
heilabilunar á fyrstu stigum og
komið í veg fyrir að sjúkdómurinn
nái að hafa umtalsverð áhrif á líf
þeirra.
„Það eru ákveðnar niðurstöður
sem sýna nú þegar að lyfið geti snú-
ið sjúkdómnum til baka, en svo á
auðvitað eftir að koma í ljós hvort
það gagnast öllum eða er einstak-
lingsbundið,“ segir Árni.
3-5 þúsund Íslendingar
með Alzheimer
Alzheimer er langalgengasta teg-
und heilabilunar. Talið er að um 3-5
þúsund Íslendingar séu haldnir
sjúkdómnum en opinberar tölur
liggja ekki fyrir þar sem sjúkdóm-
urinn hefur ekki verið meðal þeirra
sem Embætti landlæknis hefur
haldið sérstaka skrá um. Það stend-
ur þó til, því á síðasta þingi voru
samþykkt lög þess efnis að heilabil-
unarsjúkdómum skyldi bætt á
listann og unnið er að skráningu
þeirra. Segir Árni að þau tíðindi séu
ánægjuleg enda fást þá í fyrsta sinn
nákvæmar tölur um fjölda sjúk-
linga.
Nýtt Alzheimerslyf lofar góðu
Fyrsta lyfið sem gæti snúið við hrörnun Bjartsýni ríkir en þó ástæða til að stilla væntingum í hóf,
segir formaður Alzheimersamtakanna Lyfið hefur fengið flýtimeðferð bandarískra eftirlitsaðila
Árni
Sverrisson
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra hefur óskað eftir því að Fen-
eyjanefndin veiti umsögn um stjórn-
arskrártillögur sem unnið er að á
vegum ríkisstjórnarinnar. Þetta
kemur fram á vefsíðu nefndarinnar.
Feneyjanefndin, sem starfar á
vegum Evrópuráðsins, hefur það
meginhlutverk að veita ríkjum lög-
fræðilegt álit sitt á lagafrumvörpum
sem eru mikilvæg fyrir lýðræðislega
virkni stofnana og styrkja þar með
hin sameiginlegu evrópsku gildi
stjórnskipunar.
Fram kemur í tilkynningu á vef
nefndarinnar að hún hafi verið beðin
að segja álit sitt á fernum drögum að
stjórnarskártillögum. Þær fjalli um
umhverfisvernd, um náttúruauðlind-
ir, um þjóðaratkvæðagreiðslur og
um framkvæmdarvaldið. Síðast-
nefndu drögin voru kynnt í samráðs-
gátt stjórnvalda í sumar og hafa þeg-
ar borist við þau 215 umsagnir frá
einstaklingum og samtökum. Drögin
fjalla um II. kafla stjórnarskrár Ís-
lands og eru í 13 liðum. II. kafli
stjórnarskrárinnar fjallar um for-
setaembættið og framkvæmdarvald-
ið.
Áður leitað umsagnar
Ekki kemur fram hvaða tíma-
rammi hefur verið settur varðandi
umsögn Feneyjanefndarinnar. Ís-
land hefur áður leitað eftir umsögn
nefndarinnar um stjórnskipunar-
frumvörp. Þannig leitaði stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir
umsögn hennar í desember 2012
vegna stjórnarskrártillagna sem þá
lágu fyrir og barst hún í febrúar
2013.
Samið var um endurskoðun
stjórnarskrárinnar í stjórnarsátt-
mála ríkisstjórnarinnar og skyldi
fengist við II. kaflann á kjörtíma-
bilinu.
Leitað til Feneyjanefndar
Beðin að veita
álit á breytingum
á stjórnarskránni
Feneyjanefndin Nefndin veitir ríkj-
um m.a. lögfræðilega ráðgjöf.
Aducanumab er einstofna mót-
efni sem þróað er af bandaríska
lyfjarisanum Biogen. Það ræðst
á beta-sterkjur, sem setjast að í
frumum heilans og mynda svo-
kallaðar elliskellur (e. amyloid
plaques) en þær geta valdið
hrörnun. Rannsóknir fyrir-
tækisins sýna 23% samdrátt,
að meðaltali, í hrörnun hjá þeim
sjúklingum sem fengu stóran
skammt af lyfinu.
Leysir upp
elliskellur
ADUCANUMAB
Sólin skein á Húsavík í gær og var
þar margt um manninn. Hiti náði
mest 21 gráðu þar í gær, sam-
kvæmt upplýsingum frá Veður-
stofu Íslands. Nýttu þeir Nikita og
Leo Siebert, sem starfa við ferða-
þjónustu á Húsavík, góða veðrið og
fengu sér bað í Botnsvatni sem er
skammt suðaustan við Húsavík.
Vatnið er rúmur ferkílómetri að
stærð en Búðará fellur úr því í
gegnum Húsavík til sjávar.
Sólin heldur áfram að leika við
Húsvíkinga og aðra á norðaust-
anverðu landinu en þar er blíð-
skaparveðri og jafnvel enn hærri
hita en í gær spáð.
Veðurfræðingur Veðurstofunnar
segir að þeir sem enn séu á ferð
um landið eigi að gera sér ferð til
Norðausturlands þar sem veður
þar verði með besta móti næstu
daga.
Fjöldi ferðamanna heimsækir
Húsavík á hverju ári og varð frægð
bæjarins enn meiri eftir útgáfu
kvikmyndarinnar Eurovision Song
Contest: The Story of Fire Saga.
Þannig reis vinsæll bar í bænum í
kjölfar útgáfu myndarinnar á
þessu ári sem nefndur var í höfuðið
á einu af mörgum lögum mynd-
arinnar, laginu „Jaja Ding Dong“.
Sólin skein
og skín
áfram
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson