Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020 Ég verð seint þekktur sem mikill kylfingur. Ég hef aldrei á ævinni spilað golf og ekki man ég eftir því að hafa viljandi kveikt á Golfrásinni í sjónvarp- inu. Síðustu mánuði hefur áhugi minn á íþróttinni hins vegar aukist til muna. Lítið var um keppnisíþróttir hér á landi framan af sumri, en þar sem golf býður upp á keppni án snertingar og að- stæður sem gera keppendum kleift að fylgja tveggja metra reglunni fóru sterk mót fram hér á landi. Hafa mótin hér á landi verið sterkari í ár en nokkru sinni fyrr, þar sem bestu kylfingar lands- ins hafa verið klárir í slaginn. Lítið var keppt erlendis framan af ári vegna kórónuveirunnar. Til þessa hefur keppnin verið sérstaklega spennandi í kvenna- flokki þar sem kylfingar á borð við Ólafíu Þórunni Krist- insdóttur, Guðrúnu Brá Brjög- vinsdóttur og Valdísi Þóru Jóns- dóttur hafa mætt til leiks. Ragnhildur Kristinsdóttir kom svo sterk inn á Íslands- mótið um helgina en varð að lokum að játa sig sigraða gegn Guðrúnu Brá, sem er búin að sanna það síðustu mánuði að hún gefur Valdísi Þóru og Ólafíu Þórunni ekki tommu eftir. Í karlaflokki hafði Bjarki Pétursson mikla yfirburði um helgina og var svo skemmtilega auðmjúkur í viðtölum eftir að hafa slegið mótsmet. Má segja að keppni í karlaflokki í sumar hafi verið óútreiknanleg og sterkir kylfingar hafa skipst á að bera sigur úr býtum. Íslenska golfsumarið hefur verið afar vel heppnað til þessa og aldrei að vita nema ég kveiki á Golfrás- inni bráðum þar sem ég vil meira golf í líf mitt. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Þegar blaðamaður tók Bjarka Pétursson, Íslandsmeistara í golfi, tali á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á sunnu- dag, barst í tal hvort Bjarki hefði sof- ið vel fyrir lokahringinn á mótinu en hann hafði þá forystuna. Bjarki virt- ist ráða vel við taugastríðið sem fylgt getur því að vera efstur á fjögurra daga móti þar sem keppendur eru úti á velli í liðlega tuttugu klukkustundir samtals. Bjarki sagðist ekki hafa sofið neitt sérstaklega vel en þó miklu betur en hann gerði við svipaðar aðstæður á árum áður. Upp úr krafsinu kemur að Bjarki glímdi við keppniskvíða sem var á alvarlegu stigi. Með hjálp íþróttasálfræðings hefur hann tekist á við vandann með ágætum árangri. „Ég get talað af hreinskilni um það að ég svaf ekki jafn vel í nótt og síð- ustu nætur. Ég átti rosalega erfitt með svefn fyrir mót á árum áður. Ég er að vinna með íþróttasálfræðingi, Paul Dewland, sem býr í Flórída og hef unnið með honum í fimm ár. Þeg- ar hann tók við mér þá svaf ég eigin- lega ekki neitt fyrir mót. Fyrir hring- ina ældi ég á morgnana. Ég var bara í tómu tjóni og ákvað að leita mér hjálpar. Ég vissi að þetta var ekki eðlilegt. Samvinna okkar hefur verið ótrúlega góð,“ sagði Bjarki og hann var í sambandi við Dewland meðan á Íslandsmótinu í Mosfellsbæ stóð. „Okkar samstarf nú orðið er með þeim hætti í dag að ég hef samband við hann og segi honum hvernig mér líður. Einnig lýsi ég fyrir honum í hvernig í aðstæðum ég er og hvernig ég bregst við. Hann segir mér þá sína skoðun og ráðleggur mér. Hann á hrós skilið fyrir það hversu yfirveg- aður ég var á lokahringnum og missti aldrei einbeitinguna,“ sagði Bjarki sem náði að sofa í nokkra tíma að- faranótt sunnudags. „Já já ég svaf til svona sex og náði að sofa í sex tíma eða svo. Ég gat hins vegar ekki sofið meira þar sem ég var með fiðrildi í maganum,“ útskýrði Bjarki. Þolinmæði og jákvæðni Kylfingarnir á Íslandsmótinu fengu ýmsar útgáfur af veðri meðan á mótinu stóð. Aðstæður voru krefj- andi þrátt fyrir að Bjarki hafi náð að spila samtals á 13 höggum undir pari. Sálrænt fékk Bjarki góðan meðbyr inn í mótið því nokkrum dögum fyrir mótið, eða helgina áður, lék hann á 64 á mótum bæði á Selfossi og í Borg- arnesi. Þótt hann hafi ekki leikið þar á meistaraflokksteigum þá er slíkt skor sterk vísbending um að púttin og stutta spilið sé gott og gefur aukið sjálfstraust. Þegar að Íslandsmótinu kom var þolinmæði lykilatriði að sögn Bjarka. „Þolinmæði og jákvæðni var lykillinn að sigrinum. Margir kylfingar gefast upp þegar veðrið er ekki ákjósanlegt en það á ekki við um bestu íslensku kylfingana sem eru öllu vanir. Það getur verið lærdómur fyrir alla að maður á aldrei að gefast upp á golf- vellinum. Á 5. holu á fyrsta hringnum í mótinu sló ég út fyrir vallarmörk og fékk víti. [Lék holuna á 7 höggum og fékk skramba]. Þar hefði maður get- að farið í fýlu og velt sér upp úr því hversu lélegt þetta var. En viðhorfið breyttist ekkert hjá mér heldur minnti ég sjálfan mig á að halda áfram að vera jákvæður og þolin- móður,“ sagði Bjarki sem lék fyrsta hringinn á pari vallarins. Hann byrj- aði með látum á öðrum keppnisdegi og fékk þá fugla á fyrstu fjórum hol- unum. Eftir það virtist hann ávallt líklegur til að vinna mótið. Arnar Már og Sigurður Eins og fram kom í blaðinu í gær ákvað Bjarki að elta þjálfarann Arnar Má Ólafsson í Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar þótt Bjarki búi áfram á æskuslóðunum í Borgarnesi. Hann hefur starfað með Arnari í mörg ár rétt eins og Paul Dewland og uppskar ávöxt erfiðisins á sunnudag þegar hann varð Íslandsmeistari á nýju mótsmeti. „Ég hef unnið með Arnari Má í sex eða sjö ár. Ég fór til Þýskalands á sumrin í fjögur ár þegar Arnar var þar. Þá keppti ég fyrir Berlín- Wannsee en Arnar þjálfaði hjá þeim klúbbi. Þegar hann flutti heim kom aldrei annað til greina en að elta hann. Áherslur Arnars henta mér rosalega vel og kennsluaðferðir hans eru einfaldar. Hann er með ákveðnar áherslur og vill ná þeim fram. Hann leggur áherslu á það en að öðru leyti er hann ekki að flækja hlutina,“ sagði Bjarki og blaðamaður þykist vita að Sigurður Hafsteinsson golf- kennari eigi eitthvað í Bjarka. „Já, Sigurður Hafsteinsson á klár- lega eitthvað í mér líka sem kylfingi. Ég var hjá honum í nokkur ár áður en ég fór til Arnars Más. Það var frá- bær tími. Siggi hjálpaði mér að kom- ast út til Islandtilla á Spáni og þá gat ég æft þar á veturna. Ég verð einnig að þakka Peter Salmon sem rekur golfdeildina hjá Vita. Þeir voru til- búnir til að hjálpa mér,“ sagði Bjarki Pétursson. Ráðist að vandanum  Íslandsmeistarinn í golfi glímdi við sjúklegan keppniskvíða á árum áður  Leitaði sér hjálpar hjá fagmanni erlendis með ágætum árangri Ljósmynd/GSÍ Fugl Bjarki Pétursson setur pútt niður á 72. holu Íslandsmótsins eftir frábært högg og slær mótsmetið. Knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur gert tveggja ára samning við Esbjerg í Danmörku. Kemur hann til félagsins frá Kais- erslautern í Þýskalandi. Ólafur Kristjánsson tók við Es- bjerg á dögunum og mun framherj- inn því spila fyrir landa sinn, en Esbjerg féll úr dönsku úrvalsdeild- inni á síðustu leiktíð og niður í B- deildina. Keppni í deildinni hefst 10. september. Andri er 29 ára og lék hann tíu leiki með Kaiserslautern í C-deild Þýskalands á síðasta tímabili. Ólafur fær Andra Rúnar til sín Ljósmynd/Kaiserslautern Esbjerg Andri Rúnar Bjarnason spreytir sig í Danmörku. Bikarkeppni Frjálsíþrótta- sambands Íslands hefur verið frest- að um tvær vikur en hún átti að fara fram í flokkum fullorðinna og 15 ára og yngri á Selfossi næsta laugardag, 15. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu FRÍ sem segist hafa tekið ákvörðunina í samráði við formenn félaganna sem skráð eru til leiks. Bikarkeppni FRÍ í þessum flokk- um mun því að öllu óbreyttu fara fram laugardaginn 29. ágúst en gæti þó verið frestað frekar eða af- lýst með stuttum fyrirvara. Bikarkeppninni frestað hjá FRÍ Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Frjálsar Sjöþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir í langstökki. hafnaði í 2. sæti úrvalsdeild- arinnar á síðustu leiktíð. Norska liðið mætti Völsurum í eftir- minnilegu einvígi fyrir tveimur ár- um þar sem Valsmenn unnu óvænt- an 1:0-sigur á Hlíðarenda og voru svo hársbreidd frá því að fara áfram en fengu á sig vítaspyrnu í uppbótartíma í Þrándheimi, töp- uðu 3:1. Blikar tóku einnig þátt í fyrstu umferðinni í fyrra og féllu þar úr leik við fyrstu hindrun gegn Vaduz frá Liechtenstein. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Kópavogs- velli áður en Vaduz vann 2:1 á heimavelli sínum. Þetta er í sjötta sinn sem Blikar taka þátt í Evr- ópukeppni, gerðu það fyrst 2010 þegar þeir féllu úr keppni gegn Motherwell frá Skotlandi. Víkingar aftur til Slóveníu Víkingur fer til Slóveníu og mætir þar Olimpija Ljubljana sem hafnaði í þriðja sæti í efstu deild þar í landi á síðustu leiktíð. Vík- ingar spiluðu sömuleiðis við and- stæðing frá Slóveníu, síðast þegar þeir tóku þátt í keppninni sumarið 2015, mættu þá Koper í sínum fyrsta Evrópuleik í 23 ár. Víkinga skorti herslumuninn það skiptið, voru síst lakari aðilinn í 1:0-tapi í Fossvoginum og áttu svo stórleik úti viku síðar, gerðu 2:2-jafntefli og voru nálægt því að komast áfram. Þeir hafa sjö sinn- um tekið þátt í Evrópukeppni í sögu félagsins. Sigurvegarar leikjanna fara áfram í aðra um- ferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Evrópa Úr leik Breiðabliks og Vaduz frá Slóveníu á Kópavogsvelli í fyrra. Bandaríkjamað- urinn Collin Mo- rikawa tryggði sér sigur á PGA- meistaramótinu í golfi sem lauk að- faranótt mánu- dags. Morikawa er einungis 23 ára gamall en hefur unnið tvö mót með stuttu millibili. Hann sigraði einnig á Workday Charity Open um miðjan júlí. Morikawa hafði betur gegn mörg- um af þekktustu kylfingum heims en Dustin Johnson hafði forystuna fyrir lokadaginn. Þá höfðu þeir Bro- oks Koepka, Bryson DeChambeau, Justin Rose, Tony Finau og Paul Casey verið í toppbaráttunni lengi vel í mótinu en Morikawa tókst að vinna með tveggja högga mun. Þýtur hann upp í 5. sæti heims- listans en var í 12. sæti á listanum fyrir mótið. Spánverjinn Jon Rahm endurheimti efsta sæti listans og Justin Thomas var því aðeins í viku í efsta sæti í þetta skiptið. Morikawa er í öðru sæti á pen- ingalistanum sem stendur en úrslit- in í FedEx Cup-úrslitakeppninni ráðast í byrjun september. Fyrir sigurinn fékk hann um 270 milljónir íslenskra króna. sport@mbl.is Þýtur upp í 5. sæti heims- listans í golfi Collin Morikawa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.