Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020 Samgöngustjóri Reykjavíkur leggur til þá breytingu á úthlutun sér- merktra bílastæða fyrir sendiráð að þeim verði mest úthlutað tveimur slíkum stæðum í borgarlandinu. Annað af tveimur sérmerktum bílastæðum má vera við bústað sendi- herra, verði því við komið, eða við aðrar skrifstofur þeirra. Reglurnar gilda ekki um ræðismannsskrifstofur. Sérmerktum stæðum verður ekki út- hlutað innan miðborgar Reykjavíkur. Á gjaldskyldum svæðum skal greitt gjald fyrir sérmerkt stæði samkvæmt gjaldská Bílastæðasjóðs Reykjavík- ur. Tillaga samgöngustjóra var sam- þykkt í skipulags- og samgönguráði. Afgreiðslu hennar var hins vegar frestað í borgarráði. Úthlutun sérmerktra bílastæða til sendiráða skal endurskoða á fimm ára fresti. Það verður næst gert í júní árið 2025. sisi@mbl.is Bílastæði Sendiráð geta nú fengið tvö slík stæði sérmerkt í Reykjavík. Sendiráðin fái tvö sérmerkt bílastæði Morgunblaðið/Ómar Stærðir: 18–24 Verð: 10.995 Margir litir Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. í fyrstu skónum frá Biomecanics SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ SMÁRALIND www.skornir.is Skoska fyrirtækið Skyrora er nú á lokastigum leyfisveitinga vegna til- raunaskots Skylark Micro eldflaugar fyrirtækisins á Langanesi. Fyrsti skotglugginn er frá 12. til 16. ágúst. Markmið tilraunanna frá Langanesi er að prófa rafeinda- og samskipta- búnað eldflaugarinnar auk æfinga á skotferlum fyrirhugaðra áætlunar- skota. Atli Þór Fanndal hjá Geimvís- inda- og tækniskrifstofunni segir að eldflaugin fari um 30 kílómetra upp í loftið, sem sagt ekki alveg út í geim. „Skyrora er fyrirtæki sem hefur ver- ið að þróa smærri gerðir af eld- flaugum sem hafa það hlutverk að flytja gervihnetti út í geim. Það vill svo til að Ísland hentar ágætlega fyr- ir slíkt svo þau leituðu eftir því fyrir um 7 mánuðum að fá að gera þetta til- raunaskot hér,“ segir Atli. Um er að ræða fyrstu eldflaugina sem skotið verður héðan í 50 ár. Atli segir Ísland eiga sér nokkuð merkilega sögu þeg- ar kemur að þátttöku í geimmálum. „Tunglfararnir til dæmis æfðu sig hér á Íslandi og Frakkar skutu héðan upp eldflaugum fyrir um 50 árum,“ segir Atli. Skylark Micro eldflaugin er tveggja þrepa eldflaug og um fjór- ir metrar á hæð. Tilraunaskotið er liður í áhættustýringu Skyrora áður en áætlunarflaugar fyrirtækisins, Skylark L og Skyrora XL, verða prófaðar. lilja@mbl.is Eldflaug Sky- rora skotið frá Langanesi  Fyrsti skotglugg- inn 12. til 16. ágúst Eldflaug Skylark L eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora í prófunum. BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ljóst er að menningar- og íþróttalíf hér á landi hefur orðið fyrir miklu höggi sökum faraldurs kórónuveiru. Fjölda viðburða hef- ur verið aflýst auk þess sem óvíst er hvernig veturinn kemur til með að þróast. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburða hjá Senu, segir að verið sé að gera fyrirtækjum í skemmtanaiðnaði gríðarlega erfitt fyrir. Þannig sé í raun ekki hægt að skipuleggja neina viðburði fram í tímann. „Það er gríðarlega erfitt að halda uppi menningarlífi í svona ástandi. Ef það er alltaf verið að draga úr og herða takmarkanir er ómögulegt að skipuleggja eitt- hvað. Það skiptir litlu hvað það er, það getur enginn haldið neinu gangandi,“ segir Ísleifur og bætir við að skortur sé á upplýsingum frá stjórnvöldum. Þá vanti skýrari stefnu til að hægt sé að skipu- leggja tímann fram undan. „Ég held að Kári hafi orðað þetta best: Nú er komið að því að taka mjög sársaukafulla ákvörðun. Það er ekki bæði hægt að halda landinu opnu og vera án veiru. Ef landið er opið þýðir það að menning og íþróttir eru í klessu hér heima. Nú verður að ákveða hvaða stefna er tekin í þessum málum. Það er ekki hægt að gera hvort tveggja,“ segir Ísleifur. Mörg afleidd störf Gríðarlegur fjöldi fólks bygg- ir lífsviðurværi sitt á afleiddri starfsemi stórra menningar- viðburða. Segir Ísleifur að brans- inn í heild eigi mjög erfitt upp- dráttar um þessar mundir. „Það eru heilu greinarnar sem eru af- leiddar af menningarstarfsemi. Þar er hægt að nefna ljósa-, hljóð- og uppsetningarfyrirtæki. Auk þess eru verktakar og svo tónlist- armennirnir sjálfir. Þeim mun lengur sem þetta ástand dregst þeim mun erfiðara verður að ráða við þetta. Þetta er því erfið ákvörðun fyrir stjórnvöld en hana verður að taka,“ segir Ísleifur og bendir á að jólavertíð tónlistar- manna sé að mestu fyrir bí. Menningarlíf verði, þar til veiran er með öllu farin, að liggja í dvala. Listamenn lifa á viðburðum „Menn eru að reyna að sjá til lands og ég veit að jólavertíðin hefði til dæmis bjargað mörgum fyrir horn. Nú er allt í uppnámi enda getur enginn treyst því að halda viðburði í svona ástandi. Það getur allt verið komið í bak- lás með engum fyrirvara,“ segir Ísleifur sem tekur fram að lista- menn lifi á tekjum viðburða. Tekjur af spilun laga á netinu séu jafnframt ekki nægilega miklar til að hægt sé að lifa á þeim. Óvíst með tónleika Bocelli Eins og Morgunblaðið greindi fyrst frá í vor voru tónleikar ítalska tenórsins Andrea Bocelli færðir. Upphaflega áttu þeir að fara fram 23. maí í Kórnum, en haldist núverandi áætlun óbreytt eiga þeir að fara fram 3. október nk. Að sögn Ísleifs hefur engin ákvörðun verið tekin. Þó er ljóst að ekki verður hægt að halda stóra tónleika í núverandi ástandi. „Við munum fara eftir öllum reglum og ekki taka neina sénsa. Við erum að skoða allar sviðs- myndir,“ segir Ísleifur sem við- urkennir að óvissan sé talsverð. „Það er eins og allt annað núna. Það er óvissa, við getum ekki neitað því. Það er ekki hægt að taka ákvarðanir fyrr en plan stjórnvalda er komið í ljós. Við trúðum því eins og flestir að við værum hægt og rólega á leið út úr takmörkunum en sú von er augljóslega úti.“ Öllum viðburðum slegið á frest sökum faraldurs Morgunblaðið/Ófeigur Tónleikar Enga viðburði er hægt að skipuleggja vegna faraldurs kórónu- veiru. Óvíst er hvenær næsti stóri viðburður verður haldinn hér á landi. Fari svo að fjöldatakmarkanir haldist óbreyttar verður afar erfitt að halda stóra viðburði. Ísleifur segir að tveggja metra reglan komi ekki síður í veg fyrir tónleika og aðra sambærilega viðburði. „Það er ljóst að það er ekki hægt að halda svona stóra tónleika með harðri tveggja metra reglu. Slík regla kemur í veg fyrir eiginlega alla viðburði,“ segir Ísleifur og bætir við að mest sé hægt að halda nokkur hundruð manna tónleika. „Ef þú ert með þrjú þúsund manna sal er kannski hægt að koma þrjú hundruð manns fyrir með tveggja metra reglu. Með þessa reglu í gildi verður mjög þungt að halda uppi menningarlífi hér á landi,“ segir Ísleifur. Engir stórir viðburðir REGLURNAR ÍÞYNGJANDI Ísleifur Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.