Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ekki mátti tæpara standa sl. laug-
ardag þegar þung alda barst á ljós-
myndara sem kominn var fram á ystu
brún í Reynisfjöru í Mýrdal. Mað-
urinn hafði gengið
fram á sandbrún í
fjörunni og sett
þar upp þrífót
undir myndavél
sína. Sakir
ókunnugleika, að
ætla verður, fór
hann ekki að með
þeirri gát sem er
nauðsyn á þessum
stað. Báran er
þung, skall fyrirvaralítið á sandinum
og skolaði langt inn. Myndasmiðurinn
gerði sér á síðustu stundu ljóst hvað
verða vildi, greip tæki sín og bjargaði
sér þannig. Ljóst má þó vera að
hrammur brimsins hefði getað gripið
manninn og þá hefði ekki þurft að
spyrja að leikslokum.
Vítavert kæruleysi
„Heppnin réð því að þarna fór ekki
verr. Að blotna í fæturna er smámál,
en engu mátti muna að þarna gerðist
eitthvað hræðilegt,“ segir Ólafur
Óskar Jónsson úr Reykjavík sem
fylgdist með þessari atburðarás og
tók myndir. „Mér fannst þetta athæfi
mannsins mjög umhugsunarvert;
vítavert kæruleysi því þarna eru
skýrar og góðar merkingar sem ættu
ekki að fara fram hjá neinum. Eftir
þennan darraðardans fór maðurinn
af staðnum og hefur vonandi ekki far-
ið sér að voða annars staðar.“
Reynisfjara hefur á undanförnum
árum orðið og verið einn vinsælasti
ferðamannastaður landsins, en í stór-
brotnu umhverfi klettanna þar er til-
komumikið að sjá úthafsölduna ber-
ast að landi. Oft hefur fólk þarna
verið hætt komið eftir þegar það
gengur fram á sandbakkann í fjör-
unni en gerir sér ekki hættuna ljósa.
Snemma árs 2016 varð þarna bana-
slys þegar kínverskum ferðamanni
skolaði út í brimhramminn – en í öðr-
um tilvikum hefur fólk sloppið með
skrekkinn.
Glannaskapur í útlendingum
„Staðan í Reynisfjöru er viðvar-
andi vandamál,“ segir Oddur Árna-
son, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.
„Stundum hefur fólk komið sér þarna
í lífshættulegar aðstæður. Þó eru í
fjörunni skýrar merkingar sem
margir virðast hreinlega ekki veita
eftirtekt, hvað sem veldur. Íslend-
ingar fara almennt gætilega á þess-
um slóðum. Frekar er glannaskap-
urinn í útlendingum sem eru fáir á
ferðinni núna sem við í lögreglunni
sjáum birtast meðal annars í lægri
slysatíðni almennt.“
Slapp með þrífót undan öldufaldi
Háskalegt í Reyn-
isfjöru Hrammur
brimsins Vanda-
málið er viðvarandi
Ljósmynd/Ólafur Óskar Jónsson
Brim Aldan í Reynisfjöru ygglir sig. Myndasmiðurinn gerði sér á síðustu stundu ljóst hvað verða vildi, greip tæki sín og bjargaði sér þannig á harðaspretti.
Oddur Árnason
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Íslendingar hafa tekið hraustlega
við sér í verslun á netinu undanfarið
misseri og fjölmörg fyrirtæki hafa
slegið í klárinn í viðleitni sinni til að
bjóða sem fjölbreyttastar tegundir
heimsendinga. Nokkrum mánuðum
áður en allt fór á flug sátu þrír ungir
menn og þróuðu lausn sem er ný-
mæli hér á landi. Félagarnir sem
kenna sig við „Dropp“ eru nú á há-
punkti hins nýja reksturs og höfðu
milligöngu um 1.000 afhendingar í
gær.
Panta og sækja
Hreinn Gústafsson, tæknistjóri
fyrirtækisins, segir lausnina hann-
aða fyrir þá sem vilja versla á netinu
og sækja vöruna sjálfir eftir eigin
hentugleika. Bjóði smásalinn upp á
þjónustuna, þá geti viðskiptavinurinn
valið úr 11 afhendingarstöðum á höf-
uðborgarsvæðinu og þremur á lands-
byggðinni.
Nýting innviða
Hreinn segir að grunnhugmyndin
felist í því að nýta þá innviði sem þeg-
ar eru til staðar í stað þess að byggja
upp ný vöruhús. Þeir hafa gert sam-
inga við bæði N1 og WorldClass um
afhendingu á vörum, en bæði fyrir-
tækin hafa fjölda stöðva um alla borg.
Vörurnar eru þar geymdar í læstum
skápum og afhentar gegn framvísun
á sérstökum kóða sem viðskiptavin-
urinn fær sendan í síma. Að sögn
Hreins bjóða 80 smásalar upp á þessa
þjónustu og vörunum er dreift dag-
lega. Hann segir að með þessu skap-
ist þéttriðið net sem verði til mikillar
hagræðingar fyrir alla og fullyrðir að
hægt sé að panta að morgni og sækja
seinnipart dags. Hreinn bendir einn-
ig á að ferðum fólks innan borgarinn-
ar fækki með þessu sem hafi mjög já-
kvæð umhverfisáhrif og dragi úr
kostnaði samfélagsins við almenna
dreifingu á vörum.
Vinsælt í Evrópu
Hreinn segir að þar á bæ séu menn
ekki að „finna upp hjólið“. Þjónusta
af þessu tagi sé vinsæl víða, t.d. í
Skandinavíu og Bretlandi. Hann
bendir á að erfiðara sé hér á landi að
tryggja þéttleika en að nokkrir staðir
séu þegar komnir að þolmörkum og
því þurfi að finna nýja afhendingar-
staði, t.d við Ártúnsbrekku. Þannig
muni netið þéttast jafnt og þétt með
tíð og tíma. Þá bendir hann á að
landsbyggðin sé enn að mestu
óplægður akur, en vonir standi til að
þar megi fjölga afhendingarstöðum í
náinni framtíð.
Auðvelda fólki að versla á netinu
Ný tegund þjónustu gerir fólki kleift að kaupa á netinu og sækja sjálft Mikil aukning hefur orðið í
netverslun Fjöldi afhendingarstöðva Dropp á höfuðborgarsvæðinu Almenn hagræðing fyrir alla
Ljósmynd/Davíð Tómas Tómasson
Netverslun Félagarnir í Dropp auðvelda fólki að nálgast vörur sínar.