Morgunblaðið - 11.08.2020, Side 12

Morgunblaðið - 11.08.2020, Side 12
ekki að þeim kostum sem þeim hafa verið gefnir, yrði félagið óhjákvæmi- lega gjaldþrota og að heimtur úr þrotabúi félagsins yrðu litlar sem engar fyrir þá sem enn þráast við. Þannig virðist félagið leggja ofurkapp á að ná samkomulagi við tvo hópa sem tengjast fjármögnun þess. Annars vegar hina svokölluðu meginhluthafa sem eru danska og sænska ríkið, sem samanlagt eiga um 28% hlut í félaginu (norska ríkið seldi sig út úr félaginu 2018). Hins vegar er um að ræða kröfuhafa sem halda á skuldabréfum og öðrum blönduðum fjárfestingar- verðbréfum (e. hybrid securities) á fé- lagið. Fyrrnefndi hópurinn virðist, ásamt þriðja stærsta hluthafanum, Knut og Alice Wallenberg-sjóðnum (6,5%), kominn á þá skoðun að ganga að til- lögu stjórnendanna, en þó með nokkr- um breytingum frá fyrstu tillögu sem fyrir þá var lögð 30. júní síðastliðinn. Þannig er stefnt að því að danska og sænska ríkið kaupi þriðjung nýs hlutafjár sem SAS hyggst gefa út og í heild mun nema 6 milljörðum hluta á genginu 1,16 sænskar krónur (gengi félagsins í Kauphöllinni í Stokkhólmi var 7,29 sænskar krónur á hlut við lokun markaða í gær). Þannig mun danska ríkið kaupa hlutabréf fyrir ríf- lega 1 milljarð sænskra króna, jafn- virði tæplega 16 milljarða króna, og sænska ríkið fyrir tæplega 1 milljarð, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra króna. Stjórnvöld stíga myndarlega inn Þá virðist SAS einnig hafa færst nær samkomulagi við ríkisstjórnir beggja landa um að þau kaupi af fé- laginu breytanleg skuldabréf að virði 6 milljarða sænskra króna, jafnvirði 94 milljarða króna. Þannig mun sænska ríkið kaupa slík bréf fyrir andvirði 2,5 milljarða sænskra króna og danska ríkið slíkt hið sama auk 1 milljarðs á 1% hærri vöxtum. Af til- kynningum SAS að dæma hefur nokkuð verið tekist á um vaxtakjörin á þessum bréfum en nýjustu vend- ingar hafa orðið þær að félagið hefur fallist á að hækka vextina um 0,9 pró- sentur frá upphaflegri tillögu sem miðaði við 2,8% vexti (3M STIBOR auk 250 punkta álags fyrsta árið og hækkandi álagi síðar). Samkvæmt yfirlýsingu SAS virðist síðarnefndi hópurinn, þ.e. handhafar skuldabréfa á félagið, óþægari ljár í þúfu en ríkisstjórnirnar tvær. Þannig hefur ekki náðst nægilegur stuðning- ur í hópi kröfuhafa við þá tillögu að breyta annars vegar tæplega 2,3 milljarða (36 milljarðar íslenskra króna) skuldabréfi, sem er á gjald- daga í nóvember 2022 í annaðhvort breytanleg skuldabréf eða hlutabréf og hins vegar að breyta breytanleg- um skuldabréfum að fjárhæð 1,5 milljarðar sænskra króna (23,5 millj- arðar íslenskra króna) í hlutafé. Enn vantar mikið upp á Samkvæmt upplýsingum frá SAS hefur einungis 51,42% handhafa hinna breytanlegu skuldabréfa sam- þykkt að ganga að tillögum félagsins en skv. útgáfuskilmálum bréfanna þurfa 75% þeirra að veita samþykki sitt svo breytingin geti gengið í gegn. Staðan er enn verri þegar kemur að viðhorfi skuldabréfaeigenda. Þar hafa aðeins 39,56% handhafa sam- þykkt útfærsluna en skilmálar bréf- anna krefjast þess að 80% kröfuhaf- anna heimili fyrirliggjandi breytingar. Það er því við mjög ramman reip að draga hjá félaginu. Skýrir það eflaust þá afdráttarlausu áskorun sem það birti á föstudag þess efnis að ef ekki yrði gengið að fyr- irliggjandi tillögum myndi félagið einfaldlega syngja sinn svanasöng fyrr eða síðar. Raunar er ljóst að ör- lög félagsins munu í síðasta lagi ráð- ast 25. ágúst en félagið hefur fengið frest til þess dags til að koma skikki á fjármögnun sína í hinum mjög svo erfiðu aðstæðum. Jacob Pedersen, yfirmaður hluta- fjárgreiningar hjá Sydbank, fór ekki eins og köttur í kringum heitan graut þegar hann lýsti stöðu flugfélagsins í samtali við danska viðskiptablaðið Børsen í gær: „SAS er í raun og veru gjaldþrota. Ef ekki væri fyrir munnlegar stuðn- ingsyfirlýsingar stjórnvalda og end- urreisnarplanið, sem nú hefur verið lagt fram væri félagið farið á hausinn. Eiginfjárstaðan er veik og það má gera ráð fyrir miklum taprekstri á komandi mánuðum.“ Í störukeppni við kröfuhafana AFP Landfast Starfsmenn SAS á Gardermoen-flugvelli í Ósló búa eina af farþegaþotum félagsins undir langtímageymslu.  Forsvarsmenn SAS kalla eftir því að fjárfestar færi niður kröfur sínar og umbreyti lánum  Danska og sænska ríkið hyggjast leggja félaginu til milljarðatugi í formi lána og nýs hlutafjár 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið 11. ágúst 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 135.69 Sterlingspund 177.65 Kanadadalur 101.56 Dönsk króna 21.531 Norsk króna 15.078 Sænsk króna 15.555 Svissn. franki 148.37 Japanskt jen 1.2838 SDR 191.46 Evra 160.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.0087 Hrávöruverð Gull 2061.5 ($/únsa) Ál 1744.0 ($/tonn) LME Hráolía 45.15 ($/fatið) Brent Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 45.600 í nýliðnum júlí samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 80,3% færri en í júlí í fyrra, þeg- ar þær voru um 231 þúsund talsins. Danir voru fjölmennastir í mán- uðinum eða 10 þúsund talsins og 32,7% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Danir voru ríflega fimmtungur brottfararfarþega og fjölgaði þeim um þriðjung frá júlí í fyrra, að því er fram kemur á vef Ferðamálastofu. Næstfjölmennastir voru Þjóð- verjar (20,2%) en þeir voru ríflega helmingi færri en í fyrra. Frá ára- mótum hafa um 387 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Kefla- víkurflugvöll sem er 65,8% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega um 1,1 milljón talsins. Danir sækja landið heim af miklum móð  Brottförum fækkar um 80% milli ára Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Danir hafa sótt í sig veðr- ið þegar kemur að Íslandsferðum. SAS hefur lengi verið álitin ein birtingarmynd norræns samstarfs í við- skiptum. Félagið var enda lengi vel langstærsta flugfélagið sem hafði starfsstöðvar sínar á Norðurlöndum eða allt þar til norska lággjaldaflug- félagið Norwegian Air Shuttle tók flugið á síðustu árum. Síðustu tvö árin hefur flotastærð félaganna tveggja verið svipuð eða í kringum 160 flug- vélar. Í fyrra flutti SAS 29,8 milljónir farþega og hefur fjöldinn rokkað upp og niður fyrir 30 milljóna markið í yfir áratug. Í samanburði við Icelandair eru umsvif SAS gríðarleg. Icelandair flutti 4,4 milljónir farþega í fyrra og voru vélar í rekstri þess um 30 talsins. SAS er hins vegar afar lítið flugfélag í alþjóðlegum samanburði. Stærstu flugfélögin í Bandaríkjunum og Kína hafa allt að 1.000 vélar í sínum flota og flytja á annað hundrað milljónir farþega á ári hverju. Mikilvægt innviðafyrirtæki TÁKNMYND NORRÆNS VIÐSKIPTASAMSTARFS Atvinna BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í júlí síðastliðnum flutti Scandinavian Airline Services (SAS) 699 þúsund farþega. Fjölgaði þeim um 300 þús- und frá fyrri mánuði en þó dróst fjöld- inn saman um 73% miðað við júlímán- uð 2019. Fyrirtækið rær nú lífróður líkt og flest önnur flugfélög heimsins og síðustu mánuði hafa forsvarsmenn þess unnið að útfærslu björgunar- pakka sem ætlað er að forða því frá gjaldþroti. SAS, sem stofnað var árið 1946 með sameiningu þriggja helstu flugfélaga Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, hefur marga hildina háð á þeim tæpu 75 árum sem það hefur starfað. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og fyrirtækið staðið höllum fæti en senni- lega aldrei þó jafn illa og einmitt nú. Botnlaust tap Samkvæmt nýjasta árshlutareikn- ingi fyrirtækisins (febrúar-apríl) nam tap fyrirtækisins jafnvirði 54,4 millj- arða króna og var eiginfjárhlutfall fyrirtækisins -0,1% í lok aprílmánað- ar, samanborið 16% í lok síðasta reikningsárs. Var lausafé félagsins þá komið niður í 4,2 milljarða sænskra króna, jafnvirði 65 milljarða króna og hafði lækkað um rúma 39 milljarða á þremur mánuðum. Frá því uppgjörið var birt hefur staðan lítið batnað, jafnvel þótt far- þegafjöldinn hafi þokast talsvert upp á við. Önnur bylgja kórónuveirunnar er líkleg til að setja alvarlegt strik í reikninginn og samkvæmt því sem Rickard Gustafsson, forstjóri SAS, hefur látið hafa eftir sér, má gera ráð fyrir að neikvætt sjóðstreymi fyrir- tækisins muni nema jafnvirði 8 til 11 milljarða á hverjum mánuði það sem eftir lifir þessa árs. Helmingurinn brunninn síðan Hafi spá forstjórans gengið eftir má gera ráð fyrir að lausafjárstaða fyrir- tækisins hafi allt að helmingast frá lokum aprílmánaðar og gæti þá staðið nær 30 milljörðum íslenskra króna nú. Þá verður einnig að taka inn í mynd- ina að félagið hefur nú þegar gripið til neyðarréttar og hætt að greiða af- borganir af ákveðnum hluta skulda sinna.kosti farinn að segja svo til sín að í lok síðustu viku sendu stjórnend- ur fyrirtækisins frá sér tilkynningu þess efnis að ef kröfuhafar gengju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.