Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
Alexander Lúkasjenkó hefur
aldrei hlotið jafn mikla mót-
stöðu á 26 ára valdasetu sinni
í Hvíta-Rússlandi og um
helgina. Hann þykir niðurnjörv-
aður í sovéskri tímaskekkju.
Lúkasjenkó hefur litla trú á
því að kona geti þjónað sem
leiðtogi Hvíta-Rússlands. Kona
á forsetastóli „myndi brotna
niður, ræfilstuskan,“ sagði
hann. Mannréttindasamtökin
Amnesty hafa sakað stjórn
Lúkasjenkó um kvenfyrirlitn-
ingu og ofsóknir gegn bar-
áttukonum.
Lúkasjenkó er fyrrverandi
forstjóri samyrkjubús og held-
ur því að þjóðinni að hann sé
dáður alþýðuleiðtogi. Birtast í
þeim tilgangi reglulega ljós-
myndir af honum í dráttar-
vélaverksmiðjum eða á kart-
öfluökrum, svo dæmi séu
nefnd.
Kona „myndi
brotna niður“
LÚKASJENKÓ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Svetlana Tíkhanovskaja, mótfram-
bjóðandi Alexanders Lúkasjenkó í
forsetakosningunum í Hvíta-
Rússlandi, dregur úrslitin í efa og
krafðist þess í gær að forsetinn afsal-
aði sér völdum og færi frá. Lögregla
braut mótmæli í höfuðborginni Minsk
og víðar á bak aftur af mikilli hörku
en það mun hafa örvað andstæðinga
Lúkasjenkó til frekari dáða.
Um 3.000 manns voru tekin föst en
tugir slösuðust í aðgerðum lögregl-
unnar sem beitti m.a. stuðsprengjum
og riffilskotum úr plasti.
Tíkhanovskaja sagði yfirvöld ætla
sér að hanga á völdum þótt valdbeit-
ingu þurfi. Sagði hún að úrslitum
kjörsins hefði verið hagrætt.
„Kjósendur tóku sína ákvörðun en
yfirvöld heyrðu ekki í okkur, þau hafa
slitið sambandinu við kjósendur. Þau
ættu nú að setjast niður og íhuga
hvernig þau afhenda okkur völdin
með friðsamlegum hætti. Ég lít á mig
sem sigurvegara kosninganna,“ sagði
Tíkhanovskaja á blaðamannafundi í
Minsk í gær.
Á samfélagsvefjum var hvatt til
frekari mótmæla og verkfalla í gær
og næstu daga. Kjörstjórn forseta-
kosninganna sagði að Lúkasjenkó
hefði hlotið 80,23% atkvæða, Tíkha-
novskaja 9,9% og aðrir minna. For-
setinn hefur verið við völd frá 1994 en
hann er 65 ára gamall. Manna á með-
al er um hann rætt sem „síðasta ein-
ræðisherra Evrópu“.
Ríki Evrópusambandsins (ESB)
settu öll fyrirvara við kosninga-
úrslitin, en engir eftirlitsmenn með
kosningunum voru frá Öryggis- og
samvinnustofnun Evrópu og Evr-
ópuráðinu. Lagði ESB að yfirvöldum
í Minsk að láta „telja rétt“ atkvæðin.
Þjóðverjar lýstu efasemdum um
framkvæmd kosninganna, sögðu
kerfisbundið hafi verið farið á svig við
lög og reglur; yfirvöld yrðu að sætta
sig við vilja borgaranna. Grannar
Hvít-Rússa í Póllandi hvöttu til þess
að ráðherraráð ESB yrði kallað sam-
an til sérstaks fundar um ástandið í
Hvíta-Rússlandi. „Yfirvöld hafa beitt
herafli á borgarana sem kefjast
breytinga í landinu. Við verðum að
styðja Hvít-Rússa í sókn þeirra eftir
frelsi,“ sagði Mateusz Morawiecki,
utanríkisráðherra Póllands.
Fyrstur til að óska Lúkasjenkó til
hamingju með kjörið var Vladimír
Pútín forseti Rússlands. Einnig sendi
Xi Jinping Kínaforseti alráðnum í
Minsk hamingjuóskir.
Hvíta-Rússland liggur á milli
Rússlands og Póllands, fast í sinni
sovésku tímaskekkju. Þar er stjórnað
með stálhnefa og heitir öryggis-
lögregla landsins enn KGB. Forset-
inn hefur alfarið hafnað því að Hvíta-
Rússland sameinist Rússlandi.
Hvít-Rússar urðu fyrir hlutfalls-
lega meira mannfalli í seinna heims-
stríðinu en nokkur önnur þjóð, misstu
2,3 milljónir manna. Árið 1986 meng-
aðist fjórðungur landsins af geisla-
virku úrfelli frá Tsjernóbýl orku-
verinu, þar af tvær milljónir hektara
akurlendis. Talið er að 4.000 Hvít-
Rússar hafi dáið af völdum geislunar
frá Tsjernobýl.
Árið 2010 gaf smáfyrirtæki í Minsk
út tölvuleikinn „World of Tanks“ þar
sem notendur háðu harðvítug stríð á
skriðdrekum. Áskrifendur í dag eru
160 milljónir og hefur leikurinn verið
brautryðjandi fyrir þrifalegan vöxt
blómlegrar upplýsingatækniþjónustu
í Hvíta-Rússlandi. Opnaður hefur
verið sérlegur tæknigarður fyrir upp-
lýsingatækni þar sem fyrirtækjum
býðst skattaafsláttur og aðrar íviln-
anir fyrir að halda úti starfsemi með
ungu og vel menntuðu starfsafli. Þyk-
ir uppgangur upplýsingatækninnar
afbrigðilegt fyrirbæri í landi sem
stjórnað er með járnaga og stífu eftir-
liti.
Hvíta-Rússland er eina Evrópu-
landið sem enn býr við dauðarefsingu.
Réttindasamtökin Viasna áætla að 22
hafi verið teknir af lífi 2010 til 2019.
AFP
Einráður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, á kjörstað.
AFP
Óeirðir Herlögregla í Minsk í Hvíta-Rússlandi þótti beita miklu afli gegn andstæðingum Alexanders Lúkasjenkó.
Andstæðingar örvaðir til dáða
Ríki ESB settu öll fyrirvara við kosningaúrslitin í Hvíta-Rússlandi Engir
eftirlitsmenn með kosningunum á sunnudag voru frá ÖSE og Evrópuráðinu
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Fjölmiðlakóngurinn Jimmy Lai í
Hong Kong var í gær handtekinn í
krafti hinna nýju öryggislaga, sem
þar tóku nýverið gildi í trássi við al-
þjóðasamninga um sérstöðu borgar-
innar innan Kína. Hann var sakaður
um samsæri með erlendum öflum, en
um 200 lögregluþjónar réðust til inn-
göngu á dagblað hans, Apple Daily
News, og sneru þar öllu við.
Lai er ekki fyrsti Hong Kong bú-
inn, sem er handtekinn samkvæmt
hinni umdeildu löggjöf, sem var inn-
leidd 30. júní sl., en hann er án vafa
nafntogaðastur þeirra, sem einræð-
isstjórnin í Peking hefur látið hand-
taka.
Undanfarnar vikur hefur Peking-
stjórnin látið til skarar skríða gegn
lýðræðissinnum og stjórnarand-
stæðingum í Hong Kong, en hand-
taka Lai og húsrannsóknin á skrif-
stofum dagblaðs hans þykir til
marks um aukna hörku hennar.
Hong Kong búar — ólíkt löndum
þeirra á meginlandinu — hafa til
þessa notið fjölmiðlafrelsis og mál-
frelsis í samræmi við samninga við
Breta um stjórnarhætti þar, þegar
þessi fyrrum nýlenda Breta varð aft-
ur hluti af Kína árið 1997.
Lai, sem er 71 árs gamall, hefur
ferðast mikið til annara landa til þess
að leita eftir stuðningi við málstað
Hong Kong-búa, þar á meðal til
Washington, höfuðborgar Banda-
ríkjanna, þar sem hann ræddi m.a.
við Mike Pompeo utanríkisráðherra.
Viðbrögð kínverskra stjórnvalda
voru að lýsa Lai föðurlandssvikara.
Jimmy Lai hefur upp á síðkastið
getið sér orð sem einn ötulasti tals-
maður lýðræðissinna í borginni og
ákafur gagnrýnandi stjórnarinnar í
Peking.
Útgefandi í Hong
Kong handtekinn
Óttast um afdrif prentfrelsis
AFP
Handtekinn Lögreglumenn leiða
Jimmy Lai á brott eftir handtökuna.
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
MEÐFÆRILEG
HÁGÆÐA SKÓLABORÐ
Sico skólaborðin spara pláss og eru þægileg í uppsetningu. Auðvelt er að fella borðin saman
og rúlla þeim í burtu þegar þau eru ekki í notkun. Nemendur sitja hver á móti öðrum þannig
að hópastarf og samskipti verða auðveld. Hægt er að fá borðin í mismunandi stærðum
og í hentugri hæð eftir aldri nemanda.
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 580 3900
og þeir aðstoða þig við að finna réttu lausnina fyrir þína nemendur.