Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020 ✝ Kristín LiljaGunnsteins- dóttir fæddist í Reykjavík 4. mars 1990. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 14. júlí 2020. Foreldrar Krist- ínar Lilju eru Sól- veig J. Ásgeirs- dóttir, gift Boga Th. Bragasyni, og Gunnsteinn Sigurðsson, kvæntur Ingigerði Stefánsdóttur. Systkini Krist- ínar Lilju eru Sigurður Fannar Gunnsteinsson, Lárus Th. Boga- son, Dagný Rós Gunnsteins- dóttir, Unnur Birna Gunnsteins- dóttir og Ásgeir Th. Bogason. Kristín Lilja lætur eftir sig soninn Fenri Flóka Fjölnisson, f. 16. febrúar 2013, faðir hans er Fjölnir Geir Bragason. Unnusti Kristín- ar Lilju er Böðvar Ingvi Jakobsson. Kristín Lilja bjó fyrstu árin með foreldrum sínum á höfuðborgarsvæð- inu en lengst af bjó hún hjá móður sinni og stjúpa í Stykkishólmi. Síðustu árin bjó hún með Böðvari í Reykjavík. Hún vann við afgreiðslustörf í verslunum og á veitinga- stöðum. Útför Kristínar Lilju fór fram í kyrrþey frá Lindakirkju 28. júlí 2020. Litli vængbrotni fuglinn minn elsku hjartagullið mitt vængir þinir voru brotnir. Lífið lék þá grátt, það fór ekki um þá mjúkum höndum. Grágæsamóðir gæti léð þér nýja vængi, ég veit hún gerir það fyrir þig með glöðu geði. Svo þú gætir flogið upp til himin tungla. Út fyrir fjöllin sjö. Út fyrir allt sem er. Leiðin er greið, Það er engill sem vísar þér veginn. Þú þarft ekkert að óttast, ferðin mun ganga snurðulaust fyrir sig eins og undurfagurt ævintýri sem aldr- ei tekur enda. Þú ert elskuð, þú mátt vera viss um það, hjartað mitt. Svo þegar þú ert komin á leiðarenda þá ertu komin til fyrir- heitna landsins eða til himnaríkis, hvað sem þú kýst að kalla það. Þar áttu eftir að vera eins og blómi í eggi. Þar er góður staður og þú færð glænýja vængi beint úr búð- inni í hæstu hæðum, sem þú getur státað þig af. Þú mátt alveg vera dálítið montin með þig og bera höfuðið hátt. Þú hefur fullan rétt á því. Þeir munu fara þér svo vel eins og allt annað. Mömmuhjartað skildi aldrei hvernig hún fór að því að eiga svona fallega stúlku. Ég elska þig líka af öllu hjarta og ég veit að þú veist. En lífið í henni veröld getur stundum verið fallegt og gott og þú skildir eftir þig fal- legar minningar. Bullið í þér elsku barn, þú gast endalaust bullað um allt og ekkert og hlóst svo mest að því sjálf og öll fallegu ljóðin sem þú skildir eftir þig. Ég skal lofa að halda vel utan um allt þetta fallega og hjartnæma. Þannig er einmitt hann Flóki litli, alveg eins og þú, augasteinninn þinn. Ég skal líka gæta hans vel, um ókomna tíð. Þó veit ég að þú ert nú þegar búin að vitja hans í draumi, þar sem þú hjólaðir til hans, elsku ljúfan mín. Meira veit ég ekki hvað gerðist ykkar á milli - maður þarf heldur ekki að vita allt - en hann var alla- vega sáttur við komu þína. Þú átt alltaf stað í hjarta hans engillinn minn. Góða ferð elsku fallega hjartagull. Elsku vængjaða vera, dóttir góð. Sólveig J. Ásgeirsdóttir. Elsku yndislega frænka mín. Mikið var ég spennt og stolt þegar þú komst í heiminn; þótt tuttugu ár væru á milli okkar var það svo afstætt. Tengsl okkar fyrir mér hafa alltaf verið tímalaus. Það kom snemma í ljós hvað þú varst klár. Þegar ég byrjaði í hjúkrun- arnámi varstu oftar en ekki í verk- efnum mínum sem sneru að þroska barna, í öllum þeim varstu langt yfir viðmiðunarmörkum undantekningarlaust. Þú hafði svo mikla hæfileika en umfram allt svo ljúf, viðkvæm og góð, með húmor sem ég geymi í minning- unni og gleymi aldrei. Ég trúi því að þér líði vel þar sem þú ert en í hjarta mínu verður þú að eilífu. Mig langar að kveðja þig með þín- um eigin orðum en þetta ljóð hef ég alltaf geymt innrammað. Það var samið af þér þegar þú varst níu ára gömul og varst svo hjálp- söm og stolt að passa litla frænda þinn sem var rétt fimm mánaða. Lítið barn í vöggu lá en hvað það var sætt að sjá borða dót hann ekki má á teppi liggur hann nú á. Hann voðalega kátur er og hefur dót í för með sér aldrei ég frá honum fer sætari strák hef ég ekki séð. Í hvítum fötum klæðist hann að tala og tyggja ekki hann kann brosið kann að gleðja mann núna snuðið sitt hann fann. Nú fer hann í háttinn og sefur rótt af því nú er komin nótt á nóttunni er alltaf hljótt og heim til sín það er svo sótt. Litla barnið heim er farið nú fer barnið beint í baðið mamma skrifar svo á blaðið það sem að hún sá um hafið. (Kristín Lilja Gunnsteinsdóttir) Við sendum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eydís, Sigursveinn (Svenni) og börn. Kristín Lilja Gunnsteinsdóttir ✝ Sturla JóhannStefánsson fæddist á Ólafs- völlum á Skeiðum 16. apríl 1951. Hann lést á Land- spítalanum 2. ágúst 2020. Foreldrar hans voru Steinunn Sturludóttir frá Fljótshólum, f. 22. nóvember 1920, d. 11. ágúst 1987, og Stefán Júl- íusson frá Hítarnesi, f. 26. sept- ember 1915, d. 9. desember 1980. Systkini Sturlu eru Sigríð- ur, f. 3. júní 1945, Kristín, f. 26. nóvember 1946, Ástríður Elsa, f. 8. júlí 1948, Helga, f. 2. sept- ember 1953, Júlíus Rafn, f. 25. febrúar 1955, d. 2. mars 1976, Björn, f. 25. apríl 1956, og Að- og Linus, f. 17. ágúst 2017. Guð- mundur Páll, f. 13. ágúst 1973. Eiginkona hans er Birna Hlín Guðjónsdóttir, f. 2. nóvember 1979. Börn þeirra eru Sigfús Páll, f. 28. mars 2002, Gróa, f. 11. febrúar 2006, og Guðjón, f. 13. nóvember 2011. Sturla fór snemma að vinna við bústörf. Hann hóf búskap með Ásgerði í Álftártungu árið 1970 en árið 1980 tóku þau við búi að Arnarstapa og hafa rekið það allar götur síðan. Meðfram hefðbundnum bústörfum vann Sturla ýmis störf utan heimilis. Hann var til sjós í nokkur ár og ók flutningabílum. Í um þrjá áratugi hefur Sturla rekið sjálf- stætt eigin rútuútgerð og hefur annast skólaakstur og ók ferða- mönnum um allt land allt til dánardags. Útför Sturlu verður gerð frá Borgarneskirkju 11. ágúst 2020 klukkan 14. Vegna aðstæðna í samfélaginu er gestafjöldi tak- markaður en útförin verður í streymi. www.kvikborg.is. alsteinn, f. 6. des- ember 1960. Eftirlifandi eig- inkona Sturlu er Ásgerður Páls- dóttir frá Álft- ártungu, f. 29. júní 1953. Þau eignuðust tvo syni. Stefán Már, f. 13. mars 1971, eiginkona hans er Guðrún Jónsdóttir, f. 24. ágúst 1976. Eiga þau tvo syni. Sturla Már, f. 26. mars 2002, og Jón Logi, f. 24. september 2010. Frá fyrra sam- bandi á Stefán tvo syni. Þeir eru Reynir Örn, f. 26. október 1987, og Elís, f. 5. nóvember 1991. Eiginkona Reynis er Hedda Steen, f. 11. mars 1989. Þeirra börn eru Malin, f. 30. júní 2011, Elsku hjartans tengdapabbi, ég hélt við hefðum tíma. Ég var sannfærð um að við ættum eftir að spjalla aftur sam- an í eldhúsinu á Stapa – kannski ekki á næstu vikum en ég trúði því að þú kæmir aftur heim með tíð og tíma. Við vorum ekki alltaf sammála um menn og málefni en það var hægt að tala við þig og þú varst tilbúinn að hlusta á skoð- anir mínar þótt þú værir mér ekki sammála. Þú gast alveg haft sterkar skoðanir og jafnvel æst þig en það stóð ekki lengi yfir því það var alltaf svo stutt í brosið og hláturinn hjá þér. Ég minnist þín sem góðs, hlát- urmilds manns með skemmtileg- an húmor. Stundum er talað um að augun séu gluggar sálarinnar – í minningu minni ljómuðu þín af forvitni og glettni. Þú snertir líf svo margra sem á vegi þínum urðu með góðvild og húmor að vopni – þú gast spjallað við alla og þá skipti aldur ekki máli, það er eiginleiki sem ekki allir eru gæddir. Þú varst yndislegur afi og langafi. Þakka þér fyrir hvað þú sinntir þeim öllum vel og hvað þér var umhugað um þau öll fram á síðustu stundu. Þau munu varðveita góðar og skemmtilegar minningar um þig alla ævi. Það er sárt og skrýtið til þess að hugsa að við hittumst ekki aftur – þú verður ekki í sætinu þínu þegar við komum næst. Fjarvera þín er svo áþreifanleg. Sérstaklega á kvöldin þegar ró er komin í húsið. Þögnin er svo skerandi, það heyr- ist ekkert nema klukkurnar sem tifa hvor á sínum taktinum í eld- húsinu og ómur frá útvarpinu í svefnherberginu – þú ert ekki lengur hér. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér Skrítið stundum hvernig lífið er Eftir sitja margar minningar Þakklæti og trú. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Þín verður sárt saknað en minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Við elskum þig. Takk fyrir allt – sjáumst síðar Guðrún (Gudda), Stefán Már, Reynir, Elís, Sturla Már og Jón Logi, Malin, Linus. Á lífsleiðinni kynnumst við mörgum einstaklingum og eigum marga samferðamenn af ýmsum stærðum og gerðum með ólík tengsl og hlutverk. Hlutverk Stulla (eins og við krakkarnir kölluðum hann alltaf) gagnvart mér var bara býsna stórt og hann sinnti því vel, af kostgæfni og alúð. Það var nefni- lega nokkuð mikilvægt hlutverk, eiginlega mjög mikilvægt. Stulli keyrði nefnilega skólarútuna í sveitinni. Það vita það allir, sem hafa alið upp ungling eða muna eft- ir sínum eigin unglingsárum, að það er oftar en ekki erfitt að dratt- ast á lappir fyrir allar aldir í kulda, myrkri og jafnvel snjó og eiga að dröslast í skólann og hugsanlega vaða snjó upp í hné á móti rútunni. Það er ekki óalgengt að ólund sé í unglingum snemma morguns og ekki er skólinn alltaf nægileg freisting til að galdra fram bros og gera skrefin létt. Mér fannst ekki alltaf gaman í skólanum og ég þurfti að vakna vel fyrir sjö, mamma og pabbi voru ekki einu sinni farin á fætur til að mjólka. Aldrei átti ég þó erfitt með að vakna og aldrei fylltist ég ólund eða kvíða heldur tilhlökkun og gleði. Jú, af því að Stulli var að koma að sækja okkur. Við Steini bróðir vor- um fyrst í rútuna á morgnana ásamt Ásu og Gígju á Álftárósi. Við vorum jafnframt síðust út í lok dags. Á hverjum morgni hlakkaði maður til að eiga þessar dýrmætu mínútur með þessum yndislega manni sem var svo skrafhreifinn við okkur og skemmtilegur. Stund- um kom fyrir að ég var bara ein í rútunni síðasta spölinn og þá var oftar en ekki lagt á ráðin, eitthvert smá prakkarastrik skipulagt, að hans frumkvæði, hvort sem það var síðar sett í framkvæmd eða ekki, hlegið og spjallað. Hann ræddi við okkur um heima og geima og var vinur okkar. Síðasta skóladaginn að vori var stoppað í Hyrnunni í Borgarnesi og keypti Stulli ís handa öllum krökkunum. Margar góðar minningar á ég frá þessum tíma. Stulli var einstakt ljúfmenni, glaðvær og hjartahlýr og alltaf með húmorinn við völd. Hann var sannkallaður „gentle giant“ eins og stundum er sagt, því hann var þar að auki rammur að afli. Stulli var einn sá allra besti og yndislegasti maður sem ég hef kynnst. Ætli hann sé ekki búinn að fá mömmu og aðra fallna Mýramenn með sér í lið þarna fyrir handan, farinn að grínast í öðrum vistmönnum hand- an heima og fylla þau saman him- inhvolfin af hlátrasköllum. Ég kveð þig Stulli með tárum og sting finn í hjarta. Minningar frá liðnum árum ylja því þú gerðir dagana bjarta fyrir mig og krakkana alla en í sveitinni finnst víst varla annar maður eins og þú. Með söknuði ég kveð þig nú. (Bjarney Grendal) Hugur minn er hjá ykkur, elsku Ásgerður, Stefán, Guðmundur og fjölskylda. Bjarney Grendal Jóhannes- dóttir, Krossnesi. Elsku besti Sturla, við kveðjum þig með söknuði, en með þakklæti í huga fyrir allar góðar og skemmti- legar stundir. Blessuð sé minning þín. Þótt að þú hverfir nú héðan á brott. Þér munum við aldrei, aldrei gleyma. Því hlýlega öllum gerðir þú gott, Já góðar minningar hjörtun geyma. (S.H.) Innilegar samúðarkveðjur til Ásgerðar, Stefáns, Guðmundar og fjölskyldna. Elsa, Guðrún og Krister. Sturla Jóhann Stefánsson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GERÐUR STEFANÍA ELIMARSDÓTTIR frá Hólmum í Austur-Landeyjum, Stóragerði 7, Hvolsvelli, lést laugardaginn 8. ágúst. Útför hennar fer fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 15. ágúst og hefst klukkan 13. Vegna samkomutakmarkana geta aðeins allra nánustu aðstandendur verið í kirkjunni, en athöfninni verður útvarpað fyrir þá sem verða í bílum á staðnum. Kristján Ágústsson Ágúst Kristjánsson Gunnhildur Edda Kristjánsd. Hrafnhildur Rósa Kristjánsd. Fannar Jónasson Haukur Guðni Kristjánsson Guðmunda Þorsteinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langammma, RAGNHEIÐUR ÁSTA PÉTURSDÓTTIR, fyrrverandi útvarpsþulur, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 12. ágúst klukkan 15. Vegna takmarkana á samkomuhaldi er athöfnin aðeins opin nánustu fjölskyldu og vinum en streymi verður á vefslóðinni www.rap.is. Eyþór Gunnarsson Ellen Kristjánsdóttir Birna Gunnarsdóttir Árni Daníel Júlíusson Sólveig Anna Jónsdóttir Magnús Sveinn Helgason Anna Margrét Ólafsdóttir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir Oddrún Vala Jónsdóttir Hólmfríður Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma INGVELDUR ANNA PÁLSDÓTTIR hússtjórnarkennari, lést fimmtudaginn 6. ágúst. Útför mun fara fram frá Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 13. ágúst klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana á samkomum mun útförinni verða streymt í mynd fyrir aðra en nánustu fjölskyldu og boðsgesti. Aðgang að streyminu verður hægt að fá hjá fjölskyldu. Jón Þráinsson Íris Margrét Þráinsdóttir Sigríður Sigmundsdóttir Þór Ragnarsson Anna Birna Þráinsdóttir Sigurður Jakob Jónsson Þórhalla Sigmundsóttir Þorgils Torfi Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR BERG, Fífilgerði, Eyjafjarðarsveit, lést á heimili sínu að morgni 7. ágúst. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun útför hans fara fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri. Hildur Sigursteinsdóttir Birgir Hauksson Kristín S. Bjarnadóttir Bea Berg Peter Andersson Hörður Edvinsson Hjördís Ásta Edvinsdóttir Jónas Reynisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EYSTEINN BERGMANN GUÐMUNDSSON, lést á lungnadeild Landspítalans miðvikudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram frá Lindarkirkju 14. ágúst klukkan 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður athöfnin í kyrrþey en verður streymt á Facebook-síðunni www.facebook.com/groups/eysteinn Sólveig Auður Friðþjófsdóttir Friðþjófur Bergmann Lilja Bergmann Bergdís Eysteinsdóttir Haraldur Haraldsson barnabörn og langafabarn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.