Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
✝ Jón DanEinarsson
fæddist í Reykjavík
15. júní 1965. Hann
lést á sjúkrahúsi á
Gran Canaria 4.
mars 2020. For-
eldrar hans eru
Einar Siggeirsson,
f. 1921, d. 2010, og
María Theódóra
Jónsdóttir, f. 1938.
Albræður Jóns
Dan eru Einar, f. 1967, og Frið-
rik, f. 1971. Systkini Jóns sam-
feðra eru Birgir, f. 1939, El-
ínborg, f. 1946, Matthías, f.
1949, Guðmundur, f. 1952, og
Hrefna, f. 1955.
Jón Dan eignaðist tvö börn,
Tómas Dan, f. 1993, og Maríu
Theódóru, f. 1999, með fyrrum
eiginkonu sinni Þóru Helga-
dóttur, f. 1965. Þau giftust 21.
Breiðafirði þaðan sem móðir
hans var ættuð og afi hans og
amma voru með búskap.
Jón Dan stofnaði trésmíða-
fyrirtækið Við og Við sf. árið
1993 í félagi við annan og
starfaði hann við rekstur þess
allt til ársins 2007. Samhliða
stofnun fyrirtækisins byggði
hann sér hús í Garðabænum og
flutti fjölskyldan þar inn vorið
1993.
Áhugamál Jóns Dan voru
fjölmörg fyrir utan smíðarnar.
Stundaði hann skot- og fisk-
veiðar, spilaði reglulega bridds
við föður sinn og bræður, einn-
ig starfaði hann innan frímúr-
arareglunnar um árabil.
Á seinni árum rak Jón Dan
veitingahús og starfaði í þeim
geira.
Útför Jóns Dan fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 11. ágúst
2020, kl. 13. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu er athöfnin ein-
ungis fyrir nánustu fjölskyldu
og vini.
júní 2003 en skildu
síðar. Tómas Dan
er í sambúð með
Önnu Sif Björg-
vinsdóttur, f. 1993,
og eiga þau soninn
Arnór Dan, f. 2019.
María Theódóra er
í sambandi með
Marinó Ívarssyni,
f. 1999.
Jón Dan ólst upp
í Reykjavík fyrstu
ár ævi sinnar en flutti í Garða-
bæ þegar hann var 7 ára. Hann
gekk í grunnskóla í Garðabæ,
síðan lá leiðin í Iðnskólann í
Hafnarfirði og útskrifaðist
hann þaðan sem húsasmiður.
Síðar lauk hann prófi sem
húsasmíðameistari árið 2001.
Á æskuárum dvaldi Jón Dan
flest sumur ásamt fjölskyldu
sinni í eyjunni Hvallátrum á
Hví hafa örlög
okkar beggja
skeiði þannig skipt?
hví var mér ei leyft
lífi mínu
öllu með þér una?
(Jónas Hallgrímsson)
Ég gleymi ekki góðum stundum
og yndislegum endurfundum.
Komdu og taktu hönd mína,
láttu hönd þína á mína.
Sérðu ekki hvað þær eru líkar?
Af ást og væntumþykju ríkar.
Alltaf vil ég hafa þig hér,
hér nálægt og við hlið mér
en ekkert get ég gert
nema grátið og böndin hert.
Vertu glaður og ég vona og bið
að þetta verði ekki alltaf svona og
við
hittumst á ný, ég litla hnáta
og þú besti pabbi.
(Erna)
Elsku pabbi okkar, hvíl í friði,
minning þín lifir.
Börnin þín að eilífu.
Tómas Dan og
María Theódóra.
Okkar ástkæri bróðir, Jón
Dan Einarsson, lést 4. mars síð-
astliðinn langt fyrir aldur fram.
Hann var staddur erlendis og
lést eftir stutt veikindi og því
enginn tími til að kveðja. Við
sem fáum að vera hér eitthvað
lengur verðum að reyna að læra
af reynslunni, eins og mörg
dæmi sýna er tíminn sem við
höfum styttri en margir halda.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem koma upp í hugann á
þessari stundu. Þú varst elstur
okkar bræðra og alltaf fyrir-
mynd og studdir okkur í gegn-
um súrt og sætt. Ungir fluttum
við úr Reykjavík í Garðabæ og
að breyta um umhverfi fylgja oft
ýmsar áskoranir ekki síst fyrir
unga drengi og varst þú eins og
klettur og passaðir vel upp á
okkur yngri bræðurna.
Flest sumur fórum við í sveit
og fyrstu sumurin fórum við
saman með mömmu til afa og
ömmu í Hvallátur á Breiðafirði.
Fyrir okkur var þessi staður
eins og ævintýraeyja þar sem
veiðiskapur og önnur bústörf
voru hluti af okkar daglega lífi.
Þarna áttum við frábæran tíma
sem einkenndist af starfi og leik,
og þótt ungir værum þá þurftu
allir að leggja sitt af mörkum í
sveitinni og kenndir þú okkur
réttu handbrögðin og vinnusemi.
Eins og oftast gerist þá leng-
ist aðeins á milli manna þegar
menn vaxa úr grasi og sjálfstæði
vex. Góðar minningar eru úr
veiðiferðum í vötn, ár og sjó, oft
með fleiri fjölskyldumeðlimum.
Þar var oft glatt á hjalla og allt-
af varst þú fyrirliðinn í hópnum
og óspar að gefa minna vönum
veiðimönnum góð ráð.
Þú lærðir smíði og varst af-
burðahandlaginn. Hjálpsemi þín
og greiðvikni, þar sem nei var
orð sem vart þekktist, var eitt-
hvað sem við nutum báðir og
hæfni þín til að finna bestu
lausn þegar framkvæmdir voru
annars vegar voru okkur mikils
virði.
Fastur liður í gamla daga var
jólaboð sem foreldrar okkar
héldu á jóladag fyrir stórfjöl-
skylduna. Þetta voru fjölmennar
veislur og skemmtilegar. Þú
stóðst fyrir því að þessi góði sið-
ur var endurvakinn núna um
síðustu jól, daginn áður en þú
hélst af stað utan í ferðalag á
aðfangadag. Þar hittumst við
síðast. Að eiga þá minningu
núna er ómetanleg og lýsandi
fyrir þig að hafa keyrt þetta í
gegn að öll fjölskyldan hittist og
Jón Dan Einarsson fékk tækifæri til að hitta þig, ánþess að vita hvað stutt var eftir.
Nú ertu horfinn á braut elsku
bróðir en minningarnar lifa og
munu gera það með okkur.
Einar og Friðrik.
Skrýtið þetta líf. Skrýtið að
hugsa til þess að nú sé komið að
kveðjustund. Rétt um 37 ár síð-
an við kynntumst fyrst, vorum
bara unglingar, bæði tæplega 18
ára, og áttum við samleið næstu
25 árin.
Svo ótal margar góðar minn-
ingar þjóta í gegnum hugann á
þessari stundu. Allar ferðirnar
okkar innanlands sem utan, ým-
ist við tvö eða með fjölskyldu og
góðum vinum.
Síðar meir allar góðu stund-
irnar og ferðirnar með gullmol-
unum okkar Tómasi og Maríu
sem komu síðar inn í líf okkar.
Svo skildi leiðir en börnin voru
áfram okkar tenging. Fyrir
rúmu ári kom í heiminn enn
einn gullmoli þegar Tómas og
Anna eignuðust Arnór Dan litla,
gleðigjafa allra.
Kveð ég þig með sorg í hjarta
elsku Jón Dan, minning þín lifir.
Þóra.
Eftir að þau Jón Dan og
Þóra, systir okkar og mágkona,
skildu var samband okkar við
Jón stopult, eins og oft verður
þegar leiðir skilur þannig. Við
vissum þó að vegna veikinda og
annarra persónulegra ástæðna
og aðstæðna var líf hans oft eng-
inn dans á rósum. Það var sárt
að fylgjast með því en þó sárast
að heyra að þessi gamli vinur
væri fallinn frá. Allt of ungur.
Við eigum svo margar góðar
minningar frá fyrri tíð um góðan
dreng, glaðlyndan og örlátan.
Minningar um skemmtilegar
samverustundir hér og þar, fjör
og gleði. Minningar um greið-
vikinn dugnaðarfork sem ávallt
var boðinn og búinn að leggja
öðrum lið og alltaf var í liði með
þeim sem stóðu höllum fæti.
Okkur þótti mjög vænt um
Jón Dan og okkur þykir mjög
vænt um þessar minningar.
Hvíldu í friði gamli vinur.
Arnheiður og Árni Múli.
✝ Kristín AndreaSchmidt fædd-
ist á Rømø í Dan-
mörku 31. mars
1935. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 18.
júlí 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Niels Chr.
Schmidt, f. 1906, d.
1969, og Anna Kir-
stine Katrine Han-
sen, f. 1906, d. 2008. Systkini
Kristínar eru Jacob Niels
Schmidt, f. 1933, d. 1997, Karl
Willi Schmidt, f. 1936, Rosa
Marie Schmidt, f. 1938, og
Andreas H. Schmidt, f. 1940.
Hinn 28. október 1956 giftist
Kristín Ólafi Rósinkrans
Guðnasyni, f. 1933, frá Vest-
mannaeyjum. Synir þeirra: 1)
Birgir tannlæknir, f. 1960. Eig-
inkona hans var Elín Ingibjörg
Jacobsen, f. 1961, þau slitu
samvistum. Börn þeirra eru
Anna Kristín, f. 1988, sambýlis-
maður Eiríkur Fannar Jónsson,
f. 1987, Katrín, f. 1990, sam-
býlismaður Bjarki Þór Ingi-
marsson, f. 1990,
og Ólafur Egill, f.
1995. Sambýlis-
kona Birgis er Jón-
ína Ásbjörnsdóttir
Christensen, f.
1965. 2) Gunnar,
vélsmíðameistari í
Vestmannaeyjum,
f. 1964.
Kristín ólst upp
á býlinu Nørrev-
ang á Rømø á suð-
urhluta Jótlands, en kom ung
til Íslands árið 1952, til að
dvelja hjá frænku sinni, Clöru
Lambertsen. Í byrjun starfaði
hún við heimilisstörf hjá Birni
Guðmundssyni, og seinna hjá
Ísfélaginu í Vestmannaeyjum.
Hún hóf störf á gamla sjúkra-
húsinu í Vestmannaeyjum árið
1956. Kristín var heimavinn-
andi í nokkur ár eftir að hún ól
synina, en hóf aftur störf á
sjúkrahúsinu í Vestmanna-
eyjum árið 1976 og starfaði
þar allt til ársins 2000.
Útförin fór fram 18. júlí
2020 frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum.
Hún var bara 17 ára hún
Kristín þegar hún lagði upp í
langferð frá Römö í Danmörku,
þar sem hún var fædd og uppal-
in, til Vestmannaeyja, þar sem
hún bjó mestan hluta ævi sinnar.
Hún fór til frænku sinnar, Clöru
Lambertsen, sem útvegaði henni
pláss sem „ung pige i huset“ hjá
nokkrum fjölskyldum. Hún var
mjög vinsæl og húsfreyjurnar
mjög ánægðar með störf hennar.
Svo kynntist hún líka honum Óla
sínum, en þau áttu bjart líf fram
undan. Hún hafði lofað fjölskyld-
unni að koma heim eftir árið og
henni datt ekki í hug að svíkja
það. Mamma hennar hafði lofað
henni að halda stóra brúðkaups-
veislu þegar þar að kæmi vegna
þess að hún fékk enga
fermingarveislu vegna veikinda
móður sinnar. Þegar Óli kom út
að sækja Kristínu var haldin
ósvikin brúðkaupsveisla að hætti
Dana.
Þegar ég (Hólmfríður) kom til
Eyja nýgift og nýútskrifuð
hjúkrunarkona var ég svo hepp-
in að þekkja sumar ungu
hjúkrunarkonurnar sem hér
voru fyrir og fékk ég þegar inn-
göngu í saumaklúbb þeirra, sem
í voru margar góðar konur, flest-
ar giftar og með lítil börn, við
áttum því margt sameiginlegt
fyrir utan starfið. Nú eru liðin
meira en fimmtíu ár og margar
hafa fallið frá. Við erum fjórar,
sem lengst höfum haldið hópinn,
og við fráfall Kristínar erum við
þrjár undirritaðar eftir. Við
söknum elsku Kristínar, allra
saumaklúbbanna, afmælisboð-
anna og yfirleitt allra samveru-
stundanna.
Við sendum Óla og sonunum
Birgi og fjölskyldu hans og
Gunnari, sem var foreldrum sín-
um eitt og allt, þessa síðustu erf-
iðu mánuði í veikindum þeirra.
Elsku Kristín, hafðu þökk fyrir
allt sem þú varst okkur. Guð
geymi góða vinkonu.
Hólmfríður, Unnur Gígja
og Þóra (Dídí).
Mig langar til að kveðja þig
med nokkrum orðum, elsku
Kristín mín, og þakka þér stutt
en yndisleg kynni.
Nú eru liðin 2 ár síðan ég
kynntist þér, þegar við Birgir
komum til ykkar í sumarbústað-
inn á Rømø.
Mér er minnisstæð sú einstaka
hlýja, sem þú sýndir mér strax við
fyrstu kynni, og sem skein í gegn
við seinni samskipti okkar. Við
áttum eftir að eiga mörg símtöl,
ég í Danmörku þar sem þú ert
fædd, og þú á Íslandi þar sem ég
er fædd. En við höfðum sitthvað
að spjalla um, og mér fannst við
tengjast mikilvægum böndum við
þessi samtöl okkar.
Það leið að Íslandsför okkar
Birgis, miðarnir löngu pantaðir,
en á tímabili var tvísýnt um för
vegna heimsfaraldursins. Sem
betur fer var okkur hleypt af stað,
og leiðin lá að sjálfsögðu til Vest-
mannaeyja, til endurfunda við
ykkur.
Því miður hafði heilsu þinni
farið hrakandi og þú varst fyrst
og fremst leið yfir því að geta ekki
gert eins mikið og þú varst vön.
Þig langaði augljóslega að stjana
við okkur, og það gerðir þú líka,
með þínu viðmóti og hlýju. Þú
varst búin að baka eplaköku, sem
við fengum að njóta í fyrstu heim-
sókninni. En eldamennskunni
tóku synir þínir hins vegar við,
snilldarkokkar eins og þú.
Við kveðjustundina kvöldið
fyrir brottför okkar Birgis, lædd-
ist að mér sá grunur að kossinn á
þína kinn kannski væri sá síðasti,
en mig grunaði ekki að næsta dag
værir þú öll.
Fjölskyldan þín hefur misst
mikið við fráfall þitt, og mig lang-
ar til að votta Ólafi, Gunnari,
Birgi, Önnu Kristínu, Katrínu og
Óla innilega samúð mína.
Jonina Ásbjörnsdóttir
Christensen.
Kristín Andrea
Schmidt
Nú sest ég niður
með sorg í hjarta og
skrifa nokkrar línur
um Regínu systur
mína. Hún kvaddi
okkur 14. júlí síðastliðinn í faðmi
fjölskyldu eftir mikil veikindi. Það
er margs að minnast, við vorum
mjög nánar alla tíð. Hún var ótrú-
leg og tók á móti öllum með opnu
hjarta og mátti aldrei neitt aumt
sjá. Hún gaf mjög mikið af sér og
taldi það alltaf sjálfsagt. Alla tíð var
hún mjög góð við stelpurnar mínar.
Þegar hún bjó í Reykjavík fengu
krakkarnir hennar stundum að
vera hjá okkur yfir sumartímann,
sem var dásamlegur tími fyrir þau
frændsystkinin. Alla tíð skemmt-
um við okkur mjög vel saman bæði
á okkar yngri og eldri árum. Hvort
sem það voru útilegur með mökum
Regína
Pétursdóttir
✝ Regína Péturs-dóttir fæddist
5. júlí 1947. Hún
lést 14. júlí 2020.
Athöfn hefur
fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
og börnum eða utan-
landsferðir. Ég, Villi,
hún og Bergur mað-
urinn hennar fórum
margar skemmtileg-
ar ferðir til Kanarí.
Margar góðar stund-
ir áttum við saman og
prjónuðum og föndr-
uðum út í eitt. Hún
var svo mikill snill-
ingur í höndunum
þessi elska. Við vor-
um svo nánar að ef eitthvað bjátaði
á hjá annarri hvorri okkar kom hin
og veitti henni stuðning um leið.
Hún var svo mikil amma og vinur
vina sinna og gerði allt fyrir sína
fjölskyldu. Síðustu árin hefur hún
átt við mikil veikindi að stríða, en
alltaf reif hún sig upp úr þeim. Það
var talað um að hún hefði níu líf.
Fjölskyldan mín,Villi og stelpurnar
okkar söknum hennar mjög mikið.
Ég elska þig og sakna þín elsku
Regína systir mín. Ég veit að
mamma okkar, Pétur fóstri og Brói
bróðir okkar taka vel á móti þér.
Gleymi þér aldrei, þín systir
Rannveig.
Yndisleg móðir okkar,
KRISTÍN L. VALDEMARSDÓTTIR,
Sléttuvegi 11,
áður Hrauntungu 22,
Kópavogi,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. ágúst.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk móður okkar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Frosti, Valdimar og Anna Rós Bergsbörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
HÁKON MAGNÚSSON,
skipstjóri og útgerðarmaður,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 13. ágúst klukkan 11.
Vegna samkomutakmarkana er athöfnin einungis fyrir nánustu
ættingja og vini. Útförinni verður streymt á www.sonik.is/hakon.
Rósa Sigurðardóttir
börn og fjölskyldur þeirra
Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir,
amma, systir og mágkona,
INGIBJÖRG KRISTRÚN EINARSDÓTTIR
matráðskona,
til heimilis að Lindargötu 61
í Reykjavík,
er látin. Útförin mun fara fram í kyrrþey og
mun hún hvíla hjá eiginmanni sínum Sigurði Rúnari Magnússyni
í Hvammi í Hvammsveit, Dalabyggð.
Erla Kr. Bergmann Sigurðardóttir
Einar Bergmann Sigurðars. Hafrún Gróa Árnadóttir
Sigurður Kr. Bergmann Kristján Bergmann
Tómas R. Einarsson Ásta Svavarsdóttir
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
SVANHILDUR JÓNSDÓTTIR
Strikinu 4, Garðabæ,
lést þriðjudaginn 4. ágúst.
Útförin fer fram frá Lindakirkju 13. ágúst
klukkan 15.
Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin aðeins fyrir nánustu
vini og aðstandendur, en streymt verður frá athöfninni á slóðinni
https://www.facebook.com/groups/svanhildur
Anna Magnea Jónsdóttir Haukur G.J. Guðmundsson
Ásdís Jónsdóttir
Hafsteinn Ársælsson
Ragnheiður Elín Jónsdóttir Ingimundur Ingimundarson
og afkomendur