Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bílar Nýr Ford Transit Ambiente L3H2. Nýja lagið. Til afhendingar strax. Ódýrasti bíllinn í umboðinu er á 6.290.000,- Þessi er á gömlu gengi á aðeins 4.947.000,- Án VSK á 3.970.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Hreyfiþjálfun kl. 9.30. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.30-13. Söngkennsla / raddþjálfun kl. 13-13.40. Samsöngur kl. 13.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir í Félagsstarfið, sími 411 2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistar- hópurinn Kríur kl. 13-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir samfélagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512 1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Göngu- hópur fer frá Náttúrufræðistofnun Íslands Urriðaholtsstræti 6-8 kl.10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14 45. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Gönguferð kl. 13.30. Korpúlfar Helgistund í Grafarvogskirkju kl. 10.30 í dag í Borgum. Spjallhópur í listasmiðju kl. 13 og botsía kl. 14 í Borgum. Munum að virða tveggja metra regluna og spritta sig reglulega. Seltjarnarnes Í dag er vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.30 og fólk er velkomið í kaffispjall í krókinn fyrir hádegi. Munum að halda 2ja metra fjarlægðarmörkin. Þar sem aukin áhersla er lögð á að eldri borgarar fari varlega og haldi sér til hlés verður lítið um að vera í félagsstarfinu næstu daga. Rifjum upp samfélagssáttmálann, virðum 2ja metra regluna og munum handþvott og sprittun. Vantar þig pípara? FINNA.is ✝ MargrétBjörnsdóttir frá Brennu í Nes- kaupstað fæddist 9. mars 1923. Hún lést 11. júlí 2020. Faðir hennar var Björn Emil Bjarnason bakari, f. 7.1. 1885, d. 23.1. 1963, og móðir Guðbjörg Bjarnadóttir, f. 1991, Lára Björnsdóttir, f. 24.2. 1918, d. 18.11. 2002, Há- kon Björnson, f. 16.10. 1919, d. 15.2. 2011, Hilmar Björns- son, f. 16.7. 1921, d. 13.11. 2014, Óskar Björnsson, f. 12.3. 1924, d. 30.4. 2009, Trausti Björnsson, f. 6.7. 1925, d. 12.11. 2001, Kjartan Björns- son, f. 26.10. 1926, d. 10.3. 1986, og Hrefna Björnsdóttir, f. 1.3. 1928, d. 15.7. 1978. Börn Margrétar eru Ólöf Cooper, f. 4.9. 1943, d. 26.2. 2014, Thor Benjamín Eggerts- son, f. 28.12. 1945, d. 22.2. 2020, og Margrét Viderø Í Líðini, f. 12.1. 1951. Útför Margrétar fór fram 23. júlí 2020. 21.9. 1888, d. 28.6. 1951. Systkini Margrétar eru Birna Björns- dóttir, f. 30.1. 1913, d. 28.2. 2007, Hjalti Björnsson, f. 20.7. 1914, d. 5.9.1980, Guðrún Ingigerð- ur Björnsdóttir, f. 5.1. 1916, d. 14.10. Það er mér í fersku minni þegar ég hitti Margréti ömmu- systur fyrst, þá fimm ára göm- ul. Pabbi minn, sem staddur var á landinu, fór með mig í heimsókn til hennar og þó að ég hafi verið feimin í fyrstu rjátlaðist það fljótt af mér enda var ég komin heim til konu sem var svo yndislega hjartahlý að mér leið strax vel í kringum hana. Margrét tók á móti mér með hlýju faðmlagi og gullfallegu brosi. Hún hafði róandi áhrif á mig og mér þótti strax vænt um hana. Síðan liðu fjöldamörg ár þangað til ég hitti hana aftur en ég ákvað einn veðurdag að hafa uppi á henni því hún leitaði svo á huga minn. Upp frá því varð til sterk vinátta okkar á milli. Við sátum oft löngum stund- um heima hjá Margréti enda var eins og tíminn stöðvaðist. Yfir kaffibolla deildi Margrét með mér minningum sínum. Líf hennar var oft á tíðum þyrnum stráð en hún átti einn- ig margar góðar minningar. Stundum var hellt upp á kaffi en stundum var skyndikaffi látið duga og suðusúkkulaði fylgdi yfirleitt með. Ræddum við um heima og geima, menn og málefni, og sagði hún mér ýmsar skemmtilegar sögur. Svo hló hún. Margrét hló svo fallega. Hún hafði smitandi hlátur og fallegt bros. Margrét kenndi mér að það er aldrei of seint að læra nýja hluti enda hóf hún sitt píanó- nám áttræð. Hún tók sig til og keypti sér píanó fyrir kistu- peningana; peningana sem hún hafði lagt fyrir vegna jarðar- farar sinnar. Þar tel ég að hún hafi gert rétt því svo sat hún heima hjá sér og spilaði tón- listina sem hún lærði í náminu og lét á sama tíma hugann reika yfir hafið. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari mögnuðu konu sem hafði mikil og góð áhrif á mig. Kona sem gaf manni alla þá hlýju sem hún átti. Ég mun hlýja mér við góðar minningar af Margréti um ókomna tíð og bera bros hennar og hlátur í hjarta mínu. Ást og hlýja, Lena Viderø. Margrét Björnsdóttir Hann Hrólfur er dáinn, hún Sigga hringdi sagði Sædís konan mín. Hrólfur Ragn- arsson frá Ytra-Álandi í Þist- ilfirði minn besti vinur og ferðafélagi lést 23. júlí 2020. Við Hrólfur kynntumst þeg- ar ég var við iðnnám í Vél- smiðjunni Bjarma í Hafnar- firði, hann var það sem ég kalla iðnverkamaður með próf úr skóla lífsins en var í raun sérfræðingur í öllu milli him- ins og jarðar, einstaklega handlaginn, hugmyndaríkur og iðinn. Það var sama hvort það Hrólfur Ragnarsson ✝ Hrólfur Ragn-arsson fæddist 15. júlí 1939. Hann lést 23. júlí 2020. Útförin fór fram 31. júlí 2020. voru mannleg samskipti, vélar, bílar, smíði eða hvað annað. Aldursmunur okkar var veruleg- ur, við vorum ekki samstíga í pólitík, það skipti ekki máli, hann talaði alltaf við mig sem jafningja. Skyld- menni okkar voru tengd fjölskylduböndum, það skemmdi ekki. Ég átti að heita langskóla- genginn vélfræðingur en það var Hrólfur sem kenndi mér mest af því sem ég kann. Við unnum oft saman í véla- viðgerðum í bátum og skipum, vorum sem tvíeyki þegar véla- viðgerðir voru annars vegar, það voru einstakir tímar þar sem við lágum nánast í faðm- lögum á einhverju vélarrúms- gólfinu við vinnu. Það þurfti ekki að segja orð þegar vant- aði verkfæri, sá sem var í færi vissi hvað vantaði. Hrólfur var einstakur húm- oristi og alltaf glaður og já- kvæður það var sama á hverju gekk, gerði mest grín að sjálf- um sér. Ef það rigndi á ferða- lögum þá sá hann það já- kvæða, það slekkur í ferðarykinu sagði hann. Nokkur góð orðatiltæki Hrólfs voru: „Peningar hafa aldrei verið vandamál hjá mér, maður eyðir bara minna en maður aflar.“ „Get ég aðstoð- að“, ef hann kom að einhverj- um sem var að baksa. „Það er allt í lagi ef maður lendir ekki sjálfur í því“, ef einhver fékk úthlutað erfiðu verkefni. Lá- lappinn veit viti sínu, þegar hann hafði rétt fyrir sér í erj- um. Notum Bjarmíska lagið á þetta, þegar verkefnið var snúið. Á ferðalögum um landið með Hrólfi og Grétu voru tímar sem eru okkur Sædísi ógleymanlegir, þau ferðuðust um á húsbíl, rússajeppa, og síðar á Ford. Ferðafélagar voru oftast á eigin bíl og sváfu í tjaldi en höfðu aðstöðu til borðhalds í húsbílnum hjá Grétu og Hrólfi, þar var glatt á hjalla. Fræg er sagan sem Hrólfur sagði af Paul Maison rauðvínsflöskunni, sem hann kallaði Palla piss. Í þá tíð var ekki salerni í hverjum húsbíl, en Hrólfur þurfti að létta á sér á nóttunni eins og flestir. Einn morgun hafði Hrólfur ekki lok- ið morgunverkunum þegar ferðafélagarnir í tjaldinu komu til morgunverðar í húsbílnum. Sest var að snæðingi, tjald- gesturin gerðist morgunþyrst- ur og kemur auga á djúsflösku á gólfinu í húsbílnum, upphóf- ust þá reipitog um Palla piss. Sagan af Hrólfi þegar hann fór í pottinn í sumarbústaðn- um eru í minni, við vorum með gestkomandi ungling sem vildi í pottinn og Hrólfur líka, klæddur fílasundskýlu með rana og öllu. Hrólfur eignaðist einstak- lega góða vinkonu eftir að Gréta lést árið 2007 en það var hún Sigríður Gísladóttir. Takk fyrir að kenna mér á lífið elsku vinur og góða ferð. Samúðarkveðjur til aðstand- enda. Sveinn Grímsson. ✝ Birgir Hall-grímsson fæddist 25. desem- ber 1935 að Kletti í Geiradal. Hann lést 30. maí 2020. Foreldrar hans voru María Chris- tensen frá Reykja- vík, f. 1912, d. 2006, og Hall- grímur Sveinsson, f. 1912, d. 1996, frá Hofstöðum. Systur Birgis: Gíslína Rannveig og Ingibjörg Guð- laug. Birgir var elstur systk- ina. Á uppvaxtarárum þeirra var fjölskyldan í vistum og smábúskap, m.a. að Kletti, Miðjanesi, Skerðingsstöðum, Skógum og í eigin húsnæði að Laxáreyrum á Klukkufelli. Foreldrarnir voru starfsmenn Vegagerðarinnar, Hallgrímur vélamaður, María ráðskona. Kona Birgis var Ingibjörg Benediktsdóttir frá Bol- ungavík, f. 2. nóvember 1931, d. 6. júní 2015. Kynni þeirra urðu á Tindum, bæði voru þá í vinnumennsku þar. Þau giftu sig en skildu að lög- um þegar börn þeirra voru kom- in á legg. Börn Birgis og Ingibjargar eru: Hreinn Christensen Birgisson, f. 14.5. 1953; Hall- grímur Birgisson f. 16.6. 1957; Unnsteinn Birgisson, f. 14.6. 1963; Fanney Birg- isdóttir f. 10.11. 1968; Birta Dögg Birgisdóttir, f. 29.4 1970. Birta Dögg á fjögur börn, þau eru: Sigríður Anna, Ey- dís Örk, Birgir Smári og Em- il Árni. Langafabörnin eru orðin sex. Útförin fór fram frá Reyk- hólakirkju 20. júní 2020. Þau keyptu Litlu-Brekku í Geiradal og bjuggu þar. Þegar börnin voru svo vaxin keypti Birgir Svarfhól og Hallgrímur sonur hans tók við forræði á Brekku. Systkinin eiga nú Brekku. Framkvæmdamaðurinn Birg- ir hóf uppbyggingu á Brekku með súrheysturni í hlíðinni þar sem bærinn stóð. Síðan snerist honum hugur um staðarvalið og byggði bæ og gripahús neðar og framar í landinu. Kallaði turninn eftir það: Minnisvarða um vitlaust ráð. Birgir Hallgrímsson Með búskap vann Birgir ým-islegt þegar bauðst. Má þar nefna Vegagerð, raflínulagnir, slátursstörf á haustin og sitt- hvað fleira á vegum Kaup- félagsins í Króksfjarðarnesi. Ingibjörg var jafnan stólpi í félagslífi sveitarinnar, Geira- dal. Sem fyrr segir tók Hall- grímur við forræðinu á Brekku og bjó með móður sinni en Birgir keypti Svarfhól og flutti sig þangað. Þar bætti hann húsakost en sleit ekkert tengslum við sitt fólk og var jafnan góð sam- vinna með þessum tveim bú- um. Þar heyrði ég fyrst um Birgi talað er Sigurður Elíasson til- raunastjóri sagði frá þessum vaskleikamanni, sem bar af mörgum öðrum í starfi. Frá vermönnum í Grundar- firði bárust fréttir í sama dúr. Hann var til sjós þar og í Grindavík og kannski víðar. Og kom sem fiskimaður á margar hafnir, hringinn um landið. Mér varð hann minnisstæð- ur frá böllunum í Bjarkalundi fyrir söng og tilþrifin á dans- gólfinu, trúlega oft vel við skál á slíkum mótum. Kynni okkar voru að mestu fjarlæg, en með mér í sjóferð lenti hann þegar Þórarinn í Hólum var sendur til að að- gæta hrossastóð á útigangi í Múlasveit. Ég var sendur í þessa ferð, hún var sjóleið og Birgir kom með Þórarni. Þessi ferð varð eftirminnileg. Það var svo árið 2000, þá bjó hann á Svarfhóli, að hann lamaðist í svefni. Vaknaði máttlaus en gat þó skriðið eitt- hvað úr rúmi, en sérviska hans var að hafa engan síma. Þar var komið að honum eft- ir óvissan tíma bjargarlausum og köldum. Hann fékk alla læknishjálp sem kostur var á, þjálfun fyrir sunnan m.a. á Reykjalundi. Fékk nokkurn mátt en aldr- ei allan. Varanlega vist fékk hann á dvalarheimili í Stykk- ishólmi. Þar hitti ég hann nokkrum sinnum er ég átti leið um. Hann fylgdist með gangi mála heima í sveit og gat spjallað, en lá oftast fyrir. Ók og átti bíl og fór út í gönguferðir studdur staf sínum þótt önnur hönd og handleggur væru með öllu máttlaus. Var eftirminnilegt í vetrar- kulda að mæta harðjaxlinum á götu. Hann gat spjallað en klæðnaðurinn var einhver jakki utanyfir fráflakandi skyrtu, peysulaus. Hitinn innanfrá hefur víst verið meiri en venjulegt er. Börn hans fengu ösku hans stað við hlið móður þeirra í Reykhólakirkjugarði. Þeim sendi ég kveðju mína og óska velfarnaðar í minningu foreldranna. Jóhannes Geir Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.