Morgunblaðið - 11.08.2020, Side 24

Morgunblaðið - 11.08.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020 50 ára Hildur er Kópavogsbúi og ólst upp í Kópavogi frá fimm ára aldri. Hún er þroskaþjálfi að mennt frá HÍ og er yfir- þroskaþjálfi á hæfingarstöð fyrir fatl- aða í Kópavogi. Maki: Þorleifur Bjarnason. f. 1963, tölv- unarfræðingur og deildarstjóri hjá Advania. Synir: Bjarni, f. 1997, og Ómar Þór, f. 2000. Foreldrar: Ómar Magnússon, f. 1948, fyrrverandi myndatökumaður hjá RÚV og TV2, búsettur í Óðinsvéum í Dan- mörku, og Þórveig Gísladóttir, f. 1950, d. 1994, skrifstofumaður og kerfisfræð- ingur. Hildur Ómarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálf- an þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Hreinskilnar og jarðbundnar sam- ræður við fjölskylduna koma til greina í dag. Ekki búast samt við ást og viðurkenn- ingu í staðinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Farðu varlega í að kaupa hluti að óathuguðu máli. Eitthvað mun sannarlega koma þér á óvart í peningamálunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýj- ungagirni. Gakktu ótrauður til verks. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt veraldleg gæði séu nauðsynleg, snýst lífið um fleira en þau. Mörg félagsleg tækifæri bjóðast þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Í lok dagsins sérðu fólk í nýju ljósi. Ef þú heldur að þér höndum áttu á hættu að bera ekkert úr býtum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Veltu framtíðaráætlunum þínum fyrir þér. Breytingar á lífsstíl leyfa þér að endurnýja vinskap og hrista upp í ástar- sambandi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert að biðja fólk um álit á frammistöðu þinni. Sannleikurinn er sá að þú ert ringlaður af því þú ert óvenju- viðkvæmur fyrir öllu sem fram fer í kring- um þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Berðu virðingu fyrir því trausti sem þér er sýnt hvort sem er í starfi eða einkalífi. Taktu enga ákvörðun fyrr en þú hefur skoðað allar hliðar málsins gaum- gæfilega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leggðu þig fram um að rækta vináttuna og mundu að þótt þú kallir vin- ina heim er óþarfi að tjalda öllu því sem til er. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur lengi ætlað að koma málum þínum á framfæri en hefur ekki haft tækifæri til þess. Gjörðir, ekki sam- ræður, munu breyta sýn þinni á samband. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur mikið úthald. Ekki láta feimni ná tökum á þér, viðurkenndu mis- tökin og sjáðu fjársjóðinn sem hreinskilnin grefur upp. gerði Jón Þór að fullu starfi það sem áður hafði áður verið hans áhugamál, að vinna fyrir SÍBS og Landsamtök hjartasjúklinga, bæði sem starfsmaður stjórnar samtakanna og í stjórnum margra stofnana sem þeim tengdust s.s. Múlalundar og Reykjalundar. Starfaði hann við þau verkefni þar til fram yfir síðustu aldamót. Jón Þór gekk í Oddfellow-stúkuna margra dótturfélaga og hlutafélaga Sambandsins um margra ára skeið. Það var því táknrænt að hann var einn af síðustu starfsmönnum Sambandins, trúlega sá næstsíðasti, áður en það hætti þeirri starfsemi sem það var kunnast fyrir, en það starfar enn sem samstarfsvettvangur samvinnufélaga á Íslandi. Eftir starfslok sín hjá Sambandinu J ón Þór Jóhannsson er fædd- ur 11. ágúst 1930 á Hrauni á Borgarfirði eystra en ólst upp á Ósi. Hann hóf sína framhaldsskólagöngu sem aðstoðarmaður í eldhúsi á Eiðum, það- an sem hann lauk gagnfræðaprófi. Þaðan fór hann í Samvinnuskólann í Reykjavík þar sem hann naut meðal annars kennslu Jónasar frá Hriflu en eflaust hafði sá áhrif á lífsskoðanir Jóns Þórs til framtíðar. „Það var ekki sjálfgefið að hleypa heimdraganum svona ungur og sækja sér menntun í höfuðborginni,“ segir Jón Þór. Inntökuskilyrðin í Samvinnu- skólann voru ströng á þessum tíma og kölluðu meðal annars á að sitja þurfti á trékassa við árbakka í brúarsmíðinni og æfa sig í fingrasetningu á ritvél sem góður frændi útvegaði. Jón Þór réðst til innflutningsdeildar Sambandsins árið 1952 og fékk þar fljótlega krefjandi verkefni sem sneru að erlendum viðskiptum á tímum hafta og viðskiptatakmarkanna. „Þar standa upp úr árin þegar stunda þurfti við- skipti við austantjaldslöndin og lagt var í langferðir til Austur-Þýskalands og Tékklands til að kaupa inn postulín og annan húsbúnað og lærði ég fljót- lega ágætar kúnstir til að komast í mjúkinn hjá heimamönnum til að tryggja betri gistingu eða góðan að- búnað sem oftar en ekki fólst í kartoni af sígarettum eða nælonsokkum,“ seg- ir Jón Þór. Eftir nokkur ár í innflutningsdeild- inni tók Jón Þór við stöðu aðstoð- arframkvæmdastjóra þar og fékk þá tækifæri til að sækja sér framhalds- menntun að hvatningu Erlendar Ein- arssonar, forstjóra Sambandsins, í Harvard Business School árið 1964 þar sem hann fékk ómetanlegt tæki- færi til að kynnast alþjóðaviðskiptum og tileinka sér nýja stjórnunarhætti. Hann varð síðan framkvæmdastjóri Véladeildar Sambandsins frá 1968 og Búnaðardeildar frá 1984. Hann var síðan fulltrúi forstjóra Sambandsins 1991-1993 og átti sæti í framkvæmda- stjórn samfellt frá 1969-1993. Jón Þór starfaði þannig hjá Sam- bandinu í yfir 40 ár og var mjög um- hugað um að halda merki þess félags á lofti en átti hann sæti í stjórnum nr. 5, Þórstein, árið 1958 og hefur verið virkur í starfi reglunnar á öllum stig- um í yfir 60 ár. Hann er nú heiðurs- félagi sinnar stúku. Hefur mann- ræktar- og líknarstarf Oddfellow-reglunnar verið honum mikið hugðarefni alla tíð og hann þangað sótt mikinn félagsskap. Í gegnum störf sín hjá bæði Sam- bandinu, Oddfellow og SÍBS kynntist hann miklum fjölda fólks af öllum stig- um þjóðfélagsins og eignaðist einnig mikinn fjölda af góðum vinum í erlend- um og innlendum viðskiptum. „Þegar horft er til baka þá er manni helst minnisstætt að margir hinir erlendu viðskiptafélagar urðu á endanum fjöl- skylduvinir og fastagestir á heimilinu enda vorum við Binna mín óþreytandi að bjóða þeim heim þar sem ekki var um auðugan garð að gresja í veitinga- húsum bæjarins á þeim tíma.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns Þórs var Bryndís Dóra Þorleifsdóttir, f. 20.11. 1935, d. 20.8. 2016. Þau gengu í hjónaband 30.6. 1956. Börn þeirra eru 1) Þorleifur Þór Jónsson, f. 24.7. 1958, maki: Þórdís Jón Þór Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri – 90 ára Fjölskyldan Jón Þór, Bryndís og börn, f.v.: Þorleifur, Stefanía, Bergrún og Jóhann, á 80 ára afmæli Jóns. Vann hjá Sambandinu í yfir 40 ár Hjónin Jón Þór og Bryndís. Oddfellow Jón Þór Jóhannsson. 40 ára Vera er Reyk- víkingur og býr í Hlíð- unum. Hún er félags- ráðgjafi að mennt frá HÍ, en hefur lengst af unnið sem blaðamað- ur og ritstjóri. Vera er núna upplýsinga- fulltrúi Vinnueftirlitsins. Maki: Kristján Hjálmarsson, f. 1975, framkvæmdastjóri H:N Markaðs- samskipta. Synir: Einar Steinn, f. 2002, og Ísak Bjarni, f. 2017. Stjúpdóttir er Þórhildur Katrín, f. 1995, sonur hennar er Ágúst Fenrir, f. 2016. Foreldrar: Einar Karl Haraldsson, f. 1947, almannatengill og fv. ritstjóri, og Steinunn Jóhannesdóttir, f. 1948, rithöf- undur. Þau eru búsett í Reykjavík. Vera Einarsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Rúnar Steinn Arnarsson Long fæddist 8. ágúst 2019 kl. 17.45 á Landspítalanum Í Reykjavík. Hann vó 4.274 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Olga María Þórhallsdóttir Long og Arnar Þór Gunnarsson. Nýr borgari HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. GIRNILEGUR OG SPENNANDI MATSEÐILL Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.