Morgunblaðið - 11.08.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
UMFERÐAREYJAR
Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki
Henta vel til að stýra umferð, þrengja
götur og aðskilja akbrautir.
Til eru margar tegundir af skiltum,
skiltabogum og tengistykkjum sem
passa á umferðareyjarnar.
Umræða um kórónuveiru fer íhring. Nú heyrist sums staðar
að Svíar hafi hitt á réttu leiðina. Er
fórnarkostnaður þess þá réttilega
metinn? Páll Vilhjálmsson skrifar á
hinn bóginn:
Formaður Við-reisnar sakar
ríkisstjórnina um að
hafa ekki skýra
stefnu í farsóttar-
vörnum. En sjálf
hefur Þorgerður
Katrín enga skoðun
hvaða leið á að fara
til að verjast Kína-
veirunni.
Pólitískt klókt hjáformanni Við-
reisnar, en ekki
stórmannlegt.
Ríkisstjórnin hefur stefnu, semer að halda landinu sem mest
opnu og glíma við smit eftir því sem
þau koma upp. Þessi stefna var
mótuð í sumar þegar vonir stóðu til
að farsóttin væri í rénun.
Seinni bylgja farsóttarinnargerði farsóttarvarnir yfirvalda
tortryggilegar. Þegar það rann upp
fyrir fólki að mögulega yrði skóla-
haldi frestað, nemendur yrðu
heima, var spurt hvort ávinning-
urinn af því að halda landinu opnu
sé ekki léttvægur miðað við sam-
félagslegan kostnað.
Þessi umræða stendur yfir. Þaðliggur fyrir að ríkisstjórnin
þarf að aðlaga stefnu sína nýjum
veruleika.
En, svo það sé sagt, það er ekkihægt að loka landinu si svona.
Aftur er hægt að herða reglur. T.d.
um skimun og sóttkví þeirra sem
ferðast til útlanda.“
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Veirusláttur
STAKSTEINAR
Páll Vilhjálmsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Undirbúningur er hafinn á sérsöfn-
un á lífrænum eldhúsúrgangi í
Hamrahverfi í Grafarvogi. Verk-
efnið er hluti af aðgerðaáætlun
Reykjavíkurborgar um sérsöfnun á
lífrænum eldhússúrgangi og endur-
vinnslu á honum.
Brúnt 140 lítra sorpílát bætist
því við öll hús í Hamrahverfi í
haust en stærð þeirra er sambæri-
leg við spartunnu, segir í frétt frá
borginni. Einnig verður litlu söfn-
unaríláti til að nota í eldhúsi dreift
til allra heimila sem og maíspokum
til að nota fyrstu vikurnar. Fyrir-
hugað er að byrjað verði að safna
úrgangi úr tunnunum fyrir lok
september.
Sérsöfnun á lífrænum úrgangi
hefur staðið yfir á Kjalarnesi frá
því síðastliðið haust.
Áætlun um áframhaldandi til-
raunaverkefni á sérsöfnun lífræns
eldhúsúrgangs í Hamrahverfi var
samþykkt á fundi umhverfis- og
heilbrigðisráðs þann 27. maí síðast-
liðinn. Í viðhorfskönnun frá 2018
töldu 78% íbúa Reykjavíkur mjög
líklegt eða líklegt að þeir myndu
nýta sér tunnu undir lífrænan úr-
gang við heimili.
Þegar farið er að flokka frá líf-
rænan eldhúsúrgang til viðbótar við
aðra flokkun er gert ráð fyrir að
efnið sem fer í grátunnuna geti
minnkað. Þá geti skapast tækifæri
til að skipta út hefðbundinni grá-
tunnu fyrir spartunnu og þannig
draga úr kostnaði heimila. Hægt er
að nota reiknivél á vefsíðunni ekki-
rusl.is til að skoða gjöld miðað við
fjölda og tegund íláta. sisi@mbl.is
Brúnar tunnur í Hamrahverfið
Úrgangur Brúnar tunnur verða
komnar í Hamrahverfið í haust.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Mannanafnanefnd hefur heimilað
umsækjanda notkun millinafnsins
Haveland þótt nafnið uppfylli ekki
öll skilyrði laga um mannanöfn, þar
sem það er ekki dregið af íslenskum
orðstofni. Í úrskurði nefndarinnar
frá 22. júní segir að undanþágan
byggist á óáfrýjuðum dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur í sambærilegu
máli frá 2015. Dómurinn taldi að
ekki bæri að skýra viðeigandi
ákvæði mannanafnalaga samkvæmt
orðanna hljóðan heldur beita rýmri
skýringu til samræmis við ákvæði
um friðhelgi einkalífs í stjórnarskrá
og mannréttindasáttmála Evrópu.
Mannanafnanefnd segir í úrskurði
sínum að hún þurfi í störfum sínum
að beita sömu túlkunarreglum og
dómstólar gera. Líta verði svo á að
þegar íslenska ríkið áfrýi ekki niður-
stöðum héraðsdóms í málum af
þessu tagi þá sé beiting lagareglna í
óáfrýjuðum héraðsdómum sú sem
nefndinni beri að fara eftir.
Þá er vísað til þess að í 3. mgr. 6.
gr. laga um mannanöfn sé einnig
ákvæði um að „millinafn, sem víkur
frá ákvæðum 2. mgr., er heimilt þeg-
ar svo stendur á að eitthvert alsystk-
ini þess sem á að bera nafnið, for-
eldri, afi eða amma ber eða hefur
borið nafnið sem eiginnafn eða milli-
nafn“. Litið sé til þess að í þessu
máli liggi ríkar tilfinningalegar
ástæður að baki nafnvali, en nafn-
beri óski eftir að bera sem millinafn
ættarnafn stjúpmóður föður síns og
hafi sýnt fram á að hann hafi mikil-
væga persónulega hagsmuni af því
að fá að nota nafnið.
Nafnið Haveland verður þó ekki
fært á mannanafnaskrá og notkun
þess almennt ekki heimiluð.
Heimila nafn vegna
tilfinningagildis
Nafnið verður
þó ekki fært á
mannanafnaskrá
Morgunblaðið/Eggert
Nafngiftir Mörg mál koma til úr-
skurðar mannanafnanefndar.