Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Það voru, að sögn
formanns skipulags-
og samgönguráðs
Reykjavíkur í Morg-
unblaðsgrein fyrir
skömmu, gamlir og
frekir karlar sem
skipulögðu Reykjavík
sem bílaborg fyrir
löngu. Það kemur ekki
fram í greininni hvern-
ig þessir gömlu freku
karlar áttu fyrir ára-
tugum að geta þekkt draumóra
þessa formanns nú og skipulagt
borgina samkvæmt þeim í stað þess
að styðjast við bestu þekkingu og
tækni þeirra tíma. Gömlu freku karl-
arnir fóru vel með fé skattborg-
aranna.
Því miður er öll saga borgarlín-
unnar þar til nú órum stráð auk þess
að markast af algerum skorti á
metnaði til að fara vel með fé skatt-
borgaranna. Það virðist ekki heldur
teljast til góðra stjórnsýsluhátta í
þeim hópi sem hér hefur um vélað að
hlusta á borgarbúana sem finna
brenna á sér þau öfl sem að verki
eru í allri þróun þéttbýlis, heldur
skal ráðist gegn þessum öflum með
öllum tiltækum ráðum.
Aukinn fólksfjöldi og
þétting byggðar sem
fylgir stækkun þétt-
býlis eykur umferð og
þar með ferðatíma sem
gerir byggð í nágrenni
svæðisins eftirsókn-
arverðari. Vinna kallar
á samþjöppun fólks og
aðrar athafnir kalla síð-
an á dreifingu þess aft-
ur. Ferðatími til og frá
vinnu og til að njóta frí-
stunda kemur fram
sem kostnaður hjá fólki
og fækkar verðmætum frístundum.
Sá kostnaður veldur því að bæði fólk
og fyrirtæki færa sig til innan borg-
arheildarinnar. Fólk leitar þá eftir
stöðum sem bjóða upp á lægri kostn-
að. Fyrirtæki leitast eftir stöðum
með nægum bílastæðum þar sem að-
gengi viðskiptavina er sem auðveld-
ast og kostnaðarminnst fyrir þá.
Þarna eru að verki sterk öfl sem
bæði draga og sundra, móta þróun
borgarsamfélagsins og efla sam-
félagið eða valda hnignun eftir atvik-
um.
Þegar kvartanir um umferðartafir
á mörkum miðborgarinnar fóru vax-
andi ákvað borgarstjórn að auka við
þær í því skyni að auka hlut
almannasamganga í borginni. Lagst
var gegn bætandi umferðarmann-
virkjum eins og mislægum gatna-
mótum og bílastæðum fækkað.
Ferðakostnaður fólks var aukinn.
Jafnframt var nær lokað fyrir ný-
byggingar íbúða utan miðborgar.
Reykjavík varð skyndilega ekki jafn
álitlegur kostur fyrir aðsetur og áð-
ur var. Þessa sáust merki, ekki bara
í Reykjavík heldur öllum öðrum
sveitarfélögum frá Akranesi og Sel-
fossi vestur á Reykjanes. Reykjavík-
urborg reyndi þarna að stjórna þeim
öflum sem mestu ráða um þróun
þéttbýlis. Stjórnunaraðferðin var að
hindra fólk í vali á búsetu og hindra
streymi fólks og varnings eftir líf-
æðum borgarinnar. Það að halda að
slík vinnubrögð gangi upp eru órar
einir.
Þó tók steininn úr þegar vænt-
anlegar samgöngubætur voru
kynntar. Kynnt var til sögunnar létt-
lest á nýjum innviðum fyrir 170
milljarða króna og til vara var nefnd
lest á gúmmíhjólum fyrir litla 130
milljarða fyrir innviðina eina. Létt-
lestinni var þó meira haldið fram í
upphafi. Engu var líkara en tak-
markið væri sem mestur fjáraustur
fyrir varla marktækan árangur og
það þótt áfram skyldi haldið að tefja
umferð annarra bíla með fólk og
varning. Þar bættist enn í órana.
Þeir sem um véluðu virtust telja að
það væru flottir vagnar og glæsihall-
ir yfir biðstöðvar sem löðuðu not-
endur að almenningssamgöngum
þegar staðreyndin mun vera sú að
flottheitin eru bara umbúðir. Mestu
skiptir að sögn sérfræðinga tíðni
ferða, öryggi og hraði ásamt nálægð
biðstöðvar við dvalar- og vinnustað.
Á endanum kom að því að leitað
var til ríkisins um að leggja til fjár-
magn. Þá kom í ljós að ríkið var ekki
reiðubúið til ráðstafana sem huns-
uðu eða tefðu aðra umferð en al-
menningsvagna og nágrannasveit-
arfélögin reyndar ekki heldur, en
þau hafa byggt upp sínar „bílaborg-
ir“ og vaxið hraðar meðan Reykjavík
var stjórnað með því að þvælast fyr-
ir. Nú liggja fyrir samningar þess-
ara aðila um fjárfestingu í innviðum
borgarlínu upp á um 50 milljarða,
sem er öllu lægra en þeir 130 til 170
milljarðar sem áður eru nefndir.
Samningaviðræðurnar virðast því
hafa opnað einhverja glufu fyrir
skynsemi inn í þetta mál, en hvað sú
glufa nýtist þegar fram í sækir verð-
ur að koma í ljós.
Borgarlínaumálið er þegar upp er
staðið heildarendurskipulagning á
almannasamgöngum höfuðborg-
arsvæðisins. Líka skal endurskipu-
leggja þær samgöngur utan þjón-
ustusvæðis borgarlínu en líklegt að
þar verði þjónustan minni, enda yf-
irlýst markmið að á þjónustusvæði
borgarlínu (þróunarsvæðum) muni
búa 66% allra íbúa höfuðborg-
arsvæðisins. Þetta kann að vera not-
hæft þúsaldarmarkmið en næst
varla á næstu fáum áratugum og
markmiðin um ferðahlutdeild borg-
arlínu nást þá hægt.
Markmiðið með fjárfestingum í
innviðum höfuðborgarsvæðisins á að
vera að halda greiðum samgöngum
um lífæðar höfuðborgarsvæðisins og
nýta sem best þá fjármuni sem í
verkið fara. Um það hefur verið
samið. Við verðum að vona að sú
skynsemisglufa sem opnuð hefur
verið inn í málið nýtist vel.
Borgarlína og draumórar
Eftir Elías Elíasson » Því miður er öll saga
borgarlínunnar þar
til nú órum stráð auk
þess að markast af al-
gerum skorti á metnaði
til að fara vel með fé
skattborgaranna.
Elías Elíasson
Höfundur er sérfræðingur
í orkumálum.
Vegna umfjöllunar
um bálstofuna í Foss-
vogi undanfarið og nú
síðast í Morgunblaðinu
6. ágúst sl. taldi und-
irritaður rétt að tefla
fram nokkrum stað-
reyndum um bálstof-
una og rekstur hennar.
Kirkjugarðar
Reykjavíkurprófasts-
dæma (KGRP) sjá um
rekstur bálstofunnar
og er reksturinn greiddur úr rík-
issjóði. Árið 2019 greiddi ríkið 45,7
m.kr. til bálstofunnar, bálfarir voru
það ár 996 og nemur greiðslan því
tæplega 46 þús./bálför. Verð á bálför
á Bretlandseyjum er á milli 650 og
950 pund eða 117-172 þús./bálför og
ný bálstofa í Ringsted í Danmörku,
sem gerir ráð fyrir 7.500 bálförum á
ári, tekur um 90 þús./bálför.
Dánarbú þess sem brenndur er
greiðir ekkert til bálstofunnar hér á
landi. Það hefur sem sagt ekki
kostnað í för með sér að velja bálför.
Bálfararkistur eru ódýrari en þær
sem jarðsettar eru og getur því út-
förin í heild orðið ódýr-
ari vegna þess, þó að
kostnaður við duftkerið
bætist við. Þess má
geta að trékista er
nauðsynleg til að bálför
gangi eðlilega fyrir sig.
Það er efniviður kist-
unnar sem gerir það að
verkum að líkið brenn-
ur til ösku eins og til er
ætlast.
Bálstofan í Fossvogi
er ekki rekin á und-
anþágu eins og haldið
hefur verið fram,
hvorki frá Vinnueftirliti né Heil-
brigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hef-
ur nýlega endurnýjað starfsleyfi bál-
stofunnar. Vinnueftirlitið hefur ekki
gert neinar athugasemdir við rekst-
ur hennar.
Bálstofan var tekin í notkun 1948
og þar eru tveir ofnar sem notaðir
eru til skiptis. Þannig gefst tækifæri
til að viðhalda þeim og koma í veg
fyrir bilanir. Eftir ákveðna notkun
eru ofnarnir yfirfarnir, hreinsaðir og
hlaðnir upp o.fl. Engin grundvallar-
breyting hefur orðið í heiminum á
hönnun ofna í bálstofur. Áhyggjur af
að e.t.v. þurfi að flytja þá sem hafa
óskað eftir bálför hér á landi til út-
landa vegna ótryggs rekstrar-
ástands bálstofunnar í Fossvogi eru
óþarfar eins og rakið hefur verið hér
að ofan.
Víða um heim hafa verið settar
reglur um að bálstofur setji upp
hreinsunartæki sem hreinsa út-
blástur frá ofnunum. Það er viðbúið
að slíkar reglur verði einnig settar
hér innan fárra ára og því tímabært
að huga strax að endurnýjun bál-
stofunnar. Þess skal þó getið að
gerðar hafa verið efnarannsóknir á
umhverfi bálstofunnar, sjá slóðina:
http://www.kirkjugardar.is/balstofa.
Niðurstaðan var sú að ekki verði séð
að jarðvegur á þessu svæði sé meng-
aður af kvikasilfri, sem er algeng-
asta spilliefnið, nema í mjög óveru-
legum mæli og ekki sérstaklega
hægt að tengja þá mengun lík-
brennslunni. KGRP hafa látið gera
tillögu að bálstofu sem staðsett verð-
ur í Gufuneskirkjugarði og er litið
svo á að þar verði á næstu árum reist
bálstofa með tilheyrandi hreins-
unartækjum.
Bálstofan í Fossvogi þjónar öllu
landinu. Allir hafa aðgang að bál-
stofunni án tillits til þess hvaða trú-
félagi þeir tilheyra eða hvort þeir
eru utan trúfélaga. Framlag ríkisins
til bálstofunnar, þó að lágt sé, trygg-
ir það. Ef litið er til fjölgunar bálfara
á landinu er aukningin hlutfallslega
mest utan höfuðborgarsvæðisins.
Kistur utan af landi eru nánast und-
antekningarlaust fluttar landleiðina,
annaðhvort í flutningabílum, og er
þá búið sérstaklega um kisturnar,
eða aðstandendur sjá um flutning-
inn. Kostnaður við flutning á kistu
frá Egilsstöðum til Reykjavíkur er
um 13 þús. kr. Lítill sem enginn
kostnaður er við flutning á duftkeri
til baka í heimabyggð þar sem það er
jarðsett.
Á undanförnum rúmum tveimur
áratugum hafa víða um lönd verið
gerðar auknar kröfur um meng-
unarvarnir í ýmsum atvinnugreinum
og hafa bálstofur ekki verið und-
anskildar í þeim efnum. Danir og
aðrar Norðurlandaþjóðir, þar sem
líkbrennsla er stórt hlutfall af heild-
artölu látinna, hafa fengið fresti til
að setja upp hreinsitæki við gamla
líkbrennsluofna eða gert skylt að
endurnýja bálstofuna í heild. Þessir
frestir hafa verið að renna út á síð-
ustu árum og mikið hefur gerst und-
anfarið í þessum efnum á Norður-
löndunum og heita má að allar
bálstofur sem eru með fleiri
brennslur en 1.000 á ári séu komnar
með hreinsitæki eða hafi verið lagð-
ar niður og aðrar nýrri og stærri
tekið við. Slíkur hreinsibúnaður er
gríðarlega flókinn og dýr og kostar
uppsetning hans eins mikið og
kostnaður við sjálfa ofnana og
starfsmannarýmin. Þessi endurnýj-
un hefur víðast farið fram í stærstu
borgum á Norðurlöndum og má þar
nefna bálstofuna í Ringsted á Sjá-
landi sem tekin var í notkun 2013
þar sem átta bálstofur voru lagðar
niður og sameinaðar. Allar þessar
nýju bálstofur eru í eigu opinberra
aðila og eru reknar sem samfélags-
þjónusta á kostnaðarréttum grunni.
Stofnkostnaður nýrrar bálstofu
hér mun að líkindum verða 1,5 til 2
milljarðar og reksturinn verður
þungur þar sem fjöldi bálfara hér á
landi er lítill, var 996 á síðasta ári
eða 44% af heildartölu látinna. Af
þessum ástæðum ætti að vera aug-
ljóst að ekki verða byggðar margar
bálstofur á Íslandi. Augljóst ætti
einnig að vera að hagkvæmast er
fyrir heildina að staðsetja nýja bál-
stofu þar sem flestir lifa og deyja.
Bálstofan í Fossvogi – nokkrar staðreyndir
Eftir Þórstein
Ragnarsson » Bálstofan í Fossvogi
er ekki rekin á und-
anþágu eins og haldið
hefur verið fram, hvorki
frá Vinnueftirliti né
Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkurborgar.
Þórsteinn
Ragnarsson
Höfundur er forstjóri KGRP.
thrag@kirkjugardar.is
Atvinna