Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
LÉLEG
RAFHLAÐA?
Við skiptum
um rafhlöðu
samdægurs
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
mun leggja nokkrar ólíkar tillögur
fyrir stjórnvöld í minnisblaði um
framhald sóttvarnaaðgerða sem
væntanlegt er áður en núgildandi
reglur falla úr gildi á fimmutdag.
Þetta kom fram á upplýsingafundi
almannavarna í gær.
Hingað til hefur sóttvarnalæknir
einfaldlega lagt fram tillögur sem
hlotið hafa staðfestingu ráðherra án
beinnar aðkomu stjórnvalda, en Þór-
ólfur segir að staðan nú sé önnur.
„Við erum að fara í aðra vegferð
núna. Við ætlum að reyna að lifa með
þessari veiru í marga mánuði eða ár
og þá þurfa menn að horfa til ann-
arra hluta. Ég tel að mitt hlutverk í
því sé að benda á sóttvarnasjónar-
mið; hvað er líklegt að muni gerast ef
við grípum til tiltekinna aðgerða um-
fram aðrar,“ sagði Þórólfur. Það sé
hins vegar ekki hans að meta hags-
muni einnar atvinnugreinar eða
starfsemi umfram aðrar. Það sé í
verkahring stjórnvalda.
Eins metra regla í skólum
Von er á minnisblaði sóttvarna-
læknis til heilbrigðisráðherra í dag
eða á morgun. Fram kom á fundin-
um í gær að til skoðunar væri að end-
urskoða fyrirkomulag heimkomu-
smitgátar, þar sem Íslendingar og
aðrir búsettir hér fara í aðra skimun
fimm dögum eftir komuna til lands-
ins. Um 8.000 hafa farið í seinni
sýnatöku frá því heimkomusmitgátin
var tekin upp 13. júlí en aðeins tveir
greinst með veiruna við seinni skim-
un. Skimunin hafi valdið miklu álagi
á heilbrigðiskerfið, enda slagar fjöldi
sýnataka á landamærum upp í þrjú
þúsund á dag, þrátt fyrir að upphaf-
lega hafi verið rætt um tvö þúsund
sýna hámark. „Markmið okkar er
alltaf að lágmarka, með sem minnst-
um tilkostnaði, þær aðgerðir og
skimanir sem geta komið í veg fyrir
að veiran komi hingað inn,“ segir
Þórólfur.
Þá er til skoðunar að taka upp eins
metra fjarlægðartakmarkanir í stað
tveggja við ákveðnar aðstæður, svo
sem í skólum.
Þrír á spítala
Tvö ný innanlandssmit greindust í
fyrradag, bæði hjá Íslenskri erfða-
greiningu. Þá greindist eitt virkt
smit við landamæraskimun, en beðið
er eftir niðurstöðum úr mótefna-
mælingu annars landamærasmits.
Einn einstaklingur um tvítugt var
lagður inn á Landspítala í gær vegna
veirunnar. Dvelja nú þrír á spítalan-
um með veiruna, þar af einn í önd-
unarvél.
Alls eru 114 virk smit í landinu og
938 í sóttkví. Þá er nýgengi smita,
greind smit á hverja 100.000 íbúa
síðustu 14 daga, 29,4.
Nokkrir kostir á borð ráðherra
Sóttvarnalæknir segir það ekki sitt að meta hagsmuni einnar greinar umfram aðrar Einstaklingur
um tvítugt lagður inn á spítala Til skoðunar er að hætta með seinni skimun fyrir Íslendinga
21
2
1
2
1
2
11 1
1
1
1
1
1
1 1 100
1
1
1
12
2
4
3
2 2 2 3
6
6
2 1
5
2
5
1
6 9
2
10
1
3
1
2
2
2
1
3 3 32 2
5
4
2 1
2
1
1
3
1
36
1
8
1
7
1
11
2
1
4
Kórónuveirusmit á Íslandi
Fjöldi jákvæðra sýna
frá 15. júní til 9. ágúst
938 einstaklingar eru í sóttkví
1.962 staðfest smit
114 er með virkt smit
H
ei
m
ild
: c
ov
id
.is
Innanlands
Landamæraskimun:
Virk smit Með mótefni
Beðið eftir mótefnamælingu
25,9 ný smit sl. 14 daga á
100.000 íbúa
Nýgengi smita
innanlands:
júní júlí ágúst
9
11
2
2
3
2 2
1 2
1
16
161.478 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
82.951 sýni
13
1 1
3
3 2
Morgunblaðið/Eggert
Varnir Tillögur sóttvarnalæknis hafa ekki verið lagðar fyrir ráðherra.
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Landlæknir Noregs hefur lagt það
til við stjórnvöld að Íslandi verði
bætt á rauðan lista stjórnvalda, en
ferðamenn sem koma frá þeim ríkj-
um þurfa að sæta tíu daga sóttkví við
komuna til landsins. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Lýðheilsu-
stofnun Noregs (Folkehelseinstitut-
tet, FHI).
Auk Íslands er lagt til að Hollandi,
Póllandi, Möltu og Kýpur verði bætt
á listann. Ekki er ljóst hvenær
stjórnvöld taka ákvörðun um upp-
færslu listans.
Ísland er sem stendur á grænum
lista stjórnvalda og þurfa farþegar
héðan því ekki að fara í sóttkví við
komuna til Noregs. Opinber viðmið
stjórnvalda þar í landi gera hins veg-
ar ráð fyrir að nýgengi smita (fjöldi
nýrra smita síðustu 14 daga á hverja
100.000 íbúa) hjá löndum á græna
listanum sé undir 20, en talan hér á
landi er rétt tæplega 30.
Sluppum fyrir nokkrum dögum
Aðeins eru nokkrir dagar frá því
listinn var síðast uppfærður, en þá
sluppu Íslendingar fyrir horn þrátt
fyrir að nýgengi mældist 24,3. Espen
Nakstad, aðstoðarforstjóri FHI,
sagði af því tilefni að aðstæður á Ís-
landi væru sérstakar vegna fólks-
fæðar. Ekki þyrfti mörg smit hér á
landi til að fara yfir mörkin tíma-
bundið, en íslensk stjórnvöld hefðu
enn stjórn á ástandinu.
Leggur til að Ísland fari á
rauðan lista Norðmanna
Nýgengi smita hérlendis um 30 en Norðmenn miða við 20
Morgunblaðið/Rósa Braga
Noregur Íslendingar gætu þurft að
fara í 10 daga sóttkví í Noregi.
Í fyrsta sinn eru mjaldrarnir Litla-
Grá og Litla-Hvít í náttúrulegu um-
hverfi í hafinu síðan þær voru flutt-
ar frá rússneskri hvalarannsókn-
arstöð árið 2011.
Mjaldrarnir aðlagast nú nýjum
heimkynnum sínum í Klettsvík í
umönnunarlaug áður en þeim verð-
ur endanlega sleppt út í kvína í vík-
inni sem er við mynni Vestmanna-
eyjahafnar, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá Sea Life
Trust.
Mjaldrarnir voru fluttir í umönn-
unarlaugina í kvínni síðastliðinn
föstudag.
Hópur sérfræðinga og dýra-
lækna fylgdu Litlu-Grá og Litlu-
Hvít í flutningnum. Þeir hafa stað-
fest að hvalirnir eru við hestaheilsu
og nærast vel eftir þessa stuttu ferð
frá landi og út í kvína.
Þær eru undir stöðugu eftirliti
sérfræðinga meðan þær aðlagast
aðstæðum í hafinu.
Mjaldrarnir
við hesta-
heilsu
Ljósmynd/Sea Life Trust