Morgunblaðið - 11.08.2020, Side 32
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Rigningarkvöld í ágúst. Þung um-
ferð á Suðurlandsvegi og bílar á ferð
bæði austur fyrir fjall og til Reykja-
víkur. Margir bílstjórar aka greitt
en slá af þegar þeir sjá bláu ljósin á
lögreglubílnum. Geisli þeirra er
skerandi og er sterk viðvörun. Þetta
er við Litlu kaffistofuna á Sand-
skeiði; lögreglumenn frá Selfossi eru
í umferðareftirliti og eru hér við
vesturmörk víðfeðms varðsvæðis.
Læri mest af reynslu
„Umferðareftirlit er stór þáttur í
starfi okkar, þótt verkefni séu ann-
ars fjölbreytt,“ segir Birgir Rúnar
Steinarsson Busk lögreglumaður.
Hann er úr Hveragerði og kom til
starfa hjá lögreglunni á Suðurlandi í
vor eftir að hafa stundað nám við
Háskólann á Akureyri ásamt starfs-
námi hjá ríkislögreglustjóra.
„Núna er ég búinn með annan af
tveimur vetrum í skólanum sem þarf
til að öðlast starfsréttindi. Þar er
margt tekið fyrir, en mest lærir
maður auðvitað í starfinu úti á vett-
vangi og á meðal fólks,“ segir Birgir
Rúnar sem kveðst hafa fundið sína
fjöl í starfinu. Við sitjum í lög-
reglubílnum og viðmælandinn lýsir
starfi sínu sem hann segir afar fjöl-
breytt.
„Vissulega hef ég með félögum
mínum þurft að ganga inn í ýmsar
erfiðar aðstæður og hafa afskipti af
fólki á þess verstu stundu. Þar gildir
að fara vel að fólki vitandi að með
samtali má yfirleitt ná tökum á
ástandi. Ég er svo heppinn að hafa
ekki enn þurft að beita afgerandi
valdi gagnvart fólki. Að vera hjá
fólki sem hefur misst ástvini sína
kannski skyndilega er sömuleiðis
mjög krefjandi. Þar gildir fyrst og
fremst að vera til staðar; fólki til
halds og trausts. Þetta eru verkefni
sem taka á og er mikilvægt fyrir lög-
reglumenn að vinna vel úr þeim svo
þau valdi ekki sálrænum vanda síð-
ar.“ Þá segir Birgir Rúnar marg-
víslega gát nú viðhafða í lögreglu-
störfunum vegna smithættu. Alls 14
úr lögregluliðinu á Suðurlandi hafi
þurft í sóttkví á dögunum og þar af
hafi þrír verið smitaðir, en komnir til
starfa aftur nú. Þessari reynslu sé
lærdómur dreginn af.
Umferðin streymir áfram
En aftur að umferðinni. Hraðinn
er oft orsök slysa og því er forgangs-
mál lögreglu að halda honum niðri
með virku eftirliti. „Auðvitað er ansi
hart þegar ungir ökumenn, nýkomn-
ir með bílpróf, eru með glannaskap.
Tiltal við þessa krakka er nauðsyn-
legt og stundum betra og áhrifa-
ríkara en háar sekir. Slíkt samtal
verður oft til þess að krakkarnir
koma ekki oftar inn á radarinn hjá
okkur og til þess er leikurinn líka
gerður,“ segir Birgir Rúnar að síð-
ustu. Umferðin steymir áfram og
bláu ljósin blikka. Lögreglumenn-
irnir halda aftur austur á bóginn og
hafa vökult auga með öllu því sem
fyrir ber.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lögreglumaður Glíman við þjóðveginn er stór þáttur í starfinu. Birgir Rúnar Steinarsson Busk hér á Sandskeiði.
Umferðin í bláum geisla
Birgir Rúnar nýr í lögreglunni Stóð vaktina á Sand-
skeiði Tiltal við ökumenn oft besta ráðið við glannaskap
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 224. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Þetta kom til í nóvember á síðasta ári, um það leyti
sem ég fór til Wetzlar. Ég vissi að það væri bara til loka
tímabilsins og ég var að leita að liði fyrir næstu árin.
Það er í raun á sama tíma sem ég skrifa undir, hjá
Wetzlar út tímabilið og svo hjá Stuttgart næstu tvö ár-
in,“ segir Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í hand-
knattleik, meðal annars í samtali við Morgunblaðið.
Viggó gekk á dögunum í raðir Stuttgart sem leikur í
efstu deild. Þar er einnig Mosfellingurinn Elvar Ásgeirs-
son sem kom til liðsins í fyrra. »26
Langt síðan Viggó Kristjáns tók þá
ákvörðun að fara til Stuttgart
ÍÞRÓTTIR MENNING
Tökur á kvikmyndinni Sumarljós
og svo kemur nóttin hefjast á
morgun á Þingeyri við Dýrafjörð
en handrit hennar er byggt á
samnefndri verðlaunaskáldsögu
Jóns Kalmans Stefánssonar sem
hefur að geyma safn tengdra
sagna sem allar gerast í smá-
þorpi á Vesturlandi. „Sagan
snerti mig djúpt og mig langaði
að kafa ofan í lífheim þorpsins úti
á landi sem ég ólst upp í
og þekki svo vel,“
sagði Elfar Aðal-
steinsson leikstjóri í
viðtali við Morgun-
blaðið fyrir rúmu ári
og að stefnan væri
að klára myndina
um mitt ár 2021.
Tökur hefjast á Þingeyri á
Sumarljós og svo kemur nóttin