Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
Kría Elskuð eða hötuð sést hér kría á flugi í Flatey. Flestir hafa vit á því að virða fjarlægðarmörk við fuglinn smáa en knáa sem verndar lítil afkvæmi sín með kröftugum gogg sínum.
Kristinn Magnússon
Er hægt að ímynda
sér að Ísland geti haft
heilbrigðiskerfi sem
geti skilað betri ár-
angri með kostnaði
sem er 75% lægri en í
dag? Þetta er raun-
veruleikinn í Singapúr,
en lífslíkur eru 85 ár
og margir læknar í
Singapúr eru mennt-
aðir í bestu læknaskól-
um Bandaríkjanna. Singapúr leitar
stöðugt eftir bestu og nýjustu lækn-
ismeðferðum og hátækni og hikar
ekki við að fjárfesta í nýjustu tækj-
um og tækni til að ná sem bestum
árangri. Liðskiptaaðgerðir eru til að
mynda 72% ódýrari en sams konar
aðgerðir í Bandaríkjunum og
hjartalokuaðgerðir um 92% ódýrari.
Lyfjaverð er margfalt lægra í
Singapúr vegna mikillar sam-
keppni. Heilbrigðisþjónusta getur
verið ódýr og þannig aðgengileg
fyrir alla á ásættanlegu verði. Sam-
keppni með öryggisneti virkar og
Singapúr hefur náð
frábærum árangri með
aukinni samkeppni og
einkaframtaki. Ís-
lenski heilbrigðis-
ráðherrann ætti
kannski að kynna sér
árangur annarra landa
sem tryggja hagsmuni
skattgreiðenda og við-
skiptavina heilbrigð-
iskerfisins. Heilbrigð-
isráðherra þarf að
gera sér grein fyrir því
að hann ráðstafar 30%
af fjárlögum ríkissjóðs en heilbrigð-
isgeirann skortir reynslu og örvun
sem samkeppni og einkamarkaður
skila. Atlagan að Krabbameins-
félaginu, Heru líknarmeðferð og
fleiri aðilum á einkamarkaði er for-
dæmalaus. Athafnafrelsi og lækkun
skatta eykur samkeppnishæfni
þjóðfélaga og hvatningu til góðra
verka.
Rekstrarform á einkamarkaði
eru nauðsynlegur valkostur
Á 21. öldinni er Ísland enn að rík-
isvæða heilbrigðiskerfið, mennta-
kerfið, fjármálakerfið og fjölmiðla
þrátt fyrir að draumur kommún-
istaríkjanna sé í flestum tilfellum
orðinn að martröð fyrir löngu. Í öðr-
um norrænum ríkjum hafa rekstr-
arform á einkamarkaði veitt opin-
berum rekstri verulegt aðhald til að
efla samkeppni og auka samkeppn-
ishæfni. Að öðrum kosti mun kostn-
aður aukast, framleiðni minnka og
skattgreiðendur sitja uppi með af-
leiðingarnar. Mikilvægt er að Ís-
lendingar hafi val um hvort þeir
notfæri sér heilbrigðisþjónustu í op-
inbera kerfinu eða á einkamarkaði.
Samkeppni eykur framleiðni og
leiðtogafærni og sparar ríkissjóði
mikla fjármuni.
Liðskiptaaðgerðir í Svíþjóð, lang-
ir biðlistar og sjúklingar geymdir á
bráðadeildum spítala eru dæmi um
óreiðuna. Skortur á hjúkrunarheim-
ilum, heimaþjónustu, forvörnum og
heilbrigðri skynsemi hefur aukið
verulega á vandann og raunveru-
leikinn er nú þegar orðinn að mar-
tröð fyrir marga landsmenn. Aukin
ríkisvæðing og miðstýring að hætti
þeirra sem aðhyllast miðstýringu og
sóun fjármuna hafa tekið yfir heil-
brigðismálin á Íslandi og afleiðing-
arnar lenda á skattgreiðendum sem
þurfa að borga brúsann.
Í íslenskri heilbrigðisþjónustu er
margt framúrskarandi heilbrigðis-
starfsfólk en slök stjórnun, fram-
tíðarsýn og stefnumörkun hefur
breyst í martröð fyrir marga sem
vilja nýta þjónustu íslenska heil-
brigðiskerfisins. Nú þegar þarf að
lágmarka skaðann af ríkisvæðingu
íslenska heilbrigðiskerfisins. Flest-
ir landsmenn með heilbrigða skyn-
semi sjá að raunveruleiki hins
venjulega Íslendings er að breytast
í martröð þrátt fyrir að allt að 30%
ríkisútgjalda fari til heilbrigð-
ismála skv. fjárlagafrumvarpi og
um 730 þús. kr. á mann árið 2020.
Mikilvægt er að auka samkeppni
með rekstrarformi á einkamarkaði
sem veitir aðhald og gerir þannig
kröfu til opinbers rekstrar. Einnig
þarf að gera ráð fyrir nýjum
rekstrarformum þannig að biðlist-
ar hverfi og þjónusta sé sam-
anburðarhæf öðrum Norður-
landaríkjum. Heilbrigðiskerfið
virðist vera í heljargreipum ráð-
herra, ráðuneytisstjóra og aðstoð-
armanna og lítið virðist komast í
framkvæmd. Skynsamlegt væri að
líta til uppbyggingar hjá vina-
þjóðum okkar á Norðurlöndum á
sínum heilbrigðiskerfum, sem eru
með þeim fremstu í heimi. Hrinda
þarf atlögu heilbrigðisráðherra að
íslensku heilbrigðiskerfi með
breyttri stefnumörkun og framtíð-
arsýn sem tekur mið af við-
skiptavinum þess, sem eru íslensk-
ir skattgreiðendur.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Í öðrum norrænum
ríkjum hafa
rekstrarform á einka-
markaði veitt opinber-
um rekstri verulegt að-
hald til að efla
samkeppni og auka
samkeppnishæfni.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
MCF í fjármálum fyrirtækja með 30
ára starfsreynsla á fjármálamarkaði.
Íslenska heilbrigðiskerfið skortir
samkeppni og einkaframtak