Morgunblaðið - 11.08.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Súkkulaðiframleiðslufyrirtækið Om-
nom jók tekjur sínar um nær 30% á
nýliðnu rekstrarári. Þetta kemur
fram í ársreikningi fyrirtækisins
fyrir árið 2019.
Alls námu rekstrartekjur Omnom
rétt um 344 milljónum króna, en til
samanburðar voru þær tæplega 265
milljónir króna árið áður. Þrátt fyrir
mikla tekjuaukningu milli ára var
félagið rekið með tapi. Nam tapið
nær 12 milljónum króna, sem er um
fjórum milljónum króna minna tap
en árið 2018.
Rekstrarhagnaður Omnom fyrir
afskriftir og skatta var jákvæður
um 25,5 milljónir króna. Hins vegar
vógu afskriftir upp á 26 milljónir
króna og ríflega 14 milljóna króna
fjármagnskostnaður mjög þungt.
Varð niðurstaða ársins því tap upp á
11 milljónir króna.
Að því er fram kemur í efnahags-
reikningi voru eignir undir árslok
266 milljónir króna. Þá var eigið fé
rétt um 100 milljónir króna og því
var eiginfjárhlutfallið 38%. Alls voru
skuldir Omnom 166 milljónir króna.
Í ársreikningnum segir enn frem-
ur að talsverð óvissa ríki í rekstr-
arumhverfi fyrirtækisins í kjölfar
heimsfaraldurs kórónuveiru. Of
snemmt sé að segja til um áhrif
hans á starfsemina. Mat stjórnar er
þó að ekki hafi komið fram vísbend-
ingar við undirritun ársreiknings
þess efnis að vafi kunni að leika á
rekstrarhæfi félagsins.
Omnom er hlutafélag sem fram-
leiðir og selur hágæðasúkkulaði og
tengdar vörur. Eru allar afurðir fé-
lagsins unnar úr kakóbaunum og
öðrum hráefnum. Stofnendur þess
eru Kjartan Gíslason og Óskar
Þórðarson. Hafa þeir unnið mark-
visst að því að stækka Omnom, en
fyrirtækið selur nú vörur í fjölda
landa.
Tap á rekstri Omnom þrátt
fyrir mikinn tekjuvöxt
Áhrif faraldurs kórónuveiru óljós Tekjur jukust um 30%
Morgunblaðið/Styrmi Kári
Súkkulaði Fyrirtækið hefur verið í
miklum vexti síðustu ár.
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Kerlingarfjöll og nærliggjandi svæði
hafa verið friðlýst. Svandís Svav-
arsdóttir, settur umhverfisráðherra,
undirritaði friðlýsinguna í dag. Kerl-
ingarfjöll eru í hópi helstu náttúru-
perla landsins og vinsælt útivistar-
svæði en friðlýsingin hefur verið á
áætlun frá því árið 2016 er starfs-
hópur var skipaður um málið.
Fjórir virkjunarkostir, sem eru í
verndarflokki rammaáætlunar, falla
undir friðlýsinguna, Hverabotn,
Neðri-Hveradalir, Kisubotnar og
Þverfell. Umhverfisráðherra hefur
áður sagt að stefnt sé að því að ljúka
friðlýsingu allra svæða í verndar-
flokki á þessu ári. Friðlýsing Kerl-
ingarfjalla, sem nær til 344 ferkíló-
metra svæðis, er þó mun
umfangsmeiri en svo að einungis sé
verið að festa rammaáætlun í gildi.
Í samtali við mbl.is segir Hildur
Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Um-
hverfisstofnun, að ákvörðunin marki
tímamót fyrir stórkostlegt svæði.
„Þetta er ítarleg friðlýsing í formi
landslagsverndar sem skapar miklu
meiri ramma um hvert við ætlum að
stefna,“ segir Hildur. Félagasamtök
á borð við Vini Kerlingarfjalla hafi
staðið sig vel í að hlúa að svæðinu, en
nú muni ríkið í auknum mæli koma
að uppbyggingu.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfisráðherra var formaður
Landverndar þar til hann tók við
ráðherraembætti árið 2017, en með-
an á formennsku hans stóð skilaði
Landvernd inn jákvæðri umsögn um
fyrirhugaða friðlýsingu. Af þeim
sökum sagði hann sig frá málinu og
fól það Svandísi Svavarsdóttur.
Ljósmynd/Stjórnarráðið
Hveradalir Fulltrúar Fannborgar, Vina Kerlingarfjalla, Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins komu saman til að fagna friðlýsingunni í gær.
Friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð
344 ferkílómetra svæði sem nær yfir fjóra virkjunarkosti í verndarflokki rammaáætlunar Verið á
áætlun frá 2016 Ítarleg friðlýsing í formi landslagsverndar, segir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun
Tekin var ákvörðun um að opna lík-
amsræktarstöðvar Fjallabyggðar
að nýju í gær. Verður staðan þó
endurmetin reglulega með tilliti til
nýjustu sóttvarnareglna. Að sögn
Hauks Sigurðssonar, forstöðu-
manns íþróttamiðstöðva Fjalla-
byggðar, verða ákveðnar takmark-
anir á afgreiðslutíma. „Þetta hefur
verið takmarkað við sex manns á
klukkutíma. Að auki verður lokað
yfir miðjan daginn og verður sá
tími nýttur til að sótthreinsa stöð-
ina,“ segir Haukur, en stöðvunum
verður lokað milli klukkan 10 og 16
á virkum dögum. Þannig gefst
starfsfólki tækifæri til að sótt-
hreinsa alla snertifleti.
Líkamsræktarstöðvar á svæðinu
höfðu fram til dagsins í dag verið
lokaðar. Aðspurður segir Haukur
að óánægju hafi gætt meðal ákveð-
inna íbúa. „Ég hef ekkert heyrt frá
fólki núna en það var einhver
óánægja með lokunina. Þetta var
þó bara ein vika,“ segir Haukur og
bætir við að stöðvarnar verði áfram
opnar nema gripið sé til harðari að-
gerða.
Sundlaugar í Fjallabyggð hafa á
sama tíma verið opnar þótt fjölda-
takmarkanir séu í gildi. Er allt gert
til að gera gestum kleift að virða
tveggja metra fjarlægð í búnings-
og sturtuklefum. Þá er því beint til
viðskiptavina að dvelja ekki lengur
en 90 mínútur í lauginni.
aronthordur@mbl.is
Opna ræktina
á nýjan leik
Líkamsræktarstöðvar Fjallabyggðar
hafa verið opnaðar með takmörkunum