Morgunblaðið - 11.08.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.08.2020, Qupperneq 20
✝ Hjördís Guð-bjartsdóttir fæddist í Bolung- arvík 11. október 1933. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum 4. júlí 2020. Hjördís var dóttir Guðrúnar Sal- varar Sumarliða- dóttur verkakonu, f. 1894, d. 1978, og Guðbjarts Þórarinssonar sjó- manns, f. 1905, d. 1989. Hálf- bróðir Hjördísar, sammæðra, var Jón Karl Þórhallsson, f. 1920, d. 1997. Sambýlismaður Hjördísar frá 1976 var Gunnar Eyþórsson átti Árni Daníel Ara Júlíus og Maríu. Hjördís ólst upp hjá móður sinni í Reykjavík og gekk í Aust- urbæjarskólann og Laugarnes- skóla. Að loknu gagnfræðaprófi tók Hjördís sér hlé frá námi og vann ýmis störf til að safna sér í sjóð áður en hún hóf nám við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands. Þaðan lauk hún hjúkrunarprófi vorið 1957. Hjördís starfaði við hjúkrun í Reykjavík 1957-58, í Kaupmanna- höfn 1958-1969, í Aleppó í Sýr- landi megnið af árinu 1963 og í Reykjavík 1969 til 2003: á Borg- arspítalanum, Landspítalanum, Arnarholti, Kleppi og víðar. Hjör- dís bjó erlendis í ellefu ár en átti annars heima í Reykjavík. Hún bjó lengi á Seljavegi 27 en síðustu árin á hjúkrunarheimilinu Drop- laugarstöðum. Útför Hjördísar var gerð í kyrrþey. frv. fréttamaður, f. 1940, d. 2001. Gunn- ar átti þrjú börn með fyrri konu sinni, Ragnheiði Ástu Pétursdóttur: Pétur, f. 1960, d. 2018, giftur Önnu Margréti Ólafs- dóttur, f. 1961, börn þeirra eru Ragn- heiður Ásta, Anna Lísa og Pétur Axel; Eyþór, f. 1961, giftur Ellen Krist- jánsdóttur, f. 1959. Börn þeirra eru Sigríður, Elísabet, Elín og Ey- þór Ingi; Birna, f. 1965, gift Árna Daníel Júlíussyni, f. 1959, sonur þeirra er Pétur Xiaofeng. Fyrir Ég kallaði Hjördísi aldrei stjúpmömmu mína. Fyrst var hún konan hans pabba og síðar ekkja, og þegar árin liðu varð hún ein af mínum allra kærustu vin- konum. Ég man ekki hvenær við hittumst fyrst en Hjördís sagðist muna að nokkru áður hefði hún séð mig í strætó og þekkt af mynd hjá pabba. Ég man að mér fannst strax gott að koma á fal- lega heimilið hennar á Seljaveg- inum þar sem þau pabbi bjuggu saman frá 1976 þar til hann dó ár- ið 2001. Hjördís og pabbi höfðu kynnst á Hótel Sögu. Pabbahelgar voru enn þá nánast óþekktar, líka hjá bindindisfólki sem þau voru alls ekki, svo við systkinin kynntumst Hjördísi ekki jafn vel og nútíma- börn kynnast stjúpmæðrum sín- um. Samband þeirra pabba var okkur hins vegar alltaf mikils virði og öryggið sem því fylgdi. Hjördís hafði reglu á öllu og heimilishaldið var í föstum skorð- um en hún fylgdi sínum eigin uppskriftum, setti timian í bauna- súpuna á sprengidag og hafði gul- ar baunir með hangikjötinu á jóladag. „Ég er mjög lengi að borða,“ sagði hún oft og það var satt, hún var óhemjulengi að borða en hún naut líka hvers bita. Hún hafði ótrúlega gott minni og gat stundum rifjað upp furðuleg- ustu smáatriði. „Notaðirðu sömu uppskrift og þegar við borðuðum hjá þér 1997?“ spurði hún fyrir fáeinum árum þegar við vorum að spjalla saman í síma og það kom fram að ég hefði haft grænmet- islasagne í matinn þá um kvöldið. Hjördís sagði mér að sig hefði aldrei langað sérstaklega að eign- ast börn en það væri gaman að vera amma barnabarnanna hans pabba. Henni þótti innilega vænt um okkur öll, afkomendur hans og fólkið okkar. Þegar pabbi lést breyttist samband okkar; við töl- uðum saman í síma nánast dag- lega og urðum nánar og góðar Hjördís Guðbjartsdóttir vinkonur. Hún varð líka góð vin- kona mömmu minnar og systur, færði afa kaffi og kökur á Landa- kot, varð fjölskylda okkar allra og við fjölskylda hennar. Hún var áhugasöm um fólk og átti auðvelt með að kynnast því. Hjördís lærði hjúkrun og starfaði í Kaupmannahöfn 1958 - 1969 en árið 1963 var hún í Sýr- landi og vann á sjúkrahúsi í Aleppo. Hún ferðaðist talsvert og eignaðist vini í rútum og lestum; gisti hjá palestínskri fjölskyldu sem hún kynntist á leiðinni til Jerúsalem og sagðist alltaf hafa kunnað best við Kúrda, Armena og Palestínumenn. Á heimleið- inni til Danmerkur heimsótti hún bæði Istanbul og Aþenu og skoð- aði sig um; í Vínarborg frétti hún af gosinu í Surtsey en daginn sem hún kom til Kaupmannahafnar var morðið á Kennedy helst í fréttum. Þegar ég spurði hvort hún hefði ekki hikað við að ferðast ein sagðist hún hafa gætt þess að láta lítið á sér bera, vera í hlutlausum klæðnaði, brúnu pilsi og peysu, og drekka minna en hinir ef farið var á skemmtistaði. „Þetta lukkaðist allt af því að ég trúði á sjálfa mig. Maður verður að gera það,“ sagði hún. Hjördís hafði sterkar skoðanir og vissi hvernig hún vildi hafa hlutina. Kaffibrjóstsykur var eina sælgætið sem hún leit við síðustu árin en þegar lystin á honum hvarf var stutt í kveðju- stundina. Ég þakka minni góðu stjúpu og hjartkæru vinkonu samfylgdina og kveð hana með söknuði. Birna Gunnarsdóttir. 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020 Sunnudaginn 26. júlí sl. kvaddi ég yndislegu ömmu mína í síðasta sinn. Hún var 93 ára gömul, síðust af sex systkinum sínum að kveðja þennan heim og búin að lifa síð- ustu fimm árin án ástkærs eig- inmanns síns hans Andrésar afa. Hún var tilbúin að sofna svefn- inum langa og er ég þakklát fyr- ir hennar hönd að hún skyldi fá ósk sína uppfyllta. Ég nýt þeirra forréttinda að hafa eytt svo mörgum stund- um með henni á mismunandi Valgerður Hrefna Gísladóttir ✝ ValgerðurHrefna Gísla- dóttir fæddist 22. febrúar 1927. Hún lést 26. júlí 2020. Valgerður var jarðsungin 5. ágúst 2020. árstíðum í lífi okk- ar. Fyrstu minning- arnar um ömmu eru heima hjá þeim afa í Huldulandinu þar sem alltaf var til nóg af matar- kræsingum því alltaf var hún í eld- húsinu að elda eða baka eitthvert lost- æti. Íslensk og dönsk matreiðsla einkennandi enda fór hún í húsmæðraskóla í Danmörku. Sem barni fannst mér ekkert skemmtilegra en að eyða helg- unum hjá ömmu. Helgunum var eytt í sund, leik, lestur og að horfa á þær óteljandi spólur sem hún átti. Hún amma kynnti mér Heiðu, Önnu í Grænuhlíð, Scarlett O’Hara og óteljandi sterkar kvenfyrirmyndir. Reglurnar voru fáar heima hjá ykkur; borðaðu matinn þinn, klæddu þig vel og enga ókurteisi. Ef maður fylgdi þess- um reglum var allt leyfilegt. Amma var alltaf mjög fín til fara. Ég man eftir stóru snyrti- töskunni, æðislegu skartgripun- um, fallegu skónum, svörtu minkakápunni og óteljandi silkislæðum. Oft voru þessir hlutir notaðir í leikjum og var henni alveg sama á meðan mað- ur týndi ekki skartgripunum. Það var gaman að horfa á hana gera sig tilbúna þegar hún var að fara með afa í leik- hús, óperuna eða að spila bridge. Afi og amma kenndu mér að spila bridge og fékk ég stund- um að fara með þeim í leikhús eða í óperuna. Á unglingsárunum fór ég að vera fastagestur í leikhúsinu með henni þar sem við keypt- um okkur kort í Borgar- og Þjóðleikhúsið ár hvert. Smekk- ur okkar var mismunandi en alltaf náðum við samkomulagi um á hvaða sýningar við fær- um. Amma var kletturinn minn. Alltaf til staðar fyrir alla í kringum sig. Hún talaði ekki mikið en lét verkin tala. Þó að hlutir færu ekki að óskum hélt hún áfram, þær voru margar þolraunirnar sem hún gekk í gegnum í lífinu. Ég minnist þess hversu vel hún hugsaði um afa þegar hann fékk heilablóðfall og systur sín- ar á efri árum. En það var hlut- verkið sem hún tók alltaf að sér; að hugsa um fólk. Ég kveð ömmu mína með miklum söknuði en minningar um hugljúfa og trygga ömmu mun ég ávallt varðveita með mér. Takk fyrir allt amma mín. Í hjarta mínu er lítið ljós, sem logar svo skært og rótt. Í gegnum torleiði tíma og rúms það tindrar þar hverja nótt. Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, – það logar þar eins og fyrr. (Jóhannes úr Kötlum) Íris Hrund Jóhannsdóttir. ✝ Guðrún Tóm-asdóttir Dahl- gren fæddist 28. júlí 1926 á Járn- gerðarstöðum í Grindavík. Hún lést 3. júní 2020 á heimili sínu í Kam- loops, British Col- umbia, Kanada. Hún var dóttir hjónanna Tómasar Snorrasonar, f. 28. ágúst 1872, d. 20. des. 1949 í Keflavík, útvegsbónda á Járn- gerðarstöðum í Grindavík, síð- Drengur, f. 17. nóv. 1915, d. 18. nóv. 1915, Sigþrúður Jórunn, f. 15. jan. 1917, d. 9. apríl 2006, Snorri, f. 22. des. 1918, d. 15. júlí 1995, Kristján Valdimar, f. 9. júní 1922, d. 25. mars 1923, Tómas, f. 7. júlí 1924, d 28. mars 2008, Guðlaugur, f. 16. feb. 1929. Guðrún giftist Vick Dahl- gren, f. 1. maí 1934, d. 7. febr- úar 2013. Synir Guðrúnar eru 1) Þór Róbert, f. 26. júní 1960, eig- inkona hans er Kathy. Börn hennar: Clifford og Crystal. 2) Bruce Valur, f. 8. ágúst 1965, eiginkona hans er Melissa og eiga þau börnin Stephany og Jason. Bálför hefur farið fram og verður aska hennar jarðsett á Íslandi. ar kennari og skólastjóri í Kefla- vík, fæddur á Syðri-Reykjum í Mosfellssveit í Kjós, og Jórunnar Tómasdóttur hús- móður, f. 31. mars 1890 á Járngerð- arstöðum í Grinda- vík, d. 3. des. 1966 í Keflavík. Systkini Guðrún- ar: Margrét, f. 23. ágúst 1913, d. 14. janúar 1995, Jón, f. 26. ágúst 1914, d. 13. júlí 1996, Gunna frænka lagði ung land undir fót og flutti til Bandaríkj- anna og nam þar röntgentækni fyrir tannlækningar og vann við það alla sína starfsævi. Hún bjó víða á vesturströnd Bandaríkj- anna og Kanada og var í góðu sambandi við fjölskyldu sína á Íslandi í gegnum tíðina þótt framan af kæmi hún ekki oft til Íslands. Hún skrifaðist á við móður okkar, Siggu Tomm, og fengum við því oft fréttir af henni og fjölskyldu hennar. Þegar mamma hætti að geta skrifað tók Eygló við og hélt bréfasamskiptunum áfram. Á seinni árum kom Gunna nokkuð oft til landsins. Þá var ættmennum hóað saman, henni til mikillar ánægju. Í þessum heimsóknum fengum við að upplifa hvað henni þótti vænt um okkur og við skiptum hana máli og hvað hún var okkur kær. Við systkinin fengum að njóta gestrisni hennar og hlýju þegar við hvert um sig heim- sóttum hana og Vick, eiginmann hennar, ýmist í Bandaríkjunum eða Kanada. Alltaf var tekið vel á móti okkur og farið með okk- ur á áhugaverða staði. Það kom vel fram hversu nánar móðir okkar og Gunna frænka voru þegar móðir okkar lá banaleguna og Gunna kom til landsins til að kveðja hana. Þegar Gunna ávarpaði hana var greinilegt að mamma þekkti hana þótt hún gæti ekki lengur greint á milli okkar systkina. Við þökkum fyrir þær góðu minningar sem við eigum um Gunnu frænku og vottum frændum okkar, Þór og Bruce og fjölskyldum þeirra, og Guð- laugi bróður hennar innilega samúð okkar. Brynjar, Eygló, Tómas og Snorri. Guðrún Tómas- dóttir Dahlgren Elsku amma Erla. Það var okk- ur mikið áfall þegar við fengum fregnir af því að þú værir orðin mikið veik. Þú sem varst orðin svo hress og búin að ná þér á strik eftir veikindin í fyrra. En eitt er víst að við vitum aldrei hvenær okkar tími kemur. Eitt vitum við þó að þú ert komin á góðan stað, þú ert komin aftur til elsku afa. Hann hefur tekið vel á móti þér og loksins eruð þið sameinuð aftur og fylgist vel með okkur afkomendum ykkar hérna niðri. Þegar við systkinin fengum að gista hjá ykkur afa í sveitinni passaðir þú vel upp á að við myndum hjálpa ykkur. Þú vaktir okkur alltaf snemma á morgn- ana til að borða grautinn með ykkur afa og svo áttum við að fara út í fjárhúsin og hjálpa afa og Baldri með morgungjöfina og öll verkin sem fylgdu. Það átti enginn að verða svangur hjá þér. Í hvert skipti sem einhver kom í heimsókn fylltirðu eldhúsborðið af kræs- ingum því hjá þér mátti fólk Magdalena Erla Jakobsdóttir ✝ MagdalenaErla Jak- obsdóttir fæddist 29. maí 1930. Hún lést 27. júlí 2020. Útför Magdalenu Erlu fór fram 1. ágúst 2020. ekki fara svangt út. Þú varst mikil barnakona, elsku amma, og við fund- um alltaf fyrir kær- leika hjá þér. Þú fylgdist alltaf með því hvernig okkur vegnaði í lífinu. Elsku amma, margar eru minn- ingarnar með þér og þær gleymast aldrei. Söknuðurinn er sár en við vit- um að þú ert komin á góðan stað með elsku afa og þið fylgist með okkur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hvíldu í friði elsku amma og langamma og takk fyrir allt. Svava Rún, Ástvaldur, Anna María, Karen Björt, Ingi Magnús og Ragna Björt. Óli bróðir er ný- farinn frá okkur. Hann hafði barist við illvíg veikindi og hefur nú fengið hvíldina. Þegar ég hugsa um Óla er mér efst í huga er að hann kall- aði mig alltaf Garún, og ekki bara einu sinni heldur sagði hann alltaf „Garún Garún“. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta nafn vegna þessa, þó svo ég heiti því ekki, og mun alltaf hugsa til hans þegar ég heyri það. Hann Óli var mikill bílaáhugamaður og í minningunni átti hann marga flotta bíla. Þegar Óli kom í heimsókn leiddist honum ekki að Þruma, chihuahua-tíkin mín, var alveg heilluð af honum og vildi hvergi annars staðar vera en við hlið hans. Ég man vel og mun aldrei gleyma símtalinu sem ég átti við hann fjórum dögum áður en hann kvaddi því hann var svo ótrúlega hress og þar fékk ég hann m.a.s. til að skellihlæja ekta „Óla-hlátrinum“ og fékk líka að heyra „ókei-ið“ hans, en Ólafur Halldór Garðarsson ✝ Ólafur HalldórGarðarsson fæddist 25. júlí 1963. Hann lést 19. júlí 2020. Útför Ólafs fór fram 5. ágúst 2020. hann sagði þetta orð oft á mjög sér- stakan máta og veit ég að þeir sem vel til þekkja vita hvað ég á við. Ég var ekki í miklum samskipt- um við hann síðustu árin og þykir mér það miður, en svona gengur lífið stund- um og auðvelt að vera gáfaður eftir á. Óli, þið Sigrún bjugguð til ótrúlega falleg og skemmtileg börn og samhryggist ég þeim innilega. Ég veit að þú ert kom- inn á betri stað núna þar sem þú verður læknaður og ferð svo að geta fylgst með börnunum þín- um og uppátækjum þeirra í framtíðinni. Það er mín trú. Einnig vil ég senda samúðar- kveðjur til pabba þíns, Garðars, og systkina þinna allra. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt og allt. Þín systir, Guðrún Hulda (Garún Garún). Ástkæra frænka okkar, SIGRÍÐUR KNUDSEN, lést á Seltjörn föstudaginn 7. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Sigdís Sigmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.