Morgunblaðið - 11.08.2020, Side 26
sæti fyrir neðan Leipzig og þremur
sætum fyrir ofan Stuttgart.
Metnaður til að fara hærra
Stuttgart er þó stórt félag sem
ætlar sér stóra hluti. Wetzlar er lít-
ill bær þar sem um 50 þúsund
manns búa en rúmlega hálf milljón
býr í borginni Stuttgart. Viggó er
fullur tilhlökkunar fyrir nýju verk-
efni og hefur hann trú á að liðið geti
staðið sig í vetur. Sjálfur getur hann
líka verið fullur sjálfstrausts eftir
ágætt fyrsta ár í Þýskalandi og góða
frammistöðu á Evrópumeistara-
mótinu í janúar.
„Ég spilaði við þá tvisvar í fyrra.
Þeir byrjuðu illa og voru í basli á
síðustu leiktíð en gengur betur eftir
Evrópumeistaramótið. Þetta er lið
sem á alls ekki að vera í kjall-
aranum og þetta félag hefur metnað
til að fara hærra, vill gera það á
næstu árum. Það eru góðir máttar-
stólpar í liðinu, þýskir landsliðs-
menn.
Við erum svo þrír nýliðar núna all-
ir með reynslu úr deildinni, ég tel
okkur vera sterkara lið en í fyrra og
vonandi getum við barist um að vera
meðal efstu ellefu, tólf liða,“ sagði
Viggó en liðin verða tuttugu í efstu
deildinni í vetur í staðinn fyrir átján
eins og undanfarin ár. Ástæðan fyrir
því er sú að engin lið voru felld úr
deildinni eftir að stöðva þurfti
keppni vegna kórónuveirunnar.
Hins vegar komu tvö ný lið upp úr
B-deildinni. Það verður því leikið
þétt í vetur og vonandi með ein-
hverjum áhorfendum en til stendur
að láta reyna á það.
Áhyggjur af veirunni
„Tímabilið á að byrja fyrsta októ-
ber og ef allt gengur upp verður spil-
að til 30. júní næsta sumar. Liðum
fjölgar auðvitað í deildinni, verða
tuttugu í staðin fyrir átján. Það
stendur líka til að byrja strax með
30-50% áhorfendur í sætum, hvort
sem það gengur upp eða ekki,“ sagði
skyttan sem segir Þjóðverja auðvit-
að hafa áhyggjur af ástandinu vegna
veirunnar.
„Ástandið var orðið mjög gott,
eins og á Íslandi, en svo hefur þetta
eitthvað gengið aftur. Mönnum er
auðvitað ekki alveg sama, það skipt-
ir félögin miklu máli að fá áhorf-
endur inn í höllina en ég hlakka til að
byrja spila,“ sagði Viggó Krist-
jánsson við Morgunblaðið.
Fann sér lið fyrir næstu ár
Viggó Kristjánsson er kominn í sitt þriðja lið í Þýskalandi á einu ári
Stuttgart er stórhuga félag með sterka innviði og metnað til að ná árangri
Ljósmynd/Einar Ragnar
Stuttgart Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson er búinn að semja við sitt þriðja félag í Þýskalandi, Stuttgart.
HANDBOLTI
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Handknattleiksmaðurinn Viggó
Kristjánsson mun í haust spila með
liði Stuttgart í þýsku efstu deildinni
en þetta er hans þriðja félag í land-
inu. Viggó gekk í raðir Leipzig frá
West Wien í Austurríki á síðasta ári
en eftir aðeins þrettán leiki skipti
hann yfir í Wetzlar, þar sem hann
kláraði tímabilið. Eða öllu heldur,
þangað til tímabilinu var aflýst í
apríl vegna kórónuveirunnar.
Það var hins vegar aldrei annað
inni í myndinni en að stoppa stutt
við hjá Wetzlar á meðan hann leit-
aði sér að liði til lengri tíma.
Þetta var auðveld ákvörðun
„Þetta kom til í nóvember á síð-
asta ári, um það leyti sem ég fór til
Wetzlar. Ég vissi að það væri bara
til loka tímabilsins og ég var að leita
að liði fyrir næstu árin. Það er í
raun á sama tíma sem ég skrifa
undir, hjá Wetzlar út tímabilið og
svo hjá Stuttgart næstu tvö árin,“
sagði Viggó í samtali við Morgun-
blaðið. Hjá liðinu spilar nú þegar
annar Íslendingur, Elvar Ásgeirs-
son. „Hann gaf þessu bestu með-
mæli. Þetta var auðveld ákvörðun
þannig.“
Viggó hefði viljað vera áfram hjá
Leipzig á sínum tíma en hefur nú
vonandi fundið sér félag til langs
tíma.
„Ég byrjaði síðasta tímabil hjá
Leipzig og hefði gjarnan viljað vera
þar áfram en ég vissi að ég fengi
ekki nýjan samning þar. Þar var
einn, sem spilaði stöðu hægri
skyttu, meiddur en var að koma til
baka og ég var þá fyrir aftan hann í
röðinni.
Svo vantaði Wetzlar hægri skyttu
og þeir buðu í raun betri samning.
Það var því auðvelt að ákveða mig,“
bætti hann við en hann spilaði 16
leiki fyrir Wetzlar og skoraði 25
mörk fyrir liðið sem endaði í 9. sæti,
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
Evrópudeild UEFA
8-liða úrslit:
Inter Mílanó – Leverkusen ..................... 2:1
Inter Mílanó áfram í undanúrslit
Manchester United – FC Köbenhavn (f) 1:0
Ragnar Sigurðsson lék ekki með FC Kö-
benhavn vegna meiðsla.
Manchester United áfram í undanúrslit.
Belgía
Oostende – Beerschot ............................. 1:2
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Oostende.
Búlgaría
Levski Sofia – Beroe ............................... 0:2
Hólmar Örn Eyjólfsson var ekki í leik-
mannahópi Levski Sofia.
Svíþjóð
Helsingborg – Norrköping..................... 3:2
Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn
með Norrköping og skoraði annað markið.
Staðan:
Malmö 14 9 4 1 29:12 31
Elfsborg 14 7 6 1 23:18 27
Norrköping 14 7 4 3 31:20 25
Djurgården 14 7 2 5 20:14 23
Häcken 14 5 6 3 24:15 21
Hammarby 14 5 5 4 16:17 20
Sirius 14 4 7 3 24:24 19
Mjällby 14 5 4 5 17:21 19
Varberg 14 4 5 5 21:20 17
Örebro 14 4 5 5 14:16 17
Gautaborg 14 2 8 4 16:21 14
AIK 14 3 4 7 13:22 13
Helsingborg 14 2 7 5 13:22 13
Kalmar 14 3 3 8 16:22 12
Falkenberg 14 2 6 6 15:21 12
Östersund 14 2 6 6 11:18 12
Noregur
B-deild:
Tromsö – Sandness Ulf ........................... 5:0
Adam Örn Arnarson kom inn á sem
varamaður á 55. mínútu hjá Tromsö.
NBA-deildin:
Oklahoma - Washington ..................121:103
Toronto - Memphis .............................108:99
New Orleans - San Antonio .............113:122
Boston - Orlando ...............................122:119
Portland - Philadelphia ....................124:121
Sacramento - Houston .....................112:129
LA Clippers - Brooklyn ...................120:129
Phoenix – Oklahoma ........................ 128:101
Utah – Dallas .................................... 114:122
Þórólfur Guðna-
son sóttvarna-
læknir segir
koma til skoð-
unar að leyfa aft-
ur íþróttir með
snertingu en
þetta kemur
fram í minnis-
blaði sem emb-
ætti sóttvarna-
læknis mun
afhenda heilbrigðisráðherra. Ekk-
ert hefur verið spilað á Íslands-
mótinu í knattspyrnu síðan 30. júlí
þegar yfirvöld tilkynntu hertar að-
gerðir til að sporna við kórónuveir-
unni. „Það er til skoðunar að leyfa
íþróttir með snertingu, eins og
knattspyrnu, að hefjast aftur. Það
myndi þá koma fram í minnis-
blaðinu,“ sagði Þórólfur á upplýs-
ingafundi almannavarna sem fór
fram í gær. Sem stendur hefur öll-
um knattspyrnuleikjum verið frest-
að til og með 13. ágúst eftir að heil-
brigðisráðuneytið hafnaði beiðni
Knattspyrnusambands Íslands um
undanþágu til að leyfa æfingar og
keppni.
Í kjölfarið birti KSÍ drög að ít-
arlegum reglum um framkvæmd
knattspyrnuleikja ef hægt verður
að hefja keppni á nýjan leik næst-
komandi föstudag. Reglurnar eru
byggðar á almennum sóttvarnar-
kröfum heilbrigðisyfirvalda á Ís-
landi en styðjast við sambærileg
gögn m.a. frá Þýskalandi, Dan-
mörku og Knattspyrnusambandi
Evrópu, UEFA. Í reglunum segir
m.a. að bannað verði að fagna
mörkum með snertingu og bannað
að hrækja á völlinn. Mbl.is/sport
greindi nánar frá málinu í gær.
Vonast til að
spila næsta
föstudag
Klara
Bjartmarz
Manchester United tryggði sér í
gær sæti í undanúrslitum Evrópu-
deildarinnar í fótbolta með 1:0-sigri
á FC København í Köln. Portúgal-
inn Bruno Fernandes skoraði sigur-
markið úr vítaspyrnu á 5. mínútu í
framlengingu. United mætir annað-
hvort Wolves eða Sevilla í undan-
úrslitum.
Inter er sömuleiðis komið áfram
eftir 2:1-sigur á Leverkusen. Nicoló
Barella og Romelu Lukaku skoruðu
fyrir Inter og Kai Havertz fyrir
Leverkusen. Inter mætir Shakhtar
Donetsk eða Basel í undanúrslitum.
United þurfti
framlengingu
AFP
Sigurmark Bruno Fernandes skor-
ar sigurmark United úr víti.
Atlético Madríd hefur staðfest að
tveir einstaklingar innan raða fé-
lagsins eru með kórónuveiruna og
hafa nú verið sendir heim til sín í
einangrun.
Spænska liðið á að mæta þýska
liði RB Leipzig í Meistaradeild Evr-
ópu í knattspyrnu á fimmtudaginn í
Lissabon, höfuðborg Portúgals. Í
tilkynningunni sem félagið sendi
frá sér segir að allir leikmenn og
starfsmenn hafi verið sendir í
veirupróf fyrir ferðalagið til Portú-
gals. Ekki liggur fyrir hvort hætta
sé á að leiknum verði aflýst.
Smit í herbúðum
Atlético Madríd
AFP
Litríkur Diego Simeone knatt-
spyrnustjóri Atletico Madríd.
FÓTBOLTI
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Dregið var til fyrstu umferðar í
undankeppni Evrópudeildar
UEFA í knattspyrnu í höfuð-
stöðvum sambandsins í Sviss í gær.
Ísland á þar þrjá fulltrúa; FH,
Breiðablik og Víking úr Reykjavík.
Leikir liðanna fara fram 27. ágúst
og aðeins er um einn leik að ræða
hjá hverju þeirra, FH á heimavelli
en Breiðablik og
Víkingar á úti-
velli.
Eina íslenska
liðið á
heimavelli
FH er eina ís-
lenska liðið sem
var í efri styrk-
leikaflokki og
eina liðið sem
fær heimaleik. Hafnfirðingar taka
á móti slóvakíska liðinu Dunajská
Streda sem endaði í 3. sæti í efstu
deild á síðustu leiktíð. Tímabilið í
Slóvakíu er nýbyrjað og er liðið bú-
ið að vinna sinn eina leik til þessa
með sex mörkum gegn engu. FH-
ingar þurfa að vísu að bíða í von og
óvon um hvort þeir fái að spila. Öll-
um knattspyrnuleikjum hefur ver-
ið frestað til 13. ágúst á landinu en
það er til skoðunar hjá yfirvöldum
að leyfa íþróttir með snertingu á
nýjan leik eftir þann tíma.
Eftir samfellda fimmtán ára
þátttöku í Evrópukeppnum urðu
FH-ingar að bíta í það súra epli að
taka ekki þátt í fyrra. Þeir spiluðu
síðast í Evrópudeildinni 2018,
gerðu þá góða ferð til Finnlands,
unnu 3:0-sigur á Lahti og héldu svo
fengnum hlut í Kaplakrika í 1. um-
ferð. Því næst náðu þeir í góð úrslit
í Ísrael, gerðu óvænt jafntefli, 1:1,
gegn Hapoel Haifa en féllu úr leik
eftir 1:0-tap í Kaplakrika.
Blikar fara til Noregs
Breiðablik fer til Noregs og
mætir þar stórliði Rosenborg, sem
Slóvakískt lið heimsækir FH í Kaplakrika
Víkingar fá annað tækifæri gegn slóvensku liði Blikar til Rosenborg
Arnar
Gunnlaugsson