Morgunblaðið - 18.09.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 18.09.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 NÝJ UNG ! Hlæðu, hoppaðu, hóstaðu og hnerraðu áhyggjulaus! Öruggar þvaglekavörur Extra rakadræg 100% Lyktarvörn Passa frábærlega Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég tel að þetta sé ein stærsta áskor- un samfélagsins í dag,“ segir Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. Mun fleiri konur en karlar eru við nám í tveimur af þremur stærstu há- skólum landsins í vetur. Þróun í þessa átt hefur vakið athygli á síðustu árum og bregðast þarf við, að mati ráðherra. Í Háskóla Ís- lands stunda ríf- lega níu þúsund manns nám á grunnstigi og eru um tveir þriðju hlutar þeirra konur en aðeins rétt ríf- lega þriðjungur karlar. Þegar horft er til framhaldsnáms eru yfir fimm þús- und nemar skráðir og aðeins ríflega fjórðungur karlkyns. Í Háskólanum á Akureyri var um fjórðungur nem- enda karlar á síðasta skólaári en ekki liggja fyrir nýjar tölur að sögn Eyj- ólfs Guðmundssonar rektors. Hann segir að kynjaskipting meðal nýnema gefi ekki annað til kynna en að svipað hlutfall verði í skólanum þetta árið. Í Háskólanum í Reykjavík eru hins vegar fleiri karlar en konur og hefur hlutfall karla aukist lítillega á milli ára. Fram kom í Morgunblaðinu á dögunum að mikil ásókn væri meðal Íslendinga í læknanám í Slóvakíu en 70% íslenskra nýnema þetta árið eru konur. Lilja segir í samtali við Morgun- blaðið að nú sé á lokametrunum vinna við menntastefnu til ársins 2030. „Framtíðarsýnin er að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar og til að svo megi verða þarf að taka í fangið þessa staðreynd sem blasir við að kynja- hlutföllin á háskólastiginu eru ekki eins og best verður á kosið,“ segir Lilja sem kveðst hafa kynnt í ríkis- stjórn á dögunum menntaumbætur en ráðgert er að verja 800 milljónum króna í þær umbætur á næstunni. Hugmyndir Lilju lúta að umbótum á fyrstu skólastigunum. Hún segir að ýmislegt hafi áunnist á síðustu árum. Aðgerðir til að styrkja stöðu kennara og kennara- náms hafi skilað sér í tuga prósenta aukningu í ásókn í námið í haust, 50% aukningu í grunnskólakennaranám og 120% í leikskólakennaranám. Ný lög um eitt leyfisbréf kennara þvert á skólastig styrki menntakerfið. Drengir hverfa meira á brott „En það það þarf að gera meira, til að mynda styrkja námsgögn. Áhuga- svið kynjanna eru mismunandi og við verðum að huga að því hvers vegna námið vekur ekki eins mikinn áhuga og ástríðu hjá drengjum. Þessu höf- um við unnið að með Mennta- málastofnun að undanförnu. Það þarf líka að styrkja orðaforða barnanna, við sjáum mikinn mun á orðaforða nú og fyrir tuttugu árum,“ segir Lilja og bendir á að hugmyndir um að fjölga móðurmálstímum séu þessu tengdar. Þannig verði hægt að nota íslensku meira í öllum greinum og bæta orða- forða. Hún segir að til að hægt verði að snúa við þeirri þróun að konur verði í miklum meirihluta í háskólum þurfi að ráðast að rót vandans. „Skýrasta mynd þess af hverju það eru færri ungir menn í háskólanámi en konur er sú að brotthvarf á framhaldsskóla- stigi er meira meðal drengja. Við þurfum því að byrja miklu fyrr. Ég vil leggja sérstaka áherslu á fyrstu skólastigin því þar verður mesta mót- unin. Við þurfum að vera með náms- efni og valmöguleika sem höfða til beggja kynja,“ segir Lilja og bendir á að svokölluð snemmtæk íhlutun sé gagnleg því þá sé hægt að fylgjast með námsframvindu og grípa inn í ef þörf er á. „Þá verður einnig að huga að samspili við hinn stafræna heim. Við vitum að börnin eru í símanum og tölvuleikjum og við þurfum að skilja það.“ Ein stærsta áskorun samfélagsins  Gríðarlegur kynjahalli nemenda í háskólum blasir við  Menntamálaráðherra vill ráðast að rót vand- ans og boðar 800 milljóna menntaumbætur  Huga þarf að fyrstu skólastigum og draga úr brotthvarfi Lilja Dögg Alfreðsdóttir Kynjaskipting í stærstu háskólunum Konur Karlar Grunnnám Framhaldsnám Háskóli Íslands 65% 35% 73% 27% 76% 24% 42% 58% Háskólinn á Akureyri* Háskólinn í Reykjavík *Tölur frá síðasta skólaári en útlit er fyrir að þessi hlutföll hafi ekki breyst Sterk vindhviða er sögð hafa orsakað banaslys sem varð á Borgarfjarðar- braut nærri Borgarnesi í september á síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar sam- gönguslysa um málið. Áreksturinn varð þegar Hyundai i10- og Nissan X- trail-bifreið skullu saman. Ökumenn voru sammála um að sterk vindhviða hefði fundist skömmu fyrir árekstur- inn. Varð hún til þess að Nissan-bif- reiðin fór yfir á rangan vegarhelming. Skullu bifreiðarnar saman af miklu afli og kastaðist Huyndai-bifreiðin aftur rúma 10 metra og snerist í hálf- hring við áreksturinn. Nissan-bifreið- in snerist og fór áfram um fimm metra. Ekki sáust ummerki á veginum um hemlun en að því er fram kemur í skýrslunni sjást ekki oft hemlaför þegar blautt er líkt og var þennan dag. Ökumaður og tveir farþegar voru í Nissan-bifreiðinni en ökumað- ur Hyundai-bifreiðarinnar var einn á ferð. Í árekstrinum lést farþegi í Nissan-bifreiðinni og er hann sagður hafa verið með ökubeltið ranglega spennt. Hafði farþeginn sett beltið undir handarkrikann og hlaut hann banvæna brjóst- og kviðarholsáverka. Að mati nefndarinnar eru líkur á að farþeginn hefði lifað slysið af ef ör- yggisbeltið hefði verið spennt með réttum hætti. Annar tveggja farþega í Nissan-bifreiðinni var ekki í belti og hlaut áverka á efri hluta líkamans. Ökumaður hlaut ekki mikla áverka. Ökumaður Huyndai-bifreiðarinnar er sagður hafa fengið mikla áverka. Hann var í belti auk þess sem loftpúði blés út. vidar@mbl.is Ranglega spennt öryggis- belti talið hafa valdið bana  Sterk vindhviða talin hafa orsakað árekstur á Borgarbraut Ljósmynd/RNS Banaslys Bifreiðarnar skullu sam- an af miklu afli í septembermánuði. Eftir að upp kom smit kórónuveirunnar í Hámu, matsölu Háskóla Íslands, á mánudag var versl- uninni lokað og starfsfólk sent í sóttkví og sýna- töku. Háma verður lokuð út vikuna, samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands. Tómlegt var um að litast þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom þar við í gær. Hefur svæðinu greinilega ver- ið skipt upp í sérstök sóttvarnahólf til að stemma stigu við frekari útbreiðslu faraldursins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tómlegt um að litast á Háskólatorgi Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að rekstri hjólhýsasvæðis við Laugar- vatn yrði hætt innan tveggja ára. Ákvörðunin er tekin vegna þess að öryggi fólks á svæðinu er verulega ábótavant komi þar upp eldur. Í bréfi lögreglustjórans á Suður- landi og slökkviliðsstjóra Bruna- varna Árnessýslu frá því í maí á þessu ári kom fram að ástandið á svæðinu með tilliti til brunavarna og öryggis fólks væri með öllu óvið- unandi. Í bréfi Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar frá því í ágúst kom fram að það væri á ábyrgð eiganda eða rekstraraðila að tryggja full- nægjandi aðgerðir gegn eldsvoða. Rekstur hjólhýsasvæðisins á sér 50 ára sögu. Samningar við leigutaka eru gerðir til tveggja ára. Samþykkt sveitarstjórnar er á þá leið að gild- andi samningar við leigutaka verði ekki endurnýjaðir þegar þeir renna út og verða því engir samningar i gildi að tveimur árum liðnum. Loka hjól- hýsasvæðinu  Ástandið sagt með öllu óviðunandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.