Morgunblaðið - 18.09.2020, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ursula vonder Leyen,forseti
framkvæmda-
stjórnar Evrópu-
sambandsins, lýsti
því yfir á miðviku-
dag, að sambandið hygðist
setja sér nýjar reglur um mál-
efni flóttamanna og kæmu þær
í stað Dyflinnar-
reglugerðarinnar svonefndu,
sem hefur verið grundvöllur
málsmeðferðar í þessum efn-
um í þrjátíu ár.
Samkvæmt reglugerðinni
ber að meta umsókn um hæli
einungis í einu af aðildarríkj-
unum sem samþykkt hafa að
gangast undir hana, en auk
Evrópusambandslandanna eru
Ísland og Noregur þar á með-
al. Reglugerðin á að koma í veg
fyrir að einn og sami hælisleit-
andinn geti verið með umsókn
um hæli í nokkrum ríkjum á
sama tíma, en í einhverjum til-
fellum var slíkum brögðum
beitt til þess að fólk gæti hald-
ið sér „á floti“, sent frá einu
aðildarríki til annars, jafnvel
án þess að nokkur fótur væri
fyrir hælisumsóknunum.
Hin síðari ár hefur hrikt í
stoðum reglugerðarinnar, þar
sem flóttamannavandinn, sem
hófst 2015, setti langmestan
þrýsting á þau ríki sem fyrst
urðu fyrir straumnum, einkum
Ítalíu og Grikkland, en einnig
að einhverju leyti Spán. Hin
síðari ár hafa því heyrst há-
værar raddir um að hinum
aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins beri að axla auknar
byrðar í þessum efnum.
Enginn vill þó verða fyrstur
til að taka þessar byrðar á sig,
og skyldi engan undra. Sem
dæmi má nefna að við Ermar-
sundið hefur undanfarin tvö ár
ríkt allsérstakt ástand, þar
sem flóttafólk, einkum ungir
karlmenn, sem vilja sækja um
hæli í Bretlandi, hefur safnast
saman við Calais og leitar fær-
is til að sigla á gúmbátum yfir
sundið. Hvorki Frakkar né
Bretar hafa áhuga á að taka
við fólkinu, en þeir sem komast
alla leið fá í langflestum til-
fellum hæli, þvert á vilja
breskra stjórnvalda, sem leita
nú leiða til þess að breyta lög-
gjöf sinni til að auðvelda þeim
að vísa fólki úr landi.
Ein ástæðan sem bresk
stjórnvöld hafa gefið fyrir af-
stöðu sinni er sú, að hinar ólög-
legu siglingar eru oftar en ekki
skipulagðar af glæpahópum,
sem hætta lífi flóttafólksins
fyrir persónulegan ávinning og
senda það af stað á troðfylltum
bátum, sem í mörgum tilfellum
geta vart talist haffærir.
Frönsk stjórnvöld, sem hafa
brýnt fyrir öðrum ríkjum Evr-
ópusambandsins að gera meira
í móttöku flótta-
fólks, virðast ekki
hafa mikinn áhuga
á að koma í veg
fyrir Ermarsunds-
ferðirnar, en alls
óvíst er hvað muni
taka við eftir næstu áramót
þegar útganga Breta úr Evr-
ópusambandinu kemur að fullu
til framkvæmda. Víst þykir þó
að þeir muni ekki vilja taka
þátt í Dyflinnarreglugerðinni
eða boðuðum arftaka hennar
og reyna eflaust að verja
landamæri sín með skilvirkari
hætti.
Þetta er einungis eitt dæmi,
en málin eru fleiri og hafa
teygt sig um alla Evrópu, þar á
meðal hingað til lands. Um-
ræðan hér hefur of oft markast
af því að þeir sem ná að koma
málum sínum á framfæri við
fjölmiðla telji sig geta fengið
einhvers konar sérmeðferð,
hvað sem Dyflinnarreglugerð
líður. Slík nálgun kann ekki
góðri lukku að stýra, sama
hversu sár einstök mál geta
orðið.
Augljóst er að hugmyndir
um að galopna landið og
hleypa öllum inn sem hingað
vilja koma ganga þvert gegn
hagsmunum Íslendinga sem
gætu með engu móti tekið á
móti þeim fjölda sem hingað
vill koma. Raunsæi verður að
ráða för og ljóst er að á liðnum
árum hefur, þrátt fyrir
Dyflinnarreglugerð og vegna
þeirra lausataka sem „fjöl-
miðlanálgunin“ hefur haft í för
með sér, gríðarlegur fjöldi
fólks komið hingað til lands á
þeirri forsendu að það sé á
flótta undan slæmum að-
stæðum af einhverju tagi. Við
getum tekið við einhverjum í
slíkri stöðu, en það má ekki
gerast á þann hátt sem verið
hefur á undanförnum árum
þar sem fólkið hefur flætt nán-
ast stjórnlaust inn í landið.
Yfirlýsing Von der Leyen
hlýtur að verða að skoða í því
ljósi að stjórnvöld hér á landi
hafa vísað í Dyflinnarreglu-
gerðina þegar erfið mál hafa
komið upp. Og þó að reglu-
gerðinni hafi ekki verið beitt af
þeirri festu sem skyldi hefur
hún hjálpað og án hennar dytti
varla nokkrum manni í hug að
verja þátttöku okkar í Scheng-
en-samstarfinu, sem er í meira
lagi vafasamt, jafnvel með
reglugerðinni.
Arftaki Dyflinnarreglugerð-
arinnar verður kynntur betur í
næstu viku. Ljóst er að það
mun skipta íslensk stjórnvöld
miklu máli, að þar verði áfram
tryggt, að Ísland eigi ein-
hverja möguleika á að verja
landamæri sín og ákveða
hverjir geta komið hingað og
sest að.
Án Dyflinnarreglu-
gerðarinnar verður
aðild að Schengen
enn óhagstæðari}
Á að opna upp á gátt?
F
erðalag forseta Mannréttinda-
dómstóls Evrópu til Tyrklands
hefur vakið athygli víða. Þar átti
dómsforsetinn viðræður við Er-
dogan Tyrklandsforseta sem er
einn valdaþyrstasti stjórnmálaforingi nú um
stundir. Í skiptum fyrir að kyssa vönd Erdog-
ans öðlaðist dómsforsetinn heiðursdoktorsnafn-
bót við háskólann í Istanbúl. Áðurnefndur Erd-
ogan hefur staðið framarlega í flokki við að
ofsækja pólitíska andstæðinga sína, einkum há-
skólaborgara, blaðamenn og mannréttinda-
frömuði, auk þess að beina spjótum sínum að
kvenfrelsiskonum, dómurum og embættis-
mönnum. Tyrklandsforseti hefur nýtt sér til
fulls ástand sem skapaðist í landinu eftir meinta
uppreisnartilraun. Dómsforsetinn ákvað að líta
fram hjá athöfnum Tyrklandsforseta til að eiga
við hann orð, væntanlega um framgöngu hans í mannrétt-
indamálum. Það er nefnilega svo nauðsynlegt að „eiga
samtalið“ eins og þar segir. Hugsanlega hefur tal þeirra
félaganna hneigst að stöðu þeirra tugþúsunda sem nú sitja
í yfirfullum fangelsum vegna pólitískra skoðana sinna.
Dómsforsetinn vitnar til hefða vegna heimsóknarinnar.
Nú kann vel að vera að það sé hefð hjá Mannréttinda-
dómstólnum að heimsækja brotamenn, væntanlega til
þess að reyna að reyna að hafa áhrif á hegðan þeirra.
Greinarhöfundi er til efs að grundvallarbreytingar verði á
stöðu mannréttindamála í Tyrklandi eftir spjall þeirra fé-
laganna yfir tesopanum nú um daginn. Hvað sem því líður
er dómsforsetinn snúinn aftur til síns heima
skreyttur silkihúfu Erdogans og hugleiðir næstu
skref. Hann hlýtur að hugsa með sjálfum sér
hvort heimsóknin sé líkleg til að efla virðingu og
sjálfstæði Mannréttindadómstólsins til framtíð-
ar. Einnig hlýtur dómsforsetinn að hugleiða með
tilliti til undirtekta og viðbragða vegna Tyrk-
landsheimsóknarinnar nú um daginn hvort hefð-
in svokallaða hafi orðið til góðs og hvort hún kalli
hugsanlega á enn frekari heimsóknir til brota-
manna. Þá verður greinarhöfundi á að hugsa til
annars meints brotamanns sem nú um stundir
fer mjög fram í mannréttindamálum í kjölfar
kosninga sem hafa notið lítillar virðingar útífrá,
nefnilega Alexanders Lukashenko, forseta
Hvíta-Rússlands. Sá dánumaður hlýtur nú að
skoða þann möguleika að bjóða dómsforsetanum
í tesopa og bjóða fram eins og eina heiðurs-
doktorsnafnbót honum til handa að loknu góðu spjalli. Það
er niðurlæging við bæði Mannréttindadómstólinn og for-
seta hans að éta úr lófa Erdogans og óvíst að fundum
þeirra hafi verið fagnað í yfirfullum fangelsum harðstjór-
ans. Traust á dómstólnum hefur enda snarminnkað ef
marka má viðbrögð víða við Tyrklandsför dómsforsetans.
Það virðist hins vegar ríkja nokkur fögnuður yfir heim-
sókninni hjá tveim íslenskum þingmönnum sem hafa að
jafnaði borið mannréttindi fyrir brjósti að eigin sögn.
Þorsteinn
Sæmundsson
Pistill
Fyrst tökum við Istanbúl – síðan Minsk
Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavík suður.
thorsteinns@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Aðalástæða þess að stjórn-völd stefna að lagningunýs fjarskiptasæstrengstil Evrópu er krafa nú-
tímans um öryggi í fjarskiptum við
útlönd. Með þriðja strengnum er
nokkurn veginn tryggt að landið
verði aldrei sambandslaust. Öryggið
er einnig lykilatriði í því að laða
hingað gagnaver. Þótt núverandi
tenging sé ekki nýtt nema að hluta
er vöxturinn það mikill að hún verð-
ur fullnýtt eftir sex ár, eða svo.
Í stefnu fyrir
fjarskipti fyrir
tímabilið 2019 til
2033 sem sam-
þykkt var á Al-
þingi á síðasta ári
kemur fram að
þrír virkir fjar-
skiptastrengir
skuli tengja Ís-
land við Evrópu.
Ríkisstjórnin
samþykkti fyrir
skömmu að tryggja fjármögnun nýs
strengs milli Íslands og Írlands og
stefnt skuli að því að taka hann í
notkun fyrir lok árs 2022 eða á árinu
2023 í síðasta lagi. Stofnkostnaður
er áætlaður 50 milljónir evra sem
svarar til um 8 milljarða króna.
Framkvæmdin er háð samþykki Al-
þingis.
Farice ehf., félag í fullri eigu
ríkisins, hefur frá byrjun árs 2019
unnið að undirbúningi lagningar nýs
strengs fyrir hönd Fjarskiptasjóðs
og hefur allan tímann verið stefnt að
landtöku á vesturströnd Írlands. Nú
hafa náðst samningar við samstarfs-
fyrirtæki í Írlandi og verður land-
takan í bænum Galway og tengingin
til Evrópu og Bandaríkjanna fer um
Dyflinni, höfuðborg Írlands.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar gerði
það kleift að hefja rannsóknir á hafs-
botni út frá Galway.
Öryggi upp á fimm níur
Þorvarður Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Farice, segir að þörfin
fyrir aukið öryggi í fjarskiptum sé
meginástæðan fyrir því að ákveðið
er að leggja nýjan fjarskipta-
sæstreng. Strengirnir eru nú tveir,
Farice 1, sem liggur til Skotlands
með tengingu við Færeyjar, og Dan-
ice sem liggur til Danmerkur. Farice
er kominn til ára sinna en hefur
staðið vel fyrir sínu, þjónustan hefur
ekki rofnað mikið. Öryggi hans er
reiknað 99,95% sem þykir ágætt en
þýðir að líkur geti verið á að sam-
band rofni í 1-2 daga á tíu ára tíma-
bili. Þorvarður segir að samfélagið
sé orðið svo háð fjarskiptum, eins og
skýrt hafi sést í kórónuveirufaraldr-
inum, að fólk og atvinnulíf sætti sig
ekki við að vera án sambands við
umheiminn í svo langan tíma.
Þess vegna þurfi nýja leið til
Evrópu, óháða þeim sem fyrir eru.
Með því sé stefnt að fjarskipta-
öryggi upp á „fimm níur“, það er að
segja 99,99999% öryggi. Það þýðir
að ekki séu líkur á að samband rofni
nema í 1-2 klukkustundir á tíu ára
tímabili. Þá verði öryggið nánast
fullt og í raun ólíklegt að nokkurt rof
verði á þjónustunni.
Það eru ekki aðeins heimilin og
atvinnulífið sem þurfa öruggt fjar-
skiptasamband, þriðji strengurinn
er talinn forsenda fyrir áframhald-
andi uppbyggingu gagnaversiðnaðar
hér á landi og annarrar starfsemi í
tengslum við fjórðu iðnbyltinguna.
Raunar gera sum gagnaversfyrir-
tæki kröfur um fjórar mismunandi
leiðir úr landi.
Þótt öryggisþátturinn sé ráð-
andi aukast fjarskiptin svo mikið að
innan nokkurra ára má búast við að
núverandi strengir verði fulllestaðir.
Það rekur því einnig á eftir því að
sambandið við Evrópu verði styrkt.
Nýr strengur tryggir
fjarskiptaöryggi
FARICE-1
Greenland
Connect
DANICE
IRIS
Sæstrengur til Írlands
ÍRLAND
Galway
ÍSLAND
Reykjanes
Möguleg leið nýs fjar-
skiptasæstrengs (IRIS)
milli Íslands og Írlands
Þorvarður
Sveinsson
Næstu verkefni við undirbúning
lagningar fjarskiptasæstrengs
til Írlands er að fá staðfestingu
á því að aðstæður séu góðar til
að leggja strenginn til Galway.
Skip er nú við rannsóknir þar og
niðurstöður liggja fyrir á næstu
vikum.
Þá þarf að ljúka ákvörðun um
val á stað til landtöku á Íslandi.
Ef nýi strengurinn á að vera
óháður Danice sem kemur á
land á Landeyjasandi þarf hann
að vera vestan við hann og stór-
fljótin, það er að segja á suður-
strönd Reykjanesskagans. Í
byrjun árs 2019 var einkum ver-
ið að huga að svæðinu fyrir
vestan Grindavík og voru Suð-
urvík og Mölvík þá til athug-
unar. Þorvarður Sveinsson segir
markmiðið að ljúka staðarvali
fyrir jól og láta gera botnrann-
sóknir við þann lendingarstað
næsta vor, ef fjármagn fæst.
Markmið Farice er að geta farið
hratt af stað þegar fjárveitingar
fást þannig að strengurinn verði
tilbúinn haustið 2022.
Lending við
Reykjanes
STAÐARVAL