Morgunblaðið - 18.09.2020, Page 17

Morgunblaðið - 18.09.2020, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Breikkun Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss eru í fullum gangi. Íslenskir aðalverktakar vinna verkið og nota til þess stórvirkar vinnuvélar. Aðal- verktakar unnu einnig fyrri áfangann sem lokið var á síðasta ári. Nú er breikkaður sjö kílómetra kafli, frá Kotstrandarkirkju að Biskupstungnabraut. Stefnt er að verklokum haustið 2023. Kristinn Magnússon Innan breska stjórn- kerfisins er unnið að smíði lagafrumvarps til að þrengja valdsvið Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Strassborg gagnvart Bretlandi á þeim svið- um þar sem Bretar telja að Strassborg- ardómararnir hafi „gengið of langt“. Þar er meðal annars um að ræða ákvæði mannréttindasáttmála Evr- ópu sem eru skjól fyrir farand- og flóttafólk vilji það komast hjá fram- kvæmd brottvísunar og ákvæði sem nota má gegn breskum hermönnum vegna þátttöku þeirra í aðgerðum ut- an Bretlands. Þessi ákvæði eru nú meðal lögskýringargagna breskra dómara við ákvarðanir þeirra vegna mála sem undir þau falla. Breskir stjórnmálamenn, andvígir aðild að Evrópusambandinu, hafa lengi gagnrýnt MDE og dóma ESB- dómstólsins sem reistir eru á mann- réttindaákvæðum ESB. Í brexit-við- ræðunum hafa fulltrúar ESB krafist þess að Bretar viðurkenni áfram mannréttindasáttmála Evrópu og mannréttindaákvæði í sáttmálum ESB að öðrum kosti sé samstarfi ESB og Breta í þágu löggæslu stefnt í hættu. Þarna er meðal annars vísað til mikilvægra hagsmuna Breta af að- ild að Europol, Evrópulögreglunni, eftir ESB-úrsögnina. Í kosningastefnuskrá breska Íhaldsflokksins fyrir þingkosningar á árinu 2019 sagði að endurskoða bæri mannréttinda- og stjórnsýslulög til að tryggja hæfilegt jafnvægi milli réttar hvers einstaklings, brýnna þjóðaröryggishags- muna og virkrar stjórn- sýslu. Gagnrýni breskra ráðherra á MDE er meðal annars sú að dómararnir í Strass- borg afflytji 67 ára gamlan mannréttinda- sáttmála Evrópu í „framsækinni“ laga- túlkun og með dómum sem reistir séu á henni. Innan Íhaldsflokksins benda áhrifamenn á að aldrei hefði neinn gert ráð fyrir að MDE yrði beitt á þann veg sem nú er gert í málum hælisleitenda. Þar hafi Strassborgardómararnir skapað víð- tækari lagareglur en felast í ákvæð- um mannréttindasáttmálans. Stefna breskur ríkisstjórnarinnar hefur verið mörkuð. Óánægjan með MDE í Bretlandi er djúpstæðari en svo að unnt sé að líta á afstöðuna sem leikbragð í ESB-viðræðunum þótt ýmislegt annað sem ber hátt um þessar mundir vegna spennunnar milli Breta og ESB kunni að vera það. Höfuðsmiður laga og reglna? Ráðherraskrifstofa Evrópuráðsins og Evrópuráðsþing 47 aðildarríkja starfa við hlið MDE í Strassborg. Þrír íslenskir þingmenn sitja á Evrópuráðsþinginu. Við ráðið starfar fastanefnd Íslands undir forystu Ragnhildar Arnljótsdóttur, fyrrv. ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneyt- inu. Árið 2022 tekur Ísland við for- mennsku í ráðherraráði Evrópuráðs- ins. Róbert Spanó, fulltrúi Íslands í MDE, var kjörinn forseti dómstólsins í apríl 2020 en forveri hans í embætti var Grikki. Afstaða Breta til MDE og gagn- rýni á dómstólinn víðar í aðildarríkj- unum 47 hrín ekki á MDE-dómurun- um. Þeir sitja í virki og fara sínu fram innan þess og utan. Nýleg turnlaga bygging dómstólsins minnir á sjálf- stæði hans. Nú bíða um 65.000 mál afgreiðslu hjá dómstólnum. Innan turnsins kunna menn að túlka málafjöldann á þann veg að hann sýni tiltrú til dóm- stólsins, að dómararnir séu verðir gegn óréttlæti og ofríki yfirvalda. Ríkisvald einstakra landa er jafnan í sæti „sökudólgsins“ fyrir dómstóln- um, hann er einskonar hæstiréttur hæstarétta aðildarlandanna. Utan dómstólsins er málafjöldinn talinn dæmi um óskilvirkni dómstóls- ins. Hann gangi fram í skjóli virðing- arinnar sem Evrópuráðið ávann sér á árum áður en fer nú þverrandi meðal annars vegna málflutnings á Evrópu- ráðsþinginu sem þjónar frekar Evr- ópuráðinu sem stofnun en hugsjón- unum sem ráðið var stofnað til að vernda. Hefur þetta meðal annars birst í ákvörðunum þingmanna þegar Rússar eiga í hlut. Markús Sigurbjörnsson, fyrrver- andi forseti Hæstaréttar Íslands, sagði í samtali við Lögmannablaðið vorið 2020: „Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað Mannréttindadómstóllinn ætlast til að maður geri. Auðvitað er það skrítin veröld þegar íslenska rík- inu er dæmt áfelli, út af til að mynda tjáningarfrelsi, vegna þess að Hæsti- réttur Íslands fylgdi ekki kríteríun- um frá Mannréttindadómstólnum, en bara óvart voru þessar kríteríur ekki til þegar málið var dæmt. Það er erf- itt að reyna að fylgja svona línu.[] Í mörgum tilvikum mætti fylgja með: Að vísu skipti þetta atriði engu máli í þessu tilviki en þið nefnduð þetta samt ekki og úr því að þessi krítería var ekki tekin til skoðunar þá var brotið gegn mannréttindum. Þetta er orðin allt önnur veröld en hún var og í raun má spyrja hvernig Mannrétt- indadómstóllinn lítur á sitt eigið hlut- verk. Er hann orðinn einhvers konar höfuðsmiður laga eða reglna sem veitir öllum landsdómstólum leiðsögn um það hvernig þeir eiga að gera hlutina og ef því er ekki fylgt er allt ómögulegt.“ Þarna er lýst stofnun sem telur sig geta farið sínu fram hvað sem tautar og raular. Misráðin Tyrklandsheimsókn Róbert Spanó, forseti MDE, fór í umdeilda opinbera heimsókn til Tyrklands 3. til 5. september. Öll rök fyrir heimsókninni bera þess merki að ekkert knúði á um hana annað en þrýstingur frá stjórnvöldum í Tyrk- landi og metnaður dómsforsetans. Tyrkneskir ráðamenn hafa á und- anförnum árum gerst sekir um gróf mannréttindabrot. Nú hafa þeir þó fengið gæðastimpil frá forseta dóm- stólsins í Strassborg. Hann varð meðal annars heiðursdoktor háskóla sem er alræmdur fyrir ofsóknir í garð prófessora af því að stjórnvöld líta þá óvildarauga. Einkennilegt er að notað sé orðið „hefð“ til að skýra tilefni Tyrklands- ferðar og doktorsnafnbótar Róberts. Aldrei áður hefur forseti MDE farið í opinbera Tyrklandsheimsókn. Þá er ekki heldur hefð að forsetar MDE þiggi doktorsnafnbót sér til heiðurs. Síðan 2016 hefur ríkt óöld í Tyrk- landi vegna ofsókna gegn almennum borgurum eftir misheppnaða tilraun til að steypa Recep Tayyip Erdogan forseta af stóli. Erdogan grefur markvisst undan stjórnkerfi lýðveld- isins frá 1923 sem Kemal Atatürk, „faðir“ nútíma Tyrklands, stofnaði. Þar var skilið milli trúmála og stjórn- mála. Skilin eru Erdogan ekki að skapi. Hann sækir stuðning til þjóð- ernissinnaðra múslima, talsmanna löggjafar að hætti Kóransins. Hún fellur ekki að mannréttinda- sáttmálanum, stjórnarskrá mann- réttindadómstólsins. Heimsóknin til Erdogans og við- ræður við hann og stuðningsmenn hans er fleinn í holdi þeirra sem sæta ofsóknum af hálfu valdamannanna. Forseti MDE neitaði staðfastlega að hitta þá í Tyrklandi sem þurfa á vernd MDE að halda en ekki gæða- stimpli dómsforsetans á Erdogan. Fyrir utan dómgreindarskort á stöðu mála í Tyrklandi sýnir opinber heimsókn þangað á þessari stundu skilningsleysi á utanríkis- og öryggis- málum. Tyrkir deila við Frakka vegna þrotríkisins Líbíu. Þá sækja Tyrkir gegn Grikkjum vegna yfirráða á Eyjahafi. Tyrkir hafa þar hafrétt- arsáttmála SÞ að engu. Hvarvetna fer Erdogan fram með hótunum. Forsetaheimsóknin til Tyrklands í nafni mannréttinda var misráðin. Hún staðfestir að innan Mannrétt- indadómstóls Evrópu ríkir andi yfir- lætis og skeytingarleysis. Fleiri kunna að feta í fótspor bresku íhalds- þingmannanna og telja þjóðum sínum betur borgið án afskipta dómaranna. Eftir Björn Bjarnason »Dómararnir sitja í virki og fara sínu fram innan þess og utan. Nýleg turnlaga bygging dómstólsins minnir á sjálfstæði hans. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Mannréttindadómstóll í ólgusjó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.