Morgunblaðið - 18.09.2020, Side 20
Morgunblaðið/Eggert
Sú var tíðin, að bílar fóru allan sólar-
hringinn upp og niður Laugaveginn
og laganna verðir vel sýnilegir líka,
bæði gangandi og í bílum. Það var
því útilokað fyrir nokkurn þann, sem
vildi brjótast inn í verslanir við göt-
una, að reyna það einu sinni hvað þá
annað. Til þess var of mikil umferð
bæði gangandi fólks og bíla. Nú er
öldin önnur, þegar Laugavegurinn
er orðin hálfgerð draugagata, og
engir bílar fá að fara þar um, versl-
anir fáar, og fólk hefur enga sér-
staka löngun til að koma í götuna
lengur og á þar fá erindi, andstætt
því, sem áður var. Það er því hægur
vandi fyrir þá, sem vilja brjótast inn,
að gera það í friði þess vegna. Ég er
því ekkert undrandi á slíkum frétt-
um, þegar Dagur og kó eru að loka
hverri götunni af annarri í miðborg-
inni fyrir umferð og gera fólki ókleift
að fara þar um, sem fælir þá þjófóttu
frá götunum. Ég hefði sagt, að það
væri vit í þessu eða hitt þó, en þetta
vilja Dagur og kó greinilega. Haldið
það sé nú!
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Deyjandi Laugavegur
Ýmislegur ósómi og
óréttlæti viðgengst
hér á Íslandi og er
t.d. orðið ansi hart ef
ráðist er á einstakling
af heilli stétt í land-
inu fyrir það eitt að
svara fyrir sig og
jafnvel þótt um upp-
lognar sakir hafi ver-
ið að ræða. Rammt
kvað að þessu fyrir
skömmu er Þorsteinn
Már Baldvinsson forstjóri Sam-
herja kom á framfæri leiðréttingu
á því sem rannsóknarblaðamað-
urinn Helgi Seljan hafði borið á
hann að ósekju í Seðlabankamál-
inu svokallaða, því óþverramáli
þar sem Þorsteinn Már var sýkn-
aður af ótrúlegum áburði fyrrver-
andi seðlabankastjóra Más Guð-
mundssonar, sem lenti svo á
rassgatinu með allt saman. En þá
tók Helgi Seljan við, sem raunar
hefur haft Þorstein Má í einelti
um árabil, og klíndi á hann að tal-
ið er fölsuðum pappírum og gerði
mál úr.
Akureyringarnir á
RÚV láta í sér heyra
En þegar Þorsteinn Már fór
eðlilega að svara fyrir sig reis
fréttamannaelítan upp sem aldrei
fyrr með Akureyringana á RÚV í
broddi fylkingar þar sem er Stef-
án Eiríksson útvarpsstjóri og
fyrrverandi lögreglustjóri, sem
maður skyldi ætla að hefði í heiðri
lög og rétt, en hver
veit, þar sem hann að
undanförnu hefur títt
skipt um starf. Hinn
Akureyringurinn og
fréttastjórinn Rakel
Þorbergsdóttir fylgdi
fast á eftir sínum
yfirboðara, ábúðarfull
án þess trúlega að
hafa kynnt sér málið
til fullnustu en tók
samt þátt í ófræging-
unni.
Og þá kem ég að
þætti Þóru Arnórs-
dóttur, sem gat auðvitað ekki látið
sitt eftir liggja að mæra vin sinn
Helga Seljan, samfylkingarkonan
og fyrrverandi forsetaframbjóð-
andinn, sem virðist ekki enn vera
búin að ná sér eftir hrakfarir í
þeim málum, enda las ég, sem eft-
ir henni var haft, að hún kenndi
ágætum Ólafi Ragnari meðfram-
bjóðanda sínum um allar sínar
ófarir.
Hjá framangreindu starfsfólki
RÚV hefur allt gengið út á að
mæra og taka upp hanskann fyrir
Helga Seljan þó svo hann hafi
jafnvel haft í frammi ólöglegt at-
hæfi og verði jafnvel sóttur til
saka að mati lögfræðinga.
Það er orðið gjörsamlega óvið-
unandi ef einstaklingur í þessu
þjóðfélagi getur ekki orðið borið
hönd fyrir höfuð sér eins og ég
hef áður komið inn á og heil stétt
manna hrópar úlfur, úlfur og tek-
ur ekkert tillit til hvort um rangt
eða rétt sé að ræða.
Að lokum
Í meira en 20 ár var ég útgef-
andi blaða og ritstýrði og skrifaði
jafnvel eina og eina frétt ef á
þurfti að halda. Í aðeins eitt skipti
á þessum árum varð ég verulega
hræddur um að fá á mig kæru, en
þá hafði ég álpast til að skrifa
frétt um eiturlyfjamál, sem margir
fréttamenn eru ekki ókunnir, og
hafði ekki nógu tryggar heimildir.
Sem betur fór hafði ég rétt fyrir
mér en það var raunar engin af-
sökun þá. Svona hluti gerir maður
bara ekki.
Ég ætla að enda þennan pistil
með því að minnast aðeins á grein
um sama mál og um hefur verið
fjallað hér að framan eftir Kristin
Hrafnsson til mikillar ófrægingar
um Þorstein Má Baldvinsson. Ég
verð að segja, að minnsta kosti
fyrir mitt leyti, að ég geld mjög
varhug við því sem Kristinn raus-
ar eftir margra ára baráttu með
mjög misjöfnum árangri í Wiki-
Leaks-málinu og hefur hann verið
duglegur við að reyna að ná sér
niðri á mönnum, hvort sem er að
sekju eða ósekju að virðist.
P.s. Meira um Namibíu/
Samherjamálið seinna.
Akureyringarnir á RÚV
ráðast á forstjóra Akureyrar-
fyrirtækisins Samherja
Eftir Hjörleif
Hallgríms
» Fréttamannaelítan
ætti stundum að
fara sér hægar. Það er
ekki oft sem ráðist er á
frettamenn að ósekju.
Hjörleifur
Hallgríms
Höfundur er eldri borgari
á Akureyri.
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020
Jæja, þá er að
mörgu leyti svolítið
sérstakt sumar að
baki sem var okkur
reyndar mörgum
bæði mjög ljúft og
gott. Og nú er varla
annað í stöðunni,
sama hvað dagarnir
kunna að hafa upp á
að bjóða, en að gíra
sig með bjartsýni og
jákvæðni inn í haustið.
Ég er þakklátur fyrir að fá að
vera í liði lífsins og fá að vera
ykkur samferða á ævigöngunni
sem þó kann að reynast okkur
mörgum skrykkjótt, strembin,
flókin og full af óvæntum áskor-
unum.
Það er svo gott og dýrmætt að
finna hvernig fólk stendur saman
þegar á reynir þar sem hver og
einn leggur sitt af mörkum eftir
sinni náðargáfu, hæfileikum og
getu til þess að okkur líði sem
best. Jafnt sem einstaklingar og
heild. Jafnvel þrátt fyrir ólíkar
áherslur og leiðir, lífsafstöðu í
stjórnmálum, trúmálum eða
hverju öðru sem við lifum fyrir
eða eftir eða tökum mark á og mið
af.
Með þakklæti og virðingu
fyrir okkar eldri borgurum
Að undanförnu hefur mér orðið
hugsað til okkar elstu samborgara
sem sumir hverjir kunna að hafa
lifað við einveru og fundið til ein-
manaleika, kvíða eða óöryggis.
Sérstaklega í þeim tilfellum þar
sem tengsl hafa skerst og minnk-
að af óhjákvæmileg-
um orsökum. Hjá
þeim mörgum er ekk-
ert bara einhvern
tíma seinna, þegar
betur stendur á. Þeir
þurfa á utanumhaldi
og alúð að halda,
núna.
Hugsum hlýlega til
þeirra og biðjum fyrir
þeim og þökkum fyrir
þá. Þeir hafa upplifað
tímana tvenna og
jafnvel þrenna og búa því yfir æv-
innar reynslu. Við erum að tala
um fólkið sem ól okkur upp,
kenndi okkur að lesa og skrifa,
fæddi okkur og klæddi. Fólkið
sem sagði okkur sögur úr sínu
uppeldi sem hver og einn upplifði
með sínum hætti. Sögur sem eru
sérstakar hver og ein og ekki
mega gleymast. Nauðsynlegt og
gott er að taka mið af þeim og
nýta sem innlegg í samtímann.
Reynslu sem við getum nýtt okk-
ur. Við erum að tala um fólkið
sem kenndi okkur bænir og bað
fyrir okkur og með okkur við rúm-
stokkinn, morgunverðarborðið eða
kvöldverðarborðið. Þegar við héld-
um út í daginn, fórum í skólann í
fyrsta sinn og svo framvegis.
Hvort sem bænirnar voru beðnar
upphátt eða í hljóði eða með hvaða
hætti sem þær fóru fram, leynt
eða ljóst. Að okkur vitandi eða
óafvitandi.
Biðjum jafnframt fyrir aðstand-
endum okkar eldri borgara og öll-
um þeim sem koma að umönnun
þeirra.
Tökum líka tillit
til langveikra
Biðjum einnig fyrir þeim sem
haldnir eru einhvers konar sjúk-
dómum sem draga úr færni og
virkni viðkomandi og þurfa því að
fara sérstaklega gætilega í því
ástandi sem við höfum búið við
það sem af er árs.
Biðjum einnig fyrir aðstand-
endum þeirra og eins öllum þeim
sem eru áhyggjufullir og kvíðnir
vegna eigin stöðu eða ástvina
sinna eða fyrir því sem koma skal.
Hulinni framtíð sem enginn veit
hvað kann að bera í skauti sér.
Elskum á meðan við lifum.
Elskum fólkið okkar á meðan það
lifir. Því þegar fólkið okkar er far-
ið er of seint að sýna því um-
hyggju, virðingu og ást svo það fái
notið þess.
Kærleikans Guð, höfundur og
fullkomnari lífsins, blessi okkur öll
öllum stundum, jafnt að degi sem
nóttu, í gleði og raunum, ævina á
enda og um eilífð í sínum mis-
kunnsama, náðarríka, fyrirgefandi
og friðgefandi faðmi.
Í frelsarans Jesú nafni.
Með samstöðu-, kærleiks- og
friðarkveðju.
Lifi lífið!
Elskum, í öllum
aðstæðum, alla ævi
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
»Hugsum hlýlega til
langveikra og okkar
elstu samborgara sem
sumir hverjir kunna að
hafa lifað við einveru og
fundið til einmanaleika,
kvíða eða óöryggis.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Róðurinn hefur
þyngst. Það árar illa
og líklega er betra að
róa lítið eitt upp í en
láta reka undan. Við
megum ekki leggja
árar í bát og slá
slöku við, þá fyrst
siglum við í strand.
Uppgjöf er ekki upp
á marga fiska – þeir
fiska sem róa segjum
við. Sums staðar liggur fiskur und-
ir steini og við sem erum iðin við
kolann erum fær í flestan sjó. Við
reynum hvað við getum að koma
hlutunum á réttan kjöl og oft vex
okkur fiskur um hrygg.
Mikilvægi sjávarnytja sést
glöggt í máli okkar. Það er eitt-
hvað við fortíðina, sögu þess liðna
og þeirra tækifæra sem felast í því
að draga lærdóm af reynslu, þ.e.
að gera betur. Auðlindir á borð við
jarðnæði, hreinan sjó í íslenskum
fjörðum og hið hreina vatn sem Ís-
land býr yfir, bæði kalt og heitt,
gefa tækifæri til framleiðslu verð-
mæta. Þessar auðlindir okkar eru
frumforsendur og grundvöllur arð-
bærs fiskeldis. Viljinn til að standa
sig vel er það eina sem þarf því
ekkert verk er lélegt nema illa
unnið verk eins og Laxness komst
að orði.
Mönnum yfirsést stundum að
framtíðin felst í lausnum. Það þarf
ekki endilega að finna upp hjólið,
stundum er nóg að huga betur að
því sem fyrir er. Líkt og sagt er:
að fortíð skal hyggja ef frumlegt
skal byggja.
Framtíð sjávarútvegs felst að
mínu mati í fiskeldi. Það sannast
best á því að veiðar úr villtum
stofnum hafa haldist óbreyttar í
tonnum talið undanfarin 30 ár,
dregist heldur saman ef eitthvað
er. Það er því ljóst að eigi sjáv-
arafli að aukast á heimsvísu verð-
ur aukningin að koma úr eldi.
Fiskeldi er talið álitleg leið til
matvælaframleiðslu vegna góðrar
nýtingar fiska á vatni, rými, fóðri
og orku. Fiskeldi getur m.ö.o. ver-
ið mikill hvalreki. Greinin er at-
vinnuskapandi og stuðlar að auk-
inni hagsæld. Hún er jafnframt
talin góð leið til þess að fæða hinn
ört vaxandi fólksfjölda hér á jörðu
og einnig til að mæta minnkun
fiskafla úr villtum stofnum.
Skiptar skoðanir
eru um það hvort friða
beri Eyjafjörð fyrir
laxeldi í sjó. Orðræðan
virðist byggð á tilfinn-
ingu fremur en rök-
semdum því aldrei
hefur Hafrann-
sóknastofnun birt
gögn, sem aflað hefur
verið fyrir skattfé
okkar landsmanna, um
burðarþols- eða
áhættumat fyrir Eyja-
fjörð. Við getum
hreinlega ekki sett blátt bann við
fiskeldi í sjó undir þessum kring-
umstæðum. Við verðum að átta
okkur á því að þar sem er vilji, þar
er vegur. Og þar sem er vegur,
þar býr fólk sem þarf að hafa til
hnífs og skeiðar.
Þegar grunnupplýsingar liggja
fyrir höfum við flöt til þess að
vinna á. Á sandi byggði heimskur
maður hús, ekki satt? Byrjum á
réttum enda, ræðum staðreyndir,
kosti og galla og tökum upplýsta
ákvörðun í stað þess að girða fyrir
atvinnusköpun komandi kynslóða
með geðþóttaákvörðunum.
Að endingu langar mig til að
vitna aftur í Laxness. Hér birtist
brot úr ritverki hans Atómstöðinni
enda eru skiptar skoðanir um
margt, svo sem lax og svo Laxness
sjálfan.
„Til hvers er verið að gera
mynd sem á að vera einsog náttúr-
an, þegar allir vita að slíkt er hið
eina sem mynd getur ekki verið og
á ekki að vera og má ekki vera.
Hver hefur komið upp með það að
náttúran sé sjónin tóm? Þeir sem
þekkja náttúruna heyra hana
fremur en sjá; finna hana fremur
en heyra; þefa hana, já mikil
ósköp – en éta hana þó fyrst og
fremst.“
Um nútíð, framtíð,
lax og Laxness
Eftir Gunnlaugu
Helgu
Ásgeirsdóttur
Gunnlaug Helga
Ásgeirsdóttir
» Skiptar skoðanir eru
um það hvort friða
beri Eyjafjörð fyrir lax-
eldi í sjó. Orðræðan
virðist byggð á tilfinn-
ingu fremur en rök-
semdum.
Höfundur er sjávarútvegsfræð-
ingur.
gunnlaughelga@gmail.com