Morgunblaðið - 18.09.2020, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020
✝ Eiríkur HeiðarSigurgeirsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 28.
febrúar 1949. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands 5. maí 2020.
Foreldrar hans
voru Sigurgeir
Ólafsson, f. 21. júní
1925, d. 2. ágúst
2000, og Erla Ei-
ríksdóttir, f. 26. september 1928,
d. 10. febrúar 2013.
Systkini Eiríks: Ólöf Jóna, f.
16. september 1944, Ruth Halla,
f. 29. janúar 1946, d. 1. ágúst
2007, Guðfinna Guðný, f. 7. júní
Kristel, f. 26. ágúst 2012. 2)
Heiða, f. 13. desember 1975. Á
hún þrjú börn, Bjart, f. 17. ágúst
1994, Jason, f. 23. febrúar 2001,
og Dagbjörtu Erlu, f. 24. janúar
2006. 3) Erla, f. 25. nóvember
1979. Á hún tvö börn, Kristínu
Líf, f. 30. janúar 1998, og Ár-
mann, f. 17. september 2002.
Eiríkur lauk námi við Stýri-
mannaskólann í Vestmanna-
eyjum og seinna lagði hann stund
á nám í netagerð. Eiríkur varði
allri sinni starfsævi við sjávar-
útveg á ýmsan hátt, bæði hér
heima og víðsvegar um heiminn.
Eiríkur verður jarðsunginn
frá Selfosskirkju í dag, 18. sept-
ember 2020, klukkan 13. Vegna
aðstæðna í samfélaginu er at-
höfnin eingöngu fyrir boðsgesti,
en henni verður streymt á vef-
síðu Selfosskirkju (www.selfoss-
kirkja.is). Virkan hlekk á streymi
má nálgast á https://
www.mbl.is/andlat/.
1951, Sæfinna Ásta,
f. 5. júlí 1952, Emma
Hinrikka, f. 23.
febrúar 1956, og
Þór, f. 1. október
1959.
Hinn 20. apríl
1973 kvæntist Eirík-
ur Sigríði Kristínu
Dagbjartsdóttur, f.
10. maí 1950. Dætur
þeirra eru: 1) Dag-
björt, f. 17. ágúst
1972, og giftist hún Þorsteini Jó-
hannessyni. Á hún frá fyrri sam-
búð Steinunni Rögnu, f. 10. októ-
ber 2003. Eiga þau Þorsteinn
tvær dætur, Kristveigu Láru, f. 3.
desember 2009, og Elísabetu
Elsku pabbi. Orð eru fátækleg
og snauð er við lítum um farinn
veg og þökkum þér fyrir allt og
allt. Elsku besti pabbi, takk fyrir
að vera ævinlega til staðar með
þitt stóra ástríka hjarta og risa-
stóra mjúka faðm sem stóð okkur
ávallt opinn í blíðu sem stríðu.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Það er sárt að elska og sakna.
Þínar
Dagbjört (Dæja), Heiða
og Erla.
„Hvað er svo traust og tryggt
sem vinaböndin?“
Í dag kveðjum við bæði vin og
bróður sem féll frá í maí á þessu
ári, Eirík Heiðar Sigurgeirsson.
Það er æði margs að minnast
þegar farið er aftur í tímans rás.
Yngsta systir hans, Emma, hélt
alltaf á sínum yngri árum að hann
væri frændi sinn því hann ólst
upp hjá afa sínum og ömmu, Ei-
ríki og Heiðu á Urðavegi 41 hér í
Eyjum. Þar pusaði í austanátt-
inni þegar brimaði, Eiríkur sótti í
klappirnar og pollana sem var
leiksvæði krakkana sem ólust
upp í austurbænum. Ungur sótti
hann sjóinn með föður sínum og
varð sjómennska hans aðalstarf
framan af ævi. Hann lauk Stýri-
mannaskólanum hér í Eyjum og
var eftirsóttur í skipspláss. Hann
lærði netagerð hjá Veiðafæra-
gerð Vestmannaeyja það þótti
góður kostur að fá slíkan um borð
í fiskiskip. Eiríkur stóð marga
ölduna á heimshöfunum. Hann
sagði einu sinni að hann héldi að
hann hefði séð krappan sjó við
strendur Íslands en þegar hann
reri sem veiðafæraleiðbeinandi á
togskipi sem gert var út frá Arg-
entínu og þeir lágu í vari við
Falklandseyjar, þar hefðu verið
þær stærstu öldur sem hann
hafði þá séð. Eiríkur fór um víða
veröld til að kenna sjómennsku
og veiðar allt frá Vestur-Sahara
til Bangladesh. Í Namibíu átti
hann góða daga sem ráðgjafi og
þar var hann tekinn í höfðingja
tölu enda stór og mikill á velli,
hvar sem fór var hann vinamarg-
ur og veit ég að á mörgum stöð-
um um víða veröld biðu hans vinir
í röðum sem nú syrgja góðan vin
og félaga. Eiríkur tók að sér
netavinnslu í Litháen, þangað
heimsóttum við Eirík og Siggu
konu hans, við ásamt páskasyst-
ur hans, Vigdísi, og Guðna, þau
sóttu okkur á flugvöllinn í Vilnius
og síðan var ekið til borgarinnar
Siouleai þar sem starfsstöð hans
var. Dvöldum við hjá þeim hjón-
um og nutum gestrisni þeirra í
hvívetna. Fyrir utan borgina
Siouleai er staður sem nefndur er
„Krosshæðin“ sem á sér mjög
merkilega sögu. Þarna eru kross-
ar til minningar um látna Litháa
og aðra. Þessi staður hafði sterk
áhrif á okkur og nú veit ég að lær-
lingur Eiríks þar í borg er búinn
að setja kross í safnið til minn-
ingar um góðan vin og læriföður.
Eiríkur var alltaf sá stóri og
sterki og þegar hann tók okkur í
faðm sinn eða heilsaði þá hvarf
okkar litla hönd inn í hans stóra
hramm sem alltaf var hlýr og
þéttur. Lao Tse segir um fallvalt-
leika styrkleikans sem á vel við á
kveðjustund: „Maðurinn er við
fæðingu mjúkur og máttvana, en
við dauðann stirður og sterkur.
Þannig er um alla hluti. Tré og
jurtir eru mjúk og brothætt, þeg-
ar þau eru að byrja að vaxa, en að
lokum hörð og visin.“ Við fjöl-
skyldan munum sakna hans,
röddin, símtölin og það að borða
saman sem var hans ær og kýr,
hvort sem var fiskmeti eða af ný-
slátruðu.
Á útfarardegi viljum við fjöl-
skyldurnar frá Odda í Vest-
mannaeyjum þakka samfylgdina
og vináttu í gegnum öll árin,
vertu sæll Eiríkur.
Ólafur Lárusson og
Emma Vídó.
Ég minnist þín í vorsins bláa veldi,
er vonir okkar stefndu að sama marki,
þær týndust ei í heimsins glaum og
harki,
og hugann glöddu á björtu
sumarkveldi.
Þín sál var öll hjá fögrum lit og línum,
og ljóðsins töfraglæsta dularheimi.
Þú leiðst í burt frá lágum jarðarseimi,
í ljóssins dýrð, á hugarvængjum
þínum.
Ég sakna þin, ég syrgi farinn vin,
í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægur-glys.
Á horfna tíma horfi ég endurskin,
ég heyri ennþá glaða, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
(Steinn Steinarr)
Hvað skrifar maður um mann
eins og Eirík? Orð fá með engu
móti, hvernig svo sem þeim er
raðað saman, lýst þessum mikla
manni. Faðmlagið eitt og sér og
elskulegheitin snertu sál allra
sem nutu.
Minn ævinnar allra besti vinur
hefur kvatt. Eftir situr sálin í sár-
um. Hann var engum líkur. Einn
fallegasti maður sem ég hef
kynnst og mun aldrei gleyma.
Hvíl í friði hjartans elsku dreng-
urinn minn. Við veiðum seinna
saman, á óræðum veiðilendum
hins víðfeðma lands vors í Veiði-
vötnunum fögru. Takk fyrir allt
og allt.
Með brostnu hjarta, trega og
ómældri sorg, kveð ég þig minn
kærasti vinur.
Siggu minni, afkomendum sem
og aðstandendum öllum öðrum
sendi ég mínar einlægustu sam-
úðarkveðjur. Takk fyrir að lána
mér karlinn í allar okkar ferðir.
Minningin um þær og allar okkar
samverustundir líður mér aldrei
úr hjarta.
Megi allar góðar vættir vaka
yfir ykkur og veita styrk í sorg
ykkar og söknuði, en jafnframt
þakklæti yfir því að hafa fengið
að verða samferða þessu lífsins
gleðinnar blómi; blómi, sem út-
deildi meiri gleði og gæsku en
hægt er að mæla með orðum …
og gleymist engum sem fékk að
njóta.
Halldór Egill Guðnason.
Dáðadrengurinn Eiríkur er nú
horfinn á braut og má með sanni
segja að hann skilji eftir sig
tómarúm því hann var einstakur
maður. Það var allt stórt og gott
hjá Eiríki, hann var mikill vexti
og kraftalegur, glaðlyndur, góð-
viljaður, vinmargur og um-
hyggjusamur.
Við kynntumst þegar hann
kom aftur á netaverkstæðið okk-
ar í Hampiðjunni árið 2001 eftir
dvöl í Namibíu þar sem hann
veitti netaverkstæði Sæblóms
forstöðu. Þau ár voru honum allt-
af kær og ofarlega í huga því þar
kynntust þau Sigga afrískri
menningu sem heillaði þau mikið
og þar eignuðust þau marga vini.
Stuttu eftir að Eiríkur kom
aftur til Íslands var framleiðslu-
starfsemi Hampiðjunnar flutt til
Litháens og árið 2004 var ákveðið
að stofna netaverkstæði samhliða
framleiðslunni til að létta undir
með netaverkstæðum okkar víða
um heim. Veiðarfæragerð er að
mestu leyti handverk og það er
ekki öllum gefið að hafa góðan
skilning á veiðarfærum og hvern-
ig þau virka. Eiríkur bjó að mik-
illi reynslu því hann var alinn upp
í Vestmannaeyjum og vanur sjó-
sókn og í landi lærði hann neta-
gerð sem hann starfaði við æ síð-
an.
Það var því nærtækt að leita til
Eiríks og biðja hann að setja á
stofn netaverkstæði hjá Hamp-
idjan Baltic í Siauliai og þjálfa
upp starfsfólk í netagerð. Úr varð
að þau Sigga fluttu til Litháens
um haustið og þau voru ekki fyrr
þangað komin en fyrstu verkefn-
in komu inn. Þau hjónin voru
bæði afar dugleg og ósérhlífin og
unnu fyrstu verkefnin saman. Á
þessum byrjunarárum var góður
hópur Íslendinga að vinna við
uppbyggingu fyrirtækisins og
þjálfa starfsfólk og nutu þau
hjónin sín vel í þeim félagsskap.
Netaverkstæðið stækkaði
fljótt og flóknum verkefnum
fjölgaði. Það var því nauðsynlegt
að þjálfa nýju starfsmennina vel
og það gerði hann með sínu góða
viðmóti og ljúfmennsku. Einn
starfsmaður, Vaidilute Maro-
ziene, sýndi mikla hæfileika og
getu til að læra netagerð og hún
var einnig ágætlega talandi á
ensku og varð fljótt mikill vinur
þeirra Siggu. Hún aðstoðaði Ei-
rík við að miðla þekkingu til ann-
arra því á þeim tíma var ensku-
kunnátta starfsmanna
takmörkuð. Fyrst voru það hand-
brögðin og vinnuaðferðirnar en
Eiríkur lét ekki þar við sitja og
vildi að hún lærði veiðarfæra-
tækni. Það var þó ekki einfalt og
þar sem Ísland er eina landið í
heiminum sem er með formlegt
nám í veiðarfæratækni var allt
námsefni á íslensku en með góðra
manna hjálp var því snúið á
ensku. Henni var gert kleift að
ljúka náminu hér á Íslandi og
varð hún fyrsti erlendi ríkisborg-
arinn til að útskrifast sem veið-
arfæratæknir hér á landi. Þannig
tryggði Eiríkur að þekkingin og
getan yrði áfram til staðar á neta-
verkstæðinu til framtíðar.
Fyrir hönd Hampiðjunnar og
samstarfsmanna, sem hafa misst
góðan félaga og vin, vil ég koma á
framfæri þakklæti fyrir óeigin-
gjarnt og eljusamt starf Eiríks
ásamt öllu því sem hann hefur
fært fyrirtækinu.
Siggu, dætrunum og fjölskyld-
um þeirra sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Missir
ykkar er mikill en megi minning-
in um dáðadrenginn Eirík
styrkja ykkur og efla.
Hjörtur Erlendsson.
Í nánast miðjum covid-faraldr-
inum kvaddi þessi sómadrengur
hann Eiríkur og hélt af stað áleið-
is til Sumarlandsins. Þetta er
leiðin sem við förum öll að lokum
en lífið er ekki alltaf sanngjarnt
og því síður dauðinn. Það var
flest stórt í sniðum í kringum
hann, hann sjálfur og hugsunar-
háttur hans. Hann var vörpuleg-
ur maður, glaðlyndur og lá ekki
lágt rómur.
Faðmur hans var stór og hlýr.
Það voru bjartsýnir ungir
menn sem kvöddust á tröppunum
á Breiðabliki 11. maí 1969 og
héldu hver í sína áttina. Engum
okkar hefði dottið í hug að
tryggðin og vináttan myndi hald-
ast eins og hún hefur gert í meira
en hálfa öld.
Að baki voru tveir viðburða-
ríkir vetur þar sem menn létu sér
ekki allt fyrir brjósti brenna eins
og títt er um unga menn. Sumt af
því sem okkur datt í hug að gera
og gerðum var ótrúlega skemmti-
legt, allar eru þær minningar
ljúfar og skemmtilegar og á Ei-
ríkur ekki minnstan þátt í að svo
er enda ákaflega hugmyndaríkur
á því sviði.
Við höfum æ síðan hist á fimm
ára fresti og oftar í seinni tíð.
Þar var nánast öll veröldin
undir.
Eiríkur hætti frekar snemma
til sjós og lærði netagerð og
starfaði við það í að a.m.k. fimm
heimsálfum, en það var alveg
sama hvort hann var við syðstu
sker Suður-Ameríku, Afríku,
austur í Asíu eða bara í túninu
heima hér í Evrópu, einhvern
veginn fannst manni hann alltaf
vera nálægur.
Við heimsóttum hann og konu
hans Sigríði til Litháen í septem-
ber 2007. Það var skemmtileg
ferð og móttökurnar eins og best
gerist. Á þessum tíma var eitt-
hvert myndatökuæði á Eiríki og
hann sendi mönnum geisladisk
með yfir átta hundruð myndum,
það er ekki ónýtt í dag að eiga
slíkan fjársjóð.
Við hittumst árið 2014 á Núpi í
Dýrafirði og fórum þaðan og
heimsóttum gamla stjórann og
konu hans vestur að Hrafna-
björgum í Lokinhamradal. Fór-
um við hina umtöluðu Kjarans-
braut úr Dýrafirði í Arnarfjörð
og eyddum þar heilum degi. Þar
var Eiríkur í essinu sínu, reytti af
sér brandarana og sagði sögur,
svo var tekinn einn smá umræðu-
þáttur upp á gamla móðinn. Það
er eftirminnilegur dagur.
2019 fórum við til Færeyja og
áttum þar saman yndislega viku í
einstöku veðri. Þar sannaðist að
lífsgleði og skemmtilegheit eiga
ekkert skylt við aldur. Þar virtist
hann þekkja annan hvern mann.
Það var í síðasta skipti sem við
hittumst flestir.
Sigríður eiginkona Eiríks er
einstök manneskja, hún var
Heimakletturinn í lífi hans, gæfa,
stoð hans og stytta í lífinu.
Nú hefur hann lagt á síðasta
sundið. Það þarf ekki að hafa sér-
stakar áhyggjur af því að sólar-
hæðin verði ekki rétt á þeirri sigl-
ingu og hann taki ekki rétta höfn
hinum megin við álinn og það
kæmi ekki á óvart að gamli stjór-
inn okkar sem kvaddi sl. vetur
setti springinn fastan fyrir hann
og segði hátt og snjallt: „Eiríku“.
Þetta sund verður hann að
sigla einskipa, eins og við hinir.
Samúðarkveðjur til fjölskyld-
unnar, megi minning um góðan
dreng lifa.
Góða ferð, gamli vinur, og guð
veri með þér og þínum.
Sigurður Helgi
Sigurðsson
Axel Jóh. Ágústsson
Bjarni Kjartansson
Finnbogi Finnbogason
Ívar Baldursson
Kristinn Þ. Sigurðsson.
Eiríkur minn kæri vinur.
Við kveðjum þig með þessu
litla ljóði sem segir svo fallega
sögu.
Við ræddum oft um þessa hluti
og höfðum sömu trú og skoðun
á því hvað tæki við þegar þessu
lífi væri lokið.
Takk fyrir dásamlega vináttu,
ógleymanlegan mánuð í Afríku,
hjálp við flutningana og alla
elsku.
„Höfðingi“, við pössum upp á
stelpurnar þínar Siggu, Dæju,
Heiðu og Erlu og stórfjölskyld-
una alla sem nú er í sárum.
Gættu þess vin, yfir moldunum mínum,
að maðurinn ræður ei næturstað
sínum.
Og þegar þú hryggur úr garðinum
gengur
ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei
lengur.
En þegar þú strýkur burt tregafull tárin
þá teldu í huganum yndisleg árin
sem kallinu gegndi ég kátur og glaður,
það kæti þig líka, minn
samferðamaður.
(James McNulty)
Farðu í friði vinur, guð geymi
þig.
Guðbjörg Sigurðardóttir
og Kristinn Ólafsson
(Gugga og Kiddi).
Það styttist í skólagöngu okk-
ar og samveru heima í Eyjum, við
erum á lokavetri okkar í Gagn-
fræðaskóla Vestmannaeyja.
Gáfnaljósin í árganginum eru
þegar horfin á braut eftir lands-
próf til Reykjavíkur, Akureyrar
og að Laugarvatni.
Mig langar að biðja þig, les-
andi minn góður, að hverfa með
mér um hálfa öld aftur í tíma til
vetrarins 1966.
Það stendur yfir skólaferðalag
til Reykjavíkur. Menningarferð.
Það á að fara í Þjóðleikhúsið og
horfa á Gullna hlið Davíðs Stef-
ánssonar.
Við göngum prúðbúin inn í sal-
inn, sum okkar eru kannski að
koma þarna í fyrsta sinn.
Það er hátíðarsýning, ég segi
fyrir Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja, en reyndar vitum við
að í salnum með okkur er for-
sætisráðherra Dana, Jens Otto
Kragh, með sinni glæsilegu ek-
takvinnu og þekktu leikkonu
Helle Virkner, hverri við seinna
kynntumst í hinum dönsku þátt-
um Matador.
Og hvað var þjóðlegra en að
bjóða þeim hjónum að sjá Gullna
hlið Davíðs, eftir að hafa snætt
skyr á Sögu?
En þótt leiksýningin hafi sann-
arlega verið eftirminnileg var
heimferðin okkar það ekki síður.
Það er lagt af stað um kvöldið
og siglt um nóttina til Eyja. Það
er vonskuveður, hífandi rok og
úfinn sjór. Herjólfur hinn fyrsti
skoppar á öldunum þótt þungur
sé.
Við krakkarnir erum með koj-
ur í almenningi og ekki líður á
löngu þar til sjóveikin gerir vart
við sig. Hún á síðan bara eftir að
versna og sum þurftu næsta dag
til að jafna sig eftir volkið. „Þetta
er langverst fyrir Reykjanesröst-
ina“ er sagt við okkur, hversu oft
var maður ekki búinn að heyra
þetta áður!
Einn var þó í hópnum sem ekki
fann fyrir sjóveiki. Það var Eirík-
ur Sigurgeirsson. Fljótlega eftir
að við fórum að veikjast tók Ei-
ríkur til sinna ráða. Þessi stóri
drengur með sitt stóra hjarta.
Alla nóttina var hann að sinna
okkur. Bar í okkur vatn að
drekka þegar við höfðum ekki
neitt til að æla lengur og sinnti
okkur sem best hann mátti.
Við áttum margar góðar
stundir saman í skóla og utan.
Upp í hugann koma atvik eins og
þegar við áttum í tíma að skrifa
danskan stíl. Það er stutt á milli
okkar og kannski ekki ætlast til
þess að við ynnum saman að slíku
verkefni en við vissum að góð
samvinna er mikils virði og
þroskandi innan og utan skóla og
sérstaklega við danskan stíl.
Eftir skóla skilur leiðir eins og
lífið er og einhvers staðar uppi á
Íslandi beið hún Sigga eftir Ei-
ríki sínum. Hann mætir með
hana á okkar fyrsta árgangsmót
og þá og ávallt síðan eru þau eins
og nýtrúlofuð.
Það er söknuður í hjarta nú
þegar Eiríkur hverfur á braut, en
hugur okkar fyllist þakklæti fyrir
að hafa fengið að kynnast honum,
vaxa úr grasi heima í Eyjum með
honum og hafa fengið að eiga
hann að sem vin og félaga.
Við Didda sendum Siggu og
fjölskyldunni allri samúðarkveðj-
ur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Óli Þór Ástvaldsson.
Eiríkur H.
Sigurgeirsson
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát