Morgunblaðið - 18.09.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 18.09.2020, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 ✝ Margrét Jóns-dóttir, alltaf kölluð Gréta, fædd- ist í Höfðabrekku í Kelduhverfi 18. jan- úar 1957. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 4. september 2020. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Indriðadóttir, f. 19. apríl 1929, d. 15. maí 1998, og Jón G. Stefánsson. f. 16. maí 1925, bændur í Höfða- brekku í Kelduhverfi. Systkini Grétu eru: 1. Kristín Erla, f. 1951, maki Garðar Tyrf- ingsson, f. 1953. Þau eiga tvo syni og fjögur barnbörn. 2. Ari Þór, f. 7. janúar 1969, maki Ragnheiður Helgadóttir, f. 1972 og eiga þau tvö börn. Sonur Grétu er Jón Björgvin Kolbeinsson, f. 15. nóvember 1995. Sambýliskona hans er Dagný Kristjánsdóttir, f. 13. ágúst 1995. Barn þeirra og þroskaþjálfi hér heima á Íslandi, lengst af sem deildarstjóri á vist- heimilinu Sólborg á Akureyri frá 1982-1988 og einnig í Svíþjóð á árunum 1988-1996. Á Svíþjóðarárunum var Gréta virk í félagsstarfi Íslendinga- félagsins í Gautaborg og starfaði m.a. við útvarp Íslendinga- félagsins í Gautaborg um sex ára skeið. Þar aflaði hún sér einnig framhaldsmenntunar á sviði kennslu. Í Gautaborg kynntist hún sambýlismanni sínum og barnsföður, Kolbeini. Þau hófu sambúð, bjuggu bæði í Malmö og Lundi þar sem sonur þeirra Jón Björgvin fæddist. Þau fluttu bú- ferlum til Íslands árið 1997 og bjuggu í Grafarvoginum. Þau slitu samvistum 1999. Gréta festi kaup á íbúð í Spóa- hólum í Breiðholti í Reykjavík og bjó þar með syni sínum til ársins 2014. Sökum heilsubrests flutti hún á hjúkrunarheimilið Mörk við Suðurlandsbraut og bjó þar til dauðadags. Útför Margrétar fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 18. sept- ember 2020, kl. 13. barnabarn Mar- grétar er Fannar Leó, f. 14. júní 2019. Fyrrverandi sambýlismaður og barnsfaðir Grétu er Kolbeinn Björg- vinsson, f. 1964. Gréta ólst upp með fjölskyldu sinni í Höfða- brekku. Hún gekk í barnaskóla sveitarinnar og lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskól- anum í Reykholti í Borgarfirði. Þaðan lá leið hennar í fram- haldsnám við Lindargötu- og Ár- múlaskóla. Árið 1978 hóf Gréta nám við Þroskaþjálfaskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan vorið 1981. Í sveitinni sinni í Kelduhverfi vann Gréta hefðbundin sveita- störf ásamt öðrum sumarstörf- um sem buðust í nágrenninu. Eftir útskrift úr Þroskaþjálfa- skólanum vann Gréta sem Elsku nafna. Eins og þú hef ég alltaf reynt að horfa eingöngu á það bjarta og skemmtilega í lífinu. Ég reyni að útiloka allt neikvætt og held ég að það geri lífið mikið skemmtilegra. Langar mig að stikla á nokkrum skemmtilegum minningum sem ég á um þig í þessari minningar- grein. Nú ertu búin að kveðja okkur í bili og komin til ömmu. Ég veit að amma hefði helst ekki viljað taka á móti þér strax en þessu ráðum við því miður ekki og hlýja ég mér við þær hugsanir að þið sitjið saman á himninum. Þú varst viðstödd fæðingu mína og fékk ég að bera sama nafn og þú og man ég að við vor- um bæði mjög stolt að vera nafni eða nafna. Þú varst mín besta frænka og var alltaf mikil til- hlökkun þegar þú varst að koma heim frá Svíþjóð á sumrin og á jólunum. Ég beið alltaf spenntur við glerið í flugstöðinni bíðandi eftir að sjá þig koma niður rúllu- stigann sem þá var. Alltaf færðirðu okkur bræðr- um eitthvað gott úr Fríhöfninni og stundum gátum við laumað til þín óskalista í gegnum litla rifu á glerinu. Á sumrin fór ég margoft með þér í sveitina góðu til ömmu og afa. Þá varst þú komin heim í sumarfrí og ég náttúrlega í fríi í skólanum. Þessi sumur eru mér einstaklega minnisstæð og var yf- irleitt frekar lítið um reglur í Höfðabrekku í þá daga. Í minni fyrstu útlandaferð fór ég í heimsókn til þín til Gauta- borgar þá 10 ára gamall með mömmu og afa. Þessi ferð var hreint út sagt stórkostleg. Fór ég í fyrsta skipti í tívolí, á McDon- alds og fékk að upplifa margt í stórborg sem ég hafði ekki gert áður. Árið eftir fékk ég svo að fara aftur til þín, einn í þetta skiptið. Það var ekki síðri ferð. Þegar Jón Björgvin fæddist fór ég eins og svo oft áður með þér í sveitina og var ég meðal annars barnapía það sumarið. Mér þótti mjög gaman að leika við litla frænda. Ári seinna var hann kom- inn með meira vit og var þá hægt að brasa enn meira en áður, t.d. að leika sér í hjólastólnum hjá ömmu. Þú afrekaðir margt á þinni ævi og ásamt því að vera besta frænka mín náðir þú að verða amma. Mikið vildi ég óska þess að Fannar Leó hefði fengið meiri tíma með þér og þú með honum. Ég mun sakna þín nafna en á sama tíma veit ég að þú ert komin á friðsælan og góðan stað. Kær kveðja, Grétar. Mig langar með örfáum orðum að minnast Grétu, Margrétar Jónsdóttur, frænku minnar frá Höfðabrekku í Kelduhverfi, en hún yfirgaf okkur föstudaginn 4. september síðastliðinn. Mínar fyrstu minningar um Grétu eru frá sauðburði í Höfðabrekku fyrir meira en 40 árum, þar sem hún og Erla voru að dekra við okkur Ara með nammi og kók meðan við vöktum yfir ánum á fallegum vor- nóttum. Góðmennskan og kær- leikurinn geislaði alltaf af henni Grétu og fyrir mig, ungan stráklinginn, höfðu þessar stund- ir, og samveran almennt, sterk og mótandi áhrif. Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur unga fólkið og var sérstaklega dugleg að kynna okkur það nýjasta í tónlist á hverj- um tíma. Hennar uppáhalds- tónlistarmenn á þessum tíma voru Tina Turner og David Bowie og enn í dag hugsa ég til Grétu þegar ég hlusta á þessa frábæru lista- menn. Gréta var gullfalleg, alltaf glöð og jákvæð og vildi öllum vel. Hún átti ekki langt að sækja sína góðu kosti þar sem foreldrar hennar, Lilla og Jonni, voru einstök hjón og maður var vafinn hlýju, góð- mennsku, kærleik og ekki síst léttleika allar stundir í Höfða- brekkunni. Síðari ár hef ég oft hugsað til þessara stunda og ég er þessu fólki öllu svo afskaplega þakklátur. Mér þótti mjög merkilegt að Gréta hefði búið í Svíþjóð og talaði reiprennandi sænsku. Henni fannst Skandinavía í heild sinni frábær heimur og þarna væru lönd sem Ísland gæti lært af. Þetta hefur trúlega haft djúp áhrif á mig því síðar meir bjó ég 13 ár í Noregi. Að sama skapi höfðu kynni mín af Grétu þau áhrif að ég fór á tónleika með Tinu Turner er- lendis. Síðast en ekki síst þá höfðu mín kynni af Grétu mótandi áhrif á það að vera góð manneskja og reyna að sjá það besta í öllu fólki. Jafnvel eftir að Gréta veiktist sá ég hana alltaf eins og í gamla daga, það er, sem sterka, flotta, ákveðna og góða manneskju sem lýsti upp heiminn hvar sem hún var. Stelpa sem ég leit upp til og var öllum til fyrirmyndar. Ég ætla að hafa þetta stutt. Vildi bara þakka þér, elsku frænka, fyrir allt með þessum fá- tæklegu orðum. Þó samskipti okkar væru almennt ekki mikil, sérstaklega ekki síðustu ár, þá höfðu okkar gæðastundir mikil og jákvæð áhrif á mig og fyrir það er ég endalaust þakklátur. Eitt af lögmálum þessa heims er að orka getur ekki eyðst, hún getur bara umbreyst. Ég hef því trú á að við eigum eftir að hittast aftur, opna ískalda kók í gleri, skella Bowie á fóninn og taka gott spjall – meðan við vökum yfir ánum. Um leið og ég kveð elsku frænku mína, Grétu frá Höfða- brekku, votta ég og mín fjöl- skylda Jóni Björgvini og fjöl- skyldu, Jonna, Ara, Erlu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Grétu frænku minnar. Þröstur frá Valhöll. Elsku Nabbus mín. Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, það eru svo margar minn- ingarnar sem ég á um Grétu. Vináttan hófst þegar við vorum stelpur og kynntumst í barna- skólanum í Skúlagarði í Keldu- hverfi. Ef ég man rétt þá vorum við eitthvað að gantast og þú sagðir að ég væri montin og ég sagði að þú væri feit, og þar með vorum við orðnar vinkonur fyrir lífstíð. Við vorum báðar bókaorm- ar og lásum mikið sem krakkar, en mér blöskraði þegar þú í gagn- fræðaskólanum í Lundi last bæk- ur Guðrúnar frá Lundi þér til skemmtunar. Þess á milli lastu minningargreinar, ekki merkileg lesning að mínu mati, en núna þegar ég hugsa til baka þá segir það hversu sjálfstæð þú varst og lést ekki aðra hafa áhrif á þig. Seinna þegar við bjuggum saman í Reykjavík gastu gert mig brjál- aða á morgnana því þú varst svo hress, talaðir út í eitt og upplýstir mig um helstu fréttir úr heimin- um, en ég vildi fá frið og drekka kaffið mitt. Leiðir okkar skildi, ég fór til Bandaríkjanna og þú til Svíþjóðar, en við hringdum hvor í aðra á afmælum okkar og skrif- uðumst á eins og fólk gerði á þeim tíma. Þú komst til Íslands á jólum og öll sumur til að annast mömmu þína þar til hún lést, en hún stríddi við sömu veikindi og þú seinna í lífinu. Þegar þú varst al- komin til Íslands hittumst við allt- af þegar ég kom til Íslands og þið Signý heimsóttuð mig í New York og við áttum skemmtilega tíma saman. Nú þegar þú ert farin í hinstu ferð mun ég halda í góðu minningarnar og þakka þér fyrir samfylgdina og vináttuna. Ég vil þakka starfsfólkinu á Mörk fyrir hversu vel það hugsaði um þig eftir að þú fluttist þangað. Þá vil ég einnig þakka öllum vinum þín- um en þú áttir marga trygga vini sem heimsóttu þig og önnuðust þig eftir að þú varðst veik. Inni- legar samúðarkveðjur til Jóns Björgvins og fjölskyldu hans og systkina þinna og þeirra fjöl- skyldna. Hvíldu í friði, Nabbus mín, og takk fyrir mig. Gréta Ólafsdóttir, New York. Kær skólasystir okkar, Mar- grét Jónsdóttir, Gréta, er nú fall- in frá eftir löng og erfið veikindi. Við hófum nám í Þroskaþjálfa- skóla Íslands haustið 1978. Við bekkjarfélagarnir komum víða að og aldursbilið var breitt. Þrátt fyrir það varð til samheldinn hóp- ur sem myndaði traust vináttu- bönd. Gréta tók strax forustu sem umsjónarmaður bekkjarins enda framtakssöm, félagslynd og skemmtileg. Hún stundaði námið vel og sá hlutina frá ólíkum sjón- arhornum, sem er mikilvægt fyrir þroskaþjálfa. Að námi loknu vorið 1981 áttum við yndislegan út- skriftardag í Norræna húsinu þar sem Gréta flutti útskriftarræð- una. Þar á eftir var farið í náms- ferð til Kaupmannahafnar þar sem við skoðuðum ýmsa staði tengda fólki með fötlun um leið og gleðin og tilhlökkun yfir tækifær- unum sem biðu okkar á næstu grösum réð ríkjum. Gréta starf- aði lengst af sem þroskaþjálfi, m.a. á heimilum fólks með fötlun, í sérskóla, á starfsbraut í fram- haldsskóla og sem stjórnandi á Sólborg á Akureyri sem þá var sólarhringsstofnun. Gréta var farsæl í störfum sínum, áræðin og samviskusöm. Það eru liðin tæp fjörutíu ár síðan við útskrifuð- umst sem þroskaþjálfar. Við höf- um haldið saman alla tíð, hist reglulega, sem Gréta hvatti oftar en ekki til. Gæfa Grétu, auk þess að eignast Jón Björgvin og litla ömmustrákinn sem hún var enda- laust stolt af, var yndisleg fjöl- skylda og traustir vinir. Með sorg í hjarta og þakklæti fyrir góða samfylgd kveðjum við kæra vin- konu og skólasystur og sendum hennar nánustu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. útskriftarhóps þroska- þjálfa 1981, Halldór G. Bjarnason. Margrét Jónsdóttir Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er sem er Jesús Krist- ur (1. Kor 3.11). Eftir fjölsótta helgistund í Hafnarfjarðarkirkju 12. septem- ber 1992 var gengið eftir kelt- neskum göngukrossi suður fyrir kirkjuna þar sem safnaðarheimili hennar átti að rísa og áfastur því tónlistarskóli Hafnarfjarðar. Þeg- ar byggingarsvæðið hafði verið blessað tóku Sveinn Guðbjartsson sóknarnefndarformaður og ferm- ingarstúlka vorsins fyrstu skóflu- stungur að heimilinu sem síðar fékk nafnið Strandberg. Sveinn var fulltrúi kirkjunnar í dómnefnd er valdi úr 30 teikningum í arki- tektasamkeppni og hafði sitt að segja um úrslitin og að byggt var eftir 1. verðlaunatillögu. Á for- mannstíð sinni horfði Sveinn í trú og bæn ásamt sóknarnefnd og prestum kirkjunnar til þessarar stundar og fyrirheita hennar og hann gladdist að sjá fagurt sam- spil trúar og listar birtast í bygg- ingunum er risu enda talist með þeim fegurstu hér á landi og verið Sveinn Þ. Guðbjartsson ✝ Sveinn Þ. Guð-bjartsson fædd- ist 28. janúar 1938. Hann lést 1. sept- ember 2020. Útförin fór fram 17. september 2020. lofaðar í fagtímarit- um. Sveinn studdi mig til að verða sóknarprestur Hafnarfjarðar- kirkju. Hann var þá heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar en varð síðar forstjóri Sólvangs. Þá jukust samskiptin enda mat hann þjónustu presta á hjúkrunar- heimilinu og vildi að himneskir geislar skinu þar og lét koma þar fyrir kapellu er fékk nafnið Geisli. Sveinn bætti aðstöðu heimilis- og starfsfólks og fylgdist vel með nýjungum á sínu sviði og hagnýtti þær. Gott þótti að dveljast á Sól- vangi og ljúka lífsgöngu sinni þar í Guðsfriði. Sveinn tók því vel að setjast í sóknarnefnd Hafnar- fjarðarkirkju og verða svo for- maður hennar. Hann hafði víða látið um sig muna í félagsmálum, var m.a. landsforseti JC, stofn- félagi Kiwanis á Íslandi og virkur Frímúrari. Honum þótti miklu skipta að þjóð og kirkja ættu far- sæla samleið til mannræktar og heilla og vildi efla þjónustu og starf kirkju sinnar. Sveins er enda vel getið í kirkjusöguritinu, Helgi- staðir við Hafnarfjörð. Er farinn var úr sóknarnefnd fylgdist Sveinn grannt með framkvæmd- um við kirkjuna og fagnaði hverj- um áfanga og hátíðarstundum er vörðuðu leið. Sveinn naut sín vel á fundum og var t.d. fjörlegur veislustjóri með forystufólki þjóð- kirkjunnar í Frímúrarahúsinu í Hafnarfirði að lokinni presta- stefnu í Strandbergi vorið 1998. Það var þá ekki fullgert en varð það um haustið með blessun Há- sala þess. Ánægjulegt þótti okkur Þórhildi að koma á heimili Sveins og Svanhildar sem var málverk- um prýtt og listilegum útskurð- arverkum Sveins er hafði glöggt auga fyrir list og ljósmyndun enda af þekktum ljósmyndurum kominn. Þau hjónin lifðu síðustu árin sín á Hrafnistu í Hafnarfirði og bjuggu þar vel um sig og út- skurðarmyndir Sveins hrifu þar sem fyrr. Ég heimsótti þau á síð- asta giftingardegi þeirra sem þau áttu saman hér í heimi. Svanhild- ur var þá farin að heilsu og lést skömmu síðar, mjög var líka af Sveini dregið. Þau höfðu reynst hvort öðru góðir lífsförunautar og fáum mánuðum síðar er Sveinn líka horfinn úr heimi. Er grafið var fyrir grunni nýbygginganna við Hafnarfjarðarkirkju kom í ljós hellubjarg frá Hamrinum þar fyr- ir ofan. Það minnti á Frelsarann sem lífsgrunninn trausta sem best er að byggja lífið á. Við Þór- hildur þökkum gefandi samleið á hans vegum og biðjum hann að blessa minningu Sveins og Svan- hildar og fullkomna líf þeirra í upprisubjarma sínum og lýsa Katrínu dóttur þeirra, fjölskyldu og ástvinum veginn fram. Gunnþór Ingason. „Sæll vinur minn og bróðir í Kristi.“ Þannig hljómaði ávallt ávarp Sveins en ekki lengur. Ávarpið lifir í minningunni um þennan kæra vin og bróður. Leið- ir okkar lágu saman í frímúrara- stúkunni Hamri fyrir um 10 árum. Strax tókst með okkur vinátta og bróðurþel og áttum við ljósmynd- un að sameiginlegu áhugamáli og horfðum oft á samtíðarfólk í gegn- um ljósmyndalinsur. Sveinn var iðinn við að taka góðar myndir og þá aðallega af samferðafólki og ekki óalgeng sjón að sjá hann mynda við ýmis tækifæri af mikilli innlifun, iðni og listfengi. Listin var honum í blóð borin og var ein- stakt að koma heim til þeirra hjóna Sveins og Svönu þar sem húsið var hlaðið sérstökum list- munum af ýmsu tagi ásamt þeim sem Sveinn hafði sjálfur tálgað í tré eða skapað á annan hátt. Sveinn hafði víða komið við og komið ótrúlega mörgu í verk á leið sinni í gegnum lífið. Hann hafði frá mörgu að segja og sagði ein- staklega skemmtilega frá þannig að stundum var óþarfi að trufla frásagnargleðina nema með ein- staka brandara sem hann hafði gaman af enda átti hann stafla af brandarabókum í bílskúrnum sem var ævintýraveröld á sinn hátt. Hans létta lund, lífsgleði og hlátur hefur óyggjandi létt honum viðureign við ýmis veikindi sem sóttu á. Sveinn breiddi út meðal okkar jákvæðni og lífsgleði með sínum brosandi hlátri og geislandi augnaráði. Vinur sem strax er saknað, en glaðvær hlátur og brosið bjarta tilheyrir nú minn- ingum. Mörgum eftirminnilegum og einstaklega ljúfum minningum sem munu lifa með okkur. Ég og frímúrarabræður kveðj- um þau hjón Svönu og Svein í söknuði og biðjum þeim velfarn- aðar á þeim leiðum sem þau nú hafa lagt út á. Katrínu og fjöl- skyldu sendum við hugheilar sam- úðaróskir. Vertu sæll vinur og bróðir í Kristi. Katrín og Ólafur Magnússon. Sveinn Guðbjartsson er nú all- ur. Þar með er fallinn frá lífsglað- ur félagi, fagurkeri og kúnstner, fyrrverandi forstjóri Sólvangs í Hafnarfirði og einn af frumkvöðl- um uppbyggingar og endurskipu- lagningar heilsugæslu í Hafnar- firði, Álftanesi og Garðabæ. Árið 1973 höfðu bæjarstjórn og Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar frumkvæði að því að skapa starf- andi heimilislæknum í Hafnarfirði sameiginlega starfsaðstöðu á Strandgötu 8-10. Þar var einnig skipulögð síma- og ritaraþjón- usta, heilbrigðiseftirlit, bæjar- hjúkrun og aðstaða meinatæknis. Þar með varð til fyrsti vísir að læknamiðstöð í Hafnarfirði, sem hlaut nafnið Heilsugæzla Hafnar- fjarðar. Sveinn var framkvæmda- stjóri frá stofnun hennar 1975 til 1982. Kvöld eitt, árið 1980, fékk ég símhringingu frá Sveini, en ég bjó þá í Gautaborg og var að ljúka sérnámi í heimilislækningum. Erindið var að hvetja mig til að gerast heimilislæknir í Hafnar- firði og það sem fyrst. Það varð úr ári síðar. Á þessum tíma hafði rík- isstjórnin á stefnu sinni að fram- fylgja lögum um heilsugæslu- stöðvar frá 1974 og færa þar með rekstur heilsugæslunnar og laun lækna til ríkisins. Það var ekki mikill pólitískur vilji á þessari til- högun hjá bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Sem héraðslæknir Reykjaneshéraðs frá 1982 fékk ég síðan það hlutverk að vinna að þessari áætlun ríkisstjórnarinnar og koma Hafnarfirði inn í kerfið. Sveinn lenti þar á milli steins og sleggju. Hann var mér dyggur stuðningsmaður, en átti undir högg að sækja hjá samflokks- mönnum sínum í bæjarstjórn. Á næstu árum störfuðum við Sveinn þétt saman að því að vinna traust bæjaryfirvalda á stefnu ríkisins og einkum að telja forseta bæj- arstjórnar hughvarf. Það verður að viðurkennast að þar fórum við eftir óformlegum, en kannski hefðbundnum leiðum - fagleg mál voru rædd með félagslegu ívafi. Mjög ánægjulegar og árangurs- ríkar samverustundir. Þá var framlag Sveins við hönnun og byggingu nýju Heilsu- gæslustöðvarinnar að Sólvangi umtalsvert, en nýbyggingin var vígð 1988. Sveinn var mikill klúbbamað- ur. Ég var svo lánsamur að vera samtímamaður hans í einum slík- um, „Gufuklúbburinn sér allt og heyrir allt“. Klúbbnum var síðar breytt í gönguklúbb og þar með komu makarnir með. Ég og Edda, þáverandi kona mín, eigum góðar minningar með Sveini og Svönu frá þeim tíma. Einkum er vínsmökkunarferð klúbbsins í Móseldalinn afar minnisstæð. Það varð ekki langt á milli þeirra ágætu hjóna Sveins og Svönu, enda afar samrýnd. Við sem eftir sitjum minnumst þeirra með gleði og söknuði í senn. Ég sendi dóttur þeirra Katrínu, Kristjáni Rúnari og fjölskyldu þeirra hugheilar samúðarkveðj- ur. Jóhann Ág. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.