Morgunblaðið - 18.09.2020, Qupperneq 40
Hinu árlega Hugvísindaþingi Háskóla Íslands var frest-
að í mars síðastliðnum vegna veirufaraldursins en
verður nú haldið á netinu, í dag og á morgun. Boðið
verður upp á 22 málstofur, þar á meðal um konur og ör-
nefni í fornsögum, samtöl við sýndarverur, íslenska vís-
indaskáldskaparmynd, hvítleikann í íslenskri sam-
tímalist, harðindakafla í Íslandssögunni, íslenska
táknmálssamfélagið og sögur sem hafa rykfallið í
handritageymslum. Málstofur verða sendar út gegnum
Facebook en vistaðar á youtuberás Hugvísindasviðs.
Dagskrána má skoða á vefnum hugvisindathing.hi.is.
Hugvísindaþing HÍ verður að þessu
sinni á netinu, í dag og á morgun
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 262. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Valur og FH eru í tveimur efstu sætunum í Pepsi Max-
deild karla eftir sigra í frestuðum leikjum í gær. Vals-
menn lögðu Skagamenn á Akranesi, 4:2, og FH-ingar
sigruðu Víkinga í Kaplakrika, 1:0.
Þar með er forysta Valsmanna orðin átta stig en FH-
ingar eru komnir á hæla þeirra, renndu sér upp fyrir
Stjörnuna og Breiðablik og eiga leik til góða á Hlíðar-
endaliðið. FH hefur fengið 19 stig af 24 mögulegum
undir stjórn þeirra Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guð-
johnsen. »34
FH-ingar komnir upp í annað sætið
en forskot Valsmanna er átta stig
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Systurnar Garima, bráðum tíu ára,
og Riya, nær átta ára, eru í Alþjóða-
skólanum á Íslandi, sem er í Garða-
bæ, og gengur vel í námi. Stúlkurnar
hafa vakið athygli fyrir miklar fram-
farir í tennis og markmiðið er að ná
sem lengst. „Það er svo gaman að
spila marga leiki og fá bikara og svo-
leiðis, ég á níu bikara,“ segir Garima
stolt. Riya veit líka hvað hún vill.
„Það er gaman að spila, vinna og
hafa gaman.“
Foreldrarnir Nitinkumar
Rangrao Kalugade og Dhanashri V.
Pawar eru frá Indlandi og hafa búið
hérlendis í um 12 ár. „Við fylgjumst
ekki mikið með íþróttum og höfum
aldrei leikið tennis en komumst ekki
hjá því að sjá Pete Sampras og Steffi
Graf í keppni í útsendingu sjónvarps
á sínum tíma,“ segir Nitinkumar og
þakkar frístundakortinu áhuga
systranna, sem fæddust á Íslandi, á
íþróttinni. Þegar Garima hafi náð
fimm ára aldri hafi hún farið í fim-
leika og tennis og foreldrarnir fljótt
séð að þar væri hún á réttri hillu,
sérstaklega í tennis. Riya hafi fetað í
fótspor systur sinnar og þau hafi
fyrst haldið að með því vildi hún
fyrst og fremst ná athygli foreldr-
anna en annað hafi komið á daginn.
„Þegar hún tapaði leik í annarri
keppni sinni gafst hún ekki upp og
var ekki reið. „Ég verð að æfa meira
því ég vil bæta mig og sigra,“ sagði
hún við okkur á leið út í bílinn.“
Góðir þjálfarar
Garima keppir fyrir Víking og
Riya fyrir Hafna- og mjúkboltafélag
Reykjavíkur (HMR), en þær æfa hjá
Víkingi og Tennisfélagi Kópavogs í
Tennishöllinni. Þær hafa auk þess
æft hjá Fjölni og tekið þátt í nám-
skeiðum fyrir ungt og efnilegt tenn-
isfólk hjá Tennissambandi Íslands.
„Hér eru margir frábærir þjálfarar í
tennis og dætur okkar hafa notið
góðs af því,“ segir Nitinkumar. Bæt-
ir við að þau Dhanashri aðstoði þær
eftir mætti, fylgist með þeim á æf-
ingum og í keppni og sýni þeim
kennslumyndbönd og annað
fræðsluefni um íþróttir almennt.
Þótt tennis sé málið gefa syst-
urnar sér tíma til að gera ýmislegt
annað í frítímanum, eins og til dæm-
is að horfa á teikni- og kvikmyndir.
„Mér finnst gaman að lesa, ég les
bækur nefnilega,“ segir Riya. „Ég
teikna og les bækur eins og Dverga-
stein. Svo fer ég út að hjóla, tína ber
og alls konar,“ segir Garima.
Næstu tvö árin vill Garima keppa
á alþjóðlegum mótum fyrir 12 ára og
yngri og Riya á mótum fyrir 10 ára
og yngri til að sjá hvar þær standa í
samanburði við jafnaldra sína í Evr-
ópu, en ekki síður til þess að efla sig
enn frekar á öllum sviðum. „Við höf-
um bara spilað tennis á Íslandi og
Indlandi,“ segir Garima og ekki fer á
milli mála að þær ætla að bæta úr
því.
Markmiðin eru skýr og langtíma-
draumurinn er að verða meistari á
einu af stórmótunum, Opna ástr-
alska, Wimbledon á Englandi, Opna
franska og Opna bandaríska. „Mig
langar til þess að sigra á Wimbledon
og US Open,“ segir Garima. Riya
tekur í sama streng. „Ég vil ekki
bara vinna bæði heldur allt saman!
Grand Slam!“
Þær segja samt að óhjákvæmilegt
sé að tapa af og til. „Stundum verður
maður að tapa,“ segir Garima. „Ef
enginn getur tapað þá getur enginn
unnið,“ útskýrir Riya.
Vilja ná langt í tennis
Efnilegar Systurnar Garima og Riya Nitinkumar æfa tennis nær daglega.
Ungu systurnar Garima og Riya stefna á alþjóðleg mót
Riya: „Ef enginn getur tapað getur enginn unnið“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölskyldan Nitinkumar, Garima, Dhanashri og Riya á æfingu í fyrradag.