Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR „Það er ekkert launungarmál að orð- ræðan er beinskeyttari og samskiptin líka. Það er heldur engin launung að ég gaf ekki kost á mér á sínum tíma þar sem ég taldi mig ekki geta staðið fyrir svona stefnu og framgöngu. Ég vildi nálgast hlutina öðruvísi og gerði það. Þetta kemur mér því ekkert á óvart,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Vísar hann í máli sínu til orðræðu og framkomu verkalýðs- foringja. Eins og áður hefur komið fram skoðar forysta Samtaka atvinnulífs- ins (SA) nú að segja upp lífskjara- samningnum. Hafa samtökin lýst því yfir að algjör forsendubrestur hafi átt sér stað á vinnumarkaði. Eftir fund með forsvarsmönnum ríkisstjórnar- innar í gær var þó tekin ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu meðal fé- lagsmanna til hádegis í dag. Úrslit munu liggja fyrir á morgun. Segir Gylfi að staðan á vinnumark- aði sé mjög snúin. Hún sé þó ekki óþekkt, en áhyggjuefni er að aðilar ræðist ekki við. „Það hefur alltaf verið tal- samband milli samtakanna þannig að hægt sé að máta hug- myndir. Miðað við fréttir virðist svo ekki vera og það eitt og sér endurspeglar alvarleika stöð- unnar,“ segir Gylfi og bætir við að traust milli aðila virðist lítið sem ekk- ert. Það eitt og sér valdi áhyggjum. „Í þau 30 ár sem ég starfaði var í for- gangi að finna leiðir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Það á að yfir- skyggja allt annað. Þetta reynir mjög á traust í samskiptum aðila og stjórn- valda. Það virðist ekki vera þannig núna,“ segir Gylfi. Að hans sögn hefur sambærileg staða verið uppi á vinnumarkaði. Nefnir hann í því samhengi árin eftir efnahagshrunið. „Árið 2009 kom upp sú staða að atvinnulífið taldi sig ekki geta uppfyllt ákvæði kjarasamninga og það stefndi í uppsögn. Skiptar skoðanir voru um hvað ætti að gera, en þorri hreyfingarinnar taldi að betra væri að halda í verðmætin í samningnum þó að með seinkun væri. Fallist var á að það gegn því að stjórnvöld gripu til aðgerða sem myndu hjálpa tekjulægstu hópun- um,“ segir Gylfi. Spurður um hugsanleg útspil ríkis- stjórnarinnar segir Gylfi að aðgerðir hennar verði að stuðla að auknum hagvexti og fjölgun starfa. „Það er ljóst að aðgerðirnar þurfa að beinast að SA því það er aðilinn sem er að skoða uppsögn. Það hefur lengi verið krafa atvinnurekenda að trygginga- gjald verði lækkað. Lækkun þess gæti komið til móts við þá og liðkað til.“ aronthordur@mbl.is Hugnast ekki orðræða verkalýðsforystunnar  Lækkun tryggingagjalds gæti liðkað til í viðræðum Gylfi Arnbjörnsson Hagdeild ASÍ hefur ekki unnið sér- stakt mat á stöðu efnahagsmála í tengslum við endurskoðun kjara- samninganna að undanförnu en ný hagspá ASÍ verður birt í tengslum við þing sambandsins undir lok október. Þessa dagana eru sérfræð- ingar ASÍ að leggja lokahönd á ár- lega vinnumarkaðsskýrslu sem væntanleg er í þessari eða næstu viku þar sem lagt verður mat á stöðuna á vinnumarkaði í dag. Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ, segir að atvinnuleysistölurnar sem birst hafa að undanförnu sýni að ferðaþjónustan hefur orðið fyrir þyngsta högginu í kjölfar ferðatak- markana vegna kórónuveirufarald- ursins. Hann segir meiri óvissu um hver staðan muni verða í vetur og ekki sé óeðlilegt að ætla að áhrifin muni berast eitthvað til fleiri at- vinnugreina. Róbert segir að hlutabótaúrræð- ið hafi komið að miklu gagni og mildað höggið framan af, eftir að faraldurinn reið yfir, og dempað þyngstu áhrifin á meðan óvissan var sem mest. Að sögn hans er ástæða til að hafa áhyggjur af því núna hver verður þróun langtímaatvinnuleys- is sem að hluta hafi þegar verið komið til áður en kórónufarald- urinn skall á. Fram kom í seinustu tölum Vinnumálastofnunar, að alls hafði 3.051 hefðbundinn atvinnuleitandi verið án atvinnu í meira en 12 mán- uði um seinustu mánaðamót og hef- ur þeim fjölgað um 1.672 milli ára og auk þess hefur þeim sem verið hafa atvinnulausir í 6-12 mánuði einnig fjölgað. Þeir voru 3.690 í lok ágúst en 1.830 fyrir ári. Spurður hvort fyrirtæki í ólíkum atvinnugreinum geti staðið undir launahækkunum sem fram undan eru segir Róbert að staða grein- anna sé mjög misjöfn. Ferðaþjón- ustan og tengdar greinar standi sérstaklega illa en víða annars stað- ar hafi mátt sjá smá uppgang vegna aukinnar veltu. omfr@mbl.is Misjöfn staða greinanna  ASÍ að leggja lokahönd á mat á stöðunni á vinnumarkaði Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Atvinnulífið er í djúpum samdrætti og hann fer dýpkandi. Þetta má lesa úr svörum stjórnenda fyrirtækja í könnun Gallup, sem gerð er fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabankann meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. „85% stjórnenda telja aðstæður slæmar í atvinnulífinu, 2% telja þær góðar en 13% eru hlutlaus. Matið er lakast í byggingariðnaði þar sem all- ir telja aðstæður slæmar en jákvæð- ast í verslun þar sem 8% telja að- stæður góðar og 18% eru hlutlaus,“ segir í niðurstöðunum. Gæti fækkað um 2.600 störf Alls eru 29.000 starfsmenn hjá fyrirtækjunum í könnuninni og fram kemur að 34% stjórnenda þeirra bú- ast við fækkun starfsmanna en 11% við fjölgun á næstu sex mánuðum. Að mati SA má ætla út frá svör- unum að starfsmönnum fyrirtækj- anna í heild muni fækka um 2% á næstu sex mánuðum, sem er sama áætlaða fækkun og í sambærilegri könnun sem gerð var í maí sl. „Sé niðurstaðan yfirfærð á allan al- menna vinnumarkaðinn gæti störf- um fækkað um 2.600 á næstu sex mánuðum. Fækkunin er 3.000 hjá þeim sem áætla fækkun en fjölgunin 400 hjá þeim sem áætla fjölgun. Fækkun starfa er fram undan í öllum atvinnugreinum. Stjórnendur í ferðaþjónustu sjá fram á mesta fækkun starfsmanna en þar á eftir kemur fjármálastarfsemi, verslun og iðnaður. Minnst starfsmannafækkun er áætluð í sjávarútvegi en þar á eft- ir kemur byggingarstarfsemi og verslun,“ segir í umfjöllun SA. Vaxandi svartsýni í bygging- arstarfsemi og fleiri greinum „Þessi könnun endurspeglar hversu djúp efnahagskreppan er sem við erum stödd í og eru vænt- ingar stjórnenda að hún muni dýpka enn frekar á næstu mánuðum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SA. Mjög fáir stjórn- endur telja að það sé skortur á starfsfólki og af svörunum má ráða að útlit sé fyrir að atvinnuleysi muni aukast enn frekar. „Þessi niðurstaða er í takt við spá Vinnumálastofnunar um að atvinnuleysið muni aukast næstu mánuði “ segir Ásdís. „Þá sjáum við að núverandi kreppa hefur víðtæk áhrif á allt at- vinnulífið. Þess vegna er einfaldlega rangt að tala um ferðaþjónustu- kreppu, þó svo áhrifin komi vissu- lega mjög þungt niður á henni “ seg- ir Ásdís ennfremur. „Stjórnendur meta aðstæður um þessar mundir slæmar og vænta margir að staðan muni versna næstu sex mánuði. Svartsýni gætir víða og einskorðast ekki aðeins við ferða- þjónustuna – þannig sjáum við vax- andi svartsýni í byggingarstarfsemi og fleiri atvinnugreinum. Þessi áhrif endurspeglast einnig í atvinnuleys- istölum Vinnumálastofnunar en þar er atvinnuleysi að aukast í öllum at- vinnugreinum einkageirans. “ segir Ásdís. Er að hægja verulega á Alger óvissa er um hvernig kór- ónuveirufaraldurinn muni þróast og hvenær bóluefni verður tiltækt. Þetta endurspeglast að sögn Ásdísar í þeirri svartsýni stjórnendanna sem birtist í niðurstöðum könnunarinnar. „Á meðan við erum í þessu óvissu- ástandi hefur það áhrif á væntingar og á efnahagsframvinduna. Öll óvissa er slæm og hefur áhrif á rekstur og fjárfestingar fyrirtækja. Það er að hægja verulega á efna- hagsstarfseminni og eftir því sem þetta ástand lengist því dýpri verður efnahagslægðin. Ferðaþjónustan er og verður áfram þjóðhagslega mik- ilvæg atvinnugrein í íslensku efna- hagslífi og það lá ávallt fyrir að svo mikið högg sem ferðaþjónustan verður fyrir myndi smitast yfir í aðr- ar atvinnugreinar. Tuttugu þúsund manns hafa misst vinnuna og Vinnu- málastofnun gerir ráð fyrir að at- vinnuleysi muni aukast enn frekar. Þetta er alvarleg staða og niður- staða könnunarinnar staðfestir það sem við höfum óttast,“ segir Ásdís. Lesa má út úr könnuninni að 43% stjórnenda telja að aðstæður versni en 26% að þær batni. Í ferðaþjón- ustu eru minnstar væntingar um að staðan batni þar sem 71% stjórn- enda telur að ástandið muni versna en 18% að það batni. Í byggingar- starfsemi búast 54% við verri stöðu en 8% við að það batni. „Mestar væntingar um bata eru í fjármála- starfsemi þar sem 27% búast við verri stöðu en 46% við betri og þar á eftir kemur verslun þar sem 39% bú- ast við verri stöðu en 38% betri,“ segir í umfjöllun SA. Könnunin var gerð 2. til 23. sept- ember sl. Í úrtakinu voru 448 fyrir- tæki sem teljast stærst á landinu miðað við heildarlaunagreiðslur og svaraði 231. Svarhlutfall var 52%. Fækkun starfa í öllum greinum Morgunblaðið/Hari Framkvæmdir Horfur eru á samdrætti fjárfestinga í öllum atvinnugreinum.  Margir stjórnendur fyrirtækja telja í könnun Gallup að ástandið muni versna á næstu sex mánuðum  34% búast við fækkun starfsmanna  Kreppan hefur víðtæk áhrif á allt atvinnulífið að mati SA Óvissa á vinnumarkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.