Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2020 ✝ Þórarinn Arn-fjörð Magn- ússon fæddist í Bolungarvík 20. janúar 1934. Hann lést á dvalarheim- ilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 12. sept- ember 2020. For- eldrar hans voru hjónin Hallfríður Dagmar Sölvadótt- ir ljósmóðir, f. 2. október 1905, d. 8. ágúst 1989 og Magnús Guðbergur Guð- mundsson (uppeldisfaðir) versl- unarmaður, f. 6. nóvember 1896, d. 24. apríl 1964. Blóð- faðir Þórarins var Sveinn Jóns- son leigubílstjóri frá Torfastöð- um í Fljótshlíð, f. 4. mars 1892, d. 31. mars 1982. Sammæðra systir Þórarins var Rúna Magnúsdóttir Schröder, f. 19. febrúar 1937, d. 12. júlí 2009. Þórarinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans er Ruth Mar- grét Friðriksdóttir frá Ham- Kristrún Dagmar, sambýlis- maður Halldór Fannar Sig- urfinnsson. Seinni maki Frið- riks er Þórunn Óskarsdóttir og eiga þau tvær dætur: 1) Freyja, unnusti Aron Ísak, 2) Selma. Seinni kona Þórarins var Matthildur Guðmundsdóttir frá Núpi í Fljótshlíð, f. 1. nóv- ember 1925, d. 12. ágúst 2002. Þórarinn ólst upp fyrstu árin sín á Bíldudal og flutti síðar með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hann gekk í Landakotsskóla og fór síðan í Verslunarskólann, Samvinnu- skólann og Tollvarðaskólann. Ferðalög áttu snemma hug hans og ungur að árum vann hann á millilandaskipum við ýmis störf og einnig fór hann sem fararstjóri á Gullfossi. Hann vann á Veðurstofu Ís- lands í Keflavík um nokkurra ára bil og réð sig síðan sem tollvörður og síðar tollfulltrúi á skipavakt í Reykjavík og starfaði þar í 40 ár. Síðustu tvö starfsárin sín vann hann sem húsvörður hjá Landsbanka Ís- lands á Laugavegi. Auk ferða- laga hafði Þórarinn mikinn áhuga á málaralist. Útförin fór fram í kyrrþey. borg í Þýskalandi, f. 10. ágúst 1934. Þau eignuðust tvö börn, Hallfríði Dagmar, f. 3. júní 1956 og Friðrik Sölva, f. 9. apríl 1960. Hallfríður Dagmar er búsett í Þýskalandi og á þrjú börn með fyrrverandi eigin- manni sínum, Heinz Munch: 1) Britta Ingunn, maki Fabian Jansen, dóttir þeirra er Ylva Karlotta, 2) Nils Munch og 3) Olaf Munch. Frið- rik Sölvi er búsettur á Hvols- velli. Hann var giftur Jónínu Huldu Gunnlaugsdóttur og eiga þau þrjár dætur: 1) Ruth Margrét, maki Auðun Daní- elsson, 2) Arnleif Margrét, sambýlismaður Sölvi M. Lúð- víksson, Arnleif á þrjú börn, Örnu, Söru og Kára með fyrr- verandi sambýlismanni sínum Steinari Baldurssyni og 3) Það var fyrir 24 árum að ég kynntist tengdapabba, Þórarni. Svo skemmtilega vildi til að þeg- ar ég kynnist eiginmanni mín- um, Friðriki, komumst við að því að við erum þremenningar og ég því að eignast nýja frænd- ur. Ég komst fljótt að því að Þórarinn hafði mikla unun af því að lesa og þar áttum við sameig- inlegt áhugamál. Hann las Morgunblaðið í ræmur í orðsins fyllstu merkingu því hann tók það allt í sundur og það var ómögulegt að kíkja í Moggann eftir að hann var búinn með hann. Hann drakk allt í sig sem þar stóð og mundi svo allt sem hann las. Hann var vel talandi á þýska tungu og var áskrifandi að þýsku blöðunum Stern og Spiegel til margra ára og hans gæðastundir voru að lesa þessi blöð, drekka svart kaffi, fá sér sígó og maula smá namms namms, en meiri nammigrís er vandfundinn. Skip og allt sem þeim tengd- ist áttu hug hans allan og það voru ekki fáar sögurnar sem hann gat sagt þegar hann vann í tollinum á skipavakt og „Foss- arnir“ hans voru að koma. Hjá tollinum vann hann í 40 ár og var vel liðinn. Hann tók stund- um að sér fararstjórn, bæði inn- anlands og utan, og það var í einni slíkri skipsferðinni sem hann kynntist seinni konu sinni Matthildi, sem lést 2002. Önnur skemmtileg tilviljun sem kom í ljós þegar ég kom inn í fjölskyldu Þórarins var sú að Matthildur og pabbi minn voru jafnaldrar og fermingarsystkin og bæði úr Fljótshlíðinni. Hann var vel inni í heimsmál- unum og hafði sterkar skoðanir á hlutunum og gat alveg látið menn heyra það ef þeir voru á annarri skoðun. Eftir að tengda- pabbi var orðinn einn kom hann yfirleitt um jólin til okkar á Hvolsvöll. Friðrik fór þá oftast á Þorláksmessu og sótti hann og við borðuðum rúgbrauð, reyktan silung, egg og hann drakk te með. Þegar hann var búinn nuddaði hann nefið og munninn aftur og aftur með vasaklútnum sínum og sagði okkur sögur frá gamla tímanum. Það verður skrýtið að upplifa Þorláksmessu og jólin án þess að Þórarinn sé með okkur. Nú þegar ljóst er að þessar sögur frá gamla tímanum, sem manni fannst nú stundum of oft kveðnar, munu ekki hljóma í eyrum manns aftur fyllist maður söknuði. Þórarinn elskaði að ferðast og fór víða, bæði sjó- og flugleiðis, og þekkti marga staði í heiminum. Nú er síðasta ferða- lag hans á nýjan stað hafið og þar mun Matthildur taka vel á móti honum og þau ferðast sam- an um nýja heima. Með þakklæti fyrir samfylgd- ina. Þín tengdadóttir, Þórunn Óskarsdóttir. Elsku afi. Ég á bágt með að trúa því að við eigum ekki eftir að fara á fleiri bryggjurúnta saman, mér verður alltaf hugsað til þín þegar ég keyri um á Granda og man eftir öllum skemmtilegu sögunum sem þú sagðir okkur, þá oftast sögur úr Tollgæslunni. Heimsóknirnar á Háaleitisbrautina voru alltaf jafn skemmtilegar, og ekki skemmdi að þú áttir alltaf namms namms handa okkur Selmu! Jólin eru og verða alltaf sú hátíð sem mér verður hvað mest hugsað til þín, það var svo hátíðlegt þegar þú varst kominn í sætið þitt í sófanum að lesa blöðin og hlusta á jólakveðjurn- ar, það er alveg á hreinu að þú komst með jólin og ég er svo þakklát fyrir allar þær yndis- legu samverustundir sem við áttum. Takk fyrir allan stuðn- inginn í öllu sem ég tek mér fyr- ir hendur afi, ég veit að þú held- ur áfram að styðja mig hvar sem þú ert. Hvíldu í friði afi minn, minn- ingu þína mun ég varðveita að eilífu. Freyja Friðriksdóttir. Nýlega hefur vantað fleiri engla upp til himna og ákvað guð að afi væri bestur í það hlutverk. Afi hefur alltaf verið stuðn- ingsmaður minn og stutt mig í öllu sem ég geri hvort sem það er í skóla eða fótbolta. Afi hafði mikla trú á mér í boltanum og sagði oft við vinkonur mínar sem vinna á dvalarheimilinu sem hann dvaldi á að hann væri svo stoltur af mér. Ég fæ alltaf hlýtt í hjartað við þessa tilhugsun. Ég ætla að halda áfram að gera þig stoltan, afi. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, fyrir allan stuðning sem þú hefur veitt mér, fyrir allt símaspjallið og takk afi fyrir að vera til staðar fyrir okkur öll. Minning þín er ljós í lífi mínu. Þín Selma. Ég hafði lengi vonað að á vegi mínum yrði maður að nafni Þór- arinn A. Magnússon. Einkenni- legt var að gera þá ekki gang- skör að því að leita manninn uppi, en af einhverjum ástæðum gerði ég það ekki. En svo kom að því að leiðir okkar Þórarins lágu saman, og það á mjög ánægjulegan hátt þegar verð- andi eiginkona hans og vinnu- félagi minn, Matthildur Guð- mundsdóttir, kynnti okkur, en við erum hálfbræður samfeðra. Það kom nokkru síðar í minn hlut að segja þeim Þórarni hverra manna hann væri og höfðu þau í fyrstu eingöngu mín orð fyrir því, en sem betur fer hafa þau reynst á rökum reist. Við nánari kynni gast mér ákaf- lega vel að Þórarni og ég fann með honum skyldleika. Fyrir til- stuðlan Matthildar tókust með okkur góð kynni og vinátta sem entist í áratugi. Þórarinn var mannkostamaður. Hann var ekki allra; valdi vini af kost- gæfni en nennti ekki að sinna öðrum. Hann var ákaflega trygglyndur. Þórarinn reyndist móður sinni einstakur sonur, ekki síst í elli hennar, og Matt- hildi góður maki. Sambúð þeirra var fögur. Hún einkenndist af svipuðum áhugamálum og mik- illi tillitssemi. Þórarinn var nokkur heimsborgari að eðlis- fari; átti vegna vensla mikil tengsl við Þýskaland, og var góður þýskumaður. Hann las heimsfréttir af þýskum tímarit- um. Að loknu góðu námi meðal fyrstu nemenda Samvinnuskól- ans freistuðu hefðbundin versl- unarstörf hans ekki; hann réðst til Veðurstofu Íslands. Með hon- um hafði snemma vaxið áhugi á útlöndum, hann hafði ungur kynnst farmennsku hjá Ríkis- skipum og í leyfum réðst hann í afleysingar hjá Eimskip. Á þess- um árum voru í fæðingu störf hérlendis sem lutu að farar- stjórn. Efnt var til námskeiða til að búa ungt fólk undir að taka á móti erlendum ferðamönnum, en ekki síður að leiðbeina löndum sínum í ferðum til útlanda. Þór- arinn var á fyrsta námskeiðinu og bjó að því alla ævi. Aldrei gerði hann þó fararstjórn að að- alstarfi, en auðnaðist að sinna henni með öðrum störfum, eink- um erlendis. Hann hætti hjá Veðurstofunni en starfaði sem tollvörður lengst ævinnar, löngum sem yfirmaður. Hann var mjög farsæll í starfi og mik- ils metinn. Við Matthildur Guð- mundsdóttir frá Núpi í Fljóts- hlíð vorum árum saman vinnufélagar í Prentsmiðju Jóns Helgasonar á Bergstaðastræti 27, síðar í Gutenberg í Síðumúla 16. Þegar ég hitti Matthildi fyrst í prentsmiðjunni fannst mér að ég hefði lengi þekkt hana, svo sterkt svipmót bar hún af Fljótshlíðarkonunum sem ólu mig upp að hluta á Torfa- stöðum í Fljótshlíð. Hún var heilsteypt mannkostakona. Ég þekkti vel til hennar fólks frá Núpi, en hitt var merkilegra að þegar til kom þekkti hún mjög vel til ættmenna Þórarins í Fljótshlíð. Það reyndist gæfurík ákvörðun hjá Matthildi að fara í jólaferð með Gullfossi til Kaup- mannahafnar og Hamborgar. Þórarinn var um borð sem far- arstjóri, einkum í höfnum. Með þeim tókust þau kynni að leiddu til farsællar sambúðar meðan Matthildur lifði. Blessuð sé minning Þórarins A. Magnús- sonar. Ég votta öllum aðstand- endum hans samúð mína. Sverrir Sveinsson. Komið er að kveðjustund. Margar kærar og ljúfar minn- ingar koma upp í hugann þegar minnst er liðinna ára. Þórarinn kemur inn í fjöl- skylduna á Núpi þegar hann kynnist Matthildi systur okkar og þau gifta sig og fara að búa saman. Það var mikill ævintýra- ljómi yfir þeirra fyrstu kynnum. Þau höfðu kynnst í siglingu á Gullfossi, þar sem hann var að vinna. Gaman var að heyra þau rifja upp þennan rómantíska og góða tíma í lífi þeirra sem var þeim alla tíð kær. Þau bjuggu sér til heimili á Háaleitisbraut- inni þar sem gott var að koma. Heimilið var sérlega fallegt og notalegt og þau svo samvalin að nostra við hlutina því bæði höfðu yndi af fallegum munum. Og ekki spillti að fá gesti í heim- sókn í veitingar og gott spjall. Þetta var góður tími sem gott er að minnast. Þau voru dugleg að ferðast, fóru til sólarlanda og fleiri staða, meðal annars til Þýska- lands þar sem hluti af fólki hans bjó. Áttu þau góðar minningar frá þeim ferðum sem gaman var að heyra þau segja frá. Nú hefur Þórarinn kvatt og er horfinn inn í sumarlandið og þar verður honum örugglega vel fagnað. Við þökkum honum fyrir allan þann góða tíma sem við áttum saman og óskum honum Guðs blessunar. Fjölskyldunni send- um við innilegar samúðarkveðj- ur. F.h. fjölskyldunnar frá Núpi, Sigríður Guðmundsdóttir. Þórarinn Arnfjörð Magnússon Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, THEODÓR S. ÓLAFSSON vélstjóri og fyrrverandi útgerðarmaður, Bessahrauni 6 í Vestmannaeyjum, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 16. september. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 2. október klukkan 13. Margrét Sigurbjörnsdóttir Þorbjörg Theodórsdóttir Haukur Logi Michelsen Hafþór Theodórsson Hanna Ragnheiður Björnsd. Júlíanna Theodórsdóttir Ingólfur Ingólfsson Bára Theodórsdóttir Tommy Westman Björk Theodórsdóttir Harpa Theodórsdóttir Örvar Guðni Arnarson og fjölskyldur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES GÍSLASON, Hafnargötu 73, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 6. október klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Adolf A. Jóhannesson Ninna Jóhannesdóttir Óli C. Jóhannesson Gísli Ragnar Jóhannesson Júlíana Guðrún Ósk Jóhannesdóttir og fjölskyldur Faðir okkar, ÓMAR BERGMANN GÚSTAFSSON frá Akranesi, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 3. september. Jarðsett var í kyrrþey. Krístín María Ómarsdóttir Gústaf Guðbjörn Ómarsson Olga Björk Ómarsdóttir Sigurður Ingimar Ómarsson Sigríður Alda Ómarsdóttir Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON, fyrrv. verkstjóri, Hofteigi 22, Reykjavík, lést laugardaginn 19. september á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 1. október klukkan 13. Vegna aðstæðna verður útförin einungis fyrir nánustu fjölskyldu. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://youtu.be/DDGU6hpIM-c. Þökkum auðsýnda samúð. Jóhanna Pálsdóttir Páll R. Guðmundsson Guðrún Björk Bjarnadóttir Hákonía J. Guðmundsdóttir Elín B. Guðmundsdóttir Grettir Hreinsson G. Skúli Guðmundsson Elizabeth Sargent og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÆBERG ÞÓRÐARSON fasteignasali, Hlaðhömrum 2, áður Áshamri, Mosfellsbæ, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 15. september. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 2. október klukkan 13. Þeir sem vilja minnast hans er bent á styrktar og líknarsjóð Oddfellowa. Magný Kristinsdóttir Hekla Karen Sæbergsdóttir Friðrik Guðmundsson Hulda Katla Sæbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.